Austurland


Austurland - 26.06.1964, Blaðsíða 2

Austurland - 26.06.1964, Blaðsíða 2
AUSTURLAND Neskaupstað, 26. júní 1964. 2 Verndun barna og unglinga gegn oíþrælkun Barnaverndarnefnd Neskaup- staðar hefir sett reglur, sembirt- ar eru á öðrum stað í blaðinu, um vinnu barna og unglinga. Var sannarlega tími til þess kominn, að reynt væri að reisa skorður við skefjalausri vinnuþrælkun yngstu kynslóðarinnar. Það er ekkert launungarmál, að vinnutími barna og unglinga hér í bæ hefur verið óhóflegur að sumrinu undanfarin ár. Ástæð- urnar eru einkum þrjár, í fyrsta lagi mjög mikil eftirspurn eftir vinnuafli, í öðru lagi metnaður hinna ungu borgara, sem vilja sýna, að þeir séu menn með mönn- um og vilja halda til jafns við hina fullorðnu, og í 3. lagi er því ekki að neita, að sumir foreldrar hafa sótt það mjög fast, að börnin ynnu langan vinnudag. Tvær fyrr- töldu ástæðurnar eru auðskiljan- legar, en, það er erfitt að skilja hugsunarhátt þeirra foreldra, sem krefjast vinnuþrælkunar af börn- um sínum, enda munu þeir for- eldrar í miklum minnihluta. En aðstaða foreldra til að halda aft- ur af börnunum er vissulega erf- ið, þegar saman fer mikil eftir- spurn eftir vinnuafli og krafa barnanna sjálfra um að fá að vinna á meðan þau geta. For- eldrum ætti því að vera það fagn- aðarefni, að settar hafa verið reglur, sem gerir þeim fært að liafa hemil á óhóflegri vinnu barnanna. Það er vonum seinna, að barna- verndarnefnd grípur til þess ráðs, að takmarka vinnu barna og unglinga. Og reglur hennar eru vissulega til mikilla bóta, þó umi það megi deila, hvort þær ganga nógu langt. Vikulegur vinnutími fermingarbarns er auðvitað allt of langur 54 stundir á viku, en þegar þess er gætt, að þess munu finnast dæmi, að hann hafi kom- izt á annað hundrað stundir á viku, er ljóst, að um mikla bót er að ræða. Ég hefði talið, að leggja hefði átt blátt bann við allri nætur- vinnu unglinga, einnig á síldar- plönum. Fátt er unglingum á gelgjuskeiði nauðsynlegra, en nægur og trufiunarlaus nætur- svefn. Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, flutti á Amlnrlmd Áskriftarverð kr. 100.00 Lausasala kr. 4.00 Kemur út einu sinni í viku. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ; NESPRENT \ ^VWV»AA/»A<»/\«/W\/WWW\/>yWWW*/WWWV síðasta þingi frumvarp til laga um vinnuvernd, þar sem m. a. er fjullað um þetta vandamál. Frumvarpið náði ekki fram að ganga, en þegar samið var 1 vor var ákveðið, að þetta mál skyldi N. k. sunnudagskvöld kl. 9 verður í féiagsheiminnu í Nes- kaupstaú haldinn stofnfundur hjarta- og æðasjúkdómavarnarfé- iags. Á fundinum mætir Sigurður Samúeisson, prófessor, sem í vor heiur unnió ao stofnun slíkra fé- iaga víða um land. I vor sendu nokkrir áhugamenn fra sér ávarp um stofnun hjarta- og æðasjúkdómavarnarfélags í Reykjavik. Um leið og þeir hvetja almenning tii þátttöku í stofnun félagsins, benda þeir á, að hjarta- og æðasjúkdómar séu nú allra sjúkdóma mannskæðastir á Is- landi. „Algengasti hjartasjúkdómur- inn stafar af kransæðakölkun og kransæðastífiu. Þessi tegund hjartasjúkdóma tekur að herja á fólk á fimmtugsaldri og stundum fyrr. Auðsætt er, að þjóðfélagið geldur mikið afhroð af völdum þessa sjúkdóms. Má þar til nefna langvinnt atvinnutap, sem bæði kemur hart niður á þjóðfélagi og einstaklingum og veldur margs konar erfiðleikum fyrir fjölskyld- ur, sem þetta bitnar á. Því má heldur ekki gleyma, að dauðsföll af þessum sökum eru ekki fátíð meðal fólks á milli fertugs og fimmtugs. Hér er sem sé um að ræða fólk á bezta aldri með marg- þætta lífsreynslu að baki og oft- lega langan undirbúning undir iífsstarf sitt. Komið hefur í ljós, að mikið gagn er að því, að fylgzt sé eftir á með fólki, sem fengið hefur sjúkdóm þennan og stuðlar siíkt að bættri líðan og auknu starfsþreki þess. Hér er ekki sízt mikilvægt, að náið sé samstarf sjúklinga og lækna. í flestum menningarlöndum heims hafa verið stofnuð samtök, sem hafa á stefnuskrá sinni bar- áttu við hjarta- og æðasjúkdóma, varnir gegn þeim, afleiðingum þeirra og útbreiðslu. Hafa sam- tök þessi með starfsemi sinni stuðlað stórlega að auknum rann- sóknum á þessum sjúkdómum og eðli þeirra og að vörnum gegn þeim. ; Við væntum þess fastlega, að árangur af starfsemi samtaka af tekið til meðferðar og verður það væntanlega gert á grundvelli frumvarps Hannibals. En það er ekki nóg að setja reglur. Það verður einnig að sjá svo umi, að þeim sé framfylgt. Þar þarf barnaverndarnefnd að vera vel á verði og lögreglan þarf að líta eftir þvi, að reglurn- ar séu ekki brotnar. þessu tagi verði ekki minni hér en reynsla hefur sýnt, að orðið hefur með öðrum þjóðum. Styðst þessi skoðun okkar m. a. við það, að félagssamitök með líku sniði hafa síðustu áratugina verið ó- metanleg stoð í baráttunni við berklaveikina hér á landi. Með hliðsjón af staðháttum og þjóð- félagsaðstæðum hér á landi má vænta þess, að vissir þættir í rannsóknum á þessum sjúkdóm- um, svo og varúðarráðstafanir gegn þeim, beri ekki minni árang- ur hér á landi en annars staðar. Við höfum hugsað okkur, að stofnuð verði í bæjum og sveitum iandsins félög, sem starfi að þessu mikilvæga málefni, en síðan sam- einist þau innan vébanda eins landssambands. Félögin og lands- sambandið myndu síðan skipu- leggja almenningsfræðslu um eðli og gang þessara sjúkdóma, svo og um varnarráðstafanir, sem hægt er að beita gegn þeim. Framtíðarmarkmið þessara samtaka hlýtur að verða það að reyna að hrinda í framkvæmd hóprannsóknum á fólki á tiltekn- um aldursskeiðum. Gæfist þá færi á að greina sjúkdóma þessa, áður en verulegt tjón hefur af hlotizt, þannig, að hægt væri að grípa til ráðstafana, sem komið gætu í veg fyrir, að menn veikt- ust af þeim. Slíkar hóprannsókn- ir eru nú fyrirhugaðar í ná- grannalöndum okkar“. Blaðið vill eindregið hvetja fólk til þátttöku í hjarta- og æðasjúk- dómavarnarfélaginu, sem, eins og áður er sagt, verður stofnað á fundi í félagsheimilinu kl. 9 á sunnudagskvöldið. Til sölu Til sölu er Volvo lyftikrani með ámokstursskóflu. — Tækifæris- verð, ef sarnið er strax. Jóhann Sveinbjörnsson, sími 54, Seyðisfirði. Hœstu útsvör r Neskaupstað Eftirtaldir einstaklingar bera í ár yfir 30 þús. kr. útsvar í Nes- kaupstað: Jón R. Árnason, yfirlæknir 76.500 Leó Sveinsson, vélstjóri 47.800 Jón Ölversson, skipstj. 45.600 Ólafur Eiríksson, vélstjóri 45.300 Jón Karlsson, framkv.stj. 44.000 Þórður Víglundss., stýrim. 44.000 Ari Sigurjónsson, skipstj. 41.200 Guðm. Þorleifsson, stýrim. 40.100 Hjörtur Árnason, stýrim. 38.700 Guðjón Marteinss., verkstj. 38.200 Guðm*. Sigmarsson, vélstj. 36.100 Kristinn Sigurðsson, vélstj. 34.500 Sigurj. Valdimarss. skipstj. 34.100 Brynjar Snorrason, matsv. 34.000 Samúel Andréss., skipasm. 33.300 Eyþór Þórðars., kennari 33.200 Reynir Zoega, vélsmíðam. 33.100 Jón H. Aðalsteinss., sjóm. 32.200 Gylfi Gunnarsson, bílstj. 32.100 Magnús Hermannss., vélstj. 32.100 Bjarki Þórlindsson, vélsm. 31.900 Stefán Þorleifss., fr.kv.stj. 31.900 Gísli S. Gíslason, skipstj. 31.700 Sig. Guðjónsson, trésmm. 31.700 Gunnar Ólafsson, skólastj. 31.600 Ólafur J. Ólason, skipsm.m. 31.500 Ingólfur A. Ingólfss. rafv. 31.400 Þorl. Jónasson, skipstj. 31.400 Stefán Pétursson, vélstj. 31.300 Kristj. Gissurars. skólastj. 31.100 Þórarinn Sveinss. verkstj., 31.100 Sigmar Björnsson, sjóm. 30.800 Þorl. Þorleifsson, skipstj. 30.600 Sigfús Sigvarðss. bílv.g.m. 30.300 Eftirtalin félög greiða yfir 50 þús. kr. í útsvar: Síldarvinnslan hf. 461.900 Kaupfélagið Fram 80.000 Sæsilfur hf. 63.800 Samvinnufél. útgerðarm. 51.100 Dr bænum Afmæli. Irma Jóhanna Pálsdóttir, hús- móðir, Hafnarbraut 8, varð 50 ára 20. júní. Hún fæddist í Þýzkalandi, en hefur verið búsett hér síðan 1951. Guðmundur Guðmundsson, fyrr- verandi vélstjóri, Mýrargötu 20 varð 65 ára 21. júní. Hann fædd- ist á Skálafelli í Suðursveit, en hefur átt hér heima síðan 1930. Sigurður Norðfjörð, fyrrverandi sjómaður, Mýrargötu 20 varð 70 ára 22. júní. Hann fæddist á Kolableikseyri í Mjóafirði, en hef- ur átt hér heima síðan 1941. Andlát. Guðni Þ. Finnsson, bílstjóri, Melagötu 15, andaðist á sjúkra- húsi í Reykjavík 23. júní. Han’i fæddist hér í bæ 12. sept. 1923 og átti hér heima alla ævi. I ijarla- og ædasjúk- dómavarnaríélag

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.