Framsóknarblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 3
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ 3 Fjarhitun Vestmannaeyja: „Einfalt og auðvelt mál” í Fylki þ. 12. júlí s.l. birtist greinarkorn um Fjarhitun Vestmannaeyja, rituð af Guð- laugi Gíslasyni fyrrv. alþingis- manni. Beinir hann þar geiri sínum að mér og öðrum þeim bæjarstjórnarfulltrúum, sem skipuðu meirihluta bæjar- stjórnar á árunum frá 1974 til 1978. Inntak greinarinnar er, að það hefði verið einfalt og auðvelt mál, að koma málinu í framkvæmd á því kjörtímabili. Það er ekki úr vegi að minna greinarhöfund á, að Einar Haukur, þá forseti og Sigurður Jónsson núverandi forseti bæjarstjórnar voru lengst af í meirihluta bæjarstjórnar á um- ræddu kjörtímabili. Því hljóta þeir, sem fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins að eiga sinn hluta af sneiðinni. Þá vill svo til að í því sama blaði, Fylki þ. 12. júlí er önnur grein um sama efni, þar sem segir að framkvæmdir við dreifikerfi hitaveitunnar hefðu hafist í ársbyrjun árið 1975. Þar með eru staðhæfingar G.G., um andstöðu þáverandi bæjar- stjórnarmeirihluta gegn hita- veituframkvæmdunum hraktar í einu og sama blaðinu, og það af hans eigin málgagni. Já, „sannleikurinn er sagna bestur”, og sem betur fer slítur hann oftast af sér ósannindin. Ég man ekki eftir nema einum manni, sem barðist á móti skynsamlegri byrjun á framkvæmdum hitaveitufram- kvæmdanna. Sá maður var einmitt Guðlaugur Gíslason. Á bæjarstjórnarfundi 18. sept. 1973 var ákvörðun tekin um uppbygginguna eftir jarð- eldana, þar sem nú er Vestur- bærinn. Samhliða var ákveðið, að leggja hitaveitu fyrir allt það svæði, og að sjálfsögðu með það í huga, að síðar yrði allt það kerfi tengt hitaveitu frá hraun- varmanum. Þá barðist G.G. af öllum sínum mætti á móti þeirri stefnu, og taldi öruggara að treysta á „gamla lagið” og nýta miðstöðvarkerfi í hverri bygg- ingu. Þessi afstaða G.G. gegn hitaveitu frá hraunvarmanum verður ekki hrakin, hún er fleirum en mér minnisstæð. En hvað sem G.G. sagði á fund- inum, var Fjarhitun Vest- mannaeyja ákveðin þarna á fundinum í Félagsheimilinu, og má geta þess í leiðinni að hún sparaði húsbyggjendum á vestursvæðinu verulegar fjár- hæðir. Eina afsökun G.G. gegn Fjarhitun Vestmannaeyja er sú, að hann vissi ekki fremur en við hinir, hvernig unnt yrði að virkja hraunvarmann. Fyrir því voru þá engin fordæmi. Það er hægast að segja eftir á, að það hafi verið einfalt og auðvelt mál. Ég er viss um að fólk hér í bænum sem fylgdist með mönnunum, sem voru að brjótast gegnum um klappirnar þvert og endilangt um kaup- Sunnlendingar standa jafn- fætis öðrum landshlutum, hvað varðar fjölda og gæði fyrirtækja í ferðamannaþjónustu. Æski- legt væri, að þau auki samstarf sín á milli m.a. með því að stofna ferðaskrifstofu, sem hefði það að höfuðverkefni að efla ferðamannaþjónustu á Suðurlandi og skipuleggja ferðalög ferðamanna um Suðurland með tilliti til allra þeirra möguleika, sem þar er uppá að bjóa á þeim vettvangi. Sérstaklega ætti slík ferða- skrifstofa að geta bætt nýtingu staðinn með hitaveituna, taki undir það. I því sambandi verður mér hugsað til kvæðis Tómasar Guðmundssonar, þar sem hann segir frá manni, sem á gamals aldri gortar af því að hafa klifrað upp á illkleyfan tind, og það eins og ekkert væri. Þar segir að lokum: „Eiginlega er ekkert bratt, aðeins mis- munandi flatt”. og dreift viðskiptum við gisti- og veitingastaða, svo og aukið ferðaþjónustu bænda, sem mjög líklega á mikla framtíð fyrir sér. Mikilvægt er að vekja athygli á hinum frægu sögustöðum og fjölbreyttri náttúrufegurð Suðurlands og hagnýtt gildi þeirra í þágu ferðamála, m.a. með því að reisa táknræn mannvirki á slíkum stöðum, sem mundu varpa ljósi á sögu liðinna alda, eða minna á fræga atburði og menningu liðins tíma. AÐALFUNDUR Herjólfur h.f. Vestmannaeyjum, heldur aðal- fund fyrir árið 1983 í Hallarlundi fimmtudaginn 29. nóvember 1984, kl. 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með 22. nóvember n.k. —Stjórnin. Okkar verð er alltaf lægst Fæst í öllum matvöruverslunum. Vörusala S.Í.S. —Sigurgeir Kristjánsson. * Alyktun um ferðamál VESTMANNAEYJABÆR TILKYNNING: Hinn 10. okt. s.l. samþ. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja að fela félagsmálaráði Vestmanna- eyjabæjar verkefni þau er barnaverndamefnd hafði áður. I framhaldi af ofangreindri samþ. ber öllum hlutaðeigandi að snúa sér til félagsmálaráðs með barnaverndarmál. Bæjarstjórn Vestmannaeyja Vetraráætlun Flugleiða Gildir frá 17. sept. ’84 til 19. maí ’85 Á tíniabilinu 17/9 til 10/11 og 4/2 til 19/5 Virka daga: Morgunferð kl. 8:35 og kvöldferð kl. 17:00. Á tímabilinu 13/11 til 1/2: Virka daga: Morgunferð kl. 09:30 og kvöldferð kl. 16:1)0. Á túnabilinu 17/9 til 19/5: Laugardaga: KI. 09:30 og 16:00. A tímabilinu 17/9 til 19/5: Sunnudaga: kl. 12:30. Vöruþjónusta okkar er rómuð. Einnig eru næg bílastæði við flugstöðina og ekki má gleyma ntalbikaða veginum. Sendingar afgreiddar samdægurs. Vöruafgreiðsla eropin virka daga frá 07:00 til 18;30. Laugardaga opið frá 08:30 til 18:00. Sunnudaga frá kl. 10:30 til 18:00. Upplýsingar um flug virka daga frá kl. 07:00. — Munið afsláttin á fargjöldum — Upplýsingar um millilandaferðir sími 1174. Vöru- og farþegasímar: 1520/1521 Umdæmisstjóri: 1525 FLUGLEIDIR Gott iólk hjá traustu félagi Tanginn auglýsir Þykkvabæjar-franskar kartöflur á stórlækkuðu verði þessa viku. 1800 gr. poki kr. 14700 750 gr. poki kr. 6200 Athugið: Opið laugardagfrá kl. 9-12 EYJATROMP ársávöxtun frá innleggsdegi á 6 mán. sparireikningum Arðbært og einfalt vaxtakerfi fyrir spari^áreigendur — Leitið upplýsinga — [gfíiill ■■■■■■ SPARISJÓÐUR EE5H VESTMANNAEYJA

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.