Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.04.2011, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2011 Það var mikið líf og fjör á Skíða-móti Íslands í Bláfjöllum um helgina. Athygli vakti hversu líf- legir þulir mótsins voru, bæði að koma upplýsingum um árangur keppenda hratt og örugglega út á meðal áhorfenda í gegnum háltala- kerfið og duglegir að koma öðrum fróðleik á framfæri, bæði í alpa- keppninni og við markið á göngu- brautinni.    Á alpagreinasvæðinu var allskonar upplýsingum um kepp- endur komið á framfæri, hverjir væru uppáhalds skíðamenn við- komandi, hvað hver keppandi gerði, ætlaði sér að verða, jafnvel hvað honum þætti gott að borða og svo framvegis. Ekki var óalgengt að tekið væri fram hvort viðkom- andi keppandi væri á lausu eður ei þannig að fólk fór til síns heima miklu fróðara um keppendur en þegar það kom á svæðið.    Þulurinn á alpasvæðinu komstoft skemmtilega að orði. Þannig sagði hún eitt sinn, þegar leikin var diskótónlist, að þetta væri til heiðurs foreldrum sem komið hefðu að framkvæmd móts- ins. „Svona mót er ekki hægt að halda án ofvirkra foreldra!“ sagði þulurinn og hafði sjálfsagt eitthvað til síns máls.    Við göngubrautina var líka eld-hress þulur sem fór með ætt- fræði manna af mikilli snilld. Hann kvartaði reyndar undan því að þoka væri að trufla hann um tíma á sunnudeginum og væri ekki á það bætandi þar sem hann sæi orðið svo illa. „En ég á að fá gler- augu á morgun!“ sagði hann. Já, gestir á Skíðamótinu fóru fróðari til síns heima. Mjög lifandi og skemmtilegir þulir.    Jón ArnórStefánsson og samherjar í Granada fengu erfiðan andstæð- ing í spænska körfuboltanum á laugardaginn þegar þeir tók- ust á við stórlið Real Madrid. Madrídingar sigruðu 73:65. Jón hafði fremur hægt um sig í sókn- inni miðað við oft áður í vetur. Jón skoraði 4 stig, tók 5 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á þeim 24 mínútum sem hann lék.    Helgi MárMagn- ússon skoraði 11 stig þegar lið hans Uppsala sigraði Söder- tälje Kings, 79:60, í úr- slitakeppni sænsku úrvals- deildarinnar. Staðan í rimmu liðanna er nú 2:2 og því þarf að fara fram odda- leikur á heimavelli Södertälje til að fá fram úrslit. Helgi tók 6 fráköst í leiknum og gaf 1 stoðsendingu.    Bandaríski kylfingurinn, PhilMickelson, sigraði á opna Houston mótinu á PGA mótaröð- inni í golfi í gærkvöldi. Mickelson spilaði frábærlega í mótinu og vann með sannfærandi hætti á 20 höggum undir pari en hann lék lokahringinn á 65 höggum. Sig- urinn var sá þrítugasti og níundi hjá Mickelson á mótaröðinni og er hann sá sjötti sigursælasti frá upp- hafi. Næst á dagskrá er Masters- mótið sem er fyrsta risamót árs- ins. Mótið hefst á Augusta Nation- al vellinum á fimmtudaginn og þar á Mickelson einmitt titil að verja. Fólk sport@mbl.is Morgunblaðið/Eggert í mark, sekúndu á undan Hólmfríði Völu Svavarsdóttur. Keflvíkingar og KR-ingar eigast við í fjórða skipti í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Keflavík í kvöld klukkan 19:15. KR sigraði í fyrstu tveimur leikjunum en Keflavík minnkaði muninn í 1:2 í dramatískum leik í Frostaskjólinu síðastliðið föstu- dagskvöld. Liðin áttu svipuðu gengi að fagna í deildakeppninni í vetur. Fengu þau jafn mörg stig í deildakeppn- inni en KR hafnaði í 2. sæti á betra stigahlutfalli í innbyrðisviðureign- um og Keflavík í 3. sæti. KR varð raunar einnig bikarmeistari og hef- ur liðið spilað heilt yfir mjög vel eftir áramót. KR sigraði til að mynda sterkt lið Njarðvíkur 2:0 í átta liða úrslitum og eftir tvo sig- urleiki gegn Keflavík hafði liðið unnið fyrstu fjóra leiki sína í úr- slitakeppninni. Annan leikinn í Keflavík vann KR með tuttugu stiga mun en í kvöld fá Keflvík- ingar tækifæri til að kvitta fyrir það en þeir eiga því ekki að venjast að tapa leikjum á heimavelli sínum. Þriðji leikur liðanna á föstudag- inn var framlengdur og var um margt sérstakur. Hvað tölfræðina varðar var fjöldi þriggja stiga skot- tilrauna með ólíkindum en liðin reyndu 85 þriggja stiga skot. KR skaut 61 sinni fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti 20 sinnum en Keflavík skaut 24 sinnum og hitti 13 sinnum. kris@mbl.is Tekst KR að vinna tvo leiki í röð í Keflavík? Í FJALLINU Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Íris Guðmundsdóttir frá Akureyri varð um helgina Íslandsmeistari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum. Frá- bær árangur en hún náði ekki að full- komna helgina með því að sigra í samhliðasviginu, þar vann María Guðmundsdóttir, einnig frá Akureyri. Keppnin í stórsviginu hjá konunum var æsispennandi en aðeins munaði einu sekúndubroti á Írisi og Katrínu Kristjánsdóttur frá Akureyri þegar upp var staðið og getur keppin varla orðið jafnari. Íris fékk samanlagðan tíma 1.36,54 en Katrín 1.36,55. Þriðja varð síðan María þannig að Akureyr- ingar tóku stórsvigið með trompi í gær. María skaust fram fyrir Fann- eyju Guðmundsdóttur, SKRR, í síðari ferðinni og fékk samanlagðan tíma 1.37,90 en Fanney var með 1.38,20. Eftir fyrri ferðina í gær var Íris með 49,60 og Katrín 49,65 þannig að ljóst var að keppnin yrði spennandi. Katrín var næstsíðust í brautina og fékk flottan tíma, 46,90 og Íris var síðust. Hún tók eina beygju ofarlega í brekkunni nokkuð víða og missti við það tíma, en með hörku og ákveðni tókst henni að keyra neðri hluta brautarinnar frábærlega og tíminn 46,94 og fögnuðurinn mikill. „Ég er rosalega ánægð enda var bara einn hundraðasti á milli okkar þannig að þetta var mjög spennandi,“ sagði Íris brosandi út að eyrum eftir að ljóst var að hún hafði sigrað með 1/100 úr sekúndu mun. „Ég gerði smá-mistök ofarlega í brekkunni og þá hélt ég að þetta væri búið, en ég barðist alla leið og það er það sem skiptir öllu máli. Ég var samt eiginlega pínulítið hissa þegar ég sá að þetta dugði til sigurs. Ég vissi auðvitað að munurinn var lítill fyrir seinni ferðina og sá að Katrín skíðaði vel þannig að ég vissi að ég yrði að keyra á fullu til að ná þessu. Fimm brot úr sekúndu er svo lítið að það má lítið bera útaf. Þessi braut er kannski ekki alveg mitt uppáhald. Ég vissi að ég yrði að þora að sleppa mér alveg á þúsund til að ná sigri. Ég skíðaði neðri hluta brautarinnar rosa- lega vel – og það dugði!“ sagði Íris. Hún sagði vissulega vera ákveðinn þrýsting á sér að vinna, en hún, ásamt nokkrum öðrum skíðakonum, æfa erlendis. „Jú, mér finnst alltaf ætlast til þess að maður vinni. En maður verður bara að reyna að halda sér rólegum og gera sitt besta og vona að það dugi. Reyndar er skíða- íþróttin nú einu sinni þannig að það getur allt gerst. Þetta er til dæmis ekki eins og fótbolti þar sem þú skýt- ur að marki, skorar ekki, en færð annað og annað tækifæri. Hérna fær maður bara eitt tækifæri og maður má ekki við því að gera mistök; ef maður dettur til dæmis þá er það bara búið. Við eigum að vera bestar enda landsliðskonur sem erum að æfa erlendis og vissulega er smá-pressa á manni, en þetta er orðið svo jafnt hjá okkur að maður getur ekki leyft sér að fara varlega. Maður verður að keyra á fullu og það er í raun miklu skemmtilegra og sætari sigur fyrir bragðið,“ sagði Íris. Í sviginu á laugardaginn hafði Íris nokkra yfirburði því hún sigraði á 1.40,86 og var með besta tíma, bæði í fyrri og seinni ferð. Önnur varð Fanney Guðmundsdóttir, SKRR, á 1.43,20 og Freydís Halla Ein- arsdóttir, einnig úr SKRR, þriðja á 1.46,31. Katrín lauk ekki við fyrri ferðina í sviginu og María Guðmunds- dóttir náði ekki að klára síðari ferð- ina, en hún var með næstbesta tím- ann eftir fyrri ferðina og keppnin hefði líklega orðið meira spennandi ef hún hefði náð að klára. María sigraði hins vegar í gær í samhliða sviginu, hafði þar betur í báðum ferðum á móti Freydísi Höllu Einarsdóttur úr SKRR. Fanney Rún Jónsdóttir frá Akureyri varð þriðja. Íris sagðist ætla að fara norður til síns heima strax að lokinni keppni. „Ég keppi á Icelandair Cup heima á Akureyri um næstu helgi og síðan er það bara páskafrí,“ sagði hún bros- andi og greinilegt að hún var bara dá- lítið fegin að fá loksins eitthvert frí því keppnistímabilið er bæði búið að vera langt og strangt. „Seinustu mót- in úti eru á sama tíma og mótið á Ak- ureyri þannig að maður er kominn í frí. Ég ætla síðan að horfa á litlu krakkana á Andrésar andar- leikunum,“ sagði meistarinn. „Vissi að ég yrði að keyra alveg á fullu“  Aðeins 1/100 skildi að tvær efstu í stórsviginu  Íris Guðmundsdóttir vann þrefalt í blíðunni í Bláfjöllum  María Guðmundsdóttir best í samhliðasviginu Morgunblaðið/Eggert Sigursæl Íris Guðmundsdóttir var sigursæl á Skíðamóti Íslands, en þar sigraði hún í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.