Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 16

Líf og list - 01.01.1951, Blaðsíða 16
baka með svohljóðandi orðum: „Engin orð mín geta tjáð einn hundraðasta hlutann af þeirri fyrirlitningu, sem ég hefi á þess- um rétti“. En var þetta satt? Frank Harris var jafn-var- hugaverður í fjármálum eins og í því að fara með satt og rétt mál. Hann prettaði mig að vísu aldrei eða gerð'i tilraun í þá átt. Raunar greiddi hann mér drjúg- an skilding fyrir það', sem ég skrifaði í tímaritið Pearsons, sem hann annaðist ritstjórn í New York, og hann sýndi mér iðulega rausn og gestrisni á ýms- an hátt — en hann sveik og fé- fletti, eins oft og hann gat, alla þá, sem hann skoðaði heppilega til slíks. Hann var ósvífinn, miskunnarlaus og samvizkulaus, ef því var að skipta, og lifði að- allega á því. Hann var fullkom- inn skelmir, en hrókur alls fagn- aðar, skelfilega óheiðarlegur, blygðunarlaus sið'leysingi, en eins og Falstaff sannfærandi uppspretta lifandi vatns, sem hressti og endurlífgaði hvern og einn, sem bragðaði á því. Eg man eftir honum á líkan hátt og ég man eftir sjaldgæfri teg- und af gömlu koníaki. Hann var gæddur sama kvnngikrafti. Ií ann var bróðir af sama blóði og Falstaff í skelmisskap sínum, þorparabrelhím sínum, lygum sínum, drykkjufýsn, saurlífi — og í sigursælli lífsorlcu sinni, mælsku sinni og máttugum skömmum, flugskarpri hugsun og slægð í allri baráttu, örlæti sínu og töfrum alls persónuleik- ans. Erki-egóistinn ANN var sextíu og þriggja ára, þegar ég kynntist hon- um fyrst, og kunningsskapur okkar hélzt órofinn, þar til er liann dó 1931, 7G ára að aldri. Hann sýndi lítil merki líkanx- legrar og andlegrar hrömunar nema á allra síðustu árunum. Hann átti vanda til að segja eitt- livað á þessa leið: „Eg mun lifa Shaw — auðvitað lifi ég Shaw!“ Ef viljinn til þess að' lifa liefði ráðið, myndi hann eflaust hafa náð níræðisaldri. Hann elskaði lífið, ef nokkur gerði það. Ekki löngu fyrir andlát hans kom fyrir atvilc, sem beindi athygli minni að elli hans. IJað var átakanleg stund. Raun- ar var það í eina skiptið', sem ég sá hann aumkunarverðan og í átakanlegu ásigkomulagi. Við vomm á göngu eftir Pro- nxenade des Anglais í Nizza. Hann hafði um hríð verið ó- venju þögull og annars hugar, þegar hann vék sér að mér skyndilega og sagði, að nú væri hann orðinn vita-náttúrulaus. Hann hafði orðið þess skyndi- lega áskynja aðeins á dögunum sér til mikillar skelfingar og ar- mæð'u. „Þetta leggst á sálina líka“, sagði hann dapur i bragði. „Sjáðu stúlkurnar þarna, sem eru að baða sig. Mig varðar elck- ert um þær — ekki hætis hót“. Eg reyndi að segja einhver hug- hrevstandi orð og sneri mér að honum til þess að láta í Ijós saniúð mína. Mér var litið á hann — og sá, að augu hans flóðu í tárum. Eg minntist þá stundina þess, að' hann hafði grobbað af því við mig, þegar við hittumst fyr§t (þá var hann G3 ára gamall), að hann væri nú alveg eins snarpur elskhugi og nokkru sinni fvrr. Kannske hef- ir þetta verið ein af þessum lognu og hálflognu sögum hans, en enginn vafi leikur á því, að hann fór með satt mál í síðara skiptið þarna á baðströndinni í Nizza. Eins og ég sagði í byrjun greinar minnar getur enginn, sem jxekkti Frank Harris, gleynxt honum. Guðirnir höfðu veitt. honum fullan skei-f, örlátan, eyðslufrekan og óhóflegan skerf góðs og ills mannslífsanda. En hann var sérgæðingur og eigin- hagsmunamaður framar öllu, gæddur miklum og lifandi, en óstýrilátum gáfurn, í eðli sínu fíngerður og ruddalegur í senn, sneyddur öllum kenndum sið- prýðis, fæddur í þennan heim til Jxess að gera mikinn buslugang og hálf-drekkja sjálfum sér í honurn. Hann var ráðslyngur maðui’, hai'ðneslcjulegur, grimin- ur, viðkvæmur og yfirgangssam- ur á margan hátt, eins konar ævintýramaður eða harðsvírað- ur dólgur, sem smyglaði sér inn í bókmenntaheiminn eins og sjó- i-æningi, er dró þar ögrandi upp- reisnarfána sinn að húni, einn gegn öllurn og allir gegn honunx; en liann var vissulega ógleyrn- anleg og einstök persóna í sinni röð og fyrir jxað, live vel hann kom fyrir sig orði í samræðum. Þar átti hann snilligáfu, Hann var eftirtelctarverðasti dólgur í bókmenntum næstum hverrar aldar. t-------------------------------- Til lesenda! Vcgua Jircngsla í ritinu vcrð- ur ýmislegt efni að bíða til næsta hcftis, — m. a. tónlistarþáttur, gagnrýni um ljóðabók Tóntasar Guðmundssonar, Fljótið helga, ritdómur unt tvær nýjar bækur eftir Elías Mar, grein um symbol- isma í kvikmyndinni Þriciji maS- ttrinn og ritgerð um nýja málara í París. 16 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.