Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2011 ✝ Hörður AlbertG. Albertsson forstjóri fæddist í Reykjavík 28. maí 1928. Hann and- aðist á líknardeild Landakotsspítala 15. mars 2011. Foreldrar Harð- ar voru: Guð- mundur Alberts- son, forstjóri útflutningsversl- unar, fæddur í Leiðarhöfn á Vopnafirði 2. júní 1883, dáinn í Reykjavík 11. des. 1970, og kona hans Guðný Jóna Guðmunds- dóttir, fædd á Borgarfirði eystra 12. febrúar 1902, dáin í Reykjavík 8, des. 1994. Systkini Harðar: Atli skipstjóri, (látinn), Guðrún, búsett í Bandaríkj- Ásgeir, f. 26. des. 1961, Hörður Þór, f. 12. ágúst 1967, Þórdís Rós, f. 9. des. 1970. Guðmundur Albert, f. 18. okt 1972, og Inga Rósa, f. 1. mars 1977. Synir Harðar og Helgu Lárusdóttur í Reykjavík: Hörður, f. 20. mars 1952, og Haukur, f. 20. mars 1952. Hörður varð stúdent frá MR 1948 og tók embættispróf í lög- fræði í HÍ 1954. Hann starfaði við útflutningsfyrirtæki föður síns, G. Albertsson & Co., síðar meir sem meðeigandi og for- stjóri þess. Hörður var mikill áhugamaður um íþróttir, æfði fimleika og keppti í þeim á yngri árum. Hann var í úrvals- flokki KR sem sýndi m.a. á lýð- veldishátíðinni á Þingvöllum 1944. Hann var og mikill hesta- maður og átti mikið af keppn- ishestum og gæðingum. Afkom- endur Harðar eru nú 66. Hörður verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 25. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. unum, Auður, bú- sett í Reykjavík. Fyrri kona: Herdís María, f. 26. okt. 1925, Jóhanns- dóttir arkitekts Kristjánssonar og konu hans, Mat- hilde Victoria Gön- dahl, norskrar ætt- ar, Hörður og María skildu. Börn þeirra Guðný, f. 11. júní 1951, Mathilde Viktoria, f. 20. mars 1954 (látin), Guðrún Auður, f. 4. júlí 1957, Erla Ruth, f. 4. júní 1961. Seinni kona: Sess- elja Þórdís, f. 16. jan. 1941, Ás- geirsdóttir, forstjóra í Reykja- vík Bjarnasonar, og konu hans, Rósu Jórunnar Finnbogadóttur. Börn Harðar og Þórdísar: Helgi Með neistann í grænum aug- um, kvikur á fæti og fullur af orku og framkvæmdagleði. Frum- kvöðull sem lét ekki deigan síga, en ruddi á braut þeim hindrunum er urðu á hans vegi. Hann útskrif- aðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands en rak út- flutningsfyrirtækið G. Albertsson & Co. um árabil eftir fráfall föður síns. Hann státaði af svarta belt- inu í júdó, hafði unun af laxveiði og rósarækt og var um tíma með- al hinna umsvifamestu hérlendis á sviði hestaíþrótta. Hann hefur ferðast víða um heiminn og bjó að ríkulegum tungumálaforða. Hann var einstakur og engum öðrum líkur. Hvernig er hægt að kveðja for- eldri, sem hefur verið hluti af líf- inu frá fyrstu minningu? Hversu vel sem við teljum okkur vera undirbúin verðum við alltaf börn foreldra okkar og grátum sárt missi þeirra. Á tímum sem þess- um fara tilfinningar á flug, hug- urinn reikar aftur til æskuára og kallar fram minningar er umvefja og eru sem plástur á sárin. Mig langar að deila örfáum minninga- brotum með þeim sem þetta lesa. Í fanginu á pabba á Smáragötu 5. Pabbi er að lesa teiknimynda- sögu fyrir okkur Maddýju systur, en við eigum sitt hvort hné hans og sitjum í fangi hans á kvöldin meðan hann les fyrir okkur sögur með leikrænum hætti. Dagur er að kveldi kominn, hann hefur komið við í sjoppu á leið heim og keypt fyrir okkur kókósbollur. Í útvarpinu kveður við hlátur hlust- enda í þætti Svavars Gestssonar og mamma brosir við. Hún er að prjóna agnarlitla peysu, enda er von á þriðja barninu, Auði. Ekki leið þó á löngu þar til við syst- urnar vorum orðnar fjórar og fluttar í stærðarhús, pabbi var stórhuga og hugsaði vel um sína. Yngsta systirin, Erla Ruth, fædd- ist aðeins fjórum dögum eftir flutninginn í Litlagerði 4. Sama árið kynnti pabbi mig fyrir tví- burabræðrum mínum og mér fannst mikið til koma, loksins átt- um við líka bræður. Árin liðu nokkur og leiðir pabba og mömmu skildi er hann kvæntist síðari eiginkonu sinni Þórdísi og stofnaði með henni fjölskyldu. Okkur systkinum fjölgaði óðum og pabbi átti orðið „fótboltalið“ enda var fjörugt í jólaboðum fjöl- skyldunnar. Í áranna rás óx ætt- artré pabba, held hann hafi verið hættur að telja ört fjölgandi af- komendur en barnabarnabörnin eru jafnframt ófá. Skin og skúrir verða á lífsbraut okkar allra og stærsta áfallið í ævi pabba var sorglegur missir næstelstu dóttur hans, en Maddý lést á sviplegan hátt í Viðeyjar- slysinu hinn 10. september 2005 ásamt sambýlismanni sínum. Pabbi hlúði alúðlega að leiði þeirra fram á hinsta dag. Hann greindist með krabba- mein fyrir rúmlega þremur árum og ætlaði sannarlega ekki að gefa eftir heldur barðist af hörku þar til yfir lauk. Hann taldi sig eiga einhver árin eftir og var ekki tilbúinn að láta í minni pokann þótt þjáður væri. En skæður sjúkdómurinn lagði að lokum hraustmennið að velli. Ástkær faðir minn skilur eftir sig auð á jörðu, hann lifir áfram í okkur öllum sem hann elskum og í minningu þeirra sem hann þekkja. Elsku pabbi, ég sendi þér koss, Guð veri með þér. Guðný Harðardóttir. Elsku pabbi minn, ætla ég að fá að segja nokkur orð áður en ég kveð þig í hinsta sinn. Þú ert al- veg einstakur maður og held ég að það séu fáir eins og þú eftir í þessum heimi, og varst þú svo sannarlega gerður úr stáli með þitt svarta blóð. Situr mér fast í minni á yngri árum þegar ég gat alltaf toppað hina krakkana í met- ingnum og sagt stolt að pabbi minn ætti sko tvö sverð og væri með svarta beltið í júdói, og trúðu mér, elsku pabbi, ég notaði það óspart. Biðin í tröppunum á Hring- braut á mánudagskvöldum eftir því að þú kæmir heim með danska Andrésblaðið skilur líka eftir góðar minningar. Gleði- stundin að fá að fara með þér í Blóm og ávexti á hverjum laug- ardegi og kaupa rósir handa mömmu og ég og Þórdís systir fengum alltaf sína rósina hvor sem ég mátti velja. Þú varst strangur og ákveðinn í uppeldinu og þakka ég þér kærlega fyrir það, ég skil það í dag þó að ég hafi ekki skilið það í æsku. Þú og mamma hafið sýnt fram á það að það er ekki í boði að gefast upp, þrjóskan í þér að halda áfram að vinna þinn harða bransa er aðdá- unarverð, sérstaklega þegar þú sýndir manni sölurnar þínar bros- andi hringinn og tókst þinn ein- staka gleðidans. Þú sýndir þinn mjúka mann í ræktun á fallegustu rósum sem maður hefur séð og að næra elsku smáfuglana úti í garði í Meðal- holti. Ég, Elva og Loki munum passa að þeir fái áfram að borða, elsku pabbi, þegar við heimsækj- um mömmu. Ég veit að það skipt- ir þig miklu máli. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa síðustu mánuðina sýnt fram á þann mann sem þú hefur alltaf haft að geyma þarna innst inni í hjarta þínu og leyft börnunum þínum og barna- börnum að njóta þess og minnast þín sem afskaplega hjartahlýs og glettins manns. Það er sagt að börn velji sér foreldra sína áður en þau koma í heiminn og er ég mjög þakklát fyrir að hafa valið þig og mömmu. Nú mun ég segja fyrir þig bænina sem þú kenndir mér þegar ég var lítil stelpa og svo þú vitir það að þá er Elva að læra hana hugsandi til þín og er hún núna kölluð afa- bæn. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Góða nótt, elsku pabbi minn, og Guð veri með þér. Þín dóttir, Ingibjörg Rósa. Elsku pabbi minn, í minning- unni varstu strangur, ákveðinn en sanngjarn faðir. Þú lagðir mikið í að kenna okkur strax frá upphafi almenna mannasiði svo sem borð- siði og annað sem gott er að búa að. Ég man þegar ég var lítill drengur og þú barst á mig smyrsl vegna exems, hvernig þú hvattir okkur til að naga ekki neglurnar og bauðst okkur tíkall fyrir hverja nögl sem fékk að vera, hvernig þú greiddir hárið á mér fast og ákveðið með fína brúna hárburstanum þínum og settir jafnvel „hairtonic“ í hárið, mér til lítillar ánægju. Þú varst alltaf mikill greifi í öllu sem þú gerðir og mér er alltaf minnisstæð ferð- in til London þar sem ég fékk að fara með þér í „bisnessferð“ og þú fórst með mig á Casino sem þú hafðir einhvern tímann farið á með Tony ( Mr. Murphy). Þegar í anddyrið kom sagðist þú vera meðlimur en enginn kannaðist við Mr. Albertsson, en þú gafst þig ekki og á endanum kom yfirþjónn staðarins með gamla skruddu og þar var því flett upp að þú varst ekki aðeins meðlimur heldur varst þú heiðursfélagi sem hafðir verið við opnun spilavítisins. Ég man fyrstu kynni þín af Sollu minni þar sem ég kom með hana upp á loft á Hringbrautinni og Þórdís systir hafði sýnt ykkur eintak af Löggulífi og þú sagðist nú hafa séð töluvert meira af henni og glottir. Ég man hvernig þú skikkaðir vini mína til þess að fara úr úlpunum þegar þeir voru niðri í herberginu mínu og ekki varstu hrifinn af hávaðasamri eig- hties-músíkinni. Einu sinni skildir þú eftir skilaboð til mín á blaði sem þú settir í bjórkassa sem ég var gjarn á að heimsækja niðri í búri en þau sögðu: „Hörður Þór, þú átt ekki þennan bjór.“ Eftir það bað ég um leyfi fyrir bjór. Þú varst góður tengdafaðir og ég man hvað ég var stoltur af að standa með þér upp við altarið þegar ég giftist Sollu. Þú varst alltaf svo flottur, svo þráðbeinn í baki og teinréttur, hnipptir í mig þar sem ég var farinn að háskæla í kirkjunni við hliðina á þér og sagðir á þinn hátt: „Svona.“ Þú kenndir mér líka að vera herra- maður og ég held jafnvel að ég hafi erft sjarmann þinn. Þú varst líka góður afi og Snædís elskar þig mikið. Hún kveikti á kerti daginn sem þú kvaddir þennan heim og setti við hliðina á mynd- inni sem ég á af þér þar sem þú heldur á mér um það bil eins árs. Ég á eftir að sakna þín, elsku pabbi minn, nú ertu farinn en ég mun alltaf muna þær stundir sem við áttum saman í lokin þar sem við sátum saman, ræddum um heima og geima eða horfðum saman á spænska fótboltann á spítalanum og hvað þér þótti gott að fá roastbeef og bernaisesósu með. Þú kenndir mér að fara með bænir á kvöldin sem barn og sú bæn sem mér er minnisstæðust er: Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson) Guð gefi þér góða nótt. Hörður. Pabbi minn sem var fallegur maður. Pabbi minn sem var með svarta beltið í júdó og talaði að mínu áliti ensku betur en inn- fæddir. Pabbi minn sem átti ell- efu börn. Pabbi minn sem hlýtur að hafa verið hefðarmaður í fyrra lífi svo tamir voru honum þeirra siðir. Pabbi minn sem hafði áhuga á að ráða krossgátur og átti ekki erfitt með það. Pabbi minn sem var strangur en samt svo blíður. Pabbi minn sem fannst að konur ættu að klæðast pilsum. Pabbi minn sem þoldi ekki tyggjó. Pabbi minn sem var í einhvers konar ástarsambandi við Móður jörð, svo grænir voru hans fingur. Pabbi minn sem hnerraði hæst allra, svo hátt að sumum varð um og ó. Pabbi minn sem gaf mér pening fyrir hverja ónagaða nögl á mínum fingrum. Pabbi minn og amma Dúný. Pabbi minn og Auja frænka og Atli frændi. Pabbi minn og ísbjarnastytturnar hans. Pabbi minn sem hafði unun af því að veiða lax. Pabbi minn sem færði mér hest á tröppur heimilis míns á fermingardaginn minn, hest með slaufu í faxi. Pabbi minn sem lagaði besta kaffi í heimi. Pabbi minn sem færði mér fallegt safn af nælum sem veittu mér gleði í æsku og hafa nú öðlast enn veglegri sess í hjarta mínu. Pabbi minn sem hyglaði mér ekki sem dóttur sinni í vinnu hjá G. Albertsson heldur kenndi mér mest með því að láta mig vinna mig upp í starfi. Pabbi minn sem lánaði mér fyrir flug- fari til Ameríku, samdi við mig um afborgarnir sem lagðar voru inn á sér bók og þegar ég hafði greitt lokagreiðsluna, mörgum mánuðum seinna, rétti pabbi minn mér bókina góðu sem gjöf. Já,hann pabbi minn kenndi mér margt. Pabbi minn gat, mögulega vegna áðurnefnds sambands við Móður jörð, galdrað fram fjög- urra laufa smára sem hann deildi af gjafmildi með sér. Pabbi minn sem ég kynntist hvað mest á námsárum mínum úti í Englandi. Pabbi minn sem bauð mér þar út að borða á veitingastöðum sem ég hélt að tilheyrðu einungis bíó- myndum. Pabbi minn sem lét út- búa sérstaklega handa mér köku, stútfulla af ferskum jarðarberjum sem voru mitt uppáhald. Pabbi minn sem söng með enskum þjón- um: „Hún á afmæli í dag“ þegar kakan góða með nafninu mínu á, var borin fram á bíómynda-veit- ingastað þar sem ég átti allt eins von á að rekast á drottninguna. Pabbi minn sem missti flest sín veraldlegu gæði og reyndar marga „vini“ þar með. Pabbi minn sem gafst ekki upp, naut stuðnings þeirra sem hann elsk- uðu og virtu. Pabbi minn sem stóð við sitt. Pabbi minn algjörlega niðurbrotinn maður við fráfall Maddýjar systur. Pabbi minn með sinn sérstaka hósta og ræsk- ingar. Pabbi minn með sín fallegu augu og uppbrettu augnhár. Pabbi minn með nefið mitt … eða er það öfugt er ég með nefið þitt, pabbi minn? Hvíl í friði elsku, besti. Ég er heppin að hafa átt þig. Þín elskandi, Erla Ruth Harðardóttir. Þegar mér barst andlátsfregn Harðar setti mig hljóðan, hugur- inn reikaði aftur til unglingsár- anna þegar ég kynntist Herði og fjölskyldunni 1967. Þá vann ég með skólanum við þrif á bílum. Eins og margt örlagatengt voru það hestar sem voru undirrótin að tengslunum. Ég var hesta- sveinn hjá Guðbjarti Pálssyni (Batta rauða) sá hann um að láta þrífa bíla fjölskyldunnar og fyr- irtækisins, kom sú vinna í minn hlut. Upp frá þessu mynduðust náin tengsl við fjölskyldu Harðar. Hörður var reistur maður kná- lega vaxinn, léttbyggður, gekk þannig að eftir var tekið, ekki mannblendinn, sérlundaður og ekki allra, Hörður var barnmarg- ur. Stundaði júdó á árum áður, náði góðum árangri, studdi dyggi- lega við greinina, greiddi fyrir komu heimsþekktra þjálfara af sinni alkunnu hóværð. Honum var umhugað um heilsuna, rækt- aði sinn líkama vel og bar þess merki. Við nánari kynni kom í ljós hversu góðan dreng hann hafði að geyma. Hann var efnaður, margir fengu að njóta þess, oftar þeir sem minna máttu sín, styrkti góð málefni og runnu ófáar krónur til góðgerðarmála sem hvergi kom fram, það var ekki hans háttur að hreykja sér. Hörður hafði mikinn áhuga fyrir kappreiðum, deildum við þeim áhuga saman, hófst með okkur langt og farsælt samstarf á þeim vettvangi. Eignaðist hann mörg fljótustu keppnishross landsins. Hann lyfti hestamennskunni á hærra plan með aðkomu sinni. Máttarstólpar Harðar voru innviðirnir í liðsheildinni, Þórdís seinni kona Harðar var hans föru- nautur þann tíma sem okkar leið- ir lágu saman. Stóð hún sem klettur með honum og steig öld- una hvort heldur byrlega eða móti blés. Félagsmiðstöð okkar hesta- krakkanna voru hesthús Fáks við Elliðaárnar. Oft var mikill galsi í kringum okkur eins og gerist en í návist Harðar voum við eins og kórdrengir og létum lítið fara fyr- ir okkur. Minnisstæður er aðburður á árshátíð Hestamannafélagsins Fáks kringum 1970, þau hjónin ákváðu að mæta. Þetta var stór- viðburður ár hvert, haldinn á Hótel Borg. Þarna sátum við til borðs 12 krakkar saman með þeim hjónum og fór lítið fyrir galgopahættinum hjá okkur, þegar nærveru Harðar gætti var óttablandin virðing. Með aðdáun fylgdist ég með hvernig hann gaf stutta bend- ingu, á augabragði birtist þjónn- inn, þannig gekk kveldið fyrir sig. Lágmark tveir þjónar að þjón- usta borðið. Alltaf glasið hjá okk- ur krökkunum fullt af Coca Cola. Vá, ekki minnkaði virðingin hjá okkur um miðnættið, yfirgáfu þau hjón gleðskapinn sá ég hvar Hörður gaukaði samanvöndluðu peningabúnti að þjónunum tveim- ur sem önnuðust borðið, þeim var umbunað. Auðsjáanlega þekktu þeir sinn mann og vissu að þar var heimsmaður á ferð. Nú þegar að kveðjustund er komið, langt og strangt lífshlaup á enda, er minningin um góðan dreng efst í huga. Mann sem sigldi með mikinn byr í seglum og tókst jafnframt á við storma og stórsjó en stóð alltaf reistur sama hvað á dundi, þannig var Hörður. Sendum við Þórdísi, börnum og öðrum aðstandendum samúð- arkveðjur. Sigurbjörn Bárðarson og Fríða H. Steinarsdóttir. Hörður minn, eftir sjötíu ára kynni þekktum við hvort annað mæta vel. Okkar kynni hófust í sveitinni í Dýrafirði. Þar áttum við ljúfar stundir í þrjú til fjögur sumur. Kynnin héldust, við héldum alltaf sambandi á förnum vegi. Svo kom að því að þú fluttist til Hafnarfjarðar og kvæntist Þór- dísi þinni. Þá urðum við, þú og ég, Þórdís og Ingimundur bestu vinir og áttum við saman margar stundir í leik og gleði. Fórum oft til London og Norður-Englands á þínum vegum og skemmtum okk- ur dásamlega. Í veiðitúra fórum við með þér oft á sumrin og höfð- um gaman af. Og svo þegar hægðist um spiluðum við brids við öll tækifæri, helst ekki sjaldn- ar en einu sinni í viku. Allt þetta og margt, margt fleira gerðum við saman og höfðum gaman. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Hörður minn. Þórdís var það besta sem þú áttir og þú hafðir áhyggjur af hvað yrði um hana eftir þinn dag. Ég og Ingimundur lítum til með henni, hún er okkur mjög kær. Hjartans kveðjur, Sjöfn. Hörður G. Albertsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA MATTHILDUR EIRÍKSDÓTTIR, áður til heimilis í Lindarsíðu 4, Akureyri, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð að kvöldi þriðjudagsins 22. mars. Útförin verður auglýst síðar. Reynir Viðarsson, Anna Margrét Björnsdóttir, Björk Viðarsdóttir, Valdimar Freysson, Gígja Viðarsdóttir, Harpa Viðarsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Ruth Viðarsdóttir, Teitur Birgisson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, systir, mágkona og frænka, JÓNÍNA HALLDÓRSDÓTTIR, Birkihlíð 5, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 13.00. Halldór Axelsson, Sigurður Axelsson, Garðar Halldórsson, Lovísa Ölversdóttir, Dagbjört Halldórsdóttir, Brynja Kristinsdóttir, Garðar Kristinsson, Haraldur Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.