Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 Elsku afi. Takk fyrir öll knúsin, kúrin og ísana. Minningin um yndislegan afa lifir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þín barnabörn, Þórey Lovísa, Sunna Dís og Birta Sól. Elsku afi Maríus Takk fyrir allar góðu stundirn- ar í gegnum árin. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þær hlýju móttökur sem þú og amma Tóta veittuð mér þegar við mamma komum inn í fjölskylduna. Sérstaklega eru mér minnistæðar frábærar stundir í Fornhaganum þegar ég kom til ykkar í pössun sem barn. Mér leið alltaf svo vel hjá ykkur enda fá heimili jafn hlýleg. Ég vona að þér líði núna jafn vel og mér leið á okkar samverustund- um. Þín, Vilborg Einarsdóttir Nú er komið að leiðarlokum og við tekur kveðjustundin. Sorgar- ferlið er mismunandi og fólk kveður á sinn hátt. Það sem hjálp- aði okkur systkinunum var að Maríus Guðmundsson ✝ Maríus Guð-mundsson fæddist á Rauf- arhöfn 1. júlí 1935. Hann andaðist á dvalarheimilinu Grund 30. maí 2011. Útför Maríusar fór fram frá Nes- kirkju 7. júní 2011. muna eftir öllu því sem afi Maríus kenndi okkur ásamt því að staldra við og rifja upp allar indælu og skemmtilegu minningarnar um afa sem nú eru okkur mjög dýrmætar. Afi var mjög ljúf- ur og rólegur maður og það fór ekki mikið fyrir honum á mannamótum. Hann var samt sem áður mikill húmoristi og átti það til að lauma einum og einum brandara þegar maður átti síst von á því og uppskar ávallt mikinn hlátur fyrir vikið. Einnig átti afi það til að ranghvolfa augunum og ulla á okkur þegar enginn sá til okkur systkinum til mikillar gleði. Hjördísi Önnu þótti sérstaklega gaman að þessum leik afa og sam- skipti þeirra einkenndust einmitt af látbragðsleik og miklum svip- brigðum. Afi var líka góður kennari og kenndi okkur eitt og annað eins og hvernig á að flagga íslenska fán- anum og brjóta hann rétt saman. Hann var einnig mikil fyrirmynd og leit Maríus Þór sérstaklega upp til hans þegar kom að því að borða síld og taka lýsi á morgn- ana. Okkur systur grunar einmitt að afi hafi átt nokkuð stóran þátt í því hversu stór og stæðilegur bróðir okkar er þar sem hann kenndi nafna sínum snemma að drekka lýsið af stút og svo ólmur var bróðir okkar að líkjast afa sín- um að mamma varð að fela lýs- isflöskuna fyrir honum. Afi kenndi svo Hörpu að súr mjólk er ekki gild afsökun fyrir að leifa morg- unkorni með því að borða Coco Puffs með súrri mjólk og kalla það „hinn fínasta graut“. Það mikilvægasta sem afi kenndi okkur er hversu mikilvægt það er fyrir fjölskylduna að standa saman. Hann var alltaf til taks að hjálpa mömmu með okkur systk- inin með því að fara með okkur í 17. júní göngu í öllum veðrum og vindum og sjá jólasveinana þegar kveikt var á jólatrénu í miðbænum að ógleymdum öllum sumar- bústaðaferðunum þegar pabbi var á sjónum. Erum við systkinin því mjög meðvituð um mikilvægi þess að fjölskyldan standi saman og hversu gott er að eiga góða að. Elsku afi, við þökkum fyrir all- ar ljúfu minningarnar sem þú skil- ur eftir í hjörtum okkar og við biðjum kærlega að heilsa ömmu Tótu, Rabba og öllum hinum sem fá nú að njóta lúmsku brandar- anna þinna. Þín barnabörn, Hjördís Anna og Harpa Sif. Maríus Guðmundsson, móður- bróðir minn, fæddist á Raufarhöfn í húsi foreldra sinna, Barði, þar sem andardráttur hafsins og klið- ur lognöldunnar flutti þá tónlist sem aldrei þagnaði. Ef til vill mót- aði hún manninn og seiddi hann til sín. Hann ólst upp við ástríki for- eldra. Systkinin voru sex og Mar- íus næstyngstur. Ég átti því láni að fagna að vera hjá afa mínum og ömmu á sumrin frá því að ég man eftir mér og fram á unglingsár. Ég hef þekkt Maríus alla tíð síðan. Hann var hress ungur maður, glaðsinna og sprækur, svolítill prakkari og tefldi stundum djarft á bátkænum sem hann smíðaði sjálfur. Sjór og veiðiskapur átti hug hans og hann var vart af barnsaldri þegar hann var farinn að bera björg í bú. Silung úr vatni, fisk úr sjó, fugl eða sel. Heimilislífið á Barði bar svip liðins tíma. Kýrin, hænsnin og hundurinn voru í kjallaranum, kindurnar í fjárhúsum. Daglegt líf einkenndist af ró og stöðugleika. Þó var oft gestkvæmt og sátu þá að borði vinir og vandamenn og jafnvel erlendir sjómenn. Maríus gekk að verkum eins og hann var beðinn um og hamhleypa til allra verka. Landbúnaðurinn virtist þó fjarri en sjórinn heillaði og allt líf- ið í kringum hann. Hann fór snemma að vinna við síldarsöltun. Raufarhöfn iðaði af lífi á sumrin og þar skapaðist vin- átta fólks sem aldrei þvarr. Þar kynntist Maríus konu sinni, Þór- eyju, sem varð síðan lífsförunaut- ur hans. Maríus og Tóta voru eitt og oftast nefnd saman. Fólk fór í heimsókn til Maríusar og Tótu á Fornhaga 17, þar sem þau bjuggu lengst af. Maríus var sjómaður í mörg ár og var því oft fjarri heimili sínu. Þegar hann kom í land fór hann að vinna hjá Shell og var svo heppinn að afgreiða olíu í skip. Hann var því áfram í hringiðu umræðunnar um sjómennsku og veiði. Það var gott að eiga skjól hjá þeim Maríusi og Tótu þegar ég unglingur kom suður í skóla. Þau voru mörg kvöldin sem ég sat á heimili þeirra og þáði kaffi og stundum mat. Þegar við hjón stofnuðum heimili hélt þetta góða samband áfram. Börn okkar voru þar aufúsugestir og fyrir kom að þau fengju að gista. Þá var kátt á Fornhaganum og börnin komu brosandi heim, södd af kleinum og brúntertunni hennar Tótu. Oft kom það fyrir að Maríus skaut að okkur fiski sem honum hafði áskotnast. Þar nutum við gamla Raufarhafnarandans, að draga björg í bú. Með Maríusi og Kristmundi föður mínum var góð vinátta. Þegar þeir voru báðir orðnir ekkl- ar fóru þeir saman í tvær góðar utanlandsferðir, aðra til Kúbu, hina til Tallinn í Eistlandi. Þá voru þeir farnir að kenna sér meins en andinn var í fullu fjöri. Eftir þetta fór að halla undan fæti og sjúkdómar tóku sinn toll af lífs- þrótti. Lognaldan í fjörunni við Barð heldur áfram að kveða sinn söng en nú einkennist hljómlistin af trega og söknuði. Við hjón kveðjum góðan vin og frænda og þökkum samfylgdina. Hann skilur eftir ljúfar minning- ar. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðj- ur. Guðmundur B. Krist- mundsson og Sigríður Bjarnadóttir. Vinkona mín, framsóknarkon- an, slysavarnakonan, íþrótta- áhugakonan Sigríður Jónsdóttir frá Hömrum í Reykjadal er látin. Sigga Kára var hún oftast kölluð eða Sigga á Gilsbakka. Ýmist kennd við mann sinn Kára Jóns- son, sjómann á Fáskrúðsfirði, eða litla húsið þeirra á sjávarkambin- um þar sem þau bjuggu fyrri hluta ævinnar með drengjunum sínum fjórum Jóni Bernharð, Friðrik Svani, Valþóri, og Unnsteini. Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Halldórsstöðum í Reykjadal 8. júlí 1928 og ólst upp á Hömrum í Reykja- dal. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum, Fáskrúðs- firði, 26. maí 2011. Útför Sigríðar fór fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju 3. júní 2011. Í þessu litla húsi var minnsta eldhús í heimi. Þar stóð hún mikil í sniðum, og mettaði áreiðanlega fleiri um dagana og betur en helgum mönnum tókst fyrr á tíð og sagt er frá sem undri og stórmerkj- um í fornri bók. Þar stóð hún, oftast með barn í fangi, rauð- hærð, glaðvær, stríðin, ástríðufull og lét sér allt koma við: Gleði og sorgir fjölskyldunnar og vina nær og fjær, vandræði og árangur sveitarstjórnarinnar, Leiknis, landsins og miðanna. Og hvar sem hún gat reyndi hún að verða að liði. Hún, ávallt Þingeyingur, sat í ýmsum stjórnum um dagana með- al annars í stjórn Slysavarna- félagsins og sveitarstjórninni og kom þar mörgu góðu til leiðar. Sigga og Kári byggðu sér þeg- ar fram liðu stundir, þegar tog- ararnir hans Lúðvíks höfðu gert sjómönnum aftur fært að flytja björg í bú á firðina, fallegt hús í Skólabrekkunni. Þá hafði hún misst Valþór, einn af sínum mynd- arlegum sonum, ungan. Það var mikil sorg en úr henni var unnið með því að safna í kringum sig enn fleiri börnum og henni oft allsend- is óviðkomandi. Þau umvafði hún kærleika og gleði. Hæfileikar hennar að umgangast börn voru einstakir. Í litla húsinu kenndi hún, gamansöm, dóttur minni kornungri að kalla sig Siggu, Grýlu frænku, um leið og hún skar niður rúgbrauð með smjöri í litla ferkantaða bita og sagði þá vera konfekt. Ég á erfitt með að ímynda mér að nokkurt íslenskt barn hafi haft jafn kærleiksríkt samband við grýlu og hnátan sú. Við stríddum hvor annarri mik- ið, einkum þegar kom að pólitík- inni. Ég gat því ekki stillt mig, jafnvel á þessari stundu þakklætis fyrir að hafa átt hana að vini, að minnast rétt aðeins á hverjir hefðu komið með togarana. Bara til þess að heyra fyrir eyrum mér rödd hennar einu sinni enn: „Vit- leysa er þetta alltaf í þér, mann- eskja!“ María Kristjánsdóttir. Ég græt nú í fyrsta sinn á ævi minni framsóknaratkvæði. Flokk- urinn hlýtur að gráta líka, því ekki fækkar bara atkvæðum heldur er farin kona sem trúði á hugsjónir Framsóknarflokksins eins og þær voru áður fyrr, um jafnrétti og samvinnu – og réttlátan hlut allra þegna í sameiginlegum auðæfum þjóðarinnar. Hún var svo hörð á hugsjón sinni, að hefði dagblaðið Tíminn þraukað breytingar nú- tímans hefði hún harðbannað mér að skrifa um sig minningargrein í Morgunblaðið. Hún kallaði mig komma af því hún vissi að ég kaus einhvern tímann Alþýðubandalag- ið. Áreiðanlega hafa laðast að henni mörg flokkssystkin en ég er ekki frá því að henni hafi þótt skemmtilegra að fá í heimsókn komma eða íhald – eða jafnvel krata. Henni hugnaðist betur að rífast en vera sammála um pólitík. Og það var gaman að rífast við hana. Rifrildin fóru alltaf fram yfir hefðbundnum íslenskum mat eða bakkelsi sem hún bar fram svo þjóðlega að jafnvel Guðni Ágústs- son væri fullsæmdur af. En það var önnur ástríða hennar að gefa mat, eins góðan og hugsast getur. Og þess nutu margir, bæði skyldir og óskyldir. Við Edda vorum svo lánsöm að kynnast Siggu og Kára hennar þegar við fluttum austur fyrir margt löngu og hún varð dagmóð- ir dóttur okkar. Á einum degi tók- ust kynni sem urðu okkur ómet- anleg æ síðan. Víð þáðum ekki bara matinn og drykk hjá þeim hjónum, heldur einnig ást og um- hyggju. Sjálfur naut ég húsaskjóls margsinnis þegar á þurfti að halda. Þakkarorð mín fyrir það gætu fyllt allar síður Tímans eins og hann var þegar hæst reis sól hans. Mest er þó um vert að Sigga tilnefndi mig fósturson sinn og reyndist mér í samræmi við það. Til að tjá þakkir fyrir þann heiður, og hlýjuna sem fylgdi, þyrfti ekki bara heilan Mogga sem var, held- ur Þjóðviljann líka – og hún mundi fyrirgefa mér. Fóstra mín leggst nú aftur við hlið Kára síns. Allir vita, sem þekktu þau hjón, að þar líður henni best. Við sem syrgjum hana eigum þá huggun. Og eintómar fallegar minningar. Gunnar Þorsteinn Halldórsson.                          Váleg tíðindi bár- ust okkur starfsmönnum lögregl- unnar á Suðurnesjum, þegar okkur var tilkynnt að félagi okk- ar Kristján Kristjánsson væri látinn. Við höfðum rúmum mán- uði áður kvatt hann með sæmd og virðingu þegar hann lét af störf- um frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir 34 ára starf. Kristján eða KK, eins og við köll- uðum hann, lét af störfum 31. mars sl. fyrir aldurssakir en hann varð 65 ára skömmu áður, 20. mars sl. Sorglegt er til þess að hugsa að hann hafi náð að njóta þess að vera kominn á aldur, eins og það er oft sagt, í rúman mán- uð. Hann og Þóra, eiginkona hans, höfðu fjárfest í sumarhúsi á Spáni þar sem þau ætluðu að eiga náðugt ævikvöld. Kristjáns verður minnst sem trausts og góðs félaga, sem hafði hag heildarinnar að leiðarljósi, hvort sem það var á vettvangi fé- lagsmála eða í daglegum störfum. Honum þótti afar vænt um félag- ið sitt, Lögreglufélag Suður- nesja, þar sem hann gegndi ýms- um trúnaðarstörfum en þó lengst af sem formaður. Kristján naut alla tíð trausts og virðingar í bar- áttunni fyrir bættum kjörum og aðbúnaði lögreglumanna á Suð- urnesjum. Lögreglumenn fylktu sér á bak við hann og stóðu sam- an sem ein heild, en slíkt traust er ekki gefið heldur áunnið og er lýsandi fyrir persónu Kristjáns, manns sem hafði skoðanir, manns sem stóð fast á sínu en alltaf tilbúinn að miðla málum og leita lausna. Kristján vildi að umgjörð fé- lagsins yrði sem glæsilegust úr garði gerð og lagði mikið óeig- ingjarnt frumkvæði til uppbygg- ingar félagsheimilis, þar sem lög- reglumenn hafa átt athvarf til tómstunda og íþróttaiðkunar síð- ustu áratugina, auk þess sem fé- lagsheimilið varðveitir sögu lög- reglunnar á Suðurnesjum síðustu 60 ár af miklum myndugleika, að hans tilstuðlan. Ekki verður Kristjáns minnst öðruvísi en gerð verði skil á hans helsta einkenni en Kristján var yfir meðallagi ræðinn, hafði mikl- ar skoðanir sem hann varð að koma á framfæri. Ein sagan er sú að samstarfsmaður hans Sigur- geir Þorvaldsson, fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflug- velli, hafi komið í málningavöru- verslun sem Kristján rak um tíma og beðið um 1 lítra af máln- ingu og lét fylgja með að hann vildi bara þennan eina lítra og engin ræðuhöld. Sagan er lýsandi því Kristján náði vel til fólks og Kristján Kristjánsson ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist í Höfða í Njarðvík 20. mars 1946. Hann lést af slys- förum á Spáni 21. maí 2011. Útför Kristjáns fór fram frá Kefla- víkurkirkju 8. júní 2011. áður en menn vissu leið tíminn og þá búnir að spjalla um allt á milli himins og jarðar. Lögreglumenn á Suðurnesjum minn- ast fallins félaga með virðingu og söknuði en umfram allt með þakklæti fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem hann lét af hendi rakna í þágu lögreglumanna á Suður- nesjum. Kæru aðstandendur, Þóra og fjölskylda, innilegar samúða- kveðjur. F.h. Lögreglufélags Suður- nesja, Jón Halldór Sigurðsson. Fáa menn hef ég þekkt um æv- ina sem voru jafn lífsglaðir og Kristján Kristjánsson eða KK eins og hann var kallaður, lífs- gleðin geislaði af honum og naut hann þess að vera á meðal fólks og góðra vinnufélaga. Hann naut þess umfram aðra sem ég þekki að heyra lóuna, hinn ljúfa vor- boða, hefja upp raust sína og boða lengri daga og hlýnandi veð- ur. Í ár var hún óvenju snemma á ferðinni, kannski til að geta sung- ið sinn síðasta söng fyrir þennan vorsins mann. KK var í eðli sínu keppnismað- ur og trúði á hið góða og jákvæða í lífinu, trúði í raun á lífið sjálft. Að með viljastyrk, áræði og heið- arleika að vopni gæti maður sigr- ast á hverri raun og komist þang- að sem maður vildi. Hann hafði undirbúið starfslok sín vandlega og komið sér upp þeirri paradís sem hann talaði svo oft um við okkur vinnufélagana á Spáni, og þar ætlaði hann að dvelja lang- dvölum þegar farsælli starfsævi lyki og njóta lífsins til hins ýtr- asta. Hann var áhugasamur um þennan sælureit og fylgdist grannt með veðurspánni þar ytra og hlakkaði mikið til að komast á suðrænar slóðir til að njóta eft- irlaunaárana. En margt fer öðruvísi en ætlað er og slysin gera ekki boð á und- an sér og KK var ekki búin að vera lengi á eftirlaunum þegar hann lenti í því hörmulega slysi sem varð honum að aldurtila, þar sönnuðust þau orð sem oft eru viðhöfð að, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég kveð vin minn og starfsfélaga til margra ára, Kristján Kristjánsson, og sendi eftirlifandi eiginkonu hans og öll- um ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur, Guð geymi þig, KK. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Björgvin Björgvinsson. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.