Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Golfkortið 2011 Spilað um Ísland - 23 golfvellir Upplýsingar á golfkortid.is Sumartilboð Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðitímabilið hófst í gærmorgun en þá tóku veiðimenn að kasta agni sínu í Blöndu, Norðurá og Straumana, ármót Norðurár og Hvítár. Fyrsti lax- inn tók eftir rúman hálftíma og það var norðan heiða, hjá Páli Magnússyni útvarpsstjóra. Páll landaði 12 punda hrygnu sem tók í Holunni. Síðar landaði Páll öðrum á sama stað og var þeim laxi gefið líf. Þriðja laxinn fékk hann á Breiðunni. „Þetta er búið að vera fínt hjá okkur,“ sagði Stefán Sigurðsson sölustjóri Lax-ár í hádegishléinu en þá var hollið komið með sex fiska, allt „alvöru laxa“ að hans sögn, tíu til þrettán punda. „Fjórir þeirra voru nýgengnir, með halalús,“ sagði hann. „Í meðalári hefur opnunarhollið oft fengið um tíu laxa á tveimur og hálfum degi; að vera með sex eftir fyrstu vaktina er því býsna gott. Laxinn virðist vera að hellast inn.“ Svalt var við Blöndu í gærmorgun og kalsa- rigning þegar leið á vaktina. Formaðurinn spáir fimmtán löxum Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, hóf veiðar í Norðurá í gærmorgun, en samkvæmt hefð opnar stjórn félagsins ána. Bjarni tók að kasta á Brotið á mínútunni sjö en hafði áður spáð fyrir um veiðina í opnunarhollinu; hann taldi hollið veiða 15 laxa alls, „einn til tveir nást á Brotinu en þrír á Eyrinni,“ sagði hann, óð út í ána og tók að kasta nýrri flugu, Avatar II eftir Óskar Pál Sveinsson, en forveri hennar gaf eiginkonu Bjarna, Þórdísi Klöru Bridde, fyrsta laxinn í Norðurá í fyrra. Laxar höfðu sést á Brotinu í fyrrakvöld en þeim leist ekki á þessa nýju flugu og heldur ekki á tommulangar Frances-túpurnar sem Bjarni kast- aði. Þeim hugnuðust heldur ekki aðrar flugur sem stjórnarmenn sýndu þeim á Brotinu og Eyrinni næstu tvær klukkustundirnar. Sá fyrsti á brúðkaupsafmæli Stjórnarmennirnir Ragnheiður Thorsteinsson og Ásmundur Helgason hófu veiðar á Stokkhyls- broti þegar klukkan var langt gengin í níu. Fljót- lega tyllti Ragnheiður í lax, en hann lak af eftir nokkrar sekúndur. Ásmundur tók næsta rennsli, með frumsaminni flugu sem hann kallar Glaða tví- burann. Á sama stað fékk hann töku og lax var á. Þetta var barnings-viðureign, hátt í tuttugu mínútna tog undir eftirliti fjölmiðlamanna, en að lokum höfðu þau Ásmundur og Ragnheiður hendur á spegilgljándi 84 cm langri hrygnu. „Við hjónin eigum 18 ára brúðkaupsafmæli í dag,“ sagði hann kampakátur og rak eiginkonunni, Elínu Ragnarsdóttur, rembingskoss þegar hann hafði sleppt laxinum. „Þetta var mjög sterkur fiskur, 13 til 15 punda. Það var skrifað í skýin að ég fengi fyrsta laxinn,“ sagði Ásmundur og hló. Skömmu síðar kastaði Ragnheiður að nýju og setti í um 12 punda lax sem hún landaði. Þá landaði Hörður Vilberg 74 cm hrygnu á Brotinu. „Skrifað í skýin að ég fengi fyrsta laxinn“  Páll Magnússon veiddi þann fyrsta í Blöndu og Ásmundur Helgason í Norðurá Morgunblaðið/Einar Falur Átök við Norðurá Ásmundur Helgason togast á við fyrsta lax sumarsins í Norðurá, 84 cm hrygnu sem tók flugu hans, Glaða tvíburann, á Stokkhylsbroti. Ragnheiður Thorsteinsson aðstoðar við löndunina. Ljósmynd/Höskuldur Birkir Erlingsson Sá fyrsti Páll Magnússon útvarpsstjóri veiddi fyrsta laxinn, 12 punda hrygnu, í Blöndu í gærmorgun. Hópur Kjalnesinga kom saman á dögunum og stofnaði með sér félag um atvinnuþróun á Kjalarnesi. Fé- lagið hlaut nafnið Þróunarfélag Kjalnesinga, félaginu voru settar samþykktir og kosin stjórn. Íbúar á Kjalarnesi hafa áhyggjur af þróun atvinnumála á svæðinu. Þar er nú nærri 12% atvinnuleysi, sem er með því mesta í hverfum borgarinnar. Stórum vinnustöðum hefur verið lokað á liðnum árum og mikið af atvinnuhúsnæði á Kjalar- nesi stendur ónotað, segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Stjórn félagsins skipa þau Guðni Indriðason, formaður, Ólafur Ás- mundsson, Kolbrún B. Halldórs- dóttir, Ólafur Þór Zoega og Frantz Pétursson. 12% atvinnuleysi á Kjalarnesi Kjalarnes Hópurinn sem kom saman nýverið á stofnfundi Þróunarfélags Kjalnesinga. Félaginu er ætlað að efla atvinnu og nýsköpun á svæðinu.  Íbúar hafa stofnað Þróunarfélag Kjalnesinga til að efla atvinnu og nýsköpun  Stórum vinnustöðum verið lokað Opnuð hefur ver- ið vefsíða stuðn- ingsmanna Geirs H. Haarde, fv. forsætisráð- herra, vegna réttarhalda sem bíða hans fyrir landsdómi. Slóð- in er malsvorn.is. Stuðnings- mennirnir hafa stofnað samnefnt félag, Málsvörn, sem ætlað er að safna fé til að standa straum af málsvörn Geirs og veita honum stuðning. Ábyrgðar- menn söfnunarinnar eru Pétur J. Eiríksson, Anna Kristín Trausta- dóttir og Gísli Baldur Garðarsson. Vefsíða stofnuð til stuðnings Geir Geir H. Haarde Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, fór í langt sjúkraflug eftir spænskum sjómanni í fyrrinótt sem hafði slasast um borð í togaranum Hermanos Grandon. Barst aðstoð- arbeiðni frá Medical Center í Madr- íd á Spáni. Togarinn var þá staddur 170 sjómílur suðvestur af Reykja- vík. TF-LÍF fór í loftið kl. 7:20 og flaug beint að togaranum. Lent var aftur við flugskýli Gæslunnar í Reykjavík kl. 10:22 og sjómaðurinn fluttur þaðan á Landspítalann. Hlaut hann beinbrot á handlegg og fæti en er ekki með lífshættulega áverka. Flogið eftir bein- brotnum sjómanni Morgunblaðið/Kristinn Mennta- og menningar- málaráðherra hefur skipað í fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára, samkvæmt ákvæði nýrra fjölmiðlalaga. Fimm manns sitja í nefndinni. Formaður hennar, skipaður af ráð- herra, er Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild HÍ. Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson lögmaður og Þorgerður Erlendsdóttir dómari eru skipuð af Hæstarétti, Arna Schram og Björn Vignir Sigurpálsson eru skipuð af Blaðamannafélaginu og Salvör Nordal frá samstarfsnefnd há- skólastigsins. Eiríkur Jónsson yfir nýrri fjölmiðlanefnd Eiríkur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.