Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 2
Á VELLINUM Guðmundur Karl sport@mbl.is Nýliðar Hauka gerðu góða ferð í Hveragerði í 1. umferð úrvals- deildar karla í gærkvöldi þegar þeir lögðu Hamar í spennuleik, 82:89. Leikurinn var hnífjafn lengst af en Haukar leiddu í hálfleik 38:40. Þegar þriðji fjórðungur var hálfnaður leiddi Hamar 56:53 en Haukar skoruðu þá 13 stig í röð og breyttu stöðunni í 56:67 á skömmum tíma. Gerald Robinson var drjúgur á þessum kafla en hann var stigahæstur Hauka með 29 stig. Heimamenn komu til baka undir lokin og komust yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Hamar treysti mikið á Andre Dabney undir það síð- asta og lítið kom út úr öðrum leikmönnum sóknarlega en gest- irnir voru ákveðnari er leið að lokum og lönduðu sanngjörnum sigri. Góður sigur Hauka í spennu  Nýliðarnir byrjuðu Íslandsmótið með 89:82-sigri á útivelli gegn Hamri í Hveragerði  Robinson og Inge atkvæðamiklir Góður Sema Á VELLINUM Skúli Sigurðsson sport@mbl.is Njarðvíkingar sýndu Grindvík- ingum fullmikla gestrisni í gær þegar þeir heimsóttu Ljónagryfj- una í úrvalsdeild karla. Gestirnir sigruðu nokkuð auðveldlega með 84 stigum gegn aðeins 66 stigum heimamanna í Njarðvík. Leikur þessi var frumraun Helga Jónasar Guðfinnssonar, fyrrum leikmanns þeirra Grind- víkinga í efstu deild, sem þjálfari. Ekki var að sjá annað en að kappinn væri kominn með sitt lið í fantaform enda Helgi spreng- lærður einkaþjálfari. Það var hinsvegar varnarleikur Grindvík- inga sem átti stóran þátt í því að þeir fóru með sigur af hólmi í þetta skiptið. Hinsvegar þurftu þeir ekkert að hafa gríðarlega mikið fyrir honum því sókn- arleikur Njarðvíkinga var gríð- arlega hugmyndasnauður og illa skipulagður. Smith góður en Houston er líklega á leið vestur um haf Erlendir leikmenn liðanna voru algerlega hvor á sinni blaðsíð- unni. Á meðan Andre Smith hjá Grindvíkingum gerði fína hluti var landi hans hjá Njarðvík, Ant- onio Houston, í klassa fyrir neðan íslensku deildina. Gera má fastlega ráð fyrir að hann verði sendur heim með næstu vél nema að það verði hreinlega yfirbókað vestur um haf. Grindvíkingar tefldu einnig fram nýjum, stæðilegum mið- herja að nafni Ryan Pettinella. Strákur sem tekur mikið pláss og á eflaust eftir að hjálpa þeim í teignum. Njarðvíkinga vantar til- finnanlega einhvern leiðtoga í sitt lið. Einhvern sem getur tekið af skarið og drifið restina af mann- skapnum með sér. Þeir græn- klæddu eiga langt í land með að taka þátt í titlabaráttu ef miðað er við þessa frammistöðu þeirra. Helgi var sáttur Helgi Jónas Guðfinnsson var hinsvegar sáttur með sinn fyrsta deildarsigur. „Ég er gríðarlega sáttur með þessa frammistöðu og þá sérstaklega varnarleikinn. Það var smá skrekkur í okkur til að byrja með en eftir það var þetta allt bara mjög gott hjá okkur. Varnarleikur okkar skóp þennan sigur en það er svona það sem ég hef verið að leggja mikinn tíma í núna á undirbúningstímabilinu þó svo að það hafi ekki sést mikið þá. Strákarnir lögðu sig 100% prósent fram í þessum leik og uppskáru eftir því. Við ætlum að hafa stígandi í þessu og þessi byrjun lofar góðu en þetta er bara einn leikur. Við höfum sett okkur markmið sem við ætlum bara að fylgja þó svo að við séum ekkert að ræða þau neitt op- inberlega. Njarðvíkingar komu kannski lítið á óvart í kvöld, við spiluðum bara kraftmikla vörn og þeir komust lítið áleiðis. Það helsta sem kom á óvart var að Friðrik Stefánsson var mættur í búning,“ sagði Helgi sposkur á svip við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Góð vörn Grindvíkingurinn Páll Axel Vilb nafna sínum Kristinssyni gegn Njarðvík í  Njarðvík átti engin svör við varnarleik Grindvíkinga  Houston var slakur Fín frumraun hjá Helga Á VELLINUM Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Þetta var mjög gott lið sem við vorum að vinna og ég er gríðarlega stoltur af því að ná sigri enda munu ekki mörg lið ná í stig hér,“ sagði Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari Íslands- og bikar- meistara Snæfells, eftir 102:97 sigur á Fjölni í Grafarvoginum í gærkvöldi en þá léku liðin sína fyrstu leiki í Iceland Express-deild karla í körfu. Ingi var ekki á því að Fjölnir yrði í sjöunda sæti eins og liðinu er spáð. „Ég segi eins og Mikki refur: „Þetta er það mesta bull sem ég hef á ævinni heyrt!“ sagði Ingi Þór. Leikurinn var gríðarlega hraður og skemmtilegur og eftir fyrsta leikhluta, þar sem menn einbeittu sér að sókn- inni, var staðan 31:43. Snæfellingar voru ekkert að reyna að halda hrað- anum niðri eins og búast hefði mátt við þar sem leikmenn Fjölnis eru gríð- arlega snöggir. „Það kom mér ekki á óvart því Snæ- fellingar geta spilað hratt og gerðu það í kvöld. Þeir sýndu sannkallaða meistaratakta á köflum og í lokin,“ sagði Tómas Holton, þjálfari Fjölnis, að leik loknum. Hann var þokkalega sáttur þrátt fyrir tapið. „Við spiluðum illa um tíma, bæði í vörn og sókn, og á sama tíma fóru þeir á kostum. En það var nógu margt jákvætt í leiknum til að ég sé nokkuð bjartur fyrir veturinn,“ sagði Tómas. Hann má alveg vera það ef marka má leikinn í gærkvöldi. Þar fór hinn ungi Ægir Þór Steinarsson á kostum, g fr S s o n e b s a þ J v „Mesta bull sem ég hef he  Ingi Þór vitnaði í Mikka ref eftir nauman sigur Íslandsmeistara gegn Fjölni  Tómas þjálfari Fjölnis sáttur þrátt fyrir fimm stiga 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Undankeppni EM karla H-riðill: Kýpur – Noregur .....................................1:2 Yiannis Okkas 59. – John Arne Riise 2., John Carew 43. Portúgal – Danmörk................................3:1 Nani 29., 31., Cristiano Ronaldo 85. – Ric- ardo Carvalho (sjálfsmark) 79. Staðan: Noregur 3 3 0 0 5:2 9 Portúgal 3 1 1 1 7:6 4 Danmörk 2 1 0 1 2:3 3 Kýpur 2 0 1 1 5:6 1 ÍSLAND 2 0 0 2 1:3 0 A-riðill: Kasakstan – Belgía ..................................0:2 Marwin Ogunjimi 52.,70. Austurríki – Aserbaídsjan ......................3:0 Sebastien Prodl 3., Marko Arnautovic 53., 90. Þýskaland – Tyrkland .............................3:0 Miroslav Klose 43., 87., Mesut Ozil 79. Staðan: Þýskaland 3 3 0 0 10:1 9 Austurríki 2 2 0 0 5:0 6 Tyrkland 3 2 0 1 6:5 6 Belgía 3 1 0 2 4:4 3 Kasakstan 3 0 0 3 0:7 0 Aserbaídsjan 2 0 0 2 1:9 0 B-riðill: Armenía – Slóvakía .................................3:1 Yura Movsisyan 23., Gevorg Ghazarian 50.,Henrikh Mkhitarian 89. – Vladimir Weiss 37. Andorra – Makedónía..............................0:2 Ilco Naumoski 45., Vance Sikov 59. Írland – Rússland .....................................2:3 Robbie Keane (víti) 72., Shane Long 78. – Alexander Kerzhakov 11., Alan Dzagoev 28., Roman Shirokov 50. Staðan: Slóvakía 3 2 0 1 3:3 6 Rússland 3 2 0 1 5:3 6 Írland 3 2 0 1 6:4 6 Armenía 3 1 1 1 5:4 4 Makedónía 3 1 1 1 4:3 4 Andorra 3 0 0 3 1:7 0 C-riðill: Serbía – Eistland......................................1:3 Nikola Zigic 60. – Tarmo Kink 63., Konst- antin Vassiljev 73., Aleksandar Lukovic (sjálfsmark) 90. Norður-Írland – Ítalía .............................0:0 Slóvenía – Færeyjar ................................5:1 Matavz 25., 35., 64., Milivoje Novakovic (víti) 70., Zlatko Dedic 84. – Christian Mo- uritsen 51. Staðan: Ítalía 3 2 1 0 7:1 7 Eistland 3 3 0 1 4:2 6 Norður-Írland 2 1 1 0 0:1 4 Serbía 3 1 1 1 5:4 4 Slóvenía 3 1 1 1 6:3 4 Færeyjar 4 0 0 4 2:15 0 D-riðill: Lúxemborg – Hvíta-Rússland ................0:0 Albanía – Bosnía ......................................1:1 Klodian Duro 45. – Vedad Ibisevic 20. Staðan: Albanía 3 1 2 0 3:2 5 Hvíta-Rússland 3 1 2 0 0:1 5 Bosnía 3 1 1 1 4:3 4 Frakkland 2 1 0 1 2:1 3 Rúmenía 2 0 2 0 1:1 2 Lúxemborg 3 0 1 2 0:4 0 E-riðill: Ungverjaland – San Marínó ...................8:0 Gergely Rudolf 10., 26., Adam Szalai 18., 27., 48., Vladimir Koman 60., Balazs Dzsudzsak 89., Zoltan Gera (víti) 90. Moldavía – Holland ..................................0:1 Klaas-Jan Huntelaar 37. Staðan: Holland 3 3 0 0 8:1 9 Svíþjóð 2 2 0 0 8:0 6 Ungverjaland 3 2 0 1 10:3 6 Moldavía 3 1 0 2 3:0 3 Finnland 2 0 0 2 1:4 0 San Marínó 3 0 0 3 0:19 0 F-riðill: Georgía – Malta........................................1:0 David Siradze 90. Grikkland – Lettland...............................1:0 Vasilis Torosidis 58. Staðan: Georgía 3 1 2 0 2:1 5 Grikkland 3 1 2 0 2:1 5 Króatía 2 1 1 0 0:3 4 Ísrael 2 1 1 0 3:1 4 Lettland 3 1 0 2 2:4 3 Malta 3 0 0 3 1:6 0 G-riðill: Svartfjallaland – Sviss.............................1:0 Mirko Vucinic 67. Wales – Búlgaría ......................................0:1 Ivelin Popov 90. Staðan: Svartfjallaland 3 3 0 0 3:0 9 England 2 2 0 0 7:1 6 Búlgaría 3 1 0 2 1:5 3 Wales 2 0 0 2 0:2 0 Sviss 2 0 0 2 1:4 0 I-riðill: Tékkland – Skotland ...............................1:0 Roman Hubnik 69. Spánn – Litháen .......................................3:1 Fernando Llorente 47., Fernando Llo- rente 56., David Silva 79. – Darvydas Ser- nas 54. Staðan: Spánn 2 2 0 0 7:1 6 Skotland 3 1 1 1 2:0 4 Litháen 2 1 1 0 1:0 4 Tékkland 2 1 0 1 1:1 3 Liechtenstein 2 0 0 2 1:6 0 Umspil EM U21 karla Fyrri leikir: Tékkland – Grikkland...............................3:0 Ítalía – Hvíta-Rússland ............................2:0 England – Rúmenía..................................2:1 KNATTSPYRNA 1. deild karla: Víkingur – Selfoss U .............................39:28 FH U – Grótta ......................................23:27. HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Grótta.........L13.00 Mýrin: Stjarnan – FH........................L14.00 Fylkishöll: Fylkir – ÍR.......................L16.00 Ásvellir: Haukar – Valur....................L18.00 Digranes: HK – Fram ........................S18.00 Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Ásvellir: Haukar – FH .......................L15.45 1. deild karla: Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan.....L15.00 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna: Ásvellir: Haukar – Grindavík ............L14.00 Stykkishólmur: Snæfell – Njarðvík..L15.00 Grafarvogur: Fjölnir – Hamar ..........L16.00 DHL-höllin: KR – Keflavík ...............L16.00 Úrvalsdeild karla: Ásgarður: Stjarnan – Fjölnir.............S19.15 Hveragerði: Hamar – KR ..................S19.15 Grindavík: Grindavík – KFÍ ..............S19.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Egilshöll: Björninn – SA Víkingar....L16.30 Egilshöll: Björninn – SA Ynjur.........L19.00 FIMLEIKAR Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum fer fram í íþróttahúsi Bjarkanna í Haukahrauni í Hafnarfirði. Keppni hefst í dag, laugardag, kl. 10.20 og lýkur 13:40. Í KVÖLD! Úrvalsdeild karla, 1. umferð: Fjölnir – Snæfell 97:102 Dalhús, Iceland Express deild karla, 8. október2010 Gangur leiksins: (6:7, 13:16, 22:30, 31:43, 33:45, 41:48, 53:50, 57:54, 61:61, 68:68, 72:76, 80:80, 86:82, 88:84, 90:96, 97:102) Fjölnir: Ben Stywall 25/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/11 stoðsend- ingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12, Jón Sverrisson 7, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2. Fráköst: 25 í vörn – 7 í sókn. Snæfell: Ryan Amaroso 31/13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoð- sendingar, Emil Þór Jóhannsson 10, Laur- is Mizis 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2. Fráköst: 26 í vörn – 4 í sókn. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Er- lingur Snær Erlingsson Njardvík – Grindavík 68:84 Gangur leiksins: (9:4, 12:12, 14:15, 16:19, 20:30, 25:37, 28:42, 33:51, 42:55, 44:63, 47:69, 50:79, 52:80, 56:82, 63:83, 68:84). Njarðvík: Antonio Houston 13/4 fráköst, Egill Jónasson 12/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 11, Lár- us Jónsson 7, Óli Ragnar Alexandersson 4, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Páll Krist- insson 2/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst. Fráköst: 21 í vörn – 10 í sókn. Grindavík: Andre Smith 25/9 fráköst/10 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 15/6 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 13/4 fráköst, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Ryan Pettinella 8/5 fráköst, Páll Axel Vilbergs- son 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfs- son 5/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2. Fráköst: 30 í vörn – 5 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kr. Hreiðarsson Hamar – Haukar 82:89 Gangur leiksins: (5:9, 6:13, 14:15, 16:18, 25:25, 27:27, 34:31, 38:40, 46:47, 51:53, 56:62, 59:67, 65:70, 73:76, 80:82, 82:89). Hamar: Andre Dabney 28/6 fráköst/7 stolnir, Ellert Arnarson 17/6 stoðsending- ar, Darri Hilmarsson 17/4 fráköst, Svavar Pall Palsson 10/9 fráköst, Ragnar Á. Nat- hanaelsson 4/11 fráköst/3 varin skot, Kjartan Kárason 3, Nerijus Taraskus 3. Fráköst: 22 í vörn – 13 í vörn. Haukar: Gerald Robinson 29/14 fráköst, Semaj Inge 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 11, Örn Sigurð- arson 9, Sævar Ingi Haraldsson 6/6 frá- köst/9 stoðsendingar, Óskar Ingi Magn- ússon 6, Haukur Óskarsson 3, Sveinn Ómar Sveinsson 3. Fráköst: 28 í vörn – 10 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Bender. 1. deild karla: Þór Þ. – Ármann .................................101:73 Valur – Þór Ak. .....................................68:72 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.