Austurland


Austurland - 07.06.1963, Blaðsíða 3

Austurland - 07.06.1963, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 7. júní 1963. wAUSTURLAND 3 Þið ungu kjósendur Ekki væri furða, þótt unga fólkið væri efins um, að kosning- ar og kosningabaráttan hefðu eitthvert raunhæft gildi. Svo heiftarlega stangast fullyrðingar stjórnmála'mannanna á, og hver og einn segist styðja hinn eina rétta málstað. En þið, ungu kjósendur, látið ekki meting stjórnmálamannanna sefja ykkur. Kosningarétturinn er dýrmætasti iþáttur a'lmennra mannréttinda. Með því að nota sér þann rétt, getur hver einstak- lingur haft áhrif á stjórn lands- mála. i i li 1II q; Þetta ber ykkur, ungu kjós- endur, sem gangið nú að kjör- borðinu í fyrsta sinn, að hafa ríkt í huga. En það er ekki sama, hvernig atkvæðinu er beitt. Það er hægt að beita því á þann hátt, sem er hverjum einstaklingi og um, leið þjióðarheildinni hæSttulegur. Hverjum sönnum manni hlýtur að vera ljóst, að slikt er misbeit- ing á kosningaréttinum. Þess vegna veitir hann þeim flokki brautargengi á kjördag, sem hann telur, að standi fastast á rétti og hagsmunum þjóðarheildarinnar. Um leið kýs hann sér í hag. Ungt fólk með ábyrgðartilfinn- ingu kýs ekki stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu- flokkinn. Þessir flokkar hafa margsinnis hótað að halda áfram hungurstefnu sinni, fái þeir fylgi til þess. Þá verður nær útilokað fyrir unga fólkið að stofna sér heimili og hefja búskap. Þá verð- ur Island innlimað í Efnahags- handalagið og þar með dagar sjálfstæðis þess taldir. Þá vierður gengið fellt ennþá einu sinni og kaupmáttur launanna enn rýrður. Þetta er aðeins það helzta af því fári, sem vænta má frá stjórnarflokkunum. Unga fó'lkið kýs heldur ekki Framsóknarflokkinn. Sá flokkur er í flestu óráðinn, og veit eng- inn, hvaða stefnu hann tekur eftir kosningar. Enginn veit, hvers vænta má af honum eftir kosn- ingar. Það er því óviturlegt að kasta dýrmætu atkvæði sínu á hann, því að e. t. v. gengur hann á lið með „viðreisnar“-flokkunum. Stefna Framsóknarflokksins er þó skýr í einu máli, og það er í hernámsmálinu. Hann hikar ekki við, ásamt stjórnarílokkunum, að leiða ógnir kjarnorkustríðs yfir landið okkar. Þessir flokkar hræðast ekki helryk kjarnorku- sprenginga á Suðvesturlandi. Alþýðubandalagið er hinn trausti málsvari, sem unga fólkið getur reitt sig á, og því er það listi þess, G-listinn, sem það styður á kjördag. Alþýðubandalagið er sívaxandi samfylking allra sannra vinstri manna. Það berst einlægri bar- áttu fyrir að vernda sjálfstæði landsins gegn hvers konar er- lendri ásælni, vill hlutleysi lands- ins, fordæmir vígbúnað, krefst friðar. Munið það, ungu kjósendur, sem næstum aillir eruð launþsg- ar, að Alþýðubandalagið berst fyrir kjörum ykkar, hefur komið í því efni rnörgu til leiðar, en get- ur enn meira sé það eflt í þessum kosningum. Alþýðubanda-lagið vill trausta vinstri stjórn, sem hækkar laun- in ykkar, geri-r ykkur kleift að stofna heimili og byggja, sér öll- um fyrir nægri vinnu og stendur vörð um sjálfstæði og heill þjóð- arinnar. Minnizt þessa á kjördag, ungu kjósendur, og þá er enginn vafi á því, að þið treystið Alþýðubanda- laginu bezt fy-rir málum ykkar og kjósið G-listann. Egilsbúð & Laugardag kl. 9: SAGAN AF RUT Amerísk stórmynd í litum og cinemaskope, byggð á frásögn Biblíunnar. Sunnudag kl. 5: ÁSTARSKOT Á SKEMMTIFERÐ Barnasýning. Sunnudag kl. 9: LEYNIVÍGIÐ Mjög sérkennileg og spennandi japönsk verðlaunamynd í cinemascope. Bönnuð innan 12 ára. ''''VWVAAAAA^WWWVWVWWWWWWWWWWWVWWWWWWWWWWWWWVWWWWW Hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur sam- úð og vináttu við andlát og útför L L L C - i 2 Guðrúnar Stefaníu Stefánsdóttur. Halldóra Marteinsdóttir. Guðgeir Jónsson. b >»'AAA^Wwwwwwwvwwwwwvw‘^^WW\AAAAAA#W>AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA ,'AAAAA^AAAAAASAAAAAA^WWWVWWWWWVWWWWWWWWWW\AA/\^(^^AAA^AVW Matsala Opnum matsölu í dag í Félagsheimilinu. — Sími 221. Félagsheimilið. Herbergi Þeir, sem hyggjast leigja út herbergi fyrir ferðamienn í sum- ar, vinsamlegast hafið samband við Svein Jóhannsson, sími 222 eða 193. t . li Félagsheimilið. AAAAAAAAAAAAAA/WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWVWVWWVW< Auglýsing frá verzluninni Fönn FYRIR HERRA: Terlínf-öt, stakir jakkar, stakar terlínbuxur. ’ Nylonskyrtur, hvítar og mislitar. j Nvlonfrakkar. ; Herra nærföt, sokkar. Hálsbindi — slaufur. FYRIR DÖMUNA: Popplínfrakkar, ljósir og dökkir. Ljósar sumarkápur Teriinpils — Sundbolir og margt fleira. Ef ykkur vantar teppin í híiana, komið inn í Fönn. VERZLUNIN FÖNN Neskaupstað. /WWWWWWWWWWWWWVWWWWWWWWWWWWWWWWVWVWW\A*WWWWVM K j örf undur fyrir Neskjördeild til að kjósa 5 alþingismenn fyrir Austur- landskjördæmi, hefst á bæjarskrifstofunni í Nieskaupstað, Hólsgötu 5 sunnudaginn 9. júní 1963 kl. 10 og lýkur eigi síðar j; en kil. 23 -sama dag. ; Umboðsmenn mæti kl. 8. Með hliðsjón af fyrirmælum 4. töluliðs 133. gr. laga nr. 52/ 1 1959 um kosningar til Alþingis, -hefur kjörstjórnin ákveðið, að næsta nágrenni við kjörstaðinn skuli teljast svæði milli Stekkj- argötu að austan, Miðstrætis að norðan, Hafnarbrautar að sunnan og Konráðslækjar að vestan. Kjörstjórnin í Neskaupstað, 7. júní 1963. Jón Guðmundsson. Erlingur Ólafsson. Þórður Þórðarson. ^WW^W^AAA/UMVWWWMWMWW^^WV>^WAAAAAAAAAAAAAAM<WMAAAAAAAAAAAAAMMAA^W Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við frá- fall Björgúlfs Gunnlaugssonar. Eiginkona, börn og tengdasynir. WVWWVWWWWWWWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAI

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.