Eyjablaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 3
EYJABLAÐIÐ 3 Kaupgetan mikla og 1 m3 t>að er máski tímanna tákn að þegar ég var að kanna verð á steypu hér um daginn, þá var mér sagt að rúmmetrinn af veggjasteypu væri kr. 3.250,-, það er að segja 2 krónum meira en auglýstur taxti Dagsbrúnar fyrir 40 stunda vinnuviku, frá 1. mars 1985. „Dagvinnutekjutrygging kr. 3.248,-, óheimilt er að greiða lægri laun fyrir dagvinnu”, stendur í þessu kauptaxtaplaggi Dagsbrúnar. Nú skulum við gefa okkur, að maður á þessu kaupi ákveði að kaupa heilan bílfarm af steypu, það eru 6 rúmmetrar, þá verður hann að vinna að langtímamarkmiði. Segjum að hann ákveði þetta á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí, í annarri viku júní þegar þjóðhátíðardagur íslendinga nálgast, sér hann langþráðan steypubíl renna í hlað og getur nú greitt steypuna út í hönd, það er að segja ef hann getur „prúttað” hana niður um 12 krónur því þessar sex vinnu- vikur duga ekki alveg, þá vantar í þetta dæmi: Hvernig lifði maðurinn þetta af án matar? Við verðum að gefa okkur að þetta gerðist í þorpi sem væri svolítið menningarlegt, eins- konar „Bogasenþorpi” (samanber Sölku Völku Kiljans). Þar væri að sjálfsögðu starfandi Hjálpræðisher, og nú eygjum við að dæmið gangi upp, steypukaupandinn hamingjusami át á Hernum, til þess að langtímamarkmið hans fengi staðist. bannig er nú komið kaupgetu þessa manns, þá sólstöður nálgast anno domini 1985. Þetta dæmi er að sjálfsögðu miðað við 40 stunda vinnuviku, sem er viðmiðun allra siðaðra samfélaga norðan Alpafjalla! Og ef Grýla lifir áfram, verður steypukaupandinn 8 vikur að vinna fyrir sama skammti árið 1986, samkvæmt einföldum líkindareikningi. Hitt er svo annað hvort steypu- kaupandinn kyssir á vöndinn og kýs Framsóknaríhald, það er hans mál. Sig. Sig. frá Vatnsdal. Þjófsnautur „Þjófsnautur” heitir sá á ís- lenskri tungu sem þiggur úr hendi þjófs, vitandi hvernig verðmætin eru til komin. Þannig er nú komið sið- ferðisstigi æðsta manns þjóðar- innar í peningamálum, að hann þiggur gjafir samstarfsmanna sinna á heiðursdegi sínum, samstarfsmanna sem gengu í sjóði okkar sameiginlega og hirtu þaðan ófrjálsri hendi upp undir 500 þúsund krónur og „gáfu” honum listaverk fyrir þetta fé. Það hefur tíðkast svo lengi ég man að ef einhver okkar samstarfsmanna á afmæli merkilegt, þá skjótum við saman starfsmenn og færum honum þá gjöf á okkar kostnað að sjálfsögðu, en ekki annarra. Hvor aðferðin er heiðarlegri, ætla ég að allur almenningur viti, þó toppana í musteri Mammons bresti siðferðis- greind til þess. Er kominn tími til þess að henda víxlurunum út, eða hvað? Sig. Sig. frá Vatnsdal. íbúðir aldraðra! Eins og fram hefur komið eru framkvæmdir nú hafnar við byggingu 2. áfanga íbúða aldraðra. í þessu húsi verða 6 íbúðir og ákveðið hefur verið að þær verða allar seldar. Þá mun bæjarsjóður eiga sam- eignina. Gert er ráð fyrir að húsið verði fokhelt í maí til júní. Verktaki vegna þessa áfanga er Erlendur Péturs- son. Byggingastjórnin hefur nýlega átt fund með fulltrúa húsnæðisstofnunar, þ.e. að þrýsta á að hægt verði að fá fjármagn til áframhaldandi framkvæmda, svo hægt verði að Ijúka við húsið sem fyrst. Samþ. hefur verið að nú á næstunni verði auglýst formlega eftir umsóknum í íbúðirnar, þ.e. að fá stað- festingu á því hverjir hyggjast kaupa. Byggingastjórnin reiknar með að í maí verði ákveðið hverjir koma til með að fá íbúðirnar. Erum byrjaðir að plægja Vinsamlegast pantið í síma 1533. Ahaldahúsið. Frá innheimtu Rafveitu Vestmannaeyja Lokunaraðgerðir standa nú yfir á orku- reikningum, föllnum í eindaga (þ.e. reikningum útsendum í apríl og eldri). Lokunargjald er 614 krónur. Rafveita Vestmannaeyja. Sumarafleysingar Menn vantar til sumarafleysinga í lögregluliði Vestmannaeyja. Umsóknir sendist undirrituðum á umsóknar- eyðublöðum er fást hjá yfirlögregluþjóni, er jafnframt gefur allar nánari upplýsingar. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum KRISTJÁN TORFASON AÐALFUNDUR Aðalfundur Lifrarsamlags Vestmannaeyja fyrir árið 1984 verður haldinn í Hallarlundi föstu- daginn 17. maí 1985 kl. 17:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Breytingar á samþykktum samlagsins. Vestmannaeyjum 23. apríl 1985 Stjórn Lifrarsamlags Vestmannaeyja Bifreiðareigendur! Vinsamlegast greiðið gjaldfallin tryggingar- iðgjöld sem allra fyrst. Forðist dráttarvexti. TRYGGINGAR Richard Þorgeirsson S 2550 Stjórn Verkamannabústaða í Vestmannaeyjum auglýsir TIL SÖLU 3ja herbergja íbúð að Áshamri 75. Vinsamlega endurnýjið eldri umsóknir. Eyðublöð liggja frammi í Ráðhúsi Vestmannaeyja. Nánari upplýsingar gefur Kristjana Þorfinns- dóttir í síma 1485. Stjórn Verkamannabústaða í Vestmannaeyjum ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja 280 ferm. þvottaplan ásamt geymsluskúr fyrir Olíufélagið h/f. Verk- taki skal skila þvottaplaninu tilbúnu og full- frágengnu fyrir 15. júlí n.k. Panta skal útboðs- gögn hjá undirrituðum og verða þau afhent gegn 2.500,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað og verða opnuð 21. maí n.k. kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. F.h. Olíufélagsins h/f Páll Zóphoníasson, byggingatæknifræðingur Kirkjuvegi 23 © 98-2711 /...... .......................... \ HERJÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ Sumaráætlun 1985 1. maí til 1. september Mánudaga til fimmtudaga: Frá Vestmannaeyjum kl. 07:30 Frá Þorlákshöfn kl. 12:30 Föstudaga: Frá Vestmannaeyjum kl. 07:30 Frá Þorlákshöfn kl. 12:30. Frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 Frá Þorlákshöfn kl. 21:00 Laugardaga og sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 Frá Þorlákshöfn kl. 14:00 Bíla- og kojupantanir: Vestmannaeyjum © 98-1792 og 98-1433 Reykjavík S 91-686464 HERJÓLFSFERÐ ER ÖRUGG FERÐ Herjólfur hf. áskilur sér rétt til breytinga á áætlun HERJÓLFUR H.F.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.