Austurland


Austurland - 07.02.1980, Blaðsíða 4

Austurland - 07.02.1980, Blaðsíða 4
Austurland Neskaupstað, 7. febrúar 1980. Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 & 7454 Gerist dskrifendur Þinn hagur. — Olckar ityrknr. SPARISJÓBUR NORÐFMRBAIt Barðanum fagnað Barði NK 120 hinn nýi togari Síldarvinnslunnar kom til Nes- kaupstaðar miðvikudagjnn 30. jan. sl. Barðinn er smíðaður í Póllandi árið 1975 og er systurskip Birtings NK. Hann er 362 tonn að stærð og búinn 1500 ha vél af Crepelle gerð og í honum eru öll venjuleg sigl- ingartæki. Skipið er keypt frá Frakklandi og kostaði með breyt- ingum 1 milljarð en seljendur keyptu gamla Barða fyrir 380 milljónir kr. Eins og frægt er neitaði núverandi sjávarútvegsráð- herra að veita leyfi fyrir skipinu og var pví fengið lán erlendis frá til kaupanna með ábyrgð Bæj- arsjóðs Neskaupstaðar. Skipstjóri á Barða er Herbert Benjamínsson. Fyrsti stýrimaður, Jón Hiífar Aðalsteinsson og fyrsti vélstjóri Magnús Bjarki Þórlinds- son. Á fimmtudaginn var svo starfs- fólki Síldarvinnslunnar o. fl. boð- ið að skoða skipið og var gestum borinn bjór eins og venja er peg- ar ný skip bætast í flota Síldar- vinnslunnar. Þarna var margt um manninn og glatt á hjalla eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Baröi NK 120 við komuna til Neskaupstaðar Guolaug Pálsdóttir. ■ Frá vinstri: Matthías Sveinsson, Halldór Einarsson, Skiili Þórðarson og Giiðmundur Skálason. Bjarni Tryggvason hélt uppi fjöri meðan veitingunum voru gerð skil og eftir því sem Jó- hannes sagði í útvarpinu fóru 2000 flöskur af bjór. Þar hefði Davíð (sá sem tapar á smjör- líkinu) getað fengið ölið án þess að randa út og inn úr landi. Það eru kannski for- Þeir voru að líta á vélarrúmið. Frá vinstri: Þórður Þórðarson, gjaldkeri Síldarvinnslunnar, réttindi að eiga heima í Nes- Herbert Benjamínsson skipstjóri á Barða, Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, Sigurjón Valdimars- kaupstað? son, skipstjóri á Berki og Jóhann K. Sigurðsson framvkv.stj. útgerðar Síldarvinnslunnar. Blaða- BINGÓ Sem kunnugt er, hafa tveir yngri flokkar Þróttar tekið pátt í íslandsmótinu í handknatt- leik rneð góðum árangri. Leiknar eru 3 umferðir og verður 3. umferðin leikin næstu tvær helgar. Pillamir á Akra- nesi en stúlkurnar að Varmá í Mosfellssveit. Eins og allir vita eru ferðalög sem þessi gífur-’ lega kostnaðarsöm og hefur féla.Jið ákveðið sem eina fjár- öflunarleið að gangast fyrir blaðabingói, sem ganga mim í Austurlandi næstu vikumar. Munu krakkamir ganga í hús nú í vikunni og bjóða bingó- spjöld til sölu. Oryggis- tœkjum stolið Fvrir nokkru var stolið úr skúr Vegageráarinnar við Oddsskarð poka með verkfær- um og hjálpartækjum fyrir skíðalyftuna par. Pokinn var ekki læstur inni enda gerðu menn ekki ráð fyr- ir að nokkur hefði á honum ágimd þar sem innihaldiö kemur að litlum notum nema fyrir lyftuna en fyrir rekstur hennar er mjög bagalegt að tapa pessum hlutum. Þarna var m. a. sími sem nota átti til að tala á milli endastöðvanna og nauðsynlegur bæð!i sem ör- ygg:stæki og á skíðamótum. Hlutir þessir em ófáanlegir hér á landi og verður að fá pá að utan. Loðna Sl. þriðjudag höfðu borist alls um 42.000 lestir af loðnu til Austurlandshafna sem skipt- ust pannig milli staða: Vopnafjörður 11.000 lestir. Seyð'sfjörður 16.000 lestir. Neskaupstaðaur 12.000 lestir. F.skifjörður 3.000 lestir. Um svipað leyti í fyrra höfðu borist hingað um 100 púsund lestir af loðnu og pá verið landað á öllum höfnum. Veiðisvæðið nú er um 90 mílur norður af Skaga en mik- 'ð virðist vera af loðnu fyrir öllu Norðurlandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal manna að ekki sé leitað af loðnu hér fyrir austan pví margir vilja halda pví fram að fyrsta loðnu- ganrgan hafi farið austur með Norðurlandi án pess að eftir henni væri tekið.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.