Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 eignastyring@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4900 Ert þú að missa af launauppbót? Kynntu þér lífeyrisþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4900 VIÐSKIPTABLAÐ Aðsókn hjá græn- metisveitingastöðum tekur góðan kipp í janúar. Áramótaheit um betra mataræði 8 Vetrarferðir og -af- þreying hafa jákvæð áhrif víða í atvinnulífinu. Hvers virði er snjórinn? 10 Verð matvæla í heim- inum hefur aldrei verið hærra en í desember sl. Matvælaverð aldrei hærra 2 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is „Það að gefa sér að gengi krónunnar styrkist og haldist stöðugt fram til ársins 2016 er óraunhæft eins og sagan sýnir. Það að sú þróun sé forsenda útreikninga Seðlabankans á áhrifum Icesave- samningsins hlýtur að benda til þess að gjaldeyrishöftin verði áfram við lýði á samningstímanum,“ segir Jón Daníelsson, prófess- or við London School of Economics. Í umsögnum InDefence- hópsins og GAM Management um áhrif Icesave-samningsins fyrir fjárlaganefnd Alþingis kemur fram að honum fylgi veruleg gjald- eyrisáhætta. Seðlabankinn telur hinsvegar áhættuna af geng- islækkun krónunnar á heildargreiðslu stjórnvalda „hverfandi“ að því gefnu að bankinn nái að halda verðbólgu nálægt yfirlýstum markmiðum. Jón segir afstöðu Seðlabankans til marks um að Icesave- samkomulagið geti ekki gengið upp án hafta. Hann bendir enn- fremur á að höftin útiloki ekki kostnað vegna gjaldeyrisáhættunnar heldur muni hann brjótast fram með öðrum hætti með óhagkvæm- ara efnahagslífi og rýrnun á samkeppnishæfni þess til lengri tíma. Það sem vekur sérstaka athygli við forsendur Seðlabankans í umsögninni er að sérfræðingar hans gera ráð fyrir að gengi krón- unnar styrkist á samningstímanum. Sem kunnugt er var gengi krónunnar gagnvart evru 169 þann 22. apríl 2009, en kröfur í er- lendri mynt miðast við þá dagsetningu, en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að gengi krónunnar gagnvart evru verði að meðaltali 150,37 frá þriðja fjórðungi ársins 2011 fram til annars fjórðungs 2016. Slík gengishækkun hefur lítil áhrif á núvirði greiðslnanna vegna samningsins en fram kemur í umsögn Seðlabankans að geng- islækkun umfram 10% hefði veruleg áhrif. Sérfræðingar bankans telja hinsvegar hættuna á slíku „hverfandi“ ef bankanum takist að halda verðbólgunni nálægt 2,5% markmiði bankans. »4 Væntingar SÍ benda til áframhaldandi hafta  Jón Daníelsson við London School of Economics segir umsögn Seðlabankans um Icesave-frumvarpið benda til óraunhæfra væntinga um gengisþróun krónu og vera til marks um að höftin verði áfram Morgunblaðið/Kristinn Mótmæli Icesave er umdeilt mál meðal íslensks almennings. Margar hugsanavillur plaga mannkynið og virðast því sem næst ódrepandi. Sumar eru gamalgrónar og má nefna villuna um brotna gluggann sem dæmi um slíka forna villu. Aðrar eru hins vegar nýrri og villan um að bólusetningar séu af hinu illa er tiltölulega ný. Vera má að hún hafi skotið upp kollinum fyrir árið 1998, en birting breskrar rann- sóknar það ár, sem virtist tengja einhverfu í börnum við bólusetningar, olli ofsahræðslu víða um heim. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa fyrir löngu verið hraktar af ábyrgari vísinda- mönnum, en skaðinn var skeður. Í sumum vestrænum ríkjum hefur bólusetningum fækkað svo mikið að sjúkdómar, sem nánast var búið að útrýma, eru farnir að gera vart við sig að nýju. Nýjasta dæmið um þennan hræðsluáróður eru fréttir af því að rannsókn sé hafin í Sví- þjóð og Finnlandi á því hvort bólusetning gegn svínaflensu hafi valdið aukningu á svo- kallaðri drómasýki. Ríflega þrjátíu milljónir Evrópubúa voru bólusettar við flensunni og í kjölfarið greindust 80 manns með drómasýki, lang- flestir í Svíþjóð og Finnlandi. Ef tenging væri milli bólusetningarinnar og drómasýki, hefði dreifing nýrra tilfella sýkinnar ekki átt að vera jafnari í Evrópu? Getur verið að eitt- hvað annað valdi drómasýki í Skandinavíu? Hafa ber í huga að flensa getur verið gríðarlega skaðlegur sjúkdómur, eins og heimurinn fékk að kynnast veturinn 1918. Óábyrgar fullyrðingar um skaðleg áhrif bólu- setningar auka líkurnar á mannskæðum far- öldrum. Skoðun Bólusetningar Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Ásættanleg áhætta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.