Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 15

Líf og list - 01.08.1950, Blaðsíða 15
Bach-ættin. Framhald af bls. 7. stríðsárin. Hann rataði í margar raunir. Skömmu eftir l'yrsta brúð- kaup hans ól konan honum and- vana barn og dó sjálf hálfri klukku- stund síðar. Þrjú börn hans af öðru hjónabandi dóu einnig í æsku. Auk jsessa var Erfurt hernumin af niinnst tveirn herjunr á meðan hann var aðaltónlistarfrömuður borgarinnar, og hlýtur lrann og fjölskylda hans að hafa haft af því mikil óþægindi. Það var líka naumt um mat hjá þeinr árum sam- an, og 1644 — fjórunr árum áður en strjðinu lauk — þraut Jólrannes ráð til að útvega daglegt brauð. Hann segir: „Ég lref ekki fengið borguð laun í meira err heilt ár, og ég hef nærri orðið að grátbiðja unr hvað lítið senr var.“ ÚRKYNJUNIN. Þegar stríðið var loks á enda og Jífið komst í eðlilegt horf, komst Bachættin einnig aftur á strik. Ætt- íólkinu fjölgaði ört, og tveir af efnilegustu ættnrönnunum — Jó- hann Michael og Jóhann Kristófer Jrinn fyrri — uxu upp á fyrstu ár- um friðarins. Hjá næstu kynslóð náði ættin lránrarki snilldarinnar með Jóhanni Sebastian, og í þeirri þar næstu varð hún fjölmennust og sterkust. Eins og þegar hefur verið sagt, lét ættin tónlistarmönnum sínum í té þekkingu og aðstæður, sem örv- aði gáfu þeirra og kom í veg fyrir, að hún kafnaði. Enginn getur sagt, lrvar hún hefur byrjað, en þó sýn- ist ljóst, að unr hafi verið að ræða meðfædda eða arfgengna tónlistar- gáfu, sem magnaðist snögglega í fyrstu og annarri kynslóð eftir Veit. Hún gekk aldrei að erl'ðunr í kvenlegg, þó að fyrsta kona Jó- lranns Sebastians, sem var frænka lrans, hafi ef til vill arfleitt syni sína að einhverjum slíkum skerf. Þeir voru almennt taldir gáfaðri en synir af síðara hjónabandi hans. Þá brast allt í einu snilldin í Bachættinni. — Hrörnunarmerki komu jafnvel fram meðal barna Jó- hanns Sebastians. Elzti sonur hans var gáfaður, en reikull, og dó von- svikinn. Sönruleiðis voru tengdar vonir við fjórða soninn, en einnig þær brugðust. Karl Philipp Eman- uel lrefur skrifað um hann: „Hann lrafði snilldargáíu, en það varð aldrei neitt úr honum.“ Af næstu kynslóð á eftir komu aðeins fáeinir tónlistarnrenn. Hin- ir urðu lögfræðingar .efnafræðing- ar, embættismenn og skólastjórar. Það voru endalokin, þó að síðasti tónlistarmaðurinn af Bachkyninu, sonarsonur Jóhanns Sebastians, lifði fram að 1845. Tveinr árunr áður en hann dó, horfði hann í Á kaffihúsinu. Framhald af bls. 2. fyrir sverði,“ mun prófessor Hallesby hafa sagt, að táknaði dauðarefsingu fyr- ir manndráp og fyrirskipaði vamarstríð gegn innrásarmönnum. Vér ætlum ekki að gera tíðrætt um þetta hér, aðeins vekja athygli á, að einnig norskir guð- fræðingar og menntamenn hafa að und- anförnu deilt um þetta efni, svo að séra Pétur stendur ekki einn. I nýju hefti af tímaritinu Syn og segn skrif- ar gamall norskur menntamaður, Jakob Naadland, um þetta deilumál. Hann tekur fyrir alla þá staði í nýja testa- mentinu, sem notaðir hafa verið til „sanna“, að Kristur hafi leynt valdbeit- ingu og manndráp, og sýnir, hvernig þeir eru ýmist ónákvæmt þýddir úr griska frumtextanum eða vanskildir og hártogaðir. Niðurstaða hans er sú, að Kristur hafi kveðið upp skilyrðislaus- an og alvöruþrunginn dóm yfir öllu vopnavaldi, í hvaða mynd sem er, og einkum bent á þau sálrænu áhrif, sem vopnaburður og manndráp hafa á mennina. „Og ef menn gera sér grein fyrir", segir Naadland, „hvernig síð- ustu styrjaldir hafa brennimerkt mann- kynið og heltekið hið almenna hugar- ástand, hljóta þeir að viðurkenna, að þessi orð Krists hafa að fullu sannazt.“ Kristilegri virðist oss þessi kenning en séra Péturs. Leipzig á afhjúpun minnismerkis- ins um afa sinn. Þá fékk hann full- vissu um það, að minnsta kosti mesti sonur ættarinnar mundi ekki falla í gleymsku. HVÍLD Á SJÓ! Margir lita svo á, að fátl veiti betri hxnld en róleg sjófei'ð á góðu skipi, og því er það, að feestir sjá eftir þeim tima, sern i sjóferðina fer, ef þeir á annað borð liafa ástœður til að laka sér hvild frá störfum. Hafið, með sinu lifi, hefir líka sitt aðdráttarafl, og landsýn er oft hin fegursta frá skipi. — Nú höfum vér beiri skiþakost en fyrr á árum til farþegaflutnings, og cetti þvi fólk að athuga það timanlega hvort eklú vœri rétt að taka sér far með skipum vorum. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.