Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 1
FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Aron Einar Gunnarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, telur mjög lík- legt að hann yfirgefi enska 1. deild- ar liðið Coventry í sumar. Samningur Arons rennur út í sum- ar. Coventry hefur gert honum nýtt tilboð en hann hefur ekki samþykkt það. Það urðu tíðindi í herbúðum Cov- entry í gærmorgun en þegar Aron og félagar mættu á æfingu var þeim tilkynnt að knattspyrnustjóranum Aidy Boothroyd hafi verið sagt upp störfum. Hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu og einn sigur í 16 síðustu leikjum gat ekki þýtt annað en að stjóranum yrði sparkað. „Það var mikill atgangur þegar við mættum á æfinguna. Fjölmiðla- menn úti um allt og stjórnarformað- urinn fundaði með okkur leikmönn- unum. Það er búið að ganga skelfilega illa hjá okkur á árinu og stuðningsmennirnir hafa verið mjög óhressir með leikstíl liðsins og hvernig því hefur verið stillt upp. Menn hafa verið múlbundnir í sínum stöðum en nú eru skilaboðin þau að við megum vera frjálsari og hafa gaman af því sem við erum að gera,“ sagði Aron við Morgunblaðið í gær. Coventry leitar nú að nýjum stjóra sem verður sá 10. í röðinni frá því Gordon Strachan yfirgaf félagið árið 2001. Boothroyd tók við liðinu af Chris Coleman síðastliðið sumar en Steve Harrison úr þjálfarateymi Coventry mun taka við liðinu tíma- bundið og stjórnar því í kvöld þegar Coventry leikur við Burnley. Nokkrir munu skrifa undir hjá stórum félögum eftir EM Aron kom til Coventry frá hol- lenska liðinu AZ Alkmaar árið 2008 og hefur staðið sig vel en hann var til að mynda útnefndur leikmaður ársins af leikmönnum tímabilið 2008-09. Spurður hvað taki við hjá honum eftir tímabilið sagði Aron: „Ég hef fengið tilboð um nýjan samning en sé ekki fyrir mér að ég skrifi undir hann meðan ástandið er svona. Eins og staðan er núna tel ég meiri líkur á að ég fari frá liðinu í sumar. Það er spennandi tímar fram undan með U21 árs liðinu. Ég er gíf- urlega spenntur fyrir Evrópumótinu og þar verður stór gluggi fyrir okk- ur leikmennina. Ég reikna með því að nokkrir úr U21 árs liðinu skrifi undir hjá stórum félögum eftir keppnina,“ sagði Aron Einar sem verður í byrjunarliði Coventry í leiknum gegn Burnley á Turf Moor í kvöld. Morgunblaðið/Golli Á förum? Aron Einar Gunnarsson hugsar sér til hreyfings. „Meiri líkur á að ég fari“  Mikill atgangur á æfingasvæði Coventry í gær þegar knattspyrnustjórinn var rekinn  Aron Einar ætlar ekki að skrifa undir hjá félaginu að svo stöddu ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 íþróttir EM 2013 Útlit fyrir einvígi Íslands og Noregs um að komast beint í lokakeppni Evrópumóts- ins í Svíþjóð. Erfiðari riðill en síðast. Íslenska liðið leikur fyrst við Búlgaríu á útivelli 2-3 Íþróttir mbl.is Á SVELLINU Ólafur Þórisson omt@mbl.is „Við vorum alls ekki þreyttar, þetta var frekar kæruleysi í lokin,“ sagði Birna Baldursdóttir, leikmaður SA, eftir sigur liðsins á Birninum í gær. Þetta var annar leikur liðanna í úr- slitakeppninni um Íslandsmeist- aratitilinn. SA hafði betur í gær 3:2 og leiðir í einvíginu 2:0 en vinna þarf þrjá leiki. Leikurinn var kaflaskipt- ur en SA komst í 3:0 strax í fyrsta leikhluta. Sarah Smiley skoraði fyrsta markið, Hrund Thorlacius bætti öðru marki við fyrir SA áður en Birna Baldursdóttir kom gest- unum í þriggja marka forystu. Ann- ar leikhluti var mjög kaflaskiptur og í raun ótrúlegt að hvorugu liðinu tækist að skora. Markverðir liðanna vörðu hinsvegar mjög vel. Í síðasta leikhlutanum tók Björnin hinsvegar öll völd á svellinu og uppskar mark þegar 9 mínútur voru eftir af leikn- um. Þá skoraði Hanna Rut Heim- isdóttir. Aðeins 4 mínútum síðar bætti Flosrún Vaka Jóhannesdóttir við öðru marki og staðan því 2:3. Síð- ustu mínúturnar voru æsispennandi en Birna Baldursdóttir leikmaður SA viðurkenndi að farið hafi um hana eftir seinna mark Bjarnarins. „Ég get ekki logið því, það fór virkilega um mig. Mér leið eins og með landsliðinu í Nýja-Sjálandi en þá skoruðu þær á lokamínútunum og ég var með hjartað í buxunum.“ SA er nú í góðri stöðu en næsti leikur er á þeirra heimavelli annað kvöld. „Staðan er góð, við höfum verið að vinna þessa leiki og erum með góðan mannskap. Ég ætla að vinna dolluna heima. Reynslan gefur okkur mikið þrátt fyrir að við séum með unga leikmenn með. Þær eru hinsvegar mjög færar og eru að hjálpa okkur mikið,“ sagði Birna en hún skoraði einnig þriðja mark SA fyrir norðan. „Ég er mötuð þarna frammi og það er frábært. Það er svo gaman að skora.“  Á mbl.is eru viðtöl með mynd- skeiðum við fyrirliða beggja liðanna. Morgunblaðið/Golli Góð staða Glaðbeittar Akureyrarkonur fagna einu markanna í Egilshöllinni í gærkvöld. Þær geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. „Var með hjartað í buxunum“  Björninn uppi við vegg  SA í 2:0 og getur hampað titlinum á heimavelli Það skýrist í vik- unni hvort knatt- spyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson gengur í raðir sænska úrvals- deildarliðsins Norrköping eða ekki. Gunnar, sem ekki alls fyrir löngu sneri heim eftir sex ár erlendis og skrifaði undir fjögurra ára samning við Eyjamenn, hefur verið til reynslu hjá sænska liðinu í æfinga- og keppnisferð þess á Mallorca síðustu dagana og hafa tilboð gengið á milli hans og félags- ins. Svöruðum með móttilboði „Ég fékk tilboð frá félaginu sem við svöruðum með móttilboði og ég bíð bara eftir því að fá að vita hvað kemur út úr því. Ég þarf að fá góðan samning til að rífa mig og fjölskyld- una upp frá Eyjum og ætli það séu ekki svona helmingslíkur á að ég semji við liðið en þessi mál skýrast í vikunni,“ sagði Gunnar Heiðar við Morgunblaðið í gær en hann skoraði eitt mark og lagði tvö upp í æfinga- leik með liðinu. „Annars líst mér vel á liðið og leik- mennina og ekki skemmir fyrir að þjálfarinn er sá sami og ég var með þegar ég spilaði með Halmstad,“ sagði Gunnar Heiðar en Janne And- ersson er þjálfari Norrköping sem er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Undir hans stjórn hóf Gunnar at- vinnuferilinn hjá Halmstad árið 2004 og árið eftir varð Eyjamaðurinn markakóngur sænsku úrvalsdeild- arinnar. gummih@mbl.is Gunnar bíður eftir svari frá Norrköping Gunnar Heiðar Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.