Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 13

Hamar - 01.06.1958, Blaðsíða 13
HAMAR 13 ‘Jjœttir úr óögu útgerðarmála t cttalnar}irði í grein þeirri, er ég ritaði í 10. tölublað Hamars þ. á., vék ég að nokkru að þeim þáttum útgerðarmála okkar Hafnfirð- inga, sem snerta hagnýtingu sjávaraflans, svo og hverjir fram tíðarmöguleikar væru í þeim efnum. Hér á eftir verður því eingöngu tekin til meðferðar sá þáttur útgerðarmálanna er lýt- ur að fiskveiðunum sem slíkum, þeim aðferðum og tækjum, sem notuð hafa verið við fiskveið- arnar hér í Hafnarfirði. Að sjálfsögðu verður ekki í stuttri blaðagrein hægt að gera þessu efni þau skil, sem æski- legt væri, enda er hér um að ræða mjög stutt ágrip, sem þó er ætlað að gefa yfirlitsmynd um þróun útgerðarmála í Hafn- arfirði, frá því sögur hófust og fram á þennan dag. Það verður því aðeins stiklað á stóru og margt ósagt, sem ástæða væri til að segja frá.°) UPPHAF ÚTGERÐAR. Eftir að ísland byggðist, leið ekki á löngu þar til Hafnarfirði yrði gaumur gefinn, sakir sér- staklega góðrar hafnar frá nátt- úrunnar hendi, svo og mjög hag stæðra fiskimiða út af Hafnar- firði. Það fór líka svo, að Hafnar- fjörður byggðist mjög fljótt, og má segja að saga Hafnarfjarð- ar og saga útgerðar á Islandi, hafi fylgst að, enda hafa braut- ryðjendur útgerðarinnar yfirleitt bazlað sér völl í Hafnarfirði. Astæður þær, sem ráku land- námsmennina út til Islands, hafa ugglaust verið margþættar. Ein höfuðástæðan fyrir því að land- ið byggðist, hefur tvímælalaust verið vitneskjan um fiskisæld- ina, enda er á það minnst í ís- lendingasögunum. Fiskurinn hefur frá upphafi verið veigamikill þáttur í lífs- viðurværi manna. Fiskveiðar hafa því verið stundaðar af land námsmönnum, frá upphafi land- námsbyggðar. Fiskveiðarnar voru lengi vel stundaðar eingöngu til neyzlu innanlands, en síðar í stórum stíl til útflutnings, og eru 95% af útflutningsvörum okkar Islend- inga í dag fiskafurðir. °) Rétt er að taka það fram, að stuðzt er við eftirfarandi heimildarrit: Sögu Hafnarfjarðar, Sjómannasöguna, Ferðaminningar Sveinbjörns Egilsson- ar og Skútuöldina. Einnig er stuðzt við frásagnir ýmissa núlifandi útvegs- manna. Frá Hafnarfirði hafa ugglaust verið stundaðir sjóróðrar frá hinum fornu bújörðum, sem þar voru, Hvaleyri, Ófriðarstöðum, Hamarskoti og Akurgerði, en íslenzk fornrit segja lítið frá Hafnarfirði. VERZLUN OG ÚTGERÐ. Verzlunarsaga Islands er meira og minna samslungin sögu útgerðarmálanna og verð- ur því örfárra atburða úr sögu verzlunar á Islandi getið hér. Á tímum norrænna kaup- manna hér á landi er Hafnar- fjarðar ekki getið í annálum fyrr en 1391, og þá í sambandi við siglingar norrænna manna. í byrjun 15. aldar hefja Eng- lendingar hingað kaupsiglingar, samhliða fiskveiðum, sem þeir höfðu stundað hér við land þá að undanförnu. Sagt er að fyrsti enski kaupmaðurinn, sem kom til Hafnarfjarðar, hafi komið hingað 1413. Síðan segir sagan frá Hansa- kaupmönnum, en þeir munu hafa komið hingað 1473. Sam- keppni Englenainga og Hansa- kaupmanna um Hafnarfjörð var mikil, jafnvel svo, að til orrustu dró í milli þeirra, eins og kunn- ugt er. Sýnir þetta bezt, að þá þegar hefur staðurinn verið mjög eftirsóttur til verzlunar og útgerðar. Árið 1602 hefst svo á íslandi tímabil dönsku einokunarinnar, sem stóð til ársins 1787. Má með sanni segja, að thna- bil erlendrar verzlunar á Islandi hafi ekki verið tímabil framþró- unar í íslenzkum útgerðarmál- um. Þó rofar til í þessum efnum í byrjun 18. aldar og verður síð- ar vikið að því. Þrátt fyrir erlenda verzlun á Islandi, stunduðu landsmenn fiskveiðar sínar og seldu erlend- um verzlunarmönnum fiskafurð- ir. Það er upphaf útflutnings- verzlunar á íslenzkum fiskafurð um, sem nú skipar öndvegið í Mattlnas Á. Mathiesen lögfræSingur. útflutningi okkar, eins og fyrr er sagt. ÚTGERÐ SMÁBÁTA. Hafnfirðingar stunduðu frá fyrstu tíð veiðar sínar á opnum róðrabátum, að vísu misstórum. Var þessi bátaútgerð eflaust að- al bjargræðisvegur þeirra um langan tíma, jafnvel eftir að þil- skipaútgerðin hófst. Tveggja manna förin hafa verið algengust hjá landsmönn- um, þótt stærri bátar hafi einn- ig verið notaðir. Má til fróð- leiks geta þess, að samkvæmt skýrslu Magnúsar Stephensen um fiskveiðar í Gullbringusýslu á vetrarvertíð 1771, réru frá Hafnarfirði (þ.e. Hvaleyri, Ham- arskoti, Ófriðarstöðum og Akur- gerði) 16 tveggja manna för, þar af voru 7 aðkomubátar. Auk þess stóðu á landi 5 bátar, þar af eitt fjögurra manna far. Að jafnaði hefur fiskast vel á þá báta, sem gerðir hafa ver- ið út frá Hafnarfirði á grunn- miðin þar fyrir utan. Er þess getið í annálum, þegar rætt er um fiskileysi í Faxaflóa, þá eru Hafnarfjarðarmiðin undanskil- in. Veiðarfærin sem notuð voru framan af, voru aðeins handfæri (haldfæri), en á 17. öld fóru lóðir að tíðkast og gaf það möguleika á auknum fiskafla. Um verkun aflans hér á landi á þessum tíma er það að segja, að hún var næsta fábrotin. Fram á 18. öld var allur fiskur hertur, sem ekki var saltaður blautur, eða borðaður nýr. Atvinnulífið hér á landi, á tímum dönsku einokunarinnar, var í miklum viðjum. Fiskveið- arnar, sem áttu eftir að verða höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar, voru í rúst; enda skorti íslend- inga bæði nægilega stór og traust fiskiskip, samfara veiðar- færum. ÞILSKIPAÚTGERÐIN. í byrjun 18. aldar birtir til í íslenzkum útgerðarmálum. Þá urðu straumhvörf, bæði hvað snertir skipastólinn, svo og veið- arfæri. Þegar verzlunin var laus undan einokuninni, hófst endur- reisnartímabil landsins, tímabil þilskipaútgerðar á íslandi. Hugmyndin um íslenzka þil- skipaútgerð kom fyrst til fram- kvæmda í byrjun 18. aldar. Hins vegar höfðu áður verið gerðar tilraunir með þilskipaútgerð, bæði til flutninga og til fisk- veiða, svo sem útgerð séra Páls í Selárdal, á 17. öld, en mis- heppnazt. Erlendir fiskimenn höfðu á undanförnum öldum komið upp að ströndum landsins á þilskip- um og sótt þangað mikinn afla Ennfremur höfðu a. m. k. um tíma, hinir erlendu verzlunar- menn látið kaupför sín stunda veiðar hér, yfir sumartímann. T. d. lét Danakonungur gera svo, meðan hann hafði verzlun- ina hér á landi í sínum höndum 1776—1787. Islendingar horfðu á þessar aðfarir útlendinganna aðgerðar- lausir, lengi vel. En að því hlaut að koma, að einhverjir lands- menn tækju af skarið og réðust til þilskipaútgerðar. Skúli Magnússon fógeti, var um margt brautryðjandi á sviði íslenzkra útgerðarmála. Hann hóf fyrstur Islendinga innlenda þilskipaútgerð í Reykjavík 1752. Það var hann, sem hingað flutti fyrstu þorskanetin, sem hér voru notuð til veiða, en þau voru lögð á Hafnarfjarðarmiðum 1753. Enn má minnast á Skúla sem frumkvöðul í útgerðarmálum, er hann fyrstur allra íslendinga hóf saltfiskverkun og sölu á saltfiski til útlanda. Marka þess ar framkvæmdir Skúla merk tímamót í sögu sjávarútvegs- mála á Islandi. I Hafnarfirði er lítið um fram- farir á sviði útvegsmála, fyrr en Bjarni riddari Sivertsen sezt hér að. Árið 1793 losnaði Hafnar- fjarðarverzlun, en Bjarna var þá veitt hún og starfaði hann hér til ársins 1832. Með komu Bjarna riddara til Hafnarfjarðar hefst nýr þáttur í sögu fjarðarins. Þá hófst mik- ill uppgangstími á sviði verzl- unar og útgerðar. Samhliða verzluninni hóf Bjami mikla þilskipaútgerð og fiskverkun og ekki aðeins það, heldur og skipa smíðar, en þær höfðu þá legið niðri um langan tíma. í Óseyri reisti Bjarni riddari skipasmíða- stöð, en fyrsta þilskipinu sem hann lét smíða, var hleypt af stokkunum 1803 og var það fiskijakt, sem Bjami nefndi „Havnefjords Pröven“. Bjarni gerðist mjög mikill at- hafnamaður og hafði mikið um- leikis, m. a. eignaðist hann 10 skip, sem ýmist voru fiskiskip eða flutningaskip. Tvímælalaust hefur koma og dvöl Bjarna hér í Hafnarfirði og öll hans starfsemi, orðið til þess að síðar leituðu hingað ýmsir af forystumönnum ísl. verzlunar- og útgerðarmála. Fordæmi Bjarna hefur sýnt þeim og sannað, að hér voru skilyrðin bezt til slíkra atvinnu- hátta. Hafnarfjörður hefur æ síðan verið í forystunni, hvað snertir þessa atvinnuvegi. Með komu Bjarna riddara hingað, hefst hér þilskipaútgerð. Fyrsta kastið jókst þilskipaút- gerðin mjög hægt og um miðja 19. öldina stendur hún nokkuð í stað. Þó voru gerð út frá Hafn- arfirði 1839 12 þilskip, auk op- inna báta. Það er ekki fyrr en upp úr 1870, sem verulegar breytingar verða á útgerðarmálum í Hafn- arfirði. Þá færist það líf í út- gerðina, sem aldrei hefur slokkn að síðan, og hefur lífsafkoma bæjarbúa síðan byggst að mestu leyti á útgerðinni. Ungir og efnilegir menn urðu þess áþreifanlega varir, með dvöl Bjarna riddara í Hafnar- firði, að hér voru skilyrði fyrir útgerðina með afbrigðum góð. Þeir hófu hér útgerð á fleiri og stærri þilskipum, en áður hafði þekkst. Árið 1873 höfðu þeir Þor- steinn Egilson kaupmaður og séra Þórarinn Böðvarsson í Görð um, forystu um kaup á skonn- ortu frá Rönne, sem nefndist „Dagmar“. Var það upphafið (Framhald á bls. 15) Þilskipið Surprise. Botnvörpuskipið Coot.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.