Austurland


Austurland - 21.06.1963, Blaðsíða 4

Austurland - 21.06.1963, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 21. júní 1963. Nú virðisl alli geia verið skáldskapur Rabbað við Valdimar Eyjólfsson um hitt og þetta Við Strandgötuna í Neskaup- stað búa hjónin Sálrún Haralds- dóttir og Valdimar Eyjólfsson. Ég brá mér þangað einn sunnu- dag og hugðist ná tali af hús- bóndanum. Hann hélt hvíldardag- inn 'heilagan og leiddi mig til stofu. — Þú átt nú eitthivað skemmti- legt í pokahorninu, sem kæmi sér vel fyrir Austurland? — Ja, það er sennilega heldur, lítið, en eitthvað má kannske tína til i; — Þú ert verkamaður, hvað viltu segja um kjörin? — Kjörin eru ekki nærri eins góð og þau ættu að vena, en samningar eru betri en þeir voru hér áður. — Er „viðreisnin“ þá ekki góð? — Hún er fyrir neðan allar hellur, með ólíkindum, að nokk- ur maður skuli kjósa hana. Sá, sem ,kýs borgaraflokkana (íhald, Framsókn og krata), virðist kjósa yfir sig dýrtíð og jafnvel stríð, ,sem erlendir fjárgróða- menn stefna að. Stríð er mikill fjárgróðavegur fyrir vopnafram- leiðendur. Nýsköpunarstjórnin og vinstri stjórnin höfðu hins vegar ekki tíma til að bæta launakjörin nægiiega, en bættu atvinnuveg- ina stórlega.1 — Þú vinnur í fiskvinnslustöð SÚN, hefurðu unnið þar lengi? — Þar hef ég unnið samfleytt sjálfsagt í sjö ár. Ég kann betur við mig í landi en á sjó. Ég var til sjós hér áður, meira og minna frá því um fenmingu. Þá var lít- ið um vinnu hér í landi, og var því ekki um annað að gera en fara á vertíð. Ég var margar vertíðir suður á landi, tvær í Hafnarfirði. Þá var ég alltaf kokkur — leiðinlegt starf. — Þeir hafa aldrei hótað að fleygja þér fyrir borð eins og Þórbergi ? — Nei,. þetta voru beztu strák- ar, enda alltaf eitthvert fjör í kringum mig. — Þú yrkir, gerirðu töluvert að því? — Ég kasta oft fram svona lausavísum, gjarnan á vinnustað. Þær vilja gleymast. Einnig hef ég oft gert bragi fyrir skemmt- anir. Á skemmtun starfsfólks SÚN í hitteðfyrra fékk t. d. hver sína vísu. Ertu fljótur að þessu? — Stundum, stundum ekki. — Viltu lofa mér að heyra eitthvað? t; — Ég veit ekki, hvort það borgar sig. Ég man reyndar hér tvær nýlegar vísur. Þær eru um bílstjórana hjiá SÚN. Það stóð fyrir dyrum einhver kauphækk- un hjá þeim. 1 vinnusalnum er afþiljuð kompa fyrir verkstjór- ann, á henni eru stórir gluggar fram í salinn. Þar sitja menn oft í frístundum, og þar er margt talað. Menn sögðu, að hækkuðu laun bílstjóranna ekki, hættu þeir að aka, en sætu þess í stað í glerhúsinu. En vísurnar eru svona: Það ætti að hnýta Kalla krans, þótt krónan sé lág á íhaldstrénu, og launin þyrfti að hækka hans, því hart er að sitja í glerhúsinu. Á því hef ég vissa von það verði sem líkast sjónvarpinu, þegar Nonni Nóason nennir að sitja í glerhúsinu. Vísurnar vonu ortar í glerhús- inu. Þær eru bílstjórunum ekki til lasts, heldur aðeins til að koma mönnum til að hlæja, enda höfðu þeir ekki síður gaman af þeim en aðrir. — Manstu ekki eftir einhverj- um kveðskap frá fyrri dögum? — Ja, það væri þá helzt, þeg- ar ég var á Björgu hans Gísla Bergs eitt síldarleysissumar. Þá fóru menn oft á rall, og ég orti ýmsa bragi. Ég orti brag um hverja vakt um borð og svo- nefndan Grímseyjarbrag, er við lágum undir Grímsey. Hann var margar vísur. Þá varð líka til Finnafjarðar- bragur, en Finnafjörður var einn skemmtilegasti fjörður, sem við komum inn á. Þetta var vita kartöflulaust sumar, og voru menn alls stað- ar snapandi kartöflur. Þegar við lágum á Finnafirðinum, fórum við þar heim á einn bæ til að reyna að útvega okkur kartöflur. Þá gerði ég braginn undir sama lagi og Bílvísur, sem Bjarni Björnsson söng á sínum tíma. Fyrsta vísan er svona: Við komum inn á Finnafjörð um daginn, þið fáið nú að heyra um það braginn. Hann Bjarni, sem er lipur bæði og laginn, hann lagði af stað við áttunda mann til að kaupa kartöflur heim á sveitabæinn. Valdimar Eyjólfsson. Svo er hér önnur vísa úr Finnaf jarðarbragnum: Ekki er nú gott á það að gizka, hvort gekk þeim vel við bóndann þar, hinn nízka. I sveitunum ég tel, að nú sé tízka, að trúa bara á Eystein og hafa engan kartöfiugarð og halda að það sé vizka. Þetta var allt græskulaust. Síðustu síldina þetta sumar fengurn við á Grímseyjarsundi. Við lönduðum henni á Siglufirði, og þá var giatt á hjalla. Það kom kvenfólk um borð, og ég gaf öll- um kaffi. Þá gerði ég brag. Ég ætla að lofa þér að heyra fyrstu vísuna. Hún er auðvitað ofstuðluð, en það verður að hafa það. Þeir lönduðu á sunnudegi á Siglufirði í salt. á Sundinu við fengum þennan afla. Þá var glatt á hjalla, þeir grín- uðust um atlt, Frá því 1949 hefur þriðja hvert ár verið efnt til norrænnar sund- keppni. Islendingar hafa tekið þátt í fjórum af fimm og einu sinni sigrað, eða í fyrsta skipti, sem þeir tóku þátt í keppninni. Ekki verður farið út í það hér að útskýra keppnisreglur þær, sem samþykktar hafa verið fyrir þessa keppni, þar sem tilgangur þessara lína er fyrst og fremst sá, að vekja athygli á stöðu okk- ar hér í Neskaupstað í sambandi við það hvaða möguleika við höf- um til þess að duga vel í þessari keppni. í norrænu sundkeppnunum, sem áður hafa verið háðar, hef- ur árangur okkar hér í Neskaup- stað, verið sem hér segir: Árið 1951 syntu 500 bæjarbú- ar 200 m eða 38.1%, árið 1954 voru þátttakendur 528 eða 40.2^1,, og gaman var við stúlkurnar að skrafla. Þær komu niður í lúkar, þegar löndunin var stopp, þá langaði margan sannarlega til að fá sér hopp, en ekkent vil ég um það vera að babla. Auðvitað langaði menn til að hoppa í dansi við stúlkumar. Svona var það ailt eftir þessu, allur bragurinn. — Gerðist ekki eitthvað skemmtilegt í sambandi við það, er þú lézt menn heyra bragina? — Jú. Ég er nú enginn söng- maður og ekki viss á lögum, en ég söng þessa bragi í lúkarnum á kvöldin, eftir að þeir urðu til, og var góð.ur rómur gerður að. En ég hafði aldrei sungið fyrir nokkra menn áður og ætla held- ur ekki að syngja fyrir neina framar. Skipsfélagar mínir skrifuðu þetta allt saman upp. Á afmælisdaginn minn, 1. sept- ember, vorum við á Siglufirði og í þann veginn að halda heim. Þá héLt skipshöfnin veizlu, og ég var heiðursgestur þeirra. Skipstjóri á bátnum var Sigursveinn Þórðar- son, bróðir Bjarna og þeirra systkina. — Er minna um hagyrðinga nú en áður? — Þeim fer alltaf fækkandi. Það kastar eiginlega enginn fram vísu nú orðið. Sigurborg systir er sú ein-a hér í bæ, sem gerir það auk mín, s-vo að ég viti. — Og að lokum, hvað viltu segja um atómljóð og órímuð Ijóð yfirleitt? — Ég fæ ekkert út úr því ann- að en vitleysu. Ég skil ekkert í vísunum og ekkert heldur í mönnurn að láta það fara frá sér. Ekkert vil ég eiga við órím- uð ljóð, kannske er það vegna þess, að ég skil þau ekki. Ann- ars virðist allt geta verið skáld- skapur nú. B.S. árið 1957 356 eða 27.1% og ár- ið 1960 423 eða 29.9%. Af þessurn tölum getum við séð, að í tvö síðustu skipti höf- um við ekki gert eins og við höf- um getað, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að árlega bætast við um 30 börn sem læra sund. Nú er það svo, að segja má, að hvert synt skólabarn syndi 200 metrana og þátttaka gagnfræða- skólans hér hefur stundum ver- ið 100%. Það er sem sé ekki skólaæskan, sem þarna svikst undan merkjum, heldur þeir fuil- orðnu. Á þesisu þarf að verða breyt- ing. Hver sá, sem einu sinni hef- ur lært isund, ætti að telja það skyldu sína að halda sinni s-und- kunnáttu við. Sundtökin gleym- ast aldrei, en sundfærnin verður Framhald á 2. síðu. Norræna sundkeppnin 1963

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.