Morgunblaðið - 11.09.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.09.2010, Qupperneq 21
Antalya í Tyrklandi Verð kr. 169.800 - Porto Bello ***** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Sértilboð til Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 139.700 - Porto Bello ***** Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Morgunflugmeð Icelandair frá kr. 139.700 Heimsferðir bjóða frábæra haustferð til Antalya í Tyrklandi þann 26. október í 9 nætur. Antalya er einn allra vinsælasti ferðamannastaður Tyrklands og þar er veðurlag mjög þægilegt í október og nóvember. Glæsileg hótel og fjölbreytt mannlíf og fyrsta flokks aðstæður í hvívetna fyrir ferðamenn. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Ath. takmarkaður fjöldi herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2010 SVIÐSLJÓS Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Samtök kvenna í Mið-Austurlöndum og Suðvestur-Asíu telja Sameinuðu þjóðirnar vanmeta umfang sæmdar- morða verulega en þau segja morðin um 5.000 á ári. Líklegra sé að þau séu yfir 20 þúsund. Konur eru afhöfðaðar, brenndar, grýttar og stungnar til bana, þeim er gefið raflost, þær eru kyrktar og grafnar lifandi. Allt til að viðhalda „sæmd“ fjölskyldunnar. Flest eru fórnarlömbin ung, drepin samkvæmt aldagömlum hefðum sem nú hafa breiðst út víða um heim. Breska dagblaðið The Independ- ent, með blaðamanninn Robert Fisk fremstan í flokki, hefur alla vikuna fjallað um þessa földu glæpaöldu. Að baki greinaflokknum liggur tíu mán- aða rannsóknarvinna í Jórdaníu, Pak- istan, Egyptalandi, á Gasa og Vest- urbakkanum. Grýtt til dauða eftir nauðgun Sæmdarmorðin segir blaðamaður- inn eina stærstu skömm mannkyns, þau séu ekki bundin við samfélög múslíma heldur stunda kristnir og hindúar einnig slík voðaverk. Og „glæpir“ þeir sem konurnar eru myrtar fyrir eru misjafnir. Maður í Jórdaníu nauðgaði dóttur sinni og er hún varð ólétt drap hann hana til að bjarga heiðri fjölskyldunn- ar. Þá grófu afi og faðir sextán ára tyrkneska stúlku lifandi fyrir að hafa „vingast“ við stráka. Lík hennar fannst 40 dögum síðar. Þrettán ára sómölsk stúlka var árið 2008 grafin upp að hálsi og grýtt af 50 körlum fyrir „hórdóm“. Þrír menn höfðu nauðgað stúlkunni. Þúsundir fylgust með. Stúlkan var að nokkrum mínútum liðnum grafin upp, en þá kom í ljós að hún var enn með lífs- marki. Hún var þá grafin aftur og grýtt til dauða. Fisk segir að þrátt fyrir að sæmd- armorð varði refsingu verði þögult samþykki samfélaganna þar sem þau líðast til þess að morðingjarnir kom- ast upp með þau. Sæmdarmorð eru stærsta skömmin  Talið að árlega séu í það minnsta 20 þúsund konur myrtar í nafni „sæmdar“ Reuters Mótmæli Berlínarbúar mótmæltu í gær því að írönsk kona hafi verið dæmd til að vera grýtt til dauða. Sæmdin og sifjaspell » Yfirvöld í Egyptalandi segja engin sæmdarmorð framin þar í landi. Hins vegar komi það fyrir að ungar stúlkur fremji sjálfsmorð, segir m.a. í grein Roberts Fisk í Indepentent. » Skýrslur Azza Suleiman- miðstöðvarinnar og fleiri óháðra hjálparsamtaka segja aðra sögu. » Suleiman hefur reynt að opna neyðarskýli fyrir konur en stjórnvöld hafa bannað það. » Hún segir sæmdarmorð í landinu mörg hver tengjast sifjaspellum. Reuters Hermenn Yfirvöld bandaríska hersins þurfa að bregðast við dómnum. Sú stefna bandaríska hersins, sem kölluð hefur verið „ekki spyrja – ekki segja frá“ er ólögleg sam- kvæmt niðurstöðu dómara við al- ríkisdómstól í Kaliforníu. Stefnan var sett í lög árið 1993 sem mála- miðlun til að heimila samkyn- hneigðum að ganga herinn. Sam- kvæmt henni mega yfirvöld ekki spyrja um kynhneigð en að sama skapi mega hermenn ekki opinbera samkynhneigð sína. Þetta þótti sækjendum málsins m.a. ekki standast tjáningarfrelsið, réttindi sem eru bundin í stjórnarskrá. „Ekki spyrja – ekki segja frá“ ólögleg BANDARÍKIN Írönsk stjórnvöld ætla í dag að sleppa bandarísku fjallgöngukonunni Söruh Shourd sem var hand- tekin í landinu í júlí sl. ásamt tveimur félögum sínum. Voru þremenningarnir sakaðir um njósnir fyrir bandarísk yfirvöld og að hafa komist ólög- lega til landsins. Engin ástæða hefur verið gefin fyrir því að Shourd verði sleppt frekar en þeim Shane Bauer og Josh Fattal. Fjölskyldur göngufólksins hafa sagt að þau hafi verið á göngu í Kúrdahéröðum í norðurhluta Íraks og óvart farið yfir landamærin til Írans. Einum fjallgöngumanni verður sleppt ÍRAN Sarah Shourd Líkt og laufin falla af trjánum á hverju hausti er það fastur liður að sjá bændur Bæjaralands í Þýskalandi fylgja kúahjörðum sínum ofan úr Ölpunum og niður á grösuga haga láglendisins til vetrarbeitar. Bændurnir klæðast sumir hverjir af þessu tilefni að hefðbundnum Bæjarasið, karlarnir stuttbuxum með skrautlegum axlarböndum og viðeigandi höfuðfati og konurnar síðum pilsum. sunna@mbl.is Reuters Bæjarar reka kýrnar til byggða Mótmæla hótunum um bókabrennu Hótanir litla, kristna safnaðarins í Flórída, um að brenna Kóraninn í dag, 11. september, níu árum eftir hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturn- anna, hafa haft áhrif víða um heim. Mótmælendur komu meðal annars saman við bækistöðvar NATO í Ja- lalabad í Afganistan sem endaði með því að lögreglan greip til vopna. Að minnsta kosti einn maður féll. Mót- mæli fóru fram víðar í Afganistan í gær en samkvæmt fréttum BBC voru mótmælendur á bilinu 150- 1.500 talsins á hverjum stað. Ein- hverjir brenndu bandaríska fánann af þessu tilefni. Forseti landsins, Hamid Karzai, segir hótanir um að brenna Kóraninn móðgun við íslam og forseti Indónesíu sagði hót- anirnar ógna heimsfriði. Terry Jon- es, prestur safnaðarins, sagðist í gærmorgun hættur við að brenna Kóraninn en engu að síður gaus mótmælaaldan upp í kjölfar messu sem táknar formleg lok ramadan, föstumánaðar múslíma.  Skotið á mótmælendur í Afganistan  Brenndu bandaríska fánann Reuters Bókin helga Mótmælandi í Pakistan heldur Kóraninum á lofti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.