Morgunblaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 2
Ítalski knattspyrnumaðurinn Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, er staðráðinn í því að snúa aftur inn á völlinn en hann hefur glímt við sjóntruflanir eftir að hafa lent í sam- stuði við samherja sinn, Alessandro Nesta, í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar í byrjun september. Við höggið skaddaðist taug í vinstra auganu með þeim afleiðingum að hann hefur séð margfalt. Gattuso, sem hefur leikið með Míl- anóliðinu, verður frá keppni í fjóra til sex mánuði til við- bótar en hann þarf að gangast undir aðgerð á auganu. „Líf mitt er fótbolti. Ég er heppinn maður. Fyrir þremur vikum tjáðu læknar mér það að svo gæti farið að ég spilaði aldrei fótbolta aftur en núna segja þeir að þetta líti betur út. Fyrir nokkru var ég alvarlega hræddur um heilsu mína og líf en núna hef ég farið í nokkrar rannsóknir og er öruggari. Það þarf meira en þetta til að sigrast á mér. Ég vonast til að snúa fljótt inn á völlinn aftur,“ sagði harðjaxl- inn Gsttuso við fréttamenn í gær. gummih@mbl.is Gattuso ætlar að snúa til baka Gennaro Gattuso Homare Sawa, lykilmaður í heimsmeistaraliði Japans í knatt- spyrnu kvenna, og hin brasilíska Marta þykja líklegastar til að verða fyrir valinu sem besta knattspyrnukona heims en FIFA hefur tilnefnt tíu leikmenn sem koma til greina. Hinn 5. desember verður nöfnunum fækkað í þrjú og 9. janúar á næsta ári verður kunngert hver hreppir hnossið. Sawa var besti leikmaður Japana þegar þeir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Bandaríkjamönnum í úr- slitaleik. Marta varð meistari með liði sínu Western New York Flash í Bandaríkunum en hún hefur verið kjörin besta knattspyrnukona heims fjögur síðustu árin. Leikmennirnir tíu sem eru tilnefndir eru: Sonia Bompastor (Frakklandi), Kerstin Garefrekes (Þýskalandi), Marta (Brasilíu), Aya Miyama (Japan), Alex Morgan (Bandaríkjunum), Louisa Necib (Frakklandi), Homare Sawa (Japan), Lotta Schelin (Svíþjóð), Hope Solo (Bandaríkjunum) og Abby Wambach (Bandaríkjunum). gummih@mbl.is Tíu fótboltakonur tilnefndar Marta FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Maraþonhlauparinn og verðandi ól- ympíufari, Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki, mun keppa í einu mara- þonhlaupi til viðbótar áður en hann stígur á stóra sviðið í London næsta sumar þar sem Ólympíuleikarnir 2012 fara fram. Kári tjáði Morgunblaðinu í gær að hann yrði mjög líklega á meðal keppenda í maraþonhlaupi í Miami í lok janúar. „Mér finnst líklegt að ég hlaupi í Miami en það er ekki alveg öruggt. Ég er að skoða að fara í æfingabúðir til Suður-Afríku í janúar og mun þá æfa þar með dönskum hlaupara sem ég þekki ágætlega. Hann ætlar að vera þar við æfingar í janúar og mér líst nokkuð vel á það. Ég mun þá æfa þar af krafti en þarf þá helst að ná einni rólegri viku áður en ég keppi í Miami,“ sagði Kári í samtali við Morgunblaðið og hann segist ætla að láta reyna á þolrifin í þessu hlaupi. Mun taka áhættu í Miami „Það er engin pressa á mér í þessu hlaupi, ólíkt því sem var í Berlín í september þar sem ólympíulágmarkið var undir. Ég mun því láta reyna á þolið og fara hraðar af stað og hlaupa til sigurs. Þetta verður gott hlaup til að leggja inn í reynslubankann því þarna get ég leyft mér að taka ákveðna áhættu sem ég leyfði mér ekki að gera í Berlín,“ útskýrði Kári en rétt er að minna lesendur á að hann hefur aðeins hlaupið eitt maraþon- hlaup á ferlinum en það var Berl- ínarmaraþonið sællar minningar. Kári gerði sér þá lítið fyrir og náði ólympíu- lágmarkinu, og setti Íslandsmet, en áður var hann farsæll í millivega- lengdum og á Íslandsmet bæði í 5.000 og 10.000 metra hlaupum. Laus við stress í vetur Nú þegar frá líður hlaupinu í Berlín segir Kári það hafa verið afar mik- ilvægt að ná lágmarkinu og þurfa ekki að eyða vetrinum í að eltast við lág- markið fyrir London. „Ég er rosalega sáttur við að hafa náð lágmarkinu þó að tíminn hafi ekki verið neitt spes að mínu mati. Því hefði fylgt stress að þurfa að reyna við lágmarkið í janúar og æfingarnar í vetur hefðu þá miðast við það. Fyrir vikið hefði maður kannski verið eins og sprungin blaðra þegar að leikunum kemur. Það getur tekið mikið á andlega að vera lengi að vinna að stóru markmiði eins og ól- ympíulágmarki. Nú hef ég hins vegar nægan tíma til að vinna í mínum und- irbúningi fyrir leikana, bæði andlega og líkamlega,“ sagði Kári en helsta ástæða þess að hann náði ekki eins góðum tíma í Berlín, og hann telur sig geta náð, er sú að hann fékk krampa í báða kálfana þegar hann átti enn nokkra kílómetra eftir. „Ég reyndi að gera þetta af skynsemi og koma mér undir lágmarkið.“ Fleiri æfingaferðir á dagskrá Kári segist hafa tekið sér um þriggja vikna hvíld til að jafna sig eftir hlaupið í Berlín en æfingar eru hafnar hjá honum á nýjan leik og hann er að teikna upp áætlun fyrir veturinn ef svo má segja. „Ég mun æfa af krafti hér heima fram að áramótum og þá tekur væntanlega við ferðin til Suður- Afríku. Fyrir utan hana á ég von á því að fara utan í æfingabúðir um páskana og einnig í maí. Mér finnst mikilvægt að breyta reglulega um umhverfi en maður getur orðið leiður á því að æfa til lengdar í myrkrinu á klakanum. Það er hins vegar ekkert að því að hlaupa á Íslandi og hér á ég marga góða æfingafélaga. Til að mynda eru hérna frábærir stígar til að hlaupa á og þannig er því ekki farið alls staðar. Þegar ég var í námi í Berkeley þurfti ég til dæmis að aka talsverða vega- lengd til að finna almennilega stíga til að hlaupa á. Næsta vor mun ég svo keppa nokkrum sinnum í 10 kílómetra hlaupum og hálfu maraþoni til þess að vinna í hraðanum. Þá reyni ég að bæta metin sem ég á í þessum greinum,“ sagði Kári ennfremur. Ætlar sér upp fyrir Danann Morgunblaðið birti á dögunum töl- fræði yfir það hvar Kári stendur í heiminum í samanburði við aðra maraþonhlaupara sé tími hans í Berlín notaður sem viðmið. Hann er á meðal fimmtíu bestu í Evrópu og er með næstbesta tíma Norðurlandabúa á árinu en einungis Daninn Jesper Faurschou hefur hlaupið maraþon hraðar á þessu ári. „Ég hafði gaman af því að sjá hversu ofarlega ég var á meðal Norð- urlandabúa. Ég hef reyndar oft keppt við þennan Dana í styttri vegalengd- um og hef oft unnið hann. Ég vona að ég verði ekki lengi fyrir aftan hann á þessum lista en það er fátt leiðinlegra en að tapa fyrir Dönum. Vonandi fæ ég tækifæri til að keppa á móti honum á Ólympíuleikunum,“ sagði Kári léttur en þess má geta að Faurschou hefur hlaupið maraþon um nokkura ára skeið. Ferillinn rétt að byrja Kári þykir ungur af maraþonhlaup- ara að vera og segir þá oft á tíðum toppa þegar þeir eru komnir yfir þrí- tugt. Hann segir því mjög mikilvægt fyrir sig að komast til London og öðl- ast reynslu þar því hann eigi að vera nær toppnum á sínum ferli á leikunum 2016 eða jafnvel 2020. „Bestu maraþonhlauparar heims í dag eru 38 ára og það eru dæmi um að menn hafi sett heimsmet í greininni 35 ára gamlir. Ég er því hálfgerður byrj- andi í þessari grein enn sem komið er,“ útskýrði Kári sem er 25 ára gam- all. Þrjú góð hlaup á ári Þykir honum ekki sérstakt til þess að hugsa að hlaup hans á Ólympíu- leikunum verði aðeins þriðja mara- þonhlaup hans á ferlinum? „Jú, það er ansi furðulegt og ef ég hefði ekki náð lágmarkinu í Berlín hefði hlaupið í London verið mitt annað hlaup á ferl- inum að því gefnu að ég hefði náð lág- markinu í janúar í staðinn. Þess vegna verður hlaupið í Miami í janúar mér mikilvægur skóli. Þar get ég betur áttað mig á því hvar ég stend og hversu hratt ég get hlaupið. Það fer mikill tími í hvert maraþonhlaup og reglan er sú að hægt sé að hlaupa þrjú góð hlaup á ári. Menn geta svo sem hlaupið maraþon reglulega en ekki ef þeir ætla að ná alvöruárangri. Hvert hlaup krefst sérhæfðs undirbúnings í þrjá mánuði og að hlaupinu loknu tek- ur þrjár vikur að ná þreytunni úr fót- unum,“ sagði Kári Steinn Karlsson í samtali við Morgunblaðið. Þriðja hlaup ferilsins á Ól í London Morgunblaðið/Ernir Góður Kári Steinn Karlsson er byrjaður að undirbúa sig fyrir þátttökuna á Ólympíuleikunum sem fram fara í London næsta sumar.  Kári Steinn stefnir á maraþon í Miami 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2011 England C-DEILD: Scunthorpe - Huddersfield......................2:2  Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Huddersfield. Brentford – Stevenage .............................0:1 Bury – Notts County................................ 2:2 Carlisle – Sheff.Wednesday .....................3:2 Colchester – Bournmouth ........................1:1 Hartlepool – Tranmere.............................0:2 Preston – Oldham......................................3:3 Rochdale – Chesterfield ...........................1:1 Sheffield Utd. – MK Dons ........................2:1 Walsall – Exeter........................................1:2 Wycombe – Chester..................................1:2 Yeovil – Leyton Orient .............................2:2 Deildabikarinn, 4. umferð: Aldershot – Man. Utd...............................0:3 Dimitar Berbatov 15., Michael Owen 41., Antonio Valencia 48. Arsenal – Bolton .......................................2:1 Andrei Asrshavin 53., Park Chu-Young 56. – Fabrice Muamba 47.  Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton. Cardiff – Burnley .....................................1:0 Josep Mason 40.  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff. Crystal Palace – Southampton ...............2:0 Darren Ambrose 72., Jermaine Easter 82. (víti). Ítalía Juventus – Fiorentina...............................2:1 Staða efstu liða: Juventus 8 4 4 0 13:6 16 Udinese 7 4 3 0 10:1 15 Lazio 7 4 2 1 11:7 14 Atalanta 7 4 2 1 10:8 14 Cagliari 7 3 3 1 8:5 12 Napoli 7 3 2 2 10:5 11 Spánn Granada – Barcelona ................................0:1 Sevilla – Racing Santander ......................2:2 Staða efstu liða: Barcelona 9 6 3 0 27:4 21 Levante 8 6 2 0 14:3 20 Real Madrid 8 6 1 1 28:6 19 Sevilla 9 4 5 0 10:6 17 Valencia 8 4 3 1 11:8 15 Málaga 8 4 1 3 10:11 13 Real Betis 8 4 0 4 10:13 12 Espanyol 8 4 0 4 7:11 12 Þýskaland Bikarkeppnin Hoffenheim – Köln ...................................2:1  Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leik- mannahópi Hoffenheim. Unterhaching – Bochum .........................1:4  Hólmar Örn Eyjólfsson var ekki í leik- mannhópi Bochum. Dortmund – Dynamo Dresden ................2:0 Eintracht Trier – Hamburger SV ...........1:2 KNATTSPYRNA Svíþjóð Uppsala – Sundsvall .........................66:91  Hlynur Bæringsson skoraði 8 stig, tók 12 fráköst og átti 4 stoðsendingar, Jakob Sigurðarson skoraði 25 stig, tók 3 frá- köst og átti 1 stoðsendingu, Pavel Er- molinskij skoraði 10 stig, tók 6 fráköst átti 4 stoðsendingar hjá Sundsvall. Solna – Stockholm 08.......................84:71  Logi Gunnarsson skoraði 16 stig, tók 3 fráköst og átti 4 stoðsendingar hjá Solna.  Helgi Már Magnússon skoraði 4 stig tók 2 fráköst hjá Stockholm 08 Borås – Jämtland..............................99:97  Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og átti 4 stoðsendingar hjá Jämtland. KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin: Ásvellir: Haukar – Fjölnir ................... 19.15 Hveragerði: Hamar – Njarðvík .......... 19.15 Vodafone-höllin: Valur – Keflavík .......19.15 HANDKNATTLEIKUR Eimskipsbikarkeppni karla: Grafarvogur: Fjölnir – HK.................. 19.00 Víkin: Víkingur – ÍBV .......................... 19.30 Í KVÖLD! Meistaraflokkur karla Húnar – SR............................................3:5 Mörk Húna: Arild Kári Sigfússon 1/1, Matthías S. Sigurðsson 1/0, Falur Birkir Guðnason 1/0, Bergur Árni Einarsson 0/1. Refsingar Húnar: 32 mínútur Mörk SR: Egill Þormóðsson 2/1, Daniel Kolar 1/0, Robbie Sigurðsson 1/0, Gauti Þormóðsson 1/0, Kristján Gunnlaugsson 0/1. Refsingar SR: 8 mínútur. Víkingur – Jötnar...............................12:1 ÍSHOKKÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.