Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.12.1954, Blaðsíða 12
Reykjavík, 27. 4., 1954. Fyrirspurn yðar um listamannalaun leyfi ég mér að svara eins og hér segir: Úthlutun hinna svokölluðu listamanna- styrkja eftir tillögum fákunnandi flokkskjör- inna manna tel ég hafa verið listinni til einskis eða lítils gagns hingað til. Ef þjóðin eða ríkisvaldið vill styrkjast af störfum listamanna,^em hlýtur að vera höfuð- tilgangurinn, þá væri bezt að veita þeim færi á að vinna sín verk í næði, að minnsta kosti við og við; segjum sem svo: Ger þú svo vel, góði listamaður, — hér er staður, sem tryggir þér vinnufrið. Hér mátt þú vera í hálft ár eða heilt ár eða 2—3 ár, og fyr- ir öllum þínum þörfum verður séð, en verkun- um skaltu skila til afnota um leið og þau verða til. Þetta væri þó að minnsta kosti áfangi að réttu marki. A Þingvöllum standa hús, auð mikið til, sem eru ríkiseign. Svo mun vera víð- ar. Því ekki að nota þau til vinnunæðis fyrir andlega „framleiðendur“? — talað á því máli, sem flestir valdamenn þjóðfélagsins fá skilið. Virðingarfyllst, Jón Leifs. Listamannastyrkjum ætti að skipta í tvo flokka: Viðurkenningarstyrki fyrir unnin lista- afrek og námsstyrki til ungra listamanna. Alþingi ætti að skipta heildarupphæðinni milli listgreinanna en þær svo ákveða úthlut- unina. Þetta mundi auka félagsþroska lista- manna. Styrkirnir ættu að vera færri og hærri, svo að þeir, sem happið hljóta, geti dvalizt um tíma, t. d. eitt ár, í útlöndum og víkkað sjón- deildarhringinn eða unnið fjárhagslega á- hyggjulaust um skeið. Sami maðurinn ætti ekki að eiga kost á að fá styrkinn aftur fyrr en eftir vissan árafjölda. Með núverandi fyrirkomulagi er fjölda manna eftir tilvilj.anakenndu vali greiddar 3000 og 4000 krónur á ári. Munar marga um þessa fjárhagslegu aðstoð, þótt lítil sé, en hún kemur ekki að miklu gagni til þess að hjálpa þeim til að þroska sig sem listamenn. Þótt við séum fámenn þjóð höfum við okkar þjóðlegu sérkenni og menningararf. Stöndum við því sem fullgildur einstaklingur í samfélagi heimsmenningarinnar. Þjóðin ætti því að kappkosta að efla listir í landinu og skapa lista- mönnum sínum betri vinnuskilyrði en þeir eiga nú við að búa. Birgir Möller. Hr. ritstjóri. Tek undir réttilega og tímabæra gagnrýni yðar á úthlutunarfyrirkomulagi listamanjia- launa. Þar sem reynslan hefur sýnt að óheppi- legt er að starf þetta sé í höndum pólitískrar nefndar, tel ég eðlilegast að Bandalagi ísl. lista- manna, Háskóla íslands (í framt. Akademíu íslands?), og Alþingi væri í sameiningu falið að skipa nefnd þessa. B. í. L. gerði á sínum tíma tillögur um skipan þessara mála, sem fróðlegt væri að kynnast. Óskiljanlegt og með öllu óviðunandi er það vanmat sem rikt hefur á leikurum okkar og tónlistarmönnum til þessa, að enginn þeirra skuli hafa talizt þess verður að skipa efsta launaflokk. Með allri virðingu fyrir skáldum okkar og rithöfundum, efast ég um réttmæti D6SS. 1 ' Steindór Hjörleifsson. Við bréflegum fyrirspurnum „Birtings“, dags. 20. apríl s.l., vil ég gefa eftirfarandi svör: Fyrri spurning: Enganveginn. Síðari spurning: Núverandi fyrirkomulag er handahófskennt, ruglingslegt og minnir á eink- unnagjöf, einatt pólilíska. Auk þess er .heildar- fjárveitingin allt of lág, og ef miðað er við ým- is önnur opinber framlög, nálgast hún að vera öllum viðkomandi aðilum til skammar. Við endurskoðun þessa fyrirkomulags ætti að skipta fjárveitingunni í meginatriðum í tvennt: í fyrsta lagi heiðurslaun (sem alls ehki ættu að vera tekin af viðkomandi persónu fyr- irvaralaust, eins og hingað til hefur stundum 76 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.