Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.10.1941, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 01.10.1941, Blaðsíða 3
SIGLFlitÐINGUR 3 A tvinna Röskur drengur 14—16 ára getur fengið atvinnu við sendiferðir og önnur störf. Um framtíðar atvinnu getur verið að ræða. Eiginhandar umsóknir með kaupkröfu sendist Nú fer eg og kaupi: kaffi, sykur og hveiti í brauö til vetrarins hjá Gesti Fanndal. Efnagerð Siglufjarðar h/f. Tveir Siglfirðingar farast með línu- veiðaskipinu Jarl- inum. Línuveiðaskipið Jarlinn hefir með einhverjum hætti farizt — senni- lega af styrjaldarorsökum — er hann var á heimleið frá Bretlandi úr físksöluför, því að 3. sept. lét skip- ið úr höfn frá Fleetwood. Á skip- inu voru alls 11 menn og voru tveir af þeim búsettir hér í Siglufirði. Voru það þeir Jóhann Sigurjónsson, 2. vélstjóri og Dúi Guðmundsson, kyndari. Jóhann var ættaður frá Seyðis- firði, fæddur 12. febr. 1897. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn og fósturson, sem öli eru komin upp að nokkru. Jóhann var hinn mesti dugnaðarmaður og reglu- maður hinn mesti. Hafði hannallt frá æsku stundað sjósókn og sigl- ingar og unnið hafði hann all-lengi hjá Síldarverksmiðjum rikisins. Dúi var ættaður úr Fljótum, fæddur 4. febr. 1901 ókvæntur, en átti 1 barn. Dúi hafði alllengi stundað sjómennsku og skipstjórn á síldveiðiskipum. Hann var hinn skylduræknasti maður og vinsæll, enda hjálpsamur og frændrækinn. Jarlinn var eitt með allra stærstu línuveiðiskipum hér, um 170 brutto- smálestir og talið gott skip og traust. Óskar Haildórsson, útgerð- armaður, var eigandi þess. Eins og fyrr segir þykir senni- legast, að Jarlinn hafi farizt af hernaðarorsökum. Hefir þá styrjöld þessi er nú geisar kostað íslend- inga ærnar mannfórnir, þótt eigi berjist þeir í fylkingum stríðsaðilja, en eigi að teljast hlutlausir. Á »Fróða« féllu 5 menn, með »Péturs- ey« fórust 10, með »Reykjaborg« 13, með »Heklu« 14, af »Braga« 10, af »Hólmsteini« 4 og 6 af öðr- um skipum. Alls eru þetta 73 menn að meðtöldum þeim er fórust með Jarlinum. Auk þessa fórust með »Gullfossi» 19 manns og er eigi kunnugt um orsakir þess sjóslyss, en líkindi þykja benda til, að þær séu einnig af hernaðarvöldúm. Nýkomið: Skólatöskur Blýantar Pennar Blek o. II. Halldór M. Vídalín Nýkomið: barnasilkiundirföt Aðalbúðin. Tekið upp í dag: Gólfrenningar Rykfrakkar Silkisokkar Gardínutau Fataefni Silkiskyrtur Satín Tilkynnin Hér með er skorað á alla þá, sem koma vilja til greina vfð út- hlutun verðuppbótar á útfluttar landbúnaðarafurðir, framleiddar árið 1940, að senda landbúnaðarráðuneytinu fyrir 15. október n. k. staðfest eftirrit af farmskírteinum, er sanni útflutningsmagn þeirra af þeim vöru- tegundum, sem hér eru taldar: Gærur, Bjórar, Silfurrefaskinn, Ull, Garnir, Blá og hvít refaskinn, Kjöt, Ostur, Æðardúnn. Fylgja þarf vottorð matsmanna um að vörurnar séu framleiddar á árinu 1940. Þeir, sem eiga óseldar birgðir af fyrrnefndum vörutegundum frá árinu 1940, sem ætlaðar eru til útflutnings, skulu fyrir sama tíma senda vottorð matsmanna um birgðirnar, með tilgreindn vörumagni, eða aðrar sannanir, sem ráðuneytið metur gildar. Landbúnaðarráðuneytið, 19. sept. 1941. Nýkomnar bækur: Birgitta á Borgum (Margit Ravn) ' Samtíð og saga Úr dagbókum skurðlæknis Draumur um Ljósaland íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur II. hefti (Guðm. Jónsson) Formálabókin Gríma (öll innbundin) Þjóðsögur (Ólafs Davíðssonar), innbundnar Bókaverzlun Lárusar Þ. Blöndal. Tilkynning frá ríkisstjórninni Samkvæmt ósk brezku hernaðaryfirvaldanna tilkynnist hér með, að ferðaskírteini skipa 10—75 smálestir, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. mars og 5. september 1941, verða afgreidd, sem hér segir: í Reykjavík hjá brecka aðalkonsúlnum. Á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum r A Seyðisfirði hjá brezku flolastjórninni. r I Vestmannaeyjum hjá brezku hernaðaryfirvöldunum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 23. sept. 1941 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Siguröur Björgólfsson. Siglufjarðarprentamiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.