Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 2
KÖ Kris kris@ Fan Hve ist a gen gek ceri dval „M enn er í fyrir veg uð o frön finn Fan lend og Þ þýð Fan þarf ljóst „  á F » g F » le 1 e » fr d á FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH í knattspyrnu, varð efstur í einkunn- argjöf Morgunblaðsins. M-gjöfinni, og er því leikmaður ársins í Pepsi- deildinni að mati íþróttafréttamanna blaðsins. Matthías fékk samtals 20 M í 21 leik með Hafnarfjarðarliðinu og hafði betur í baráttunni við þá Hall- dór Orra Björnsson, Stjörnunni, og Blikann Kristin Steindórsson sem hlutu báðir 19 M. „Þetta er einn af ljósu punktunum í sumar og ég lít á þetta sem mikla við- urkenningu,“ sagði Matthías með bros á vör við Morgunblaðið þegar hann tók á móti fallegum bikar frá blaðinu í viðurkenningaskyni. Matt- hías segir að leikmenn fylgist al- mennt vel með einkunnagjöfinni. Hlýt að hafa verið ágætur „Það fylgjast allir með einkunna- gjöfinni og mönnum finnst gaman að ræða málin hvað þetta varðar. Það eru oft skiptar skoðanir en ég lít svo á að fyrst ég skoraði hátt hjá báðum dagblöðunum í einkunnagjöfinni þá hlýt ég að hafa verið ágætur í sumar,“ sagði Matthías. FH-ingar urðu að sætta sig við annað sætið í Pepsi-deildinni annað árið í röð eftir að hafa hampað titl- inum 2008 og 2009. Matthías segir tímabil ákveðin vonbrigði. Ekki eins lélegir og fólk heldur „Annað sæti í deildinni var okkur FH-ingum vonbrigði enda er yfirlýst stefna hjá klúbbnum að reyna að vinna alla þá titla sem í boði eru. Ég vil samt meina að við höfum ekki ver- ið eins lélegir og fólk heldur. Við vor- um aðeins þremur stigum á eftir KR og spiluðum virkilega vel síðari hluta mótsins en það var slæm byrjun á mótinu sem felldi okkur. Við fundum ekki alveg rétta taktinn í byrjun líkt og árið áður.“ 15 ára í meistaraflokki BÍ Matti Villa eins og vinirnir kalla hann hefur verið í herbúðum FH frá árinu 2004 en þangað kom hann frá BÍ á Ísafirði þar hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins 15 ára. „Ég lék nokkra leiki með BÍ undir lok tímabilsins þegar ég var 15 ára gamall og spilaði svo heilt tímabil með liðinu ári síðar. Ég er ekki í vafa um að þessi reynsla sem ég öðlaðist á þessum árum hjálpaði mér í fram- haldinu,“ segir Matthías, sem byrjaði að spila með 2. flokki FH 2004 en hef- ur verið með meistaraflokknum frá árinu 2005 og hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár. Hann segist fylgjast grannt með sínu gamla liði sem er nú sameinað Bolungarvík. „Ég á nokkra góða vini í liðinu. Ísafjörður er minn heimabær og ég var ánægður með gengi liðsins í sumar. Vonandi tekst mönnum að byggja ofan á þann árangur sem náð- ist þar í sumar.“ Fékk góða reynslu á Englandi Matthías reyndi fyrir sér í atvinnu- mennskunni síðastliðinn vetur. Hann gerði samning við C-deildar liðið Colchester og lék nokkra leiki með liðinu eftir áramótin. Spurður hvort dvölin hjá Colchester hafi haft áhrif á spilamennsku hans í sumar sagði Matthías; „Já, ég myndi segja það. Þetta var lærdómsríkur tími sem kom mér að gagni í sumar. Mér fannst ég vera yfirvegaðari í leik mín- um og þetta var ákveðin reynsla sem ég fékk að vera þarna úti þó svo að ég hafi ekki spilað mjög mikið.“ Get vel hugsað mér að semja við Haugesund Matthías stefnir á komast út í at- vinnumennsku. Hann var í vikunni til skoðunar hjá norska úrvalsdeildarlið- inu Haugesund en var svo óheppinn að meiðast á fyrstu æfingu og hélt heim á leið miklu fyrr en áætlað var. „Mig langar að fara út að spila og finnst ég vera tilbúinn til þess. Ég vil bæta mig sem leikmaður. Það er hægt hér heima en aðstæður eru ekki þær sömu og úti. Ef ég fer ekki út í vetur þá verð ég bara í FH og er stoltur af því. Forráðamenn Haugasund sögðu við mig þegar ég fór að þeim lægi ekkert á og mér stendur til boða að fara aftur. Ég get vel hugsað mér að semja við Haugesund ef allar for- sendur eru réttar. Mér líst vel á félag- ið og þarna er gamall samherji minn í FH, Alexander Söderlund. Ég hef mikið álit á honum þó svo að margir hér heima séu ekki þeirrar skoðunar. Hann hefur spilað virkilega vel og ég veit að stærri lið í Skandinavíu hafa verið að spyrjast fyrir um hann.“ Matthías er 24 ára gamall. Unnusta hans er Rakel Tómasdóttir og saman eiga þau einn þriggja ára snáða. Þau skötuhjúin, sem búa í Kópavogi, eru bæði í námi. Matthías er í við- skiptafræði og unnusta hans klárar væntanlega verkfræðinám sitt í vor. Einn af ljósu punktun  Matthías Vilhjálmsson er leikmaður Íslandsmótsins 2011 að mati Morgun- blaðsins  Ísfirðingurinn sem er fyrirliði FH stefnir á atvinnumennsku Matthías Vilhjálmsson » Hann er 24 ára gamall Ís- firðingur og lék með meist- araflokki BÍ frá 15 ára aldri. » Matthías kom 17 ára til liðs við FH-inga og hefur leikið með meistaraflokki þeirra frá 2005. Unnið fjóra meistaratitla og tvo bikarsigra. » Matthías lék með landslið- inu gegn Kýpur og Portúgal og á 8 landsleiki að baki. Bes hjá 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 Mýrin, úrvalsdeild kvenna, N1- deildin, föstudaginn 14. október 2011. Gangur leiksins: 2:0, 6:2, 10:4, 17:9, 21:12, 23:17, 26:21, 26:26, 27:29, 30:31, 32:31, 34:32, 36:32, 36:34. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 9/3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6, Sólveig Lára Kjærnested 6, Hildur Harðardóttir 5, María Karlsdóttir 5, Rut Steinsen 4, Ester V. Ragnarsdóttir 1. Varin skot: Jennifer Holberg 8 (þar af 2 til mótherja). Kristín Ósk Sæv- arsdóttir 4 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk HK: Brynja Magnúsdóttir 9/1, Arna Björk Almarsdóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5, Jóna Sigríður Hall- dórsdóttir 4, Elva Björk Arnarsdóttir 4, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 1. Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragn- arsdóttir 7, Dröfn Haraldsdóttir 3/1 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Matt- hías Teitsson, mistækir. Áhorfendur: 230. Stjarnan – HK 36:34 Í MÝRINNI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Stjarnan hósaði sínum fyrsta sigri í úrvalsdeild kvenna, N1-deildinni, í handknattleik kvenna í gærkvöldi þegar hún lagði HK með tveggja marka mun á heimavelli, 36:34. Um leið var þetta fyrsta tap HK í deild- inni á leiktíðinni. Stjarnan var sex mörkum yfir í hálfleik, 23:17, eftir að hafa náð níu marka forskoti eftir 24 mínútur. Þá benti fátt til þess að leik- urinn yrði jafn og spennandi en ann- að kom á daginn í síðari hálfleik. Leikmenn HK, sem farið hafa svo vel af stað í deildinni og m.a. unnið bikarmeistara Fram, voru lengst af úti á þekju í fyrri hálfleik. Leikur liðs- ins var allur í handaskolum, jafnt í vörn sem sókn. Stjarnan nýtti sér það og raðaði inn mörkum og virtist ætla að gera hreinlega út um leikinn. Undir lok fyrri hálfleiks breytti HK um vörn, fór í 5/1-vörn í stað 6/0. Við það sló nokkuð á sóknarþunga Stjörnuliðsins. Allt annað og ákveðnara HK-lið kom til leiks í síðari hálfleik. Vörnin var betri, sóknarleikurinn yfirvegaðri og aðeins fór að örla á markvörslu, sem var engin í fyrri hálfleik. HK tók að saxa á forskot Stjörnunnar og við það kom nokkurt óðagot á leikmenn Stjörnunnar. HK komst tveimur mörkum yfir, 29:27, eftir um 12 mín- útur í síðari hálfleik. Gústaf Björns- son, þjálfari Stjörnunanr, tók þá leikhlé og skipulagði leik liðsins upp á nýtt. Það hreif um leið og Stjarnan komst yfir aftur. Leikurinn var í járn- um allt þar til sjö mínútur voru til leiksloka. Þá komst Stjarnan tveimur mörkum yfir. Greinilegt var að kraft- ar HK-liðsins voru ekki nægir. Leik- menn gerðu sig seka um klaufaskap og að taka rangar ákvarðanir. Leiðir skildi og Stjarnan náði fjögurra marka forskoti og HK tókst aldrei að brúa það bil áður en yfir lauk. Urðum að vinna „Við lögðum upp með að þennan leik yrðum við að vinna ef við ætl- uðum að vera með í toppbaráttunni,“ sagði Gústaf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. „Fyrstu 20 mínúturnar voru afar góðar hjá okkur, ekki síst var sóknarleikurinn öflugur, og í fyrri hálfleik skoraði liðið 23 mörk. Í byrjun síðari hálfleiks fóru menn að reyna að halda fengnum hlut. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og forskotið molnaði undan okkur smátt og smátt. En liðið sýndi mikinn karakter með því að koma sér inn í leikinn á ný eftir að lenda tveim- ur mörkum undir og tryggja sér góð- an sigur þegar upp var staðið,“ sagði Gústaf. „Fyrri hálfleikur varð okkur að falli. Það var alveg sama hvar var litið á leik okkar fyrstu 20 mínúturnar; hann var afleitur. En við náðum að stappa stálinu í okkur í hálfleik og leika miklu betur í þeim síðari en það dugði ekki til,“ sagði nýbakaður landsliðsmarkvörður, Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, úr liði HK.  Á mbl.is er að finna myndskeið með viðtölum við Hilmar Guð- laugsson, þjálfara HK, og Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur, leikmann Stjörnunnar. Kaflaskipt í Mýrinni  Stjörnusigur í markasúpu gegn HK Morgunblaðið/Eggert Reynsla Hanna Guðrún Stefánsdóttir skorar eitt 6 marka sinna gegn HK. Undankeppni EM U17 karla Grikkland – Ísland................................... 0:1 Páll Olgeir Þorsteinsson 48. Ísrael – Sviss............................................. 3:2 Staðan: Sviss 2 1 0 1 7:4 3 Grikkland 2 1 0 1 4:2 3 Ísrael 2 1 0 1 4:6 3 Ísland 2 1 0 1 2:5 3  Í lokaumferðinni á mánudag leikur Ís- land við Ísrael og Sviss við Grikkland. Tvö efstu liðin komast áfram og þriðja sætið getur líka gefið þátttökurétt í milliriðli. England B-deild: Doncaster – Leeds ................................... 0:3 Staða efstu liða: Southampton 10 7 1 2 25:12 22 Middlesbrough 10 5 5 0 13:5 20 Derby 10 6 1 3 14:11 19 West Ham 10 5 3 2 18:10 18 Leeds 10 5 2 3 20:15 17 Þýskaland A-deild: Werder Bremen – Dortmund.................. 0:2 Staða efstu liða: Bayern M. 8 6 1 1 21:1 19 Dortmund 9 5 1 3 15:7 16 Gladbach 8 5 1 2 9:4 16 Werder Bremen 9 5 1 3 16:12 16 Schalke 8 5 0 3 17:13 15 B-deild: Bochum – Frankfurt ............................... 0:2  Hólmar Örn Eyjólfsson var varamaður hjá Bochum og kom ekki við sögu. Noregur Vålerenga – Viking ................................. 3:0  Veigar Páll Gunnarsson lék í 60 mínútur með Vålerenga og lagði upp tvö mörk.  Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason léku allan leikinn með Viking. Staða efstu liða: Molde 25 16 4 5 47:32 52 Vålerenga 25 13 5 7 37:26 44 Rosenborg 24 12 6 6 57:28 42 Tromsö 25 12 6 7 44:31 42 Brann 25 11 6 8 40:40 39 Austurríki B-deild: Austria Lustenau – WAC/St.Andrä...... 1:1  Helgi Kolviðsson er þjálfari Austria sem er í 4. sæti deildarinnar. KNATTSPYRNA N1-deild kvenna Úrvalsdeildin, 3. umferð: Fram – Haukar .................................... 39:21 Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 11, El- ísabet Gunnarsdóttir 7, Ásta Birna Gunn- arsdóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Sunna Jóns- dóttir 3, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jó- hannsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2. Mörk Hauka: Gunnhildur Pétursdóttir 4, Sandra Sigurjónsdóttir 3, Elsa Árnadóttir 3, Ásta B. Agnarsdóttir 2, Viktoría Valdi- marsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 1, Karen Sigurjónsdóttir 1, Silja Ísberg 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1, Marija Gedroit 1. Stjarnan – HK ...................................... 36:34 Staðan: Valur 3 3 0 0 102:68 6 HK 3 2 0 1 92:77 4 Fram 3 2 0 1 91:65 4 FH 2 1 0 1 47:58 2 Stjarnan 2 1 0 1 56:62 2 ÍBV 2 1 0 1 45:57 2 Haukar 3 1 0 2 76:91 2 KA/Þór 1 0 0 1 19:30 0 Grótta 3 0 0 3 73:93 0 1. deild karla ÍR – Selfoss ........................................... 27:27 Stjarnan – Fjölnir................................. 35:22 Staðan: Víkingur R. 2 2 0 0 52:47 4 ÍBV 2 2 0 0 67:51 4 Stjarnan 3 2 0 1 88:71 4 ÍR 3 1 1 1 89:72 3 Selfoss 3 0 1 2 74:93 1 Fjölnir 3 0 0 3 60:96 0 Þýskaland A-DEILD: Magdeburg– RN Löwen .................... 24:29  Björgvin Páll Gústavsson ver mark Magdeburg.  Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Löwen. Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálf- ar liðið. Wetzlar – Balingen ............................. 23:23  Kári Kristján Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Danmörk A-deild kvenna: Aalborg DH – Slagelse ....................... 25:26 Arna Sif Pálsdóttir skoraði ekki fyrir Aalborg DH. Svíþjóð A-DEILD KARLA: Hammarby – Alingsås ........................ 25:20  Þröstur Þráinsson skoraði 6 mörk fyrir Hammarby en Elvar Friðriksson ekkert.  Ásbjörn Friðriksson skoraði eitt mark fyrir Alingsås. HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.