Morgunblaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 3
Á VELLINUM Ívar Benediktsson iben@mbl.is FH-ingar eru komnir í vænlega stöðu í rimmu sinni við Akureyri um Íslandsmeistaratitilinn í handknatt- leik karla eftir annan sigur sinn, að þessu sinni 28:26, á heimavelli í ann- arri viðureign liðanna í gærkvöldi. Þeim nægir einn sigur í viðbót til þess að hampa Íslandsbikarnum í fyrsta sinn í 19 ár og geta gert það með sigri í Íþróttahöllinni á Akur- eyri á morgun. Ljóst er hins vegar að Akureyr- ingar eru ólseigir og hafa ekki sagt sitt síðasta orð í þessu einvígi. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, þekkir þessa stöðu manna best ásamt nokkrum samverkamanna sinna utan vallar sem innan. Hann stýrði KA-liðinu til sigurs í einvígi við Val fyrir níu árum eftir að hafa lent undir, 2:0, í leikjum talið. Þá átti hann meira að segja tvo af þremur leikjum sem eftir voru á útivelli. Nú eiga Atli og lærisveinar tvo heima- leiki eftir takist þeim að snúa taflinu sér í hag. Fyrsta skrefið til þess er að vinna leikinn á morgun. Stemningin var mögnuð í Kapla- krika í gærkvöldi þótt ekki félli að- sóknarmetið í íþróttahúsinu eins og FH-ingar höfðu látið sig dreyma um. Rúmlega 2.500 áhorfendur mættu og tóku þátt í leiknum af lífi og sál, jafnt stuðningsmenn FH sem Akur- eyrar. Ljóst er að handboltaáhuga- menn létu sig ekki vanta að þessu sinni þrátt fyrir hrakspár ófárra úr- tölumanna. Leikurinn í gær var sveiflu- kenndur, hraður og fullur af mistök- um á báða bóga en hann var fyrst og fremst stórgóð skemmtun. FH-ingar byrjuðu betur og kom- ust yfir, 7:3, snemma leiks. Akureyr- ingar gáfust ekki upp og skoruðu fimm mörk í röð og komust yfir, 8:7, og aftur 12:9. FH-ingar jöfnuðu met- in, 13:13, og voru síðan marki yfir í hálfleik, 15:14. Svo að segja jafnt var á öllum töl- um fram undir 50. mínútu er FH- ingar náðu fjögurra marka forskoti, 25:21, eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð. Á þeim kafla virtist FH vera að brjóta Akureyringa á bak aftur. En sú var ekki raunin. Akur- eyringar tóku leikhlé, endurskipu- lögðu leik sinn og sneru vörn í sókn. Þeir jöfnuðu metin, 25:25, og aftur 26:26. Spennan var rafmögnuð í Kaplakrika. FH komst yfir, 27:26, Akureyri brást bogalistin í næstu sókn, FH sömuleiðis. Heimir Örn Árnason fékk kjörið tækifæri til að jafna metin í 27:27 þegar 25 sek- úndur voru eftir. Hann kastaði bolt- anum framhjá úr sannkölluðu dauðafæri af línunni. Fyrir suma Akureyringa var það endurlit í úr- slitaleikinn við Val í byrjun mars þegar norðanmönnum brást boga- listin á ögurstundu. FH hóf sókn og Ólafur Gústafsson innsiglaði sigurinn, 28:26, þegar þrjár sekúndur voru eftir. Morgunblaðið/Kristinn krum sekúndum eftir að flautað var til leiksloka í Kaplakrikanum í gærkvöld. Daní- Hafnarfjarðarliðið er komið með 2:0 forystu í einvígi liðanna um meistaratitilinn. Titillinn er innan seil- ingar hjá FH  Atli þjálfari Akureyrar þekkir þessa stöðu – var 2:0 undir með KA en vann ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2011 Þórir Ólafs-son, lands- liðsmaður í hand- knattleik, skoraði 10 mörk í gær- kvöld þegar lið hans, N-Lübb- ecke, lagði Einar Hólmgeirsson og félaga í Ahlen- Hamm á útivelli, 28:27, í þýsku 1. deildinni. Þórir skoraði sex af mörk- um sínum úr vítaköstum, úr sjö til- raunum, og var langmarkahæstur á vellinum. Lið hans er nú komið á lygnan sjó í deildinni og heldur sér örugglega uppi en Ahlen-Hamm er áfram í bullandi fallhættu við botn deildarinnar. Einar náði ekki að skora fyrir sitt lið.    Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðs-maður í knattspyrnu, sagði á blaðamannafundi í Hoffenheim að hann yrði örugglega áfram í her- búðum þýska félagsins á næsta keppnistímabili. „Ég tel að ég verði hér áfram og tel að margir leik- manna liðsins verði áfram. Ég er með samning til þriggja ára í viðbót og við fáum nýjan þjálfara. Ég fékk strax sms frá honum eftir leikinn við Leverkusen. Ég vonast eftir því að næsta tímabil verði betra hjá okkur en þetta,“ sagði Gylfi. Blaðið Rhein- Neckar Zeitung hrósaði Gylfa fyrir góða þýskukunnáttu en hann talaði ekki málið þegar hann kom til Hoff- enheim frá Reading í haust.    Eiður SmáriGuðjohn- sen sagði í viðtali við enska blaðið Fulham Chro- nicle í gær að mál sín hefðu verið rædd lauslega hjá félaginu en hann ætti von á að setj- ast niður með Mark Hughes knatt- spyrnustjóra áður en leiktíðin væri úti. „Það er frábært að fá að spila aftur. Fulham hefur hálfpartinn endurvakið feril minn því hann var að fjara út. Ég held að ég sé að kom- ast í gott form og þó svo að ég hafi farið illa með nokkur færi á móti Bolton munu mörkin koma,“ sagði Eiður. Fulham sækir Sunderland heim á Leikvang ljóssins í dag og þar freistar Fulham þess að vinna sinn annan útisigur á tímabilinu í deildinni. Eiður hefur verið í byrj- unarliði í síðustu tveimur leikjum Fulham og lagði upp mark í sigri á Bolton í vikunni.    Franski knattspyrnumaðurinnSylvain Marveaux sem leikur með franska liðinu Rennes hefur samþykkt að gera fjögurra ára samning við Liverpool að því er fram kom í franska blaðinu L’Sport í gær. Samningur Marveaux við Rennes rennur út í sumar og því fær Liver- pool leikmanninn án greiðslu en kantmaðurinn er einn nokkurra leik- manna sem Liverpool ætlar að fá til liðs við sig í sumar.    Pavel Ermol-inskij og Ragnheiður Ragnarsdóttir hafa verið út- nefnd íþrótta- maður og íþrótta- kona KR. Pavel er körfuknatt- leiksmaður og Ragnheiður er sundkona. Bæði eru þau Íslandsmeistarar í sínum grein- um.    Ingi Þór Steinþórsson körfuknatt-leiksþjálfari framlengdi í gær samning sinn við Snæfell til ársins 2014 en hann þjálfar bæði meist- araflokk karla og kvenna hjá félag- inu. Undir hans stjórn varð Snæfell Íslands- og bikarmeistari í fyrra og vann úrvalsdeildina í vetur. Fólk sport@mbl.is segist hafa vitað af áhuga þar þó Hólmarar hafi ekki sett á hana sér- staka pressu um að koma heim. „Ég hef stundum velt því fyrir mér að fara aftur vestur en mér hefur liðið vel hjá KR. Ég er í körfubolt- anum til að vinna titla og hef gert það hjá KR. Nú er fínt að prófa eitthvað nýtt og draumurinn er að vinna titla með Snæfelli. Í gegnum árin hef ég oft verið spurð hvenær ég ætli að koma heim þegar ég hef verið stödd í Stykkishólmi. Ég vissi því af áhuganum og Hólmararnir hafa alltaf tékkað á mér á vorin og núna hafði ég gert það upp við mig að ég vildi fara í Hólminn áður en ég fékk árlega símtalið. Í þetta skiptið beið ég eftir símtalinu og þetta var því mín ákvörðun. Það er allt í góðu á milli mín og KR-inga og Hólmarar settu heldur ekki á mig neina pressu,“ sagði leikstjórn- andinn Hildur Sigurðardóttir við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynd Hildur Sigurðardóttir hefur verið í stóru hlutverki hjá KR og verður liði Snæfells mikill liðsstyrkur. Kaplakriki, annar úrslitaleikur karla í handknattleik, föstudag 29. apríl 2011. Gangur leiksins: 3:1, 3:3, 7:3, 7:6, 9:11, 12:13, 14:13, 15:14, 18:16, 20:20, 25:21, 25:25, 26:26, 28:26. Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8/2, Ólafur Guðmundsson 6, Baldvin Þor- steinsson 6, Ólafur Gústafsson 3, Halldór Guðjónsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Örn Ingi Bjarkason 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 18/1 (þar af 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyrar: Oddur Gretarsson 12/2, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Bjarni Fritzson 4, Guðlaugur Arn- arsson 2, Heimir Örn Árnason 2, Hreinn Þór Hauksson 1, Daníel Ein- arsson 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 11 (þar af 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Áhorfendur: 2.600.  Staðan er 2:0 fyrir FH. FH – Akureyri 28:26 Oddur Gretarsson Duglegur og dreif lið Ak- ureyrar áfram, oft í erfiðri stöðu. Skoraði 12 mörk, með góða nýtingu, komst oft inn í sendingar, og var yfirburðamaður á vell- inum þótt það dygði ekki til sigurs. Moggamaður leiksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.