Ný saga - 01.01.1995, Page 49

Ný saga - 01.01.1995, Page 49
Fornar menntir í Hítardal Brynjólfur biskup Sveinsson í Hítardal, og þá einsog löngu fyrr og síðar, átti staðurinn reka- rétt fyrir Mýrum, afrétt á Langavatnsdal, lé- torfnaskurð í annarra landi, laxveiði í Haf- fjarðará og fjölda jarða með þeim landskuld- um sem fylgdu í ærgildum, sölvum eða öðrum landaurum. Þessi voru eignarlönd Hitardals: Hróbjargarstaðir, Helgastaðir, Svarfhóll, Alftá, Saurar, Krossnes, Knarrarnes, Brúar- hraun, Setuhraun, Hraunsmúli, Litluskógar, Miðskógar, Hagi, Moldbrekka, Öndverðar- nes, Hella og eyðikotin Arnarstapi og Geld- ingaeyjar. Kirkjan átti m.a. fjölda málnytukú- gilda, eldsgögn, fjóra hökla, altarisklæði, kantarakápu, alabastursbrík yfir kórdyrum og aðra málaða yfir altari og þá þriðju fang- létta. Hún átti þrjár stórar klukkur, eina litla og tvær bjöllur, óttusöngsbók frá aðventu til páska, glóseraðan psaltara, grallara, sekven- tíubók [þ.e. kirkjusöngbók] og nýja prentaða biblíu. Kirkjan sjálf í Hítardal var sjö stafgólf, hafði altari með gráðu og predikunarstól, var þiljuð og með fjórum stólum og hurð á járn- um með hring.21 Jarðir Hítardalskirkju eru nú ekki aðrar í byggð en Helgastaðir, Álftá, Krossnes og Knarrarnes. Kirkjuskrúðinn er kominn burt og það sem enn er til af honum er flest sýning- argripir á söfnum í Reykjavík. Land staðarins er víða orðið bert, skriðurunnið af vatnagangi og uppblásið af þeim sökum, og tilkall til af- réttar er horfið undan Hítardalsstað.22 Á 17. öld þegar þau Helga Árnadóttir og séra Þórð- ur Jónsson sátu Hítardal var landið stærra en nú, því að veglausar víðáttur skildu milli bæja og héraða. Þetta land skipti öllu máli fyrir fólkið sem hafði það til þess að lifa við og ætt- artölubók séra Pórðar varðaði ekki einungis fólkið heldur einnig hvernig það skipti með sér völdum og landi. Að stofni og efni stend- ur því ættartölubók séra Þórðar á sama meiði og Landnáma enda skrifaði séra Þórður upp Landnámu, liklega uppúr 1654 og er sú bók hans kölluð Þórðarbók Landnámu. Hann fór annarsvegar eftir uppskrift sem runnin var frá Landnámugerð Björns Jónssonar á Skarðsá, Skarðsárbók, sem fyrst var skrifuð líklega laust fyrir 163623, og hinsvegar Melabók, skinnhandriti með Landnámutexta frá 14. öld sem talinn er runninn frá Melum í Melasveit, því að ættrakningar liggja giska margar til Melamanna. Heil geymdi þessi skinnbók margar fornar sögur ásamt Landnámu en er nú slitur einar.24 Jón Þorkelsson sagði frá séra Þórði í Hítar- dal í grein árið 1922 og benti á að hin forna Melabók kynni að hafa komið til séra Þórðar í Hítardal með móðurkyni hans sem var stór- bændakyn, rótgróið í Borgarfirði. Föðurfaðir Guðríðar, móður hans, var Þórður Guð- mundsson lögmaður er bjó um hríð á Melum í Melasveit og sonur Þórðar lögmanns var séra Einar sem var prestur á Melum í 40 ár. í grein sinni bendir Jón Þorkelsson á að Þórð- ur lögmaður var að námi hjá Halldóri ábóta Tyrfingssyni á Helgafelli er tók ástfóstri við Þórð og gæti Þórður lögmaður því hafa feng- ið bækur úr klaustrinu í tvístringi siðskipta.25 Mynd 2. Hítardalur. Horft i norður úr Grettisbæli. Fellið lága hægra megin nær fyrir miðri mynd er Húsafell, undir því er bærinn i Hítardal. Hítará liðast milli kjarra í hrauni og hliðarinnar að vestan, þar undir er eyðijörðin Hróbjargarstaðir sem Hítardalsstaður átti ásamt fleiri löndum. 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.