Austurland


Austurland - 14.09.1978, Blaðsíða 4

Austurland - 14.09.1978, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 14. september 1978. Fréttir frá Egilsstöðum an hagur sveitarfélaga almennt hef- ur verið jafn slæmur og nú. Er' ekki bóí að slitlaginu d Egilsstaðanesiitu? Við slógum á práðinn til Guð- mundar Magnússonar sveitarstjóra á Egilsstöðum og áður en við byrjuð- um að spyrja tíðinda af Héraði spurðum við hann, hvernig honum litist á nýju stjórnina. —■ Heldur vel, sagði Guðmundur. Ég vil að minnsta kosti ekki van- treysta henni fyrr en á reynir og vonandi helst hún saman, fyrst við höfum loks fengið vinstri stjórn. — Eru ekki haustverk að hefjast á Fljótsdalshéraði? — Sláturtíð hefst í dag í þremur af fjórum sláturhúsum KHB, p. e, á Egilsstöðum, Fossvöllum og Reyð- arfirði. Á Borgarfirði hefst hún eitt- hvað seinna. Einnig mun vera að hefjasl slátrun hjá Verslunarfélagi Austurlands. Fé hefur fjölgað und- anfarið og verður slátrun nú með allra mesta móti. Bændur telja að dilkar verði í vænna lagi. Almennt er heldur gott hljóð í bændum. Hey- Úr einu Verðbólgan brennir framkvæmdaféð í umræðum um verðbólgu hefur mest verið rætt um hversu grátt hún leikur framleiðsluatvinnuvegi lands- manna og sparifjáreigendur. Ekki skal úr J>ví dregið, en minnt á að það er fleira sem brennur á verð- bólgubálinu. Sveitarfélögin keppast við að búa íbúum sínum sem best umhverfi og til pess skattleggja þau íbúana. Helstu tekjurnar eru útsvörin og að- stöðugjöldin og gjaldstofninn er tekjur og rekstur ársins á undan. Sveitarfélögin gera sínar fjárhags- áætlanir í ársbyrjun og á )æssu ári reiknuðu þau yfirleitt með um 30% verðhækkunum milli ára skv. út- reikningum Þjóðhagsstofnunarinn- ar. í langflestum tilfellum eru 70— 80% teknanna bundin í rekstri og margs kyns þjónustu og því að- eins 20—30%, sem hægt er að fjár- festa fyrir í skólabyggingum, dag- heimilum, varanlegri gatnagerð, íþróttamannvirkjum og svo fram- vegis. Nú er ljóst, að verðhækkanir milli ára eru ekki 30%, heldur milli 40 og 50%. Þetta þýðir að hja sveit- arfélagi með rekstraráætlun upp á 300 milljónir, J>. e. 1500—2000 manna sveitarfélag, hækka rekstrar- útgjöldin um 30—45 milljónir, sem þá er um eða yfir helmingur þess fjár, sem ætlað var til eignabreytinga og munar um minna. Það fjármagn, sem í ársbyrjun átti að duga til að leggja olíumöl á einn km, dugar að- eins á 700 m í haust og annað eftir pví. Þetta mættu menn gjama hafa í huga, þegar gerðar eru kröfur til skapur gekk vel og hey eru næg, kartöfluspretta er góð og gras ekki fallið enn, sem er fremur óvenjulegt, a. m. k. á Úthéraði. — Hvað er að jrétta af hitaveit- unni Guðmundur? — Hitaveitan er okkar stóra mál núna. Á pví er ekki vafi. Prufudæl- ingu er nú lokið á fjórðu holu og er vonast til að hún gefi 15 sek. lítra af 65° heitu vatni. Úr annarri holu eiga að fást 5—8 sek.l. af jafnheitu vatni. Þörf okkar til að byrja með er talin 20 sek. 1. svo fetta nægir. Auk pess eru jarðfræðingar bjart- sýnir á að hægt sé að fá þarna mun mcira vatn. En til f>ess þarf að bora fyrir nokkra tugi milljóna og pen- ingar liggja ekki á lausu. Sótt hefur verið um 250 milljónir króna til framkvæmda, en allt er óvísst um lausn mála. — Eritc) þið ekki að snúast í ýmsu fleiru? í annað sveitarstjórna um auknar fram- kvæmdir og bætta þjónustu, p\\ ef ekki tekst að draga verulega úr verð- bólgunni á næsta ári, er sýnt að íramkvæmdafé sveitarfélaganna verður ekkert — nákvæmlega ekki neitt. Verður nú eitthvað gert? Það er ánægjulegt að sjá }>að í málefnasamningi nýju ríkisstjómar- innar, að sérstaka áherslu á að leggja á að bæta stöðu verkmennt- unarinnar. Að vísu hefur reynslan kennt manni að taka beri hástemmdum yfirlýsingum með varúð, en óneitan- lega gefur pað auknar vonir um úr- bætur, að nú fer Alþýðubandalagið með menntamálin. Síðustu 3 menntamálaráðherrar voru úr jafn mörgum flokkum, Al- þýðuflokki, Samtökunum og Fram- sóknarflokki og J>rátt fyrir fögur orð um gildi verkmenntunar jókst vegur hennar ljftið í peirra tíð. Vissulega hefur ýmislegt verið gert, en stefna hefur engin fýrirfundist í þessurn málum og framkvæmdir handahófs- kenndar. Það sem gert hefur verið, hefur auk )>css verið að langmestu leyti. bundi ð vi ð höfuðborgarsvæðið og þannig aukið á aðstöðumun unglinga til að afla sér verkmennt- unar. Núverandi menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, hefur reynslu sem skólamaður og á Alþingi hefur hann mikið um skólamál fjallað og m. a. flutt athyglisvert frumvarp um skip- an framhaldsnáms á Norðurlandi vestra. Það er p\í full ástæða til að Framh. á 2. síðu — Jú, vissulega. Nefna má gatna- gerð. Unnið hefur verið að undir- byggingu og lögð olíumöl á nokkur plön. Þá erum við af litlum efnum byrjaðir á grunni íþróttahúss, sem á að vera með 22x27 metra sa! auk baða og búningsklefa. Þá hefur verið unnið á dagheimilislóð auk ýmissa smærri verkefna. Annars eyðir verðbólgan í raun öllu fram- kvæmdafé sveitarfélagsins, svo hröð er hún. Það éru áreiðanlega mörg ár sið- - Það er geysileg bót. Nú má segja að ekki sé lengur mál hvoru megin Fljótsins maður býr. Þef.ta er allt annað líf. Nú á að leggja olíu- möl á flugvallarsvæðið og )>að verð- ur einnig til mikilla bóta. Nú fannst Guðmundi hann vera búinn að segja mér nóg og fór að spyrja mig frétta í staðinn, en j’ær fréttir verða ekki skráðar hér. 12. september. — Krjóh. Austurlandsmót í handknattleik Dagana 15,--16. júlí 1978 var haldið á Breiðdalsvík Austurlands- mót í handknattleik. Flestir leikarnir fóru fram á olíumalarvelli við Hrað- frystihúsið. En nokkrir leikir í 3. fl. fóru fram á malarvelli pai skamrnt frá. Mótið hófst kl. 13 á laugardag með setningu formanns U.M.F. Hrafnkels Freysgoða, Bald- urs Björgvinssonar. Við völlinn var hátalarakerfi og í gegnum )>að var komið á framfæri upplýsingum til keppenda og áhorfenda. Kynnir var Guðjón Sveinson. Gat hann þess meðal annars í upphafi málsins að nú væru liðin rétt 30 ár síðan þessu félagi var síðast falið að halda Aust- urlandsmót í handknattleik. Frá því verður meðal annars greint í afmæl- isriti félagsins sem nú er að koma út. Gegnt áhorfendum við völlinn voru vaskir drengir sem stjórnuðu markatöflu og klukku sem gekk fyrir handafli. Þannig að mótsgestir gátu sem best fylgst með gangi leiks- ins. Að keppni lokinni var boðið upp á góðgerðir í félagsheimilinu. Nokkrar konur tóku að sér að baka og sjá um borðhaldið fyrir félagið. Á meðan fólkið páði veitingar gerði Guðjón Sveinsson grein fyrir úrslitum mótsins og afhenti verð- laun. í 3. flokki kvenna varð Þróttur Austurlandsmeistari og fékk farand- bikar: Úrslit í 3. flokki: 1. Þróttur 2. Leiknir 3. Huginn 4. Höttur 5. Hrafnkell unnið tapað jafnt. stig 3 0 1 7 3 1 0 6 2 115 13 0 2 0 4 0 0 í 2. fl. kvenna varð Austri Austur- landsmeistari án keppni. Hraðfrysti- hús Breiðdælinga keypti nýjan far- andbikar og hefur hann verið send- ur til hinna efnilegu Austrastúlkna. En pær léku á mótinu tvo gesta- íeiki við meistaraflokkslið og sýndu mikla yfirburði. í meistaraflokki kvenna varð Þróttur Austurlands- meistari. Þær fengu allar verðlauna- peninga og Kaupfélag Stöðfirðinga Breiðdalsvík hefur nú gefið nýjan farandbikar sem sendur hefur verið til )>eirra. Úrslit í meistaraflokki: unnið tapað jafnt. stig 1. Þróttur 2 0 0 4 2. Hrafnkell 110 2 3. Leiknir 0 2 0 0 í meistaraflokki karla varð Austri Austurlandsmeistari, )>eir fengu all- ir verðlaunapeninga og afhentan farandbikar. Úrslit urðu sem hér segir: unnið tapað jafnt. stig 1. Austri 2 0 0 4 2. Þróttur 110 2 3. Hrafnkell 0 2 0 0 Fulltrúar allra liða komu sér síð- an saman um bestu leikmenn móts- ins. Besti handknattleiksmaður karla var kjörinn Jóhann Kristinsson, Austra. Besta handknattleikskonan var kjörin Hanna Bára Guðjóns- dóttir, Hrafnkatli. Þau fengu bæði farandgripi.. Hrafnkelsmenn mega vera )>akklátir stjórn Ú.Í.A. fyrir að fá )>etta tækifæri til að halda mót. Næst )>egar þetta félag fær að halda mót vonumst við eftir mun fleiri áhorfendum. Þá er vonandi að áhorfendur láti sér ekki nægja að safnast saman í næsta glugga til pess að horfa á. Nánar segir frá )>essu móti í leikskýrslum sem sendar hafa verið til U.f.A. En U.f.A. mun svo ræða )>etta mót sem margt fleira á l’ingi sínu á Staðarborg í byrjun október. Björn Björgvinsson Nísþyrming tungunnar „Ærgildi er, eins og nafnið bendir til notað um eina œr og jafn- gildir ein mjólkurkíí 20 ærgildum". Þessa klausu er að finna í Morg- unblaðinu 31. ágúst. Sá, sem hana hefur samansett kann ekki íslensku og á ekki að leyfast að skrifa fyrir almenning.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.