Morgunblaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 4
Leikmenn: Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 6 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 5 Haraldur F. Guðmundsson, Keflavík 5 Mark Rutgers, Víkingi 5 Bjarni Guðjónsson, KR 4 Egill Atlason, Víkingi 4 Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 4 Óskar Örn Hauksson, KR 4 Rasmus Christiansen, ÍBV 4 Skúli Jón Friðgeirsson, KR 4 Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV 4 Lið: Breiðablik 27 KR 25 Fylkir 25 ÍBV 24 Stjarnan 24 Valur 20 Keflavík 20 Víkingur R. 20 FH 19 Grindavík 17 Fram 17 Þór 13 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 5 Albert Brynjar Ingason, Fylki 3 Guðjón Pétur Lýðsson,Val 3 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 3 Kjartan Henry Finnbogason, KR 3 Arnar Gunnlaugsson, Fram 2 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 2 Guðmundur Kristjánsson,Breiðabliki 2 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2 Hilmar Geir Eiðsson, Keflavík 2 Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík 2 Óskar Örn Hauksson, KR 2 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 2 Viktor Bjarki Arnarsson, KR 2 Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV 2 Þórir Hannesson, Fylki 2 KR (2) 3746 1873 Valur (3) 5187 1729 FH (2) 3309 1655 Breiðablik (3) 4686 1562 Keflavík (3) 3693 1231 Víkingur R. (3) 3597 1199 Fylkir (3) 3581 1194 Þór (1) 1113 1113 Grindavík (2) 2000 1000 Fram (2) 1904 952 Stjarnan (2) 1744 872 ÍBV (3) 2324 775 Samtals: 36.884 Meðaltal: 1.272 5. umferð í Pepsi-deild karla 2011 Einkunnagjöfin Þessir erumeð flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir góðan leik, tvöM fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Spjöldin Markskotin Aðsóknin Markahæstir Fjöldi heimaleikja í svigum. Fremri talan er heildarfjöldi áhorfenda á heimaleikjum viðkomandi liðs en aftari talan ermeðaltal á hvern heimaleik. KR 61 (37) 10 Stjarnan 59 (34) 9 Breiðablik 53 (28) 9 Valur 50 (31) 5 ÍBV 49 (27) 6 FH 47 (23) 6 Fylkir 46 (25) 7 Keflavík 44 (22) 8 Grindavík 41 (20) 4 Víkingur R. 41 (17) 3 Fram 33 (18) 2 Þór 24 (13) 2 Fremst eru heildar markskot liðanna, skot sem hitta ámarkið eru í sviga og aftast eru skoruðmörk: Valur 8 0 8 Þór 8 0 8 Fram 9 0 9 ÍBV 9 1 13 KR 9 1 13 FH 9 1 13 Keflavík 13 0 13 Víkingur R. 13 0 13 Stjarnan 11 1 15 Breiðablik 8 2 16 Grindavík 9 2 17 Fylkir 10 2 18 Gul Rauð Stig Morgunblaðið/Árni Sæberg Efstur Kristinn Steindórsson er markahæstur eftir þrennuna gegn Fylki og efstur í M-gjöfinni eftir að hafa fengið 3 M fyrir frammistöðu sína. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2011 Guðmundur E.Stephensen varð á sunnudag- inn hollenskur deildarmeistari í borðtennis með liði sínu, Enjoy- &Deploy, þegar það vann Wijzen- beek/Westa, 4:3, í æsispennandi leik. Guðmundur skil- aði sínu og vel það því hann vann báða sína leiki, 3:0, gegn Liu Quiang frá Kína og Dean Sliepen. Enjoy- &Deploy mætir Wijzenbeek/Westa í úrslitaleik um hollenska meistaratit- ilinn og fer hann fram 2. júní.    Jack Wilshere, miðjumaðurinnknái í liði Arsenal, og Andy Car- roll, framherjinn stóri og sterki hjá Liverpool, voru ekki valdir í lokahóp- inn sem leikur fyrir Englands hönd á Evrópumóti U21 ára landsliða í knattspyrnu í Danmörku í næsta mánuði. Stuart Pearce, þjálfari enska liðsins, tilkynnti 23 manna hóp sinn í gær og vakti mesta athygli að þeir Wilshere og Carroll voru ekki í hópn- um en bæði Arsenal og Liverpool höfðu sett sig á móti því að þeir léku með á mótinu.    Bandarískikylfingurinn Tiger Woods er fallinn niður í tólfta sæti á nýj- um heimslista í golfi sem gefinn var út í gærmorg- un. Þetta er í fyrsta sinn sem Tiger er ekki á topp tíu listanum frá árinu 1997 en hann hefur átt í miklum erfiðleikum, fyrst í einkalífinu en glímir nú við meiðsli í hné. Englend- ingurinn Lee Westwood heldur efsta sætinu en landi hans, Luke Donald, átti möguleika á að velta honum af stalli með sigri á Volvo-heimsmótinu í holukeppni á Spáni um helgina en hann varð að gera sér annað sætið að góðu. Martyn Kaymer frá Þýskalandi er síðan þriðji á listanum og Phil Mic- kelson frá Bandaríkjunum er fjórði.    Stjórn Birmingham City tilkynnti ígær að Alex McLeish verði áfram knattspyrnustjóri liðsins þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr úrvalsdeild- inni. Undir stjórn Skotans bar Birm- ingham sigur úr býtum í deildabik- arnum og leikur í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tap gegn Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeild- arinnar varð til þess að liðið féll úr deildinni. Mark á lokamínútunni felldi Birmingham en annars hefði Wolves farið niður í staðinn. Fólk sport@mbl.is FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Tryggvi Guðmundsson, markahrókurinn mikli úr liði ÍBV, kinnbeinsbrotnaði og hlaut fleiri sár í andlitið eft- ir samstuð við Harald Frey Guðmundsson, fyrirliða Keflavíkur, í leik liðanna í Keflavík í fyrrakvöld. Tryggvi kemur örugglega til með að missa af næstu leikjum Eyjamanna en þeir etja kappi við Kjalnesinga í bikarnum annað kvöld og taka á móti Víkingum í deildinni um næstu helgi. „Ég kvarta ekkert. Ég er hress og kátur en ég er engu að síður kinnbeinsbrotinn og er með sprungu undir auganu. Kinnbeinið færðist aðeins til og ég þarf að fara í aðgerð til að láta laga það og fer í hana á fimmtudaginn,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið. Stjörnur en ekki heilahristingur „Þetta var ansi þungt högg. Ég sá stjörnur strax en fékk ekki heilahristing. Ég fór inn á aftur en það var ekki fyrr en ég snýtti mér í leikhléinu sem ákvörðun var tekin um að fara með mig upp á sjúkrahús, því þegar ég snýtti mér myndaðist stór kúla undir auganu og þá var ekkert vit í öðru en að fara beint í sneið- myndatöku. Ég var skoðaður nánar í morgun og þá fékk ég að vita að ég þyrfti að fara í aðgerð svona upp á fegurðina í ellinni. Það er víst líf eftir boltann,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið í gær en hann skoraði fyrra mark ÍBV sem vann góðan sigur á Keflvíkingum, 2:0. Nenni þessu ekkert Spurður hversu lengi hann verði frá keppni sagði Tryggvi: „Ég veit svo sem ekkert hvað verður eftir þessa aðgerð en ég nenni þessu ekkert. Ég vil bara spila því það er svo gaman að spila með ÍBV í dag. Ég finn ekki fyrir neinum sársauka og væri þess vegna til í að skella mér á góða æfingu í dag. En maður verður víst að hlusta á þessa sérfræðinga,“ sagði Tryggvi, sem hefur nú skorað 118 mörk í efstu deild og vantar aðeins átta mörk til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar. Morgunblaðið/Golli Laskaður Tryggvi Guðmundsson missir af næstu leikjum Eyjamanna vegna höggsins sem hann fékk á kinnbeinið í fyrrakvöld. Hann segist þó mest langa að fara beint á æfingu hjá liðinu. „Stór kúla undir auganu þegar ég snýtti mér“  Tryggvi Guðmundsson er kinnbeinsbrotinn og þarf að fara í aðgerð Leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla var í gær frestað til mánudagsins 13. júní. Hann átti að fara fram á sunnu- daginn en var þá frestað um sólar- hring þar sem flug til Akureyrar lá niðri vegna gossins í Grímsvötnum. Leikurinn átti síðan að fara fram í gærkvöld en bæði félögin óskuðu eftir því við KSÍ að leiknum yrði frestað til 13. júní vegna slæmra vallarskilyrða á Akureyri. Þar með fer sá leikur fram í miðju sumarfríinu í deildinni en hlé er á keppni að öðru leyti frá 6. júní til 24. júní vegna úrslitakeppni 21-árs landsliðanna í Danmörku. Fyrir vikið er ekki hægt að birta úrvalslið 5. umferðar hér í Morgun- blaðinu fyrr en að loknum leiknum á Akureyri 13. júní. Til hliðar má að öðru leyti sjá uppgjör á deildinni að loknum leikjunum fimm í 5. umferð- inni sem fram fóru í fyrrakvöld. vs@mbl.is 5. umferð- inni lýkur 13. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.