Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 ✝ Guðrún Bjarg-ey Jónsdóttir fæddist í Garðbæ, Vesturgötu 105, á Akranesi þann 20. september 1923. Hún andaðist á Höfða 21. sept- ember 2011. Foreldrar Guð- rúnar voru hjónin Guðjónína Jóns- dóttir, ljósmóðir og húsmóðir, f. 13. mars 1887 í Leir- árgörðum, d. 4. nóvember 1946 og Jón Bjarnason, sjómaður, bóndi og umboðsmaður Morg- unblaðsins, f. 20. október 1891 á Björgum á Skagaströnd, d. 30. júní 1978. Alsystir Guðrúnar var Guð- ríður Jóna Jónsdóttir, kölluð Dúa, f. 1921, nú látin. Dúa giftist Henry Edward Clemensen og eiga þau eina dóttur, Nínu Önnu. Hún er búsett í Bandaríkjunum, gift þar og á tvö uppkomin börn. tvö börn, Berglindi Nínu og Ingvar og 2) Sigríði Kristbjörgu, f. 17.2. 1963, gift Jóni Helgasyni. Þau eiga tvær dætur, Guðrúnu Valdísi og Höllu Margréti. Guðrún starfaði á yngri árum á saumastofu en helgaði líf sitt annars húsmóðurstörfum. Guð- rún var umboðsmaður Morg- unblaðsins á Akranesi í yfir 20 ár, en í fjölskyldunni hjá þremur kynslóðum var umboðið sam- fleytt í rúm 40 ár og kom Guðrún að því öll árin. Guðrún var virk í fé- lagsmálum alla tíð. Hún starfaði í Skátafélagi Akraness frá barn- æsku. Var í Kvennadeild Slysa- varnafélags Íslands á Akranesi og sat þar í stjórn í yfir 20 ár. Þá var hún mjög virk í Akranes- deild SÍBS og tók þar m.a. þátt í fjáröflun fyrir uppbyggingu Reykjalundar. Um áratuga skeið starfaði Guðrún með Kirkju- nefnd Akraneskirkju og sinnti þar trúnaðarstörfum. Guðrún tók þátt í starfi Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi og sat þar í stjórnum. Útför Guðrúnar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 30. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Samfeðra systk- ini Guðrúnar voru tvíburarnir Sigrún Kristín, húsmóðir á Söndum í Miðfirði, og Magnús Bjarni sem lést ungur af slysförum. Kristín eignaðist fimm börn og Magnús átti einn son. Þann 9. júní 1946 giftist Guðrún Valdimar Sigurði Páli Ágústs- syni, f. 6. janúar 1923, frá Sig- urvöllum á Akranesi, stýrimanni og skipstjóra. Foreldrar Valdi- mars voru hjónin Björnfríður Sigríður Björnsdóttir og Ágúst S. Ásbjörnsson sjómaður. Valdi- mar lést 29. mars 1989. Guðrún og Valdimar eign- uðust tvær dætur: 1) Jónínu, f. 21.6. 1947, gift Ingvari Bald- urssyni og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu Elínu, í sambúð með Antoni Traustasyni og eiga þau Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Með fáum orðum vil ég senda tengdamóður minni, Guðrúnu Bjargeyju Jónsdóttur, hinstu kveðju og þakka henni samfylgd og vináttu um árabil. Mæt kona er fallin frá. Það er í raun frekar söknuður en sorg í huga, þegar svo öldruð kona kveður, södd líf- daga, sátt við Guð og menn. Árið 1983 kynntist ég Siggu dóttur hennar, og upp úr því kynntist ég Guðrúnu, sem ávallt var kölluð Gunna. Kynni okkar spanna því um 28 ár. Tveimur ár- um eftir að við Sigga kynntumst hófum við sambúð á neðri hæð- inni hjá Gunnu og Valda, þannig að nálægðin var mikil. Sameigin- legir matmálstímar og náin sam- skipti allt frá árinu 1985 og þang- að til Gunna flutti á Höfða fyrir um þrem árum geta reynt á, en svo var ekki fyrir að fara í okkar tilfelli. Var það Gunnu að þakka. Gunna var alla jafna í góðu skapi, síbrosandi og tókst ætíð að hafa gaman af líðandi stundu. Eftir að Valdi dó var Gunna mjög dugleg að heimsækja vinkonur sínar eða fá þær í heimsókn til sín. Var oft glatt á hjalla á efri hæðinni, þegar gömlu vinirnir rifjuðu upp liðna tíð. Árið 1946 giftist hún Valdimar Ágústssyni, einstaklega traustum og góðum manni. Þegar Nína, eldri dóttirin var tveggja ára veikist Gunna af berklum og þurfti að dvelja á Berklahælinu á Vífilsstöðum og Kristnesi í Eyjafirði í þrjú ár. Þetta mikla áfall hafði afgerandi áhrif á líf hennar og þeirra beggja. Hjónaband þeirra var samt afar farsælt og ástríkt og voru þau ákaflega góðir vinir, svo eftir var tekið. Því var missir Gunnu mikill þegar Valdimar lést eftir stutt og erfið veikindi. Eins og áður hefur komið fram bjuggum við í nánu sambýli á Vesturgötunni. Gunna tók mikinn og virkan þátt í uppeldi dóttur- dætra sinna allra þriggja. Þegar dætur okkar Siggu fæddust kom Gunna mikið að uppeldi þeirra. Hún fór með þær í kirkjuskólann, á leikskólann, fylgdi þeim í tón- listarskólann. En það sem Gunna átti kannski síst von á var að hún ætti eftir að skutla stelpunum á svo margar knattspyrnuæfingar og jafnvel horfa á leiki í öðrum byggðarlögum. Gunna hafði hins vegar æft fimleika og handbolta á sínum unglingsárum og farið margar keppnisferðir til Reykja- víkur. Ekki þótti henni leiðinlegt að segja frá því að þær hefðu nú unnið Reykjavíkurliðin nokkuð oft. Guðrún Elín, Guðrún Valdís og Halla Margrét eiga afskaplega góðar minningar um Gunnu ömmu sína, sem kenndi þeim bænir, góða siði, las fyrir þær, hlustaði á óteljandi píanóæfingar, bakaði pönnukökur fyrir þær, gladdist með þeim og var til stað- ar og sýndi þeim umhyggju þegar eitthvað bjátaði á. Við foreldrarn- ir erum óendalega þakklát fyrir hennar góða þátt í uppeldi dætra okkar og stelpurnar eiga dýr- mætan fjársjóð minninga um samfylgd með ömmu sinni. Með Gunnu er gengin góð kona, réttsýn, glöð og síbrosandi. Hennar er saknað af aðstandend- um. Ég vil að lokum kveðja elsku- lega tengdamóður mína með þessum bænarorðum: Gráta skal barn góða móður, hún er ímynd Guðs elsku. En huggast skal Guðs barn því á himni lifir Guð þess góðu móður. (M. Joch.) Hvíl í friði, elsku Gunna mín. Jón Helgason. Þegar við Helgi fluttum á Akranes fyrir um tíu árum, ásamt níu ára dóttur okkar, Valgerði, mynduðust strax góð tengsl við fjölskyldur bekkjarfélaga og liðs- félaga í fótboltanum. Þannig bak- land er ómetanlegt fyrir fjöl- skyldu sem nýflutt er í bæinn. Ein þessara fjölskyldna var fjölskylda Guðrúnar Bjargeyjar, eða Gunnu í Garðbæ, eins og flestir Skagamenn kölluðu hana. Þar kynntumst við elskulegri fullorðinni konu sem alltaf tók okkur vel. Var einstaklega já- kvæð og velviljuð manneskja. Þá keyrði hún enn um á bláa fólks- bílnum sínum. Það eru örugglega hundruð ferða sem Guðrún tók dóttur okkar með sinni dóttur- dóttur á knattspyrnuæfingar eða um bæinn í ýmsum erindum. Á þessum tíma var hún sjálf ekki lengur umboðsmaður Morg- unblaðsins, næsta kynslóð hafði tekið við, en hún hafði tekið við af föður sínum. Hún kom að dreif- ingu Moggans á Akranesi í yfir fjóra áratugi. Víða í bænum hef ég heyrt blaðbera, sem oft voru næstum börn eins og tíðkaðist, minnast hennar af mikilli virð- ingu og með hlýhug. Eftir þúsaldamótin hafði dreg- ið úr þátttöku Guðrúnar í fé- lagsstörfum en hún var samt enn að fara á fundi í kirkjunefndinni og hitta slysavarnakonur í Jóns- búð. Úr Brekkubæjarskóla var langstyst að hlaupa heim á Vest- urgötu 105, til Siggu og Jonna. Lengi framan af þessum tíma var Gunna oft að sinna stelpunum, Guðrúnu Valdísi og Höllu Mar- gréti, vinkonurnar flutu með. Börn eru flest sísvöng og þarfnast umfram allt skilnings og um- hyggju. Guðrún var gestrisin, glaðvær, jákvæð og góð heim að sækja. Hún var alltaf mjög vel tilhöfð, í fallegum fötum og fór í hár- greiðslu í hverri viku. Fjölskylda mín er þakklát fyrir velvilja og greiðasemi í okkar garð. Kæru vinir Sigga, Jonni, Guðrún Valdís og Halla Margrét. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar, ann- arra ástvina og fjölskyldu. Minn- ing lifir um góða og kærleiksríka konu. Jóhanna Leópoldsdóttir. Í dag drúpum við höfði og kveðjum frábæra konu Guðrúnu Jónsdóttur, Gunnu á Reykjum eins og flestir þekktu hana á Akra- nesi. Gunna var gift Valda föður- bróður mínum og því hluti af nán- ustu fjölskyldu minni, samofin uppvexti mínum og umhverfi á Skaganum. Fjölskylduböndin voru mjög náin á þessum tíma og samgangur mikill og nutum við systurnar þess þegar við á unga aldri misstum móður okkar langt fyrir aldur fram. Þá komu Gunna og Valdi inni í það tómarúm og reyndust okkur bakland sem óharðnaðir unglingar þurfa við svo erfiðar aðstæður. Það verður seint fullþakkað að hafa átt svo góða að eins og Gunnu frænku og Valda föðurbróður okkar. Gunna var hjartahlý kona og það stafaði af henni hugarró og lífsreynslu sem gerði það að verk- um að fólki leið vel í návist hennar. Hún hafði endalausan áhuga á líf- inu og öllu litrófi þess, fordóma- laus og opin fyrir nýjungum hvers tíma. Alla tíð var Gunna mjög fé- lagslynd. Hún var virkur félagi í Slysavarnafélagi kvenna á Akra- nesi og sat í stjórn þess félags í um 20 ár. Trúin var Gunnu alltaf mikil- væg og starfaði hún í áratugi í Kirkjunefnd Akraneskirkju. Hún var einnig virkur félagi í Skátafé- lagi Akraness, allt frá barnæsku og átti þar margar ánægjustundir auk þess að sinna þar trúnaðar- störfum. Oft rifjaði Gunna upp skemmtilegar sögur frá þessum árum og sagði m.a. af því sem skátastúlkurnar tóku sér fyrir hendur. Eitt var að hjóla til Reykjavíkur og það fyrir Hval- fjörð, en þá var hann hvorki mal- bikaður né steyptur heldur grófir og hlykkjóttir malarvegir og hjólin af einföldustu gerð og sum komin til ára sinna. Gunna var mjög pólitísk og mik- il sjálfstæðiskona alla tíð, hún hafði trú á rétti einstaklingsins til orðs og æðis en einnig á mikilvægi og afli hópstarfsins. Fjölskylda Gunnu kom að dreifingu Morgun- blaðsins á Akranesi í heil 42 ár. Fyrst aðstoðaði hún föður sinn sem var með Morgunblaðsumboð- ið, síðan var hún umboðsmaður sjálf í um 20 ár og að lokum aðstoð- aði hún dóttur sína Siggu og mann hennar Jonna þegar þau tóku við dreifingunni. Margir blaðberar Morgunblaðsins í gegnum árin minnast Gunnu af miklum hlýhug. Það var ekki í kot vísað þegar maður heimsótti Gunnu á Vestur- götuna og á seinni árum með dyggri aðstoð og umhyggju Siggu dóttur hennar og tengdasonarins Jonna. Þá var dúkað upp með dýr- indis dúkum og fínasta postulín sem völ er á dregið fram. Heima- lagað bakkelsi, og oftar en ekki pönnukökur með rjóma, framreitt af konunglegum gæðum. Þá var skrafað og hlegið og samverunnar við þessa skemmtilegu konu notið. Þannig viljum við, sem munum sakna hennar hér eftir, minnast Gunnu, með glettni í augum, hlýjuna í viðmótinu og umfram allt vináttuna sem geislaði af henni. Um leið og við viljum þakka fyr- ir samferðina biðjum við góðan guð að blessa Guðrúnu Jónsdótt- ur. Við sendum samúðarkveðjur til ykkar, kæra frændfólk og vin- ir, til Nínu, Ingvars, Gunnu og fjölskyldu. Siggu og Jonna og dætra þeirra. Ágústa S. Björnsdóttir, Sveinn Úlfarsson og fjölskylda. Henni Guðrúnu kynntist ég þegar ég var í Háskólanum með Siggu dóttur hennar. Alltaf var gott að koma í heimsókn á Vest- urgötuna þar sem ætíð var tekið á móti mér með opnum örmum og hlýju brosi. Í gegnum öll árin sem við Sigga höfum verið vinkonur höfum við margoft átt gott spjall yfir kaffibolla hvort sem það var uppi á Akranesi eða bara á kaffi- húsum í Reykjavík og alltaf fylgdi Guðrún með glöð í bragði og hress og kát og kunni svo sann- arlega að meta félagsskap okkar Siggu og svo bættust yndislegu dætur hennar Siggu í hópinn. Ég minnist þessarar yndis- legu, hlýju og glaðlyndu konu með gleði og þakklæti í hjarta yfir að hafa fengið að vera partur af fjölskyldu hennar. Ég votta ykkur, elsku Sigga mín, Jonni, Guðrún Valdís, Halla Margrét og ykkur öllum, mína dýpstu samúð. Hanna Sigríður Magnúsdóttir. Guðrún Bjargey Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Ó, Jesús bróðir bezti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson) Kveðja frá barnabarna- börnum Berglindi Nínu og Ingvari. HINSTA KVEÐJA. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Blessuð von í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdanarson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börn þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Við þökkum þér, elsku amma, fyrir stundirnar sem við áttum saman og kveðjum þig með söknuði. Guðrún Elín Ingvarsdóttir, Guðrún Valdís Jónsdóttir og Halla Margrét Jónsdóttir. V i n n i n g a s k r á 22. útdráttur 29. september 2011 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 7 7 7 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8 9 7 0 1 5 3 2 6 2 3 3 5 0 6 6 7 8 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2729 11046 17646 34205 48449 52490 10058 12524 32926 35244 51275 60734 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 6 8 0 9 2 3 6 2 0 0 7 2 3 0 4 2 0 4 0 8 1 7 5 0 5 2 3 6 0 0 8 4 6 7 0 6 6 2 1 7 9 1 0 7 9 9 2 0 4 7 2 3 1 1 2 4 4 1 5 2 6 5 2 5 9 8 6 0 8 5 1 6 7 9 8 4 2 3 1 4 1 2 9 8 1 2 0 5 3 4 3 1 4 0 7 4 1 9 3 2 5 4 3 2 6 6 1 4 5 1 6 8 1 4 0 2 3 1 9 1 4 5 1 9 2 2 6 3 8 3 3 4 8 6 4 3 3 2 6 5 7 1 5 9 6 1 6 0 5 7 1 5 5 6 2 4 3 7 1 4 6 8 6 2 2 8 1 6 3 4 8 9 5 4 3 5 7 6 5 7 1 6 0 6 1 6 1 0 7 3 6 5 6 3 0 7 9 1 5 9 8 6 2 5 6 0 9 3 5 7 7 2 4 5 8 5 9 5 7 4 2 8 6 2 9 6 0 7 6 4 4 9 3 8 3 7 1 8 4 0 4 2 7 3 7 6 3 6 5 7 0 4 7 2 2 0 5 7 8 3 8 6 3 5 6 2 7 7 0 5 2 4 9 9 8 1 9 6 3 9 2 8 7 0 0 3 7 0 6 6 4 9 0 1 9 5 8 9 6 6 6 4 4 1 6 7 7 0 6 0 6 9 3 2 1 9 8 0 8 3 0 1 9 2 3 9 5 9 6 4 9 2 6 7 5 9 1 0 8 6 6 2 0 9 7 7 9 3 1 6 9 5 2 1 9 9 6 2 3 0 2 9 9 4 0 7 6 6 5 0 0 5 5 5 9 4 8 1 6 6 8 7 2 7 9 8 9 3 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 107 6941 14852 22371 31058 41116 47724 55476 62715 70998 156 7036 15433 22500 31102 41341 47963 55562 62778 71385 207 7224 15641 22655 31109 41439 47965 56092 62811 71787 379 7260 15732 23067 31314 42007 48016 56142 62862 72255 474 7348 15756 23178 31374 42008 48234 56293 62919 72383 754 7654 15839 23182 31447 42105 49107 56332 62937 72748 835 7760 15974 23328 32155 42186 49172 56437 63188 72984 886 7940 16313 23451 32166 42212 49237 56663 63190 73015 1114 8083 16788 23641 32229 42376 49557 56722 63426 73074 1132 8306 16795 23778 32510 42622 50140 57002 63503 73373 1386 8652 17083 23916 32725 42860 50240 57500 63688 73537 1640 8714 17266 23923 34026 42925 50462 57572 63993 74008 1829 8810 17306 24337 34034 43096 50613 58143 64084 74197 2059 8862 17541 24417 34082 43175 50955 58318 64090 74258 2077 9195 17656 24782 34436 43244 51094 58362 64231 74742 2519 9289 17884 24798 35405 43462 51854 58934 64605 74908 2651 9421 18346 25266 35638 43670 51923 59006 64819 75106 2763 9713 18504 25411 35834 43768 52264 59036 64823 75162 2911 9846 18636 25427 35893 43858 52303 59311 65072 76358 2972 10788 18806 25528 35920 43860 52591 59354 65279 76380 3107 11063 19016 25763 36387 43876 52608 59458 65495 76491 3408 11222 19022 25824 36645 43910 52785 59549 66065 76504 3676 11331 19090 26096 36701 44265 53110 59734 66245 76661 3880 11454 19354 26331 36869 44587 53533 59891 66277 76669 3942 11774 19701 26774 37052 45371 53809 60058 66310 76733 4251 11861 19732 26839 37190 45430 53856 60103 66863 76753 4333 12248 20108 27153 37642 45450 54089 60257 67128 77074 4916 12297 20430 27587 38437 45502 54115 60327 67799 77182 5010 12631 20605 27920 38686 45536 54169 60787 68242 77183 5352 12650 20669 27968 39035 45611 54409 60914 68306 77390 5364 12673 20765 28015 39417 46037 54459 60916 68316 77895 5751 13150 20772 28127 39610 46279 54540 61028 68383 77952 5759 13348 20827 28376 39719 46444 54618 61112 68658 78067 5880 13574 21456 29069 40248 46862 54628 61186 69169 78115 5960 13597 21692 29662 40486 46963 54735 61338 69323 78378 6108 13787 21722 29674 40620 47157 55037 61492 70092 78819 6448 13837 21803 30231 40681 47199 55275 61538 70146 78865 6463 13923 21986 30525 40699 47266 55312 61901 70285 78909 6714 14419 22231 30840 40926 47385 55330 62030 70411 78942 6745 14437 22263 30910 41095 47633 55429 62135 70971 79834 Næstu útdrættir fara fram 6. okt, 13. okt, 20. okt & 27. okt 2011 Heimasíða á Interneti: www.das.is Fasið einkenndist af áreynslulausri festu og virðuleik. Fátt virtist geta slegið Huldu út af laginu. Þeir sem þekktu hana dáðust að æðruleysi hennar þrátt fyrir erfið veikindi. Allir kraftakallarnir verða hálfmjó- róma í samanburði við þessa lág- vöxnu tignarlegu konu sem aldr- ei nennti að kvarta. Hulda var sannarlega gæfu- Hulda Sigríður Þórðardóttir ✝ Hulda SigríðurÞórðardóttir fæddist í Reykjavík 29. júní 1935. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala sunnudaginn 18. september 2011. Útför Huldu fór fram frá Háteigs- kirkju þriðjudag- inn 27. september 2011. manneskja. Sálar- þrek hennar og ein- beitni við allt það sem hún tók sér fyrir hendur voru lykillinn að vel- gengni hennar. Miklu skipti líka að þau Jói frændi voru svo ljónheppin að hitta hvort annað þegar þau voru ung. Saman eignuðust þau fríðan hóp barna og barna- barna. Hulda gat verið glettin og hlegið af hjartans lyst, en einnig var hún einstaklega gjafmild og hugulsöm. Þeir sem komust und- ir verndarvæng hennar áttu þar góða vist. Ég kveð Huldu með þakklæti fyrir það ljós sem hún beindi á minn veg. Aðstandend- um sendi ég mína dýpstu samúð. Guðrún Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.