Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 11

Líf og list - 01.07.1950, Blaðsíða 11
Á kaffihúsinu — Frh. af bls. 2. <--------------------------------------------- ÆVISAGA Kona. Skápur. Gengið fram hjá. Aftur. Kona. Gömul. Eldhús. Fitlað við eldavél. 40 ára hjónaband. Skápur. Eldavél. Aftur. Aftur. Uppkomin börn. Áður. Ung. Gift. Hjónaband. Ást. Maður. Börn. Heimili. Heimilislíf, Orka. Lífsgleði. Uppeldi. Heitur matur. Maður kemur heim. Bros. Kvöld. Nótt. Fleiri börn. Tími. Efni. Álnir. Föt. Vinir. Samræður. Rafmagnsljós. Kveðjur. Kaffibrúsi. Vinna. Maður. Hlé. Vinna. Kvöld, Þögn, Vinna, Tími. Aldur. Uppkomin börn. Gleði. Barnabörn. Aldur. Veizla. Hamingja. Húsmennska. Dóttir. Tengdasonur. Hús- næði. Veikindi. Læknir. Gröf. Fólk. Einmana, Sjá, Heyra. Elli. Grátur. Þögn. Þreyta. Sama. Þoka, Já. Veit ekki, Get ekki. Guð. Ó. Sv. B. ar fremur köld vinarhót, ekki sízt, þeg- ar hver rekur annan. En um þetta er ekki að fást. Kjarna máls vors forðast Jón með öllu, en þylur í þess stað langan lestur um nýyrðasköpun og ís- lenzkun tækniorða og fagmáls, rétt eins og vér hefðum lýst oss andvíga slíku. Vér erum vitanlega alveg á sama máli og Jón um gagnsemi þessa fyrir islenzka tungu. En nýyrðasköpun er ekki hið sama og málhreinsun, og vel heppnuð nýyrðasmíð er sannarlega allt annað en mislukkuð málhreinsun, en um hana vorum vér að ræða. En aðal- atriði máls vors var það, að vér sýnd- um fram á, að notkun útlendra orða 1 islenzkri ritsmíð gæti átt rétt á sér og þyrfti engan veginn að skaða íslenzkt mál. Aðrir hlutir væru því miklu hættulegri. (Til að forða Jóni frá að snúa út úr fyrir oss öðru sinni er rétt að taka fram, að með „ritsmíð" eigum vér við það, sem telst til fagurra bók- mennta og ritgerða, en ekki skýrslur eða greinar í tæknitímaritum). Enn er sannfsering vor um þetta atriði óbifuð, °g enn er hið mikla dæmi Matthíasar Jochumssonar oss fyrir augum. Jón virðist hins vegar ekki kæra sig leng- ur um selskap Matthiasar, og skiljum vér raunar, að þeir eigi ekki samleið. Að lokum: Fegnir viljum vér læra af oss eldri mönnum, en óskum jafnframt, að þeim mætti auðnast að læra ögn af °ss. Veðurfræðin hefur reiknað út, að vér séum staddir undir stjörnumerki vatnsberans og telur, að þar séu veður valynd. Þar hyggjum vér þó ferskara andrúmsloft en í því dauða dampa- hvolfi, sem ríkir undir sumum öðrum stjörnumerkjum. Lognmolla og flat- neskja eru oss ekki að skapi, og veit þó enginn nema vér kunnum að meta þessi náttúrugæði, þegar vér erum komnir á aldur Jóns Eyþórssonar. Hann var líka ungur einu sinni. Uppstigning á Akureyri. Framh. af bls. 7. En fleiri eiga hér þakkir skildar en próf. Nordal. Mér þótti í mikið ráðizt, er Leikfélag Akurcyrar hóf sýningar á sjónleiknum. En hlutur þess varð miklu betri cn við mátti búast. Hlutverkum voru yfirleitt gerð sæmileg sk.il. Ég ætla ekki að gerast hér dómari, um þátt ein- stakra leikara, en ég get þó ekki látið hjá líða að minnast á eina leikkonuna, frú lijörgu fíaldvins- dóttur, er lék frú Herdísi. Leikur hennar var afburðagóður, sannur og tilgerðarlaus. Þetta er enn að- dáunarverðara, þegar þess er gætt, að frúin hefir aldrei átt þess kost að leggja stund á leiknám. En eng- an veginn má gleyma leikstjóran- um, lir. Ágúst Kvaran. Sumir liggja honum á hálsi fyrir það, að hann láti of sjaldan ljós sitt skína. Ég tel þetta hans mikla hróður. Af þessum sökum verður það ávallt merkur viðburður, er sýndur er sjónleikur undir lians stjórn hér á Akureyri. Mér er það með öllu ó- skiljanlcgt, hvernig honum tókst með þeim takmarkaða liópi leik- fólks, sem liann hafði ylir að ráða að skapa jafnheillegan og gallalít- inn leik og raun ber vitni um. Ég hcfi heyrt, að Leikfélag Akur- eyrar ætli sér að hefja að nýju í haust sýningar á Uppstigningu. Ég lagna Jjví, og ég vona, að félagið láti það ckki undir höfuð leggjast. Akureyri í júní 1950. Halldór Halldórsson. ANGURLJÓÐ Þegar á unga aldri. Lifi ég enn og leik mér aldri. Veldur það vökunum, vart gekk í ker. Stytti ég með stökunum stundirnar mér. Það er stríð í þagnar rann, þulinn sjóðr af vilja, að missa þann, sem mikið er við að skilja. Gröfin skilur okkur að eina stund á láði — senn er fengin sú ég lengi þráði. Grætr hin bjarta bauga rist bæði um kveld og morgna. Hvað bar þá til, þýð mín lindin þornar? Blítt lætur veröldin, fölnar fögur fold. Langt er síðan yndið mitt var lagt í mold. Aldnar undir blæða, augun fella tár; mörg er heims mæða og mannraunin sár. Finn ég æskan farin er nú með fögrum blóma sínum. Kólnar mér á kinnvöngunum mínum. LÍF og LIST 11

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.