Birtingur - 01.09.1954, Síða 17

Birtingur - 01.09.1954, Síða 17
heimurinn væri að verða lielzti léttúðugur! — í Listvinasalnum rekur hver myndlistarsýning- in aðra, og sýningar eru einnig tíðar í skálan- um við Austurvöll. Nútímastefnan ■— modern- ismi í víðtækustu merkingu — má heita alls ráðandi í myndlist yngri manna og sumra hinna ágætustu í hópi þeirra eldri líka. — Ball- ettskóli Þjóðleikhússins hefur nú starfað í tvo vetur, og hafa færri nemendur komizt að en vildu. Fyrsti árangur af starfi skólans og braut- ryðjendastörfum einstakra danskennara er að byrja að koma í ljós, og má gera sér vonir um, að við eignumst frambærilegan ballettflokk eft- ir einn til tvo áratugi. Tugir nemenda stunda nám í leikskólum bæjarins, og þótt þar séu margir kallaðir, en fáir útvaldir, mun íslenzk leiklist örugglega njóta góðs af þeim mikla leikáhuga, sem gripið hefur um sig hér á síð- ustu árum. Annars hefur leiklistarlífið verið svo aumlegt í vetur — ef Mýs og menn er undan- skilið — að leikdómarar landsins neyddust til þess nýlega að stofna með sér varnarbandalag gegn ósköpunum. Þjóðleikhúsið ber það ekki við að stæra sig af öðru en góðri aðsókn, og er raunar vert að virða það. Vonir standa þó til, að ljósi bregði fyrir í sölum musterisins með vordögunum: Villiöndin er í vændum — Hús- gagnagerð hefur tekið miklum og skjótum framförum hér á allra síðustu árum. Sveinn Kjarval, húsgagnaarkitekt hefur með skrifuin sínum og störfum unnið þarft verk, og margir fleiri — einkum ungir menn — eiga miklar þakkir skildar fyrir að koma sköpulagi og list- brag á þessa iðngrein. Víða í bænum eru til sýnis og sölu einföld, létt og hentug húsgögn gerð af listrænni smekkvísi. Reyndar munu talsverð brögð að því ennþá, að fólk sligi íbúð- ir sínar með þessum hryllilegu þrjátíuþúsund- króna hlössum, sem kaupahéðnar fluttu inn í heilum skipsförmum eftir stríðið. En einhvern veginn finnst mér þó sem flestir fari hjá sér nú orðið, þegar þeir ganga fram hjá búðarglugg- um, þar sem þessi ferlegi óskapnaður er hafður til sýnis. — Einn og einn ungur arkitekt er far- inn að rísa gegn stríðsgróðaglundroðanum, og Vefnaðarvara í fjölbreyttu úrvali jafnan fyrirliggjandi fslenzk-erlenda verzlunarfélagið GarSastræti 2—4 . Sími 5333 árangur þess má þegar sjá hér og hvar um bæ- inn, einkum í úthverfunum: stílhrein látlaus hús, er henta mönnum til íbúðar, en eru kannski verr fallin til frumlegra kokkteilpartía en part- húsin á Melunum. — Og Birtingur, eina ís- lenzka mánaðarritið um bókmenntir og listir nýtur góðs af allri þessari gróandi. Líf hans fyrstu vikurnar minnti ískyggilega mikið á síð- ustu stundir skóarans litla frá Villefranche-sur- Mer: Flestir hugðu honum bráðan bana búinn. og var ekki laust við að þeir móðguðust í hvert sinn sem nýtt hefti birtist, spottandi allar and- látsspár. En alltaf hækkar hagur Strympu: Flestar bókabúðir landsins hafa orðið að ráða sér aukastarfslið til að hafa undan að afgreiða Ritið. Áskriftarbeiðnir streyma til afgreiðsl- unnar í hundraðatali dag hvern, og fylgja flest- um þeirra fyrirframgreiðslur til fimm ára. Prentsmiðjan hefur orðið að neita öðrum verkefnum en prentun Ritsins og hefur þó ekki undan. Auglýsendur standa í biðröðum á hverj- um morgni fyrir framan skrifstofudyrnar, svo BIRTINGUR 53

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.