Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 13

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 13
laginu og vakið fleiri spurningar en svör. Það var einmitt þessi eiginleiki verksins, sem hreif mig einna mest. Ekkert er Ijóst og engu fullsvarað. Hafið þið í hyggju að setja upp önnur verk eftir Jökul? Já, við höfum mikinn áhuga á að setja upp fleiri verk eftir Jök- ul, en það versta er að svo fá þeirra eru til í enskri þýðingu. Einnig langar okkur til aó kynna okkur verk annarra ungra ís- lenskra höfunda, ef þau fást þýdd. Hvað getur þú sagt mér um sögu svokallaðra off-Broadway og off-off Broadway leikhúsa í New York? Hin svokölluðu off-Broadway leikhús byrjuðu á fimmta ára- tugnum meðal ungra leikskálda og leikara, sem ekki komust aö á Broadway. Til að byrja með voru þau til húsa í kompum og kjöll- urum í Greenwich Village, að- gangseyrir var 50 cent og sæti og leiktjöld voru kassar og fúa- spýtur. Smátt og smátt fóru þessir leikhópar aó komast í betra húsnæði, blaóagagnrýn- endur fengu áhuga á starfsem- inni og fyrr en varði fór hún að njóta mikilla almennra vinsælda. Það varð auðvitað til þess aö engin leikrit voru tekin til sýn- inga nema þau sem voru örugg með að ganga og ung skáld með nýjar og frumlegar hugmyndir gátu ekki lengur fengið verk sín flutt. I dag eru off-Broadway leikhúsin sex eða sjö og eini munurinn á þeim og Broadway leikhúsunum, er sætafjöldi þeirra. Off-Broadway leikhúsin hafa um 200 sæti en Broadway leikhúsin 300 til 500 sæti. Þá var það að maður nokkur að nafni Cino, sem átti kaffihús við Cornelia-stræti í Greenwich Vil- lage, veitti leikurum aðstöðu til að sýna verk ungra höfunda í einu horni kaffihússins. Að- gangur var ókeypis og menn drukku kaffi og átu sætabrauð á meðan þeir meltu ósköpin. Cino stjórnaði Ijósunum á milli þess sem hann framreiddi kaffió! Fyrr en varði varð þetta litla kaffihús griðarstaður ungra leikskálda og leikara og þannig gátu þeir fengið verk sín flutt, mat í mag- ann og vasapening. Cino var alltaf reiöubúinn til að hjálpa og það er ekki af ástæðulausu sem hann er kallaður faðir off-off Broadway leikhúsa. Fyrsta off-off Broadway leik- húsið í fyllstu merkingu þess orðs var hins vegar La Mama. Stofnandi þess var ung negra- stúlka, Ellen Stewart að nafni, sem komst í góð efni á því aö hanna sundfatnað. Og er hún satt að segja einn af fyrstu tískuhönnuðunum í þeim bransa hér í New York. Bróðir hennar var einn þessara ungu skálda, sem hvergi fékk inni svo Ellen tók það til bragðs að breyta kjallaranum í húsi sínu vió 9. stræti í austur-Village, í leikhús. Fljótlega keypti hún ,,loft“ (verk- smiðjuloft) við 3. götu. Starfsemi þessi gekk vel, þar til yfirvöld komust í málið. Hús- næóiö fyllti nefnilega ekki á nokkurn hátt þær kröfur sem geróar eru til leikhúsa og vildi það opinbera láta loka leikhús- inu. Það var ekki óalgengt á tíma- bili að lögreglan kom og handtók alla leikarana í byrjun sýningar, en áhorfendur biðu þolinmóöir á meðan La Mama, en svo var Ell- en kölluö, borgaði leikarana úr prísundinni. Að lokum var La Mama breytt í einkaklúbb og komst þannig hjá afskiptum yfir- valda. Og þegar menn borga 4 dali við innganginn eru þeir í rauninni að borga meðlimagjald í einkaklúbb. Núna er La Mama til húsa við 4. stræti nálægt annarri götu og er eitt þekktasta off-off Broad- way leikhús New York borgar. Hversu lengi hefur „The Open Space in SoHo“ starfað og hver er stefna þess? Leikhúsið var stofnað árið 1975. Upphaflega lagði það mesta áherslu á aó sýna verk ungra bandarískra höfunda, en eftir að ég fór að starfa með þeim fyrir tæpum tveimur árum, höf- um við mestmegnis fengist við verk erlendra höfunda. Hug- myndin á bak við starfsemina hjá okkur er að kynna unga efnilega leikritahöfunda, leikstjóra, leik- hópa og leikara. Samkeppnin hér í New York er geysilega höró. Öll venjuleg leikhús, sem rekin eru með gróðasjónarmió- inu, setja aldrei upp nýstárleg verk eða veita óþekktum leikur- um tækifæri til þess að sþreyta sig. Það gefur auga leið að það- an kemur aldrei neitt nýtt. Pen- ingafíknin er ekki á dagskrá hér hjá okkur og reyndar hafa hags- munasamtök leikara komið í veg SVART Á HVlTU 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.