Morgunblaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2010 fljótlegt og gott HOLLT OG GOTT GLK þorskbitar, roð- og beinlausir kr. kg798 Verð áður 998 kr./kg 20%afsláttur Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta um að byrjað verði að fækka hermönnum í Afganistan ekki síð- ar en í júlí á næsta ári er ekki meitluð í stein, að sögn Davids Petraeus, hershöfðingja og yfirmanns herja Atl- antshafsbandalagsins í Afganistan. Hann sagði í gær í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina að fremur bæri að líta á ákvörðun Obama sem tilraun til að brýna fyrir mönn- um mikilvægi þess að herða sóknina gegn talibönum og öðrum uppreisnarhópum. Hershöfðinginn sagði að stutt væri í að hafnar yrðu nýjar tilraunir í Afganistan til að ná sáttum og fá afg- anska uppreisnarmenn til að ganga í lið með stjórnar- hernum. „Ég tel að miklar líkur séu á því að hægt verði að fá aftur [til liðs við stjórnina] einhverja óbreytta liðs- menn og lágt setta foringja og reyndar að klofningur geti orðið meðal æðstu manna sem raunverulega mætti skilgreina sem sættir,“ sagði Petraeus. Hann minnti á að margvíslegir hópar tækju þátt í uppreisninni gegn stjórn Hamids Karzais forseta í Ka- búl, talibanar og aðrir. Ekki væri mikið samráð milli hópanna. Talibanar njóta nær eingöngu stuðnings hjá stærsta þjóðarbrotinu, pastúnum, en mörg önnur þjóðarbrot eru í Afganistan. Brottförinni gæti seinkað  Petraeus segir óvíst að brottflutningur herja frá Afganistan byrji næsta sumar  Vonar að sumir liðsmenn uppreisnarflokka fáist til að ganga til liðs við stjórnina Náði árangri í Írak » Petraeus tók við yfir- stjórninni í júlí en hann nýtur mikils álits fyrir að hafa tekist að snúa við taflinu í Írak. » Liðsafli Bandaríkjamanna var aukinn en Petraeus samdi auk þess við ýmsa herskáa hópa í Írak um stuðning. Fjórir læknar, sem skoska stjórnin sagðist hafa ráðfært sig við áður en líb- ískum hryðju- verkamanni var sleppt úr fang- elsi, vísa því á bug að sögn Sunday Times að þeir hafi verið spurðir um ástand hans. Fanginn, Abdel Basset al-Megrahi, var á sín- um tíma dæmdur fyrir aðild að til- ræði gegn farþegaþotu árið 1988 sem varð alls 270 manns að bana, þar af 11 í bænum Lockerbie í Skot- landi. Megrahi var sleppt fyrir ári af mannúðarástæðum en hann er með blöðruhálskrabbamein og var sagð- ur eiga þrjá mánuði ólifaða. Var honum vel fagnað í Tripoli. Umræddir læknar neita að þeir hafi sagt eitthvað um lífslíkur. „Ég man að mér fannst svolítið skrítið að ég skyldi ekki vera spurður,“ segir einn þeirra, Zak Latif, sem var þvag- færalæknir Megrahis í fangelsinu. Af 259 manns í vélinni voru 189 Bandaríkjamenn og olli það mikilli reiði vestra er fréttist að Megrahi væri laus. Fullyrt er að ráðamenn í London hafi fengið skosku stjórnina til að sleppa Megrahi til þess að tryggja breska olíufélaginu BP olíu- leitarréttindi í Líbíu. kjon@mbl.is Voru ekki spurðir um ástand Megrahis Abdel Basset al-Megrahi SKOTLAND Tveir bílstjóralausir rafbílar eru nú á leið til Shanghai í Kína frá Mílanó og er ætlunin að þeir nái á leiðar- enda í október. Leiðin er um 13.000 km og liggur að verulegu leyti um Síberíu. Um er að ræða tilraun á vegum vísindamanna við háskólann í Parma á Ítalíu og enn hefur allt gengið stórslysalaust. Þótt bílarnir stýri sér sjálfir er maður um borð í hvorum bíl til öryggis, þeir sjá einn- ig um að hlaða rafhlöður og annast viðhald. Fremri bíllinn sendir stöð- ugt GPS-hnit til þess aftari þar sem ekki eru til kort yfir öll svæðin. Um 13.000 km ferð sjálfstýrðra rafbíla MÍLANÓ-SHANGHAI Liðsmenn grísku Rétttrúnaðarkirkj- unnar flykktust í gær í hið forna Su- mela-klaustur við borgina Trabzon á austanverðri Svartahafsströnd Tyrklands til að hlýða fyrstu messu sem þar hefur verið sungin í 88 ár. Á myndinni sést Bartómóleus I. patrí- arki, andlegur leiðtogi Rétttrún- aðarkirkjunnar [með stafinn], píla- grímar frá Grikklandi, Rússlandi og Georgíu voru viðstaddir. Georg Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, fagnaði því að stjórnvöld í Ankara skyldu leyfa messuna. Um væri að ræða „sögu- legan og mikilvægan atburð“ sem sýndi vel hve sambúð þjóðanna tveggja hefði batnað mikið. Klaustr- ið er á svæði sem áður var byggt svo- nefndum Pontus-Grikkjum er flestir flýðu þaðan í fyrri heimsstyrjöld. Tyrkir hafa torveldað með ýmsum hætti starfsemi um 2.000 liðsmanna kirkjunnar í landinu, m.a. hafa þeir ekki fengið að halda við kirkjum sín- um. Þorri Tyrkja er íslamstrúar. Fyrsta messan í 88 ár Sýnir bætta sambúð Grikkja og Tyrkja Reuters Suður-Kóreumenn ættu að leggja á sérstakan skatt til að standa straum af gríðarlegum kostnaði sem fylgja mun sameiningu við Norður-Kóreu þegar af henni verður, segir forseti Suður-Kóreu, Lee Myung-bak. Mikil óvissa ríkir um framtíð Norður-Kóreu en svo gæti farið að einræðisstjórn kommúnista félli þar jafn skjótt og gerðist í Austur-Evr- ópu fyrir tveim áratugum. Stofnanir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum áætla að kostnaður- inn við að sameina ríkin í eitt verði að a.m.k. nokkur hundruð milljarðar dollara. kjon@mbl.is Reuters Kröfuspjöld Andstæðingar her- æfinga krefjast sameiningar Kóreu. Vill samein- ingarskatt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.