Austurland


Austurland - 01.10.1976, Blaðsíða 1

Austurland - 01.10.1976, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND HALBAGN alþýðubandalagsins a austurlandi 26. trgangur. Neskaupstað, 1. október 1976. 37. tölublað. Minnkandi afli til Neskaupstaðar Eftirfarandi grein er byggð á uppfýsingum úr aflaskýrslu frá Síldarvinnslunni hf. í JSeskaupstað og nær skýrsian frá sl. áramótum Ui 31. ágúst. Fyrstu átta mánuði )>essa árs hafa borist um 4900 tonn af )>orskfiski tii frystihúss og saltfiskverkunar- stöðvar S.V.N. Uppistaða )>essa afla kemur af skuttogurunum, en feir hafa alls landað 3463 tonnum. Hef- ur Barðinn landað 1789 tonnum og er skiptaverðmæti aflans 91.816 Jjús. og Bjartur 1674 tonn og skipta- verðmæti 81.085 pús. kr. Afh beggja togaranna fékkst í 21 veiðiferð. Blaðið hefur ekki undir höndum hhðstæðar tölur frá pví í fyrra en 30. sept. pað ár hafði Barðinn land- að hér 2463 tonnum úr 26 veiði- ferðum og Bjartur 2307 tonnum úr 24 veiðiferðum. Þó hér muni mánuði á er augljóst að aflinn er mun rýrari í ár. Samt er }>að stað- reynd að uppistaðan í porskfisk- aflanum sem berst til Neskaupstað- ar kemur af skuttogurunum eða rúm 70%. Stærri bátamir hafa landað um 650 toimum en um 850 tonn hafa borist hér á land af smærri bátum og trihum. 55 smærri bátar og trillur hafa lagt upp hjá S.V.N. á þessu ári. Hæsta færa- trillan hafði fengið 24,9 tonn 30. ágúst og fékkst aflinn í 57 róðrum. Af )>eim bátum, sem auk færanna eru með net eða línu hefur hæsti báturinn fengið 67,7 tonn í 70 róðrum. Þann 30. sept 1975 höfðu borist hér á land rúm 6200 tonn af þorsk- fiski. Var hlutur skuttogaranna í þeim afla 4770 tonn eða um 77%. Stærri bátar höfðu pá landað hér um 180 tonnum, en smærri bátar og trillur um 1280 tonnum. — Ljóst er að um verulega aflarýmun er að ræða hjá öllum aðilum. Ennfremur kemur í ljós í afla- skýrslu S.V.N. að heildaraflinn sem borist hefur hér á land frá ára- mótum er um 1800 tonn. Er pá sumarloðnan og kolmunninn ekki talin með. Fyrir petta hráefni hef- ur S.V.N. alls greitt um 345 millj. króna. Hvert stefnir? Þegar allar þessar tölur eru skoð- aðar, blasir við sú uggvænlega stað- reynd, að porskfiskafhnn, sem hér berst á land fer stöðugt minnkandi. Haldi svo áfram sem horfir og veiðist enn minna á næsta ári, má búast við minnkandi vinnu við fisk- vinnsluna. Því verðum við að bregð- ast við skjótt og reyna að tryggja pað á einhvem hátt að hér verði ekki hráefnisskortur á komandi árum. En hvað ber að gera? Er gmnd- völlur fyrir pví að auka enn ásókn- ina í }>orskfiskinn? Ef pað er í lagi er pá ekki heppilegast að fá einn Eins og flestum norðfirðingum er kunnugt hafa nokkrir ungir raf- virkjar í Neskaupstað stofnað nýtt fyrirtæki í bænum. Fyrirtækið heitir Samvirki og rekur raftækjavinnu- stofu og mun einnig taka að sér stærri verkefni í iðngreininni. Rekstrarform fessa fyrirtækis er nýstárlegt fyrir okkur austfirðinga og ákvað pví Austurland að taka tali Egil Bjamason, sem er einn rafvirkjanna í Samvirki, og biðja hann um að segja náið frá rekstr- arforminu og greina frá tilurð þessa fyrirtækis. — Hvenær ákváðuð pið að stofna petta fyrirtæki og hverjir em upp- hafsmenn að pvíl — Ég og Sigurður Fannar byrjuð- um upp úr síðustu áramótum að velta fyrir okkur þeirri hugmynd að hefja sjálfstæðan rekstur fyrir- tækis í rafiðn hér í bæ. Við veltum fyrir okkur ýmsum rekstrarform- um og komumst að lokum að raun um að samvinnuformið hentaði okk ur best. Við þekkjum rafvirkja í Reykjavík, sem unnið hafa í fram- leiðslusamvinnufélagi og við töld- um að slíkt form, par sem enginn gerir út mannskap til að græða á vinnu hans, myndi tryggja okkur best í atvinnulegu tilliti. f þessu rekstrarformi hverfur algerlega hlutur meistarans, eiganda fyrir- tækisins, sem svo oft kemur aldrei nálægt verkunum. — Vildirðu gera grein fyrir helstu einkennum framleiðslusamvinnu- félags í stuttu máli? — Ég vil fyrst og fremst leggja áherslu á að í framleiðslusamvinnu- skuttogara að auki? Eða er grund- vöhur fyrir rekstri 100-200 tonna báta til að skaffa frystihúsi og salt- fiskverkun aukið hráefni? Ber okk- ur e. t. v. að snúa okkur að öðrum fisktegundum s. s. kolmunna og rækju og tryggja }>annig aukið hrá- efni til fiskvinnslunnar? Allt eru petta brennandi spum- ingar og gaman væri ef einhver mundi vilja leggja orð í belg hér í félögum ríkir ekki )>etta hefðbundna meistarakerfi, sem allir )>ekkja. í pessum fyrirtækjum eru allar á- kvarðanir, sem einhverju máli skipta, teknar á starfsmannafundi. Innan fessara félaga gildir algert launajafnrétti. Meistari fyrirtækis- ins er á nákvæmlega sömu launum og aðrir starfsmenn )>ess. Fyrirtækin innan framleiðslusam- vinnufélaganna eru fyrst og fremst stofnuð til )>ess að tryggja félags- mönnum atvinnu, en ekki til J>ess að gefa af sér hagnað á annan hátt. Einmitt vegna )>essa teljum við okkur geta veitt viðskiptavinum okkar mun hagstæðari kjör á allri okkar )>jónustu par sem að öll okk- ar álagning er eingöngu við pað miðuð að fyrirtækið geti starfað eðlilega. —Nú er fyrirtæki í Reykjavík með )>essu sama nafni. Hver eru tengslin á milli J>essara fyrirtækja eða er petta sama fyrirtækið? —Stjórn )>essa fyrirtækis okkar er algerlega í okkar höndum og tek- ur enginn pátt í rekstri J>ess aðrir en peir sem í pví vinna. Tengsl okk- ar við Samvirki í Reykjavík eru fyrst og fremst á félagslegum grund- velli. Við völdum pað að hafa tengsl við Samvirki í Reykjavík m. a. vegna )>ess að fyrirhugað er að Samvirki hefji beinan innflutning á raflagnaefm og rafmagnsvörum og losni )>annig við álagningu alls- konar milliliða á )>essum vöruteg- undum og ættum við pví í fram- tíðinni að geta boðið viðskiptavin- um ennpá hagstæðari kjör. Okkur Góðar sölur hjá Magnúsi NK Magnús NK hélt til síldveiða í Norðursjó 2. sept sl. Mátti skipið veiða um 240 tonn af síld. Hefur Magnús nú þegar fengið þennan afla og seldi Magnús fyrir tæpar 20 milljónir króna. Eru sölurnar hjá Magnúsi mjög góðar svo og fiskiríið. Magnús kemur hingað til Neskaupst. á morgun og heldur von bráðar til síldveiða við S-Vestur- land en mun landa aflanum í Nes- kaupstað. Skipstjóri á Magnúsi er Jón Ölyersson. — G. B. í 34. tölublaði Austurlands birt- ist listi yfir umboðsmenn Múlaþings hér eystra. Þar hafa orðið )>au mis- er hins vegar algerlega ofviða að leggja út í slíkan innflutning einir og án samvinnu við aðra. — Er ekki erfitt fyrir nýtt fyrir- tæki að komast inn á vinnumark- aðinn í bænum par sem önnur rót- góin fyrirtæki eru fyrir? — Það ætti ekki að vera erfitt fyrir petta fyrirtæki að komast inn á vinnumarkaðinn, par sem raf- virkjum fjölgar ekki í bænum við stofnun )>ess, heldur verður aðeins um tilfærslu að ræða á milli verk- stæða. Hins vegar hefur raunin orð- ið sú að fólk virðist ekki gera sér grein fyrir pví að pví er frjálst að leita til hvaða rafvirkja sem er, burtséð frá J>ví hver hafði með raf- lögn að gera í upphafi. Á meðan pessi misskilningur er fyrir hendi er sú hætta yfirvofandi að hingað komi í skamman tíma rafvirkjar, sem tækju verkefni frá heimamönn- um í iðngreininni. Slíkur innflutn- ingur á vinnuafli bitnar ekki ein- göngu á rafvirkjum, J>ví )>essir menn hverfa á braut með tekjur sínar, sem f>eir afla sér hér, og borga sín gjöld annars staðar. — Hvernig líst ykkur á framtíð fyrirtækisins? — í alla staði mjög vel. Það er áreiðanlega framtíð í J>essu rekstr- arformi. Það hefur sýnt sig að jafn- vel bestu menn vinna betur fegar J>eir finna sig einhvers megandi í rekstri fyrirtækisins. — S. G. VVVVXVWVVVVVVWVVVVVAVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVt AUGLÝSIÐ I AUSTURLANDI v\vvvvvvvvvvvvvvvv\vvvvvvvvvv\vvvvvvvvvvvvv blaðinu hvert stefna beri í útgerð- armálum í Neskaupstað á komandi árum. Því öll hljótum við að gera okkur grein fyrir að vöxtur okkar bæjarfélags er algerlega undir fisk- veiðum kominn. — G. B. tök, að fallið hefur niður nafn okkar ágæta umboðsmanns á Stöðv- arfirði. Þar er umboðsmaður Múla- )>ings frú Rósa Helgadóttir. Er hún hér með beðin afsökunar á mis- tökum fessum. — S.Ó.P. Samvirki svf. í Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.