Morgunblaðið - 11.06.2011, Page 7

Morgunblaðið - 11.06.2011, Page 7
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Með dómi Hæstaréttar lýkur óvissu fjöldamargra fyrirtækja um fjárhagsstöðu þeirra. Við byrjum nú þegar að endurreikna lán fyrirtækja Traust staða fyrirtækja felur í sér gagnkvæman ávinning Landsbankans og viðskiptavina hans. Það er einn af hornsteinum nýrrar stefnu bankans að ljúka fjárhagslegri endurskipu- lagningu á farsælan hátt. Dómur féll í Hæstarétti á fimmtudag þar sem tekinn var af vafi um lögmæti gengistryggingar lána fyrirtækja við erlenda mynt. Landsbankinn fagnar því að þessari óvissu hafi verið eytt. Það er von bankans að í kjölfarið muni fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja ganga hraðar. Endurútreikningur hefst nú þegar Landsbankinn var undir það búinn að dómur kynni að falla á þessa vegu. Við getum því gengið beint til verks og endurreiknað lán þar sem lánsform kveða á um sömu efnisatriði og dæmd hafa verið ólögmæt af hálfu Hæstaréttar. Við endurút- reikning verður miðað við lægstu óverðtryggða útláns- vexti Seðlabanka Íslands eins og þeir voru á hverjum tíma. Endurútreikningi verður lokið eins hratt og auðið er. Næstu skref Viðskiptavinum standa til boða tvær leiðir til að greiða af lánum sínum meðan á endurútreikningi stendur: 1 Að greiða áfram af láninu með óbreyttum hætti. 2 Að greiða 55% af fjárhæð skv. síðustu greiðslutil- kynningu af láninu. Óvissu lokið Sú lagalega óvissa sem ríkt hefur um lögmæti gengis- tryggingar lána við erlenda mynt hefur tafið úrvinnslu skuldamála fyrirtækja. Það er því von bankans að þeirri óvissu hafi nú verið eytt og bankinn og viðskiptavinir hans geti lokið málum á farsælan hátt. Traust fjárhagsstaða Dómur Hæstaréttar staðfestir niðurstöðu héraðsdóms fyrr á þessu ári. Sérstök gjaldfærsla, sem nam 18,1 milljarði króna, var færð í reikninga bankans á síðasta ári til að mæta áhrifum þessa dóms og annarra. Niðurstaða dóms Hæstaréttar mun því ekki hafa frekari áhrif á fjárhags- stöðu bankans. Við munum endurreikna tæplega 4.000 lán

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.