Siglfirðingur


Siglfirðingur - 04.12.1958, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 04.12.1958, Blaðsíða 2
2 SIGLFIEÐINGUE Konunúnistar gegn slglfirzknm hagsmunum (Frajmhald af 1. slðu) ógreiddir reikningar: Fiutningur til og frá Reykjavík á m.s. Björninn, vátryggingargjöld og annar kostnaður ........ — 36.000,00 Kaup v. verkstjómar og eftirlits um borð í m.s. Bjöminn, aamkv. samn. bæjarstjóra við Jón Dan. — 14.000,00 Krónur 387.941,45 Frádregst seldur sandur og uppmokstur ......... — 46.975,00 Bókun bæjarstjóra Þetta furðulega plagg, sem í hvívetna stangast á við staðreynd- ir, fylgiskjöl og frumgögn máls- ins, sem fyrir liggja, og allir geta kynnt sér, mun algjört einsdæmi sinnar tegundar. Lét bæjarstjóii bóka í fundargerð hafnarnefndar athugasemd við „yfirlitið," svo- hljóðandi: „Þegar Bjöminn vann að taka upp steypusand í sumar skilaði skipið sandinum upp á Pólstjömu- planið, þar sem það lá betur við að taka sandinn þar á bíla. Við nánari athugun reyndist lítill hluti af sandi þessum ónothæfur í steypu og var því fluttur suður í hafnarbryggju. Þegar Björninn hafði skilað sandinum upp á bryggjukant Pól- stjömubryggjunnar, var talið að skipið hefði lokið starfi við flutn- ing á sandinum, hvort sem hann~ var notaður til steinsteypu í bæn- um eða fluttur til geymslu á hafnarhryggjunni. Bílakostnaður við akstur á sandi þessum er því hvorki settur á reikning uppmok- tursskipsins eða bílanna, heldur talinn í vinnulaunum við uppfyll- ingu. 1 athugasemd V.F. segir, að sem svarar 14 prömmum á 30 m3 (þ.e. 420 m3) hafi verið ekið í hafnarbryggju og kostnaður við það kr. 20.500,00 (liður 1 og 6). Telur því V.F. kostnað við flutn- ing á hverjum m3 af sandi af Pólstjömubryggju á hafnar- bryggjju kr. 48,81, en kostnað við flutning á efni framan úr firði, þar sem nota þurfti jarð- ýtur við uppgröft og móttöku a'ð viðbættum öðrum kostnaði telur V.F. hins vegar kr. 32,70. Þetta virðast því vera augljósar öfgar hjá V.F. Enn meiri öfgar koma í ljós, ef vinna kranans við ámokstur er tekinn sérstaklega. Telur V.F. að vinna kranans við að moka uppfyllingarefni á bílana, kosti kr. 5,18 pr. ms (6.982 m3 á kr. 36.200,44 ) en kr. 20,24 við að moka ofangreindum sandi á bíla ( 420 m3 á kr. 8.500,00 ) Þá er rétt að geta þess, að hið raunverulega magn laf sandi, sem ekið var utan frá Pólstjömustöð í hafnaruppfyllingu mun hafa verið ca. 250m3, skv. skilgreiningu Kostnaður krónur 340.966,45 bæjarverkstjóra. Ætti því kostn- aður við akstur á sandinum, ásamt ámokstri, eftir því sem V.F. telur, að vera kr. 82,00 pr. m3 frá Pól- stjörnuplani í hafnaruppfyllingu á móti kr. 32,70 af uppfyllingu framan úr firði, en kostnaður við að moka sandi þessum á bílana væri þá kr. 34,00 á ms á móti kr. 5,18, sem V.F. telur kosthað- inn við ámokstur á uppfyllingu. Hið rétta mun vera að kostn- aður við akstur þennan var kr. 2765,00 (33 klst. á 83,79), en ekki kr. 12.000,00 eins og V.F. segir, og vinna krana ca. 2000,00 kr. í stað fullyrðingarinnar um kr. 8.500,00 hjá V.F. Um 6. liðinn í aths. V.F.: Jarðýta við jöfnun á efni senoi mokað var upp með Birninum, er það að segja, að jarðýta var aldrei notuð við að moka til efni, sem -Björninn „krabbaði“ upp. Þessi kostnaðarliður kr. 8.000,00 er því alveg út í hött. Sama má segja um 9. lið í aths. V.F. 1 fyrsta lagi er kr. 16.000,00 kostnaður við tilflutning á nefndu efni alltof hátt reiknað og í öðru lagi getur kostnaður við þá til- færzlu alls ekld komið á reiltning uppmokstursskipsins, sem skilað efninu inn í bryggjuna og þar með lokið sínu starfi. Kostnaður við tilflutning á þessu efni er því réttilega færður undir vinnulaun við uppfylhngu. Um liðinn „Ógreiddir reikn- ingar“ í aths. V.F. er það að segja að áætlað var að flutnings- kostnaður Bjarnarins og trygg- ingargjöld næmu kr. 30.000,00 og var það tekið fram strax og yfirlit var lagt fram, en ekki fært inn á yfirlitið, þar sem reikningar lágu ekki fyrir. Kaupkröfu Jóns Dan. hefur hafnarnefnd og bæjarstjórn vísað frá og þarf ekki um hana að ræða frekar. Þá telur V.F lað lokum að efnis- magn flutt með bílum sé 6.982 m3. Fjöldi- bílhlassa, sem ekið var 1 bryggjuna til 1/10 var 2.720, og er þá meðaltal á bíl samkv. aths. V.F. um 26 tunnur, og er það rúmlega fullfermi, a.m.k. á sum- um bílunum, sem við aksturinn unnu. Þessi ágizkun, sem fram kemur í aths. V.F. er gjörsamlega úr lausu lofti gripin, því athugun hefur leitt í ljós, að meðaltal á bílhlassi mun vera innan við 2 m3 (20 tunnur). Því atriði, að skýrslan um hafnargerðina sé sett fram bíl- stjónastétt bæjarins til óvirðingar, verður að vísa algjörlega á bug sem órökstuddum getsökum. 1 nefndri skýrslu eru einungis til- greindir þeir reikningar, sem fram voru komnir 31. sept. s.l. Efnis- magn var áætlað eins rétt og frekast var hægt og síður en svo bílstjórmn í óhag. En í aths. V.F. koma hins vegar fram alrangar fullyrðingar, svo sem þegar hefur verið á bent“. Það sem kommúnistar vildu ! Eins og þessi bókun ber með sér, er ágizkunaryfirlit kommún- ista staðlausir stafir, sem furðu gegnir að nokkur skuh láta frá sér fara. Hins vegar er hollt fyrir bæjarbúa að minnast þess, hver var stefna kommúnista í máli þessu. Uppmokstursskipið var vart liingað komið, þegar fulltrúi þeirra í hafnarnefnd vildi láta skila skipinu! Hefði hans vilji ráðið, hefði hvorki verið hægt að dýplia við viðbygginguna, né við söltunarstöðvarnar, svo sem nauð- syidegt var. Hefði þá getað farið svo, að við hefðum setið uppi hafnarbryggjulausir, eða með kostnaðarsamt mannvirki, sem ekki yrði nægjanlega fljótt að gagni, sökum ónógs dýpis. Væri okkur Siglfirðingum nær að standa fast saman um málefni okkar, þau er til gagns og fram- fara horfa, en að stofna til úlfa- þyts og deilna á tilbúnum, ósönn- mn forsendum. Nóg er samt sundrungin og ósamlyndið. SUÐUR-AMERÍKUFLOKKAR (Framliald af 4. síðu.) niðurstöðu slíkar kosningar myndu leiða, ef kosningar skyldi kalla. Áður var tekið fram, að sam- kvæmt stjórnarskránni frá 1920 áttu alþingismenn að vera 42. — Eftir úrslitum síðustu þing- kosninga, þ.e. 1956 hefði Fram- sóknarflokkurinn hlotið af þeim 22 þingmenn, eða meirihluta á Al- þingi með 15.6 af hundraði kjós- enda á bak við sig, en alhr aðrir stjórnmálaflokkar 20 þingmenn með 84.4 af hundraði kjósenda á bak við sig. — Þetta er nú rétt- lætishneigð í lagi, enda hefir brugðið svo við, að síðan tekið var að benda á þessa staðreynd hefir Tíminn steinhætt að minnast á Suður-Ameríku, hvað þá stjóm- málaflokkana þar og starfshætti þeirra. Bendir þetta til, að með þeim, sem skrifa í blaðið, leynist þó einhver snefill af blygðunar- tilfinningu. Breytingar óhjákvæmi- legar hið bráðasta Enginn þorir að neita því enn, að Alþingi Islendinga, sem ræður því og á að ráða því samkvæmt stjórnarskránni, hvernig landinu er stjórnað og af hverjum — skuh skipað eftir því sem fólkið í landinu segir til um með atkvæði sínu. — Þessi virðulega stofnun (Alþingi) er nú þannig skipuð, að flokkur, sem í síðustu þing- kosningum hlaut 42.4 af hundraði greiddra atkvæða fékk 8 þing- menn kjörna (Alþýðubandalag kommúnistar.) Flokkur, sem hlaut 18.3 af hundraði atkvæða fékk 8 þmgmenn kjörna (Alþýðu- flokkur), en fámennasti flokk- urinn, sem hlaut þingsæti imeð 15.6 af hundraði atkvæða á bak við sig fékk 17 þingmenn kjörna (Fram- sóknarflokkurinn. ) Af þessum tölum verður ráðið svo ótvírætt, sem verða má, hvers konar hringavitleysa sú kjör- dæmaskipun er, sem við nú búum við. Allt tal um dreifbýh (sveitir) og þéttbýli ( kaupstaðir) og rétt þeirra til skipunar Alþingis er nú orðið út í bláinn, sem bezt sést af því, að Gullbringu og Kjósarsýsla með sína 15 -16 þúsund íbúa, sem að nokkru leyti búa í sveitum ( dreifbýh ) sendir einn kjördæma- kosinn þingmann á Alþingi, en Seyðisfjarðarkaupstaður (þétt- býh) með sína 7-8 hundruð íbúa sendir líka einn þingmann á Al- þingi. — Þótt Seyðfirðingar hafi alltaf verið taldir sómamenn, verður að efast um, að réttur þeirra til að skipa málum á Al- þingi eigi að vera a.m.k. tuttugu sinnum meiri en réttur Útnesja- manna til hins sama. Kjördæmaskipuninni verður að breyta þegar í stað, á þá lund, að atkvæði fólksins, hvar sem það kann að búa á landinu segi til um, hvernig Alþingi eigi að vera iskipað, en ekki þær fjarstæður, sem nú er kosið eftir. Að öðrum kosti þýðir harla lítið að vera að kjósa til Alþingis, því að Alþingis- kosningar eftir núverandi kjör- dæmaskipun hljóta að verða hreinn skrípaleikur, eins og alls staðar þar sem valdabraskarar komast upp með að hafa vhja fólksins að engu, svo sem gerist í mörgum ríkjum Suður - Ameríku. Að óreyndu verður því varla trúað, að nolckur maður með ein- hverja réttlætistilfinningu snúist gegn slíku nauðsynjamáh sem breytt kjördæmaskipun er orðin nú orðið. Verði það hins vegar svo, að einhverjir vilji halda í ranglætið, sjálfum sér til framdráttar, mimu þeir með réttu verða kenndir við Suður-Ameríku og stjórnarhætti í þeim hlutaheims. Auglýsið í Siglfirðmgi.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.