Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það er ekki laust við að svolítil hauststemning farium þá sem leggja leið sína í Geysi, nýja versluná horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu. Á mótigestum tekur uppstoppað hreindýr, yfirvegað horfir það út á götuna og lokkar fólk á ferðinni til sín, býður það velkomið inn í hlýjuna. Verslunin er á tveimur hæðum og hönnuð af Hálfdáni Petersen leikmyndahönn- uði og Frey Frostasyni arkitekt. Veggirnir eru innrétt- aðir með gömlu timbri og víða til skrauts má sjá stungus- kóflu, heykvísl og annað sem þætti frekar tilheyra sveitum þessa lands en verslun í miðborg Reykjavíkur. „Allar innréttingar eru gerðar úr gömlu efni, þeir keyrðu um og fundu hitt og þetta í sveitunum og hirtu upp,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, verslunarstjóri Geysis. „Verslunin var opnuð í byrjun júní og hefur verið tekið mjög vel. Fólk talar mikið um hvað búðin er falleg og sumir koma inn bara til að segja hvað þeim finnst breytingin á húsinu flott, þá sérstaklega að inngangurinn skuli hafa verið settur á hornið en það gefur húsinu og götunni ákveðinn svip,“ segir Nanna Þórdís. Með eigin hönnun Verslunina Geysi má líka finna hjá Geysi í Haukadal en að sögn Nönnu Þórdísar er sú verslun með allt aðrar áherslur. „Þetta er ný búð með nýjum áherslum. Við er- um ekki endilega að stíla inn á ferðamenn, þetta er líka verslun fyrir Íslendinga. Fata- og útivistarbúð með þjóð- legu ívafi. Eins og stendur er uppistaðan aðallega íslensk hönnun en vöruúrvalið er búið að vera í þróun síðan við opnuðum.“ Í Geysi fæst hönnun frá merkjum eins og 66° Norð- ur, Farmers Market, Spakmannsspjörum, Bliki og Vík Prjónsdóttur. Einnig eru í boði skinnvörur frá Feldi, Lee-gallabuxur og sænsku Fjallraven-bakpokarnir. „Við erum líka með okkar eigin hönnun, Geysir nefnist það merki og er hannað fyrir okkur af Auði Karitas Ásgeirs- dóttur fatahönnuði. Þetta eru slár og fleiri prjónaðar flík- ur úr íslenskri ull,“ segir Nanna Þórdís að lokum. Fata- og útivistarbúð með þjóðlegu ívafi „Við erum ekki endilega að stíla inn á ferðamenn, þetta er líka verslun fyrir Ís- lendinga,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, verslunarstjóri Geysis. Efri Yfirvegað hreindýr tekur á móti viðskiptavinunum. Neðri Umhverfi verslunarinnar er mjög huggulegt. Morgunblaðið/Jakob Fannar Geysir Nanna Þórdís Árnadóttir verslunarstjóri. Á þessum berjavef er hægt að fræð- ast heilmikið um ber í íslenskri nátt- úru. Hverju lyngi og berjunum sem á því vaxa er lýst og einnig sagt hve- nær þau blómgast og hvenær sé best að tína þau. Einnig er sagt frá því í hverskonar landi og á hvaða land- svæði hverja tegund sé helst að finna. Margir vita til dæmis ekki að á Íslandi vaxa villt jarðarber en þau er helst að finna í þurrum og sólríkum grasbrekkum og eru algengust á Suður- og Suðvesturlandi. Einnig eru nokkrar gómsætar upp- skriftir sem innihalda ber, bæði að sultum, hlaupi, saft og kökum. Nokkra berjasöngva er einnig að finna á þessum berjavef. Skemmtilegt er að lesa um lækn- ingamátt hinna ólíku berja, t.d. eru- dropar af hrútaberjum styrkjandi fyr- ir maga og hjarta, seyði af reyniberjum er gott við niðurgangi og aðalbláber eru talin bæta sjónina. Vefsíðan ismennt.is/not/lilj/ber.htm Morgunblaðið/Einar Falur Girnilegt Margan ljúffengan eftirréttinn má búa til þar sem ber koma við sögu. Aðalbláber bæta sjónina Nú þegar haustið læðist yfir landið fer hver að verða síðastur að tína berin gómsætu áður en næturfrostið skemmir þau. Að fara í berjamó er ekki aðeins hin besta skemmtun fyr- ir fólk á öllum aldri, heldur er það líka leið til að spara. Það er gömul og góð aðferð til að safna í sarpinn fyrir veturinn að sulta, safta og frysta hverskonar ber. Bláber, kræki- ber, aðalbláber, nú eða sólber og rifsber og önnur ber sem spretta í görðum. Sumir gera meira að segja sultur úr rósum. Ekki amalegt að geta kjamsað á sumarbragðinu á dimmum dögum. Jafnvel pakkað góðgætinu í fallegar krukkur eða flöskur og gefa svo í jólagjöf. Heimatilbúin sulta eða saft gleður þiggjandann og bragðlauka hans meira en margt annað. Endilega … … farið í berjamó Bónus Gildir 26. - 29. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Nýjar ísl. kartöflur í lausu ........... 149 198 149 kr. kg Nýjar ísl. rófur ........................... 198 259 198 kr. kg Nýjar ísl. gulrætur 500 g ............ 159 198 318 kr. kg Cheerios 518 g ......................... 498 515 961 kr. kg Kelloggs kornflakes 1 kg ............ 659 698 659 kr. kg Ks frosin lambasvið ................... 194 239 194 kr. kg Ali ferskar grísakótilettur ............. 898 998 898 kr. kg Nv ferskt hakk ........................... 898 998 898 kr. kg ES spaghetti 1 kg...................... 169 179 169 kr. kg Trópi 1 ltr .................................. 195 229 195 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 26. - 28. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði.............. 1498 2198 1498 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði ............ 998 1498 998 kr. kg Hamborgarar 4x80g m/brauði.... 496 596 496 kr. pk. Grillaður kjúklingur 1/1.............. 790 970 790 kr. stk. FK 1/1 ferskur kjúklingur ........... 690 863 690 kr. kg SS kryddlegnar lambatvírifjur...... 1998 2498 1998 kr. kg Ali vínarpylsur ........................... 539 899 539 kr. kg FK grill lambalærisneiðar ........... 1998 2440 1998 kr. kg Ísfugl kalkúnagrillsneiðar............ 1199 1599 1199 kr. kg Hagkaup Gildir 26. - 29. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Svínafilet að hætti Jóa Fel.......... 1689 2598 1689 kr. kg Grísalund frá Íslandsgrís ............ 1689 2598 1689 kr. kg Holta heill kjúklingur .................. 594 849 594 kr. kg Holta Texas kjúklingabringur ....... 1796 2395 1796 kr. kg SS bláberja lambalærisneiðar .... 2121 2828 2121 kr. kg Cantaloupe melónur .................. 198 399 198 kr. kg Myllu sjónvarpskaka .................. 399 699 399 kr. stk. Myllu kringlur fínar&grófar .......... 59 109 59 kr. stk. Myllu heilsubrauð ...................... 239 489 239 kr. stk. Egils Kristall 2l sítrónu ............... 199 279 199 kr. stk. Kostur Gildir 26. - 29. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Goði Gourmet dönsk ofnsteik ..... 1573 2247 1573 kr. kg Goði Gourmet kryddað lambafi- let ............................................ 2659 3798 2659 kr. kg Goði kæfa 150g 3 gerðir 236 .... 165 236 165 kr. stk. GV hafrahringir 510g ................. 469 595 469 kr. stk. Nissin núðlur í boxi .................... 69 0 69 kr. stk. Fab Fruit sjampó 414ml 2 í pk. .. 298 395 298 kr. pk. MS kókómjólk 250ml 6 í pk. ...... 298 398 298 kr. pk. Bananar ................................... 199 285 199 kr. kg Rauð epli .................................. 169 309 169 kr. kg Appelsínur ................................ 159 249 159 kr. kg Krónan Gildir 26. - 29. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Grísabógur hringskorinn ............. 449 598 449 kr. kg Lúxus grísalæri úrbeinað ............ 698 698 698 kr. kg Grísalundir erlendar ................... 1299 2598 1299 kr. kg Grísakótelettur........................... 869 1498 869 kr. kg SS Caj Ṕs lambatvírifjur ............. 1998 2498 1998 kr. kg Lamba grillleggir........................ 898 1298 898 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1299 1998 1299 kr. kg Ali medisterpylsa....................... 610 871 610 kr. kg Ali bjúgu 4stk............................ 541 773 541 kr. kg Ostakaka með bláberjum........... 799 899 799 kr. stk. Nóatún Gildir 26. - 29. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Kálfasnitzel ............................... 1499 2498 1499 kr. kg Kálfagúllas................................ 1499 2498 1499 kr. kg Grísahnakki kryddaður að vali..... 998 1498 998 kr. kg Ungnauta innralæri.................... 2449 3498 2449 kr. kg SS kryddlegnar lærissneiðar....... 2262 2828 2262 kr. kg Ísfugls kalkúnabollur.................. 998 1398 998 kr. pk. Ísfugls kalkúnaborgarar 10stk. ... 998 1398 998 kr. pk. Sportbrauð Nóatúns .................. 249 429 249 kr. stk. J.Oliver Fusilli ............................ 198 299 198 kr. pk. J.Oliver Spaghetti ...................... 198 299 198 kr. pk. Helgartilboðin Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Berlín, verður til viðtals föstudaginn 27. ágúst nk. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskipta- möguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins. Auk Þýskalands eru umdæmislönd sendiráðsins: Króatía, Pólland, Serbía og Svartfjallaland. Fundirnir verða haldnir í húsnæði Íslandsstofu, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is. Nánari upplýsingar veita: Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is NÝ VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Í ÞÝSKALANDI Viðtalstímar sendiherra í Berlín P IP P IP P IP P IPA P I P IP P IP P IP P IPA P IP P I P I P I P IPA P IP PP IP P IP PPP IP P IPA PP IPA PP IP PP I PP IPA PP IP PPP IPAPPPPPPAPAPAPAPPAPAPAPAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA R A R AA R A R A RRRRRRRRR / RRRRR / R / RR / R / R / RR ////TB VA • TB VA • TB VA B VA • TB VA TB VA TB VA TB VA TB VA B V B V B V B V B VA B VA • AAAA • A ••••••••••••••••••••••••• SS Í0 S Í0 S Í0A SSSSSS Í0 S Í0A S Í0A S Í0A S Í0 SS Í S Í0A S Í0A SSSSSSSS Í S Í0A SSSSSSSSSSSS Í0A S Í0A SSSSSSS Í0 S Í SSSSSS Í SSSS 0A S Í0A SSSSS Í0 S Í0A SSSS Í0A0A SSS Í0 SS Í0A SSSSS Í S ÍÍ0A ÍÍÍÍ0A ÍÍÍÍ0Í0A Í0Í0A Í0A ÍÍÍÍ0A ÍÍÍÍÍÍÍÍ0A0A0A0A0A0A0A0A000A000A0A0A0A0A0A0A0000A0A00A00A000A0A0A0000A0AAAAAAAAAAAA •• 102 • 10 • 102 • 10 • 10 • 102 • 102 • 102 • 10 • 102 • 102 • 102 ••• 10 • 10 ••• 102 10 • 102 • 102 102 • 10 •• 102 • 102 • 102 • 10 • 10 • 10 • 102 • 102 • 102 • 1 • 1010 • 102 • 102 • 10 • 10102 102 101022 102 102 102 1011010102 11111111111102 11 2 11 2 11111111002000200000200000000000000002222222222222222220 52 0 52 0 52 0 52 00 52 00 52 00 52 0 52 0 52 0 52 0 5 0 52 0 52 00000 52 0 52 0 52 0 52 0 5 0 52 0 52 00 525 0 52 0 52 0 52 0 52 0 52 0 52525252525555525555525555252552522222222222222222222 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.icetrade.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.