Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.04.1941, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 29.04.1941, Qupperneq 2
2 SIGLFIRÐINGUR að eg álít það á fullkomnum mis- skilningi byggt, ef ekki af verri rótum runnið, að siglingateppan stafi frá, eða sé að kenna, forráða- mönnum sjómanna, eins og eitt af víðlesnustu blöðum íandsins hefir viljað halda fram, því ailii, er þar áttu hlut að, ríkisstjórnin, forráða- menn sjómanna og útgerðarmenn, voru allir sammála um að stöðva siglingarnar í bili og reyna að finna einhver ráð til frekara ör- yggis. En ekkert virðist hafa úr þessu rætzt ennþá. — Hvað virðist þér vænlegast til öryggis, svo að freistandi væri væri að leggja í siglingar á ný? — Viðhorf manna til öryggis- ráðstafana eru mismunandi eins og gengiir, segir Eyþór. Sumir vilja vopna skipin, aðrir sigla í flota og enn aðrir hvorttveggja. Mitt álit er, að heppilegast væri að fá Englendinga til að fá ein fjögur eftirlitsskip, er stöðugt væru á varðbergi á skipaleiðinni frá ís- landi til Suðureyja (Hebrideseyja), og úr því yrði siglt -innan skers« eða í landhelgi til ákvörðunarstað- ar. Bezt væri að þrjú skip væri samflota og hefði þau góða riffla að vopni, er þeim væri leyft að verja sig með ef til morðárása kæmi. Frá mínu sjónarmiði er varla hægt að kalla það vopnað skip, þótt um borð væri rifflar, er hægt væri að grípa til í nauðvörn, og eigi síður til þess að granda með tundurduflum, er á leið þeirra yrði. Hinsvegar tel eg alltof áberandi og ekki hyggilegt að sett væri á skipin léttar fallbyssur eða loft- varnabyssur. Væri slikt mjög áber- andi á jafnlitlum skipum og hér er um að ræða, og enda alls óvíst, að þær kæmi að meira gagni, en vektu mun meiri athygli og tor- tryggni árásarmanna. Þá vil eg og taka það fram, að mér finnst það mjög ógætilegt og illa við- eigandi að ræða þessi mál í út- varpi. Það á betur við og er hyggi- legra að skipa þeim í kyrrþey. — Sigling til landsins og frá því er lífsnauðsyn fyrir þjóðina, og því fer fjarri, að sjómannastéttina skorti hugrekki til að halda þeim uppi eins og venjulega, en reynslan hefir sýnt, að öryggið þarf að auka til handa skipum og áhöfn svo sem frekast er unnt. íslenzkir sjómenn muni vera þess maklegir. Þeir hafa sýnt, að þeir kunna að fara ferða sinna djarflega og æðru- laust — en þó gætilega. Öryggi siglinganna. Eins og sjá má á ummælum Eyþórs skipstjóra, eru sjómennirnir Skattalagafr umvarpið. íslenzku albúnir að leggja út í siglingar um hættusvæði hafanna, ef eitthvert ráð finnst, er aukið gæti öryggið. Nú hefir, eftir því er manni skilst, einhver ráð verið upptekin, því nú standa yfir samn- ingar og umræður um málið milli þeirra aðilja, er ásáttir urðu um að stöðva bæri siglingarnar í bili fyrir mánuði síðan. Eigi er enn vitað, hverjar öryggisráðstafanir verða gerðar, eða hvort brezka herstjórnin ljær málinu lið sitt. Hitt virðist einstætt, að þjóðin er illa undir það búin á vordögum að mæta langvinnri siglingateppu. Birgðir eru nauðalitlar í Iandinu af útlendri matvöru og mikil útflutn- ingsverðmæti liggja hér, er koma þarf áleiðis til kaupenda. Þjóðinni hentar illa nú, að eiga að lifa upp aftur hörmungatima Norðurálfuófriðarins fyrstu 15 ár 19. aldarinnar, er Bretar hertóku danska flotann, svo siglingar teppt- ust að kalla til íslands. Menn eru ekki við því búnir nú, að enginn matvara flytjist til landsins árum saman. Menn mundu nú kynoka sér við að spinna færi sin úr togi, nota sjó í salts stað, smíða skeifur undir hesta sína úr horni og neyta sölva, holtaróta, skinna og beina- bruðnings í stað kjarnfæðu nú- tímans. Hin vinnandi stétt ætti nú bágt með að sætta sig við fæði og lítilfjörlegan fatnað í kaup fyrir ársvinnuna. En teppist siglingarn- ar ef tii vill í langan tíma, mun sagan endurtakast, þótt ástandið yrði með nokkrum öðrum hætti en þá var, sakir aukinna menningar- framfara. Það getur, því miður, farið svo, að tímabil þeirra Gilpins og Jörgensens eigi eftir að endur- takast, þótt í breyttri mynd verði, ef örtröð langvinnrar siglingar- teppu nær taki á þjóðinni. En, sem betur fer, má ætla að úr þessu rætist betur en á horf- ist um skeið, og eitt er víst: ís- lenzkir sjómenn eru enn sem fyr, albúnir að hætta lífi sínu fyrir heill og velferð þjóðar sinnar. Það mun aldrei standa á þeim til djarf- mannlegra dáða til bjargar landi °g þjóð. Hitt er sanngjörn krafa og sjálfsögð skylda, að auka ör- yggi þeirra sem verða má. Við þökkum innilega fijrir auö- sýnda samúö við andlát og jaröar- för Jóhannesar Guðmundssonar frá Seljalandi. Aðstandendur. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, lauk skattamálanefndin, er kosin var á Alþingi 1939, aldrei störfum, og starfaði í rauninni aldrei neitt, er að haldi mátti koma. Það kom því til kasta þingflokk- anna að setja rögg á sig til af- greiðslu þessa máls, og eftir langt þóf og þjark var svo nýtt frum- varp til skattalaga lagt fyrir Al- þingi þriðjudaginn 15. þ. m. með samþykki fulltrúa allra þingflokka. Ekki ber þó að skilja þetta svoað flokkarnir hafi verið orðnir á eitt sáttir um lausn málsins, heldur var frumvarpið lagt fyrir þingið »ítrausti þess að svo kynni að verða, að samkomulag næðist við meðferð málsins á þingi«. Eigi verðurenn séð hvort svo verður, en þangað til úr því verður skorið, liggja niðri störf allra skatta- og niðurjöfnun- arnefnda í landinu. Eins og drepið var á í síðasta blaði, og þá eftir lík- um og horfum, er skattstigi frum- varpsins líkur og skattstiginn frá 1935, en hækkar þá á tekjum yfir 8—9 þús. kr. Skattfrelsi útgerðar- innar afnumið en henni veitt ýms hlunnindi. Lagt er til að persónu- frádráttur hækki nokkuð, eða á þessa leið: 1. í Reykjavík: Fyrir einstaklinga um kr. 100.00 — hjón — 300.00 — hvert barn og skylduómaga — 200.00 í öðrum kaupstöðum og kaup- túnum rneð yfir 300 íbúa: Fyrir einstakling kr. 100.00 — hjón — 200.00 — hvert barn og skylduómaga — 100.00 3. Annarsstaðar á landinu sama hækkun og í kaupstöðum og kauptúnum. Með verðhækkuninni er af ófriðn- um stafa, hefir mjögraskazt grund- völlur skattalaganna, svo nauðsyn var breytinga. Tekjur hafa ogauk- izt verulega að krónutölu, án þess að raunveruleg tekjuaukning hafi þó orðið. Afleiðing þessa er sú, að menn lenda ofar í skattstigan- um og ættu því að greiða hærri hundraðshluta en fyrir stríð, að lögunum öbreyttum. En slikt væri óeðlilegt. Til að bæta úr þessu, er lagt til að skattaálagningu skuli hagað öðruvísi en áður var. Er hér dæmi er gerir þessa aðferð skiljan- lega almenningi og er það tekið hér eftir dagblaðinu Vísi: •Meðalvísitala ársins 1940 (þ. e. meðaltal af vísitölu hvers mánaðar) var 132 miðað við 100 i ársbyrj- un 1939. 4000 kr. nettótekjur fyrir strið samsvara því 5280 kr. á árinu 1940 samkvæmt vísltölu reikningn- ingnum. Til þess, að skatturinn væri raunverulega jafnþungur og áður, ætti því að greiða sama hundraðshluta í skatt af 5280 kr. árið 1940 og af 4000 kr. fyrir stríð. Ef skattstígi sá og persónufrádrátt- ur, sem frv. gerir ráð fyrir, hefði verið í gildi árið 1940, þá hefði einhleypur maður í Rvík átt að greiða í skatt af 4000 kr. nettó- tekjum árið 1939 77 krónur, en hjón með 2 börn 8 krónur. Segjum, að tekjur þessara aðilja hefðu á árinu 1940 verið 5280 kr., þ. e. hækkað að sama skapi og vísital- an, þá hefði einhleypur maður greitt í skatt eftir sömu reglum 171.51 kr., en hjón með tvö börn 32.00 kr. í fyrra dæminu hefði skatturinn 2|-faldazt, en i því síð- ara hefði hann 4-faldazt, þótttekj- urnar hefðu aðeins aukizt um 32 prc. að krónutali og raunverulega verið alveg óbreyttar. Skýringin á þessari miklu hækkun Ii'ggur eins og fyrr segir í stighækkun skatts- ins. Aðferð sú, sem lagt er til í 4. gr. frv. að upp verði tekin tilþess að koma í veg fyrir óeðlilega hækkun skattsins af völdum dýr- tíðarinnar, er í sem stytztu máli í því fólgin, — ef um launamenn er að ræða — að reikna sama hundr- aðshluta í skatt af verðlagsuppbót- inni, eða þeim hluta launanna, sem svara til aukinnar dýrtíðar og af grunnlaununum. Enda þótt hér sé tekið dæmi af launamönn- um, gilda ákvæði laganna einnig um aðra einstaklinga. Má vera, að auðveldast sé að útskýra málið með dæmi. Tökum aftur 5280 kr. nettótekj- ur á árinu 1940. Þá á fyrst að margfalda þá upphæð með 100 og deila útkomunni með 132 (meðal- vísitölunni). Koma þá út 4000 kr. Síðan er persónufrádráttur dreginn frá og skatturinn reiknaður á venju- legan hátt. Skatturinn verður eins og fyrr 77 kr. fyrir einhleypa og 8 kr. fyrir hjón með 2 börn. Síðan er skattaupphæðin ntargfölduð með 132 og útkomunni deilt með 100. Á þá einhleypi maðurinn að greiða 101.64 kr., en hjón tvö börn kr. 10.56. Skatturinn er með öðrum orðum hækkaður um 32 prc., eins og tekjurnar höfðu hækkað um 32 prc. Þessi regla um útreikninginn gildir um hreinar tekjur 12000 kr.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.