Austurland


Austurland - 26.11.1981, Blaðsíða 4

Austurland - 26.11.1981, Blaðsíða 4
Æjstdrland Neskaupstað, 26. nóvember 1981. Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 & 7252 Gerist dskrifendur Kynntu þérnýja ldnakerfi sparisjóðanna LAUNALÁN HEIMILISLÁN 3^* Sparisjóðurinn er þér innan handar SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR « Beinar siglingar frá Austíjörðum til Færeyja Þeir sem orðnir eru vel rosknir muna pá tíð þegar Nova og Lagarfoss voru í beinum áætlunarferðum milli Austfjarða, Danmerkur og Noregs. Var að þessum sigl- ingum mikið hagræði fyrir austfirskt atvinnulíf og þótti skaði þegar þær lögðust niður. Nú hillir ef til vill undir að við komumst aftur í samband við meginlandið án viðkomu í Reykjavík. Allir þekkja æv- intýrið um Smyril, en )>að var einmitt reynslan af honum sem kom mönnum til að hyggja að rekstri flutningsskips yfir vetr- armánuðina líka. Það er „Vestnorden-nefndin,“ sem undirbúið hefur málið, en i henni situr einn fslendingur, Jónas Hallgrímsson bæjar- stjóri á Seyðisfirði. Og nú eru hafnar reglu- bundnar, hálfsmánaðarlegar siglingar milli Austfjarða og Færeyja með umskipunar- möguleikum har. Famar hafa verið 2 ferðir með landbúnað- arvörur út, en salt o. fl. til baka. Strax hefur komið í ljós pörf fyrir þessar siglingar og greinilegt er að nóg verður að flytja. Siglingar )>essar eru ekki síst mikilvægar fyrir austfirsk- an iðnað og verslun. Með þessu opnast möguleikar á hagkvæmari heimflutningi á hráefnum og öðrum aðföng- um til iðnreksturs og sölu full- unninnar vöm til Færeyja og meginlandsins. Ennfremur ættu siglingamar að efla austfirska verslun og gera kleift að flytja nevslu- vaming inn beint. Vonandi beina allir sem efla vilja austfirskt atvinnulíf við- skiptum sínum til þessa nýja aðila. Skipið sem nú siglir heitir Elsa F. og hefur um 500 tonna burðargetu. Það er ekki stórt, en mjór er mikils vísir. Eimskipafélag íslands var á sinni tíð nefnt „óskabarn fs- lands“. Gæti hér ekki verið í fæðingu óskabarn Austur- lands? — Krjóh. Ábending fró Lionshlúbbi Norðfjorðar Grunur leikur á að ein- hverjir óprúttnir náungar hafi gert sér leik að því um síðustu helgi að bjóða fólki til kaups sælgætj í nafni Lionsklúbbs- ins. Við Lionsmenn viljum taka skýrt fram að ekkert sælgæti hefur verið selt á okkar veg- um nú í haust. Okkar sælgæti er allt í umbúðum merktum Lions og verður gengið með hað í hús fyrrihlutann í desember. Hér er um siðlaust fram- ferði að ræða og viljum við biðja pá. sem fyrir jæssu kunna að hafa orðið. um að hafa samband v'ð emhverja Lionsfélaga til að hæet verði að koma í veg fvrir að svona nokkuð endurtaki sig. BLAK Þióttur — H. K. ó laugardag Sl. laugardag kepptu lið Þróttar í Neskaupstað og lið Fram í 2. deild íslandsmóts- ins í blaki. Eftir geysiharðan og jafnan leik stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar heima- mönnum til mikilla vonbrigða. Voru lyktir leiksins pær að Fram sigraði í premur hrin- um (15 : 13. 15 : 9 og 15 : 10), en Þróttur í einni (15 : 9). Þessi fyrsti heimaleikur Þróttar gefur svo sannarlega fyrirheit um fjöruga og spenn- andi keppni í 2. deildinni í vetur. Sl. vetur gekk erfiðlega að fá dómgæslumenn á leiki í Neskaupstað, en nú er pað vandamál leyst, par sem á annan tug norðfirskra ung- menn hafa aflað sér dómara- réttinda. Leik Þróttar og Fram dæmdu )>eir Bergvin Haraldsson og Evsteinn Krist- insson og skiluðu )?eir hlut- verkum sínum prýðileva. Næsti heimaleikur Þróttar verður n. k. laugardag, en pá kemur lið H.K. úr Kópavogi í heimsókn. Hefst leikurinn kl. 16 og ættu íhróttaunnendur að fjölmenna á áhorfenda- palla ípróttahússins, því full- víst má telja að stórskemmti- leet verði að fylgjast með blakmönnunum. — S. G. Skúkfréttir Skákkeppni stofnana 1981 er nýlokið. Til leiks mættu 10 sveitir og komu 27 manns við sögu keppninnar að þessu sinni. Baráttan var afar tví- sýn og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu umferð. Sveit SVN-löndun sigraði í keppn- innj með 15% v. af 18 mögu- legum. teflendur voru Páll Framh. á 3. dðu Fiskveiðistefnan Fyrir skömmu leitaði blað- ið álits tveggja frystihúsa- stjóra á fiskveiðistefnunni og pá sér í lagi hvort hverfa ætti að kvótaskiptingu á þorsk- veiðum. Spumingamar voru svohljóðandi: 1. Hvert er álit þitt á nú- verandi stjómun á fiskveiðum okkar? 2. Er aflakvótakerfi )’að, sem koma skal? Sjálfsagt )>ótti að leita einnig álits sjómanna og fara hér á eftir svör Jóns Pálssom ar, skipstjóra á Seyðisfirði við spumingunum. Fyrri spumingunni svaraði .Tón svo: Það eru mjög skiptar skoð- anir á þessu máli og sitt sýn- ist hverjum. Ég hef verið og er ekki sáttur við hvemig )>essi mál hafa verið í fram- kvæmd, að sjálfsögðu á tak- mörkun þorskveiða rétt á sér. Ég vil, að fiskimenn ráði meira )>eim tíma, sem þeir þurfa að vera í horskveiði- banni, svo sem, að ekki sé skylt að tilkynna porskveiði- bann fyrr en. að þeirri veiði- ferð lokinni. Hlutfall þorsks í aflanum meiri eða pá breyti- legra yfir árið. Á )>essu ári vom sniðnir ýmsir vankantar af reglum fyrri ára og vona ég, að reglur næsta árs verði okkur hagstæðari. Svarið við síðari spuming- unni er svohljóðandi: Ég hef verið hlyntur )>ví, að kvótakerfi væri komið á Ég tel að í því fælist meðal ann- ars: Minni keyrsla á miðunr um, sem kæmi pá fram í minni Frá íbúðum aldraðra Neskaupstað Byggingarframkvæmdir hafa gengið samkvæmt áætlun prátt fyrir sérlega óhagstæða veðráttu. Búið er að steypa upp neðri hæð hússins, en par verða 6 íbúðir, vinnusalur o. fl. Nú, yfir há veturinn, verður hlé á útivinnu, en verktakar munu á meðan undirbúa frek- ari framkvæmdir með pví að smíða glugga í húsið o. fl„ en )>eir eiga að skila húsinu full frá gengnu að utan á næsta ári, nema hvað málningar- vinna verður látin bíða til ársins ’83. Ef fjárhagurinn leyfir, verð- ur reynt að byrja innréttinga- vinnu strax og aðstæður leyfa. Byggingamefndin pakkar )>eim einstaklingum, sem veitt hafa framkvæmdunum fjár- hagslegan stuðning og leyfir sér jafnframt að minna á, að allir þeir, sem vilja styrkja íbúðir aldraðra, geta lagt inn á reikning í Landsbankanum Neskaupstað nr. 11200. F. h. byggingarnefndar Stefán Þorleifsson Aukin ítök kvenna Flokksstjómarfundur Al- )>ýðubandalagsins var haldinn dagana 20.—22. nóvember. Af honum hafa ekki farið miklar sögur, enda hafa dag- blöðin ekki komið út og rík- isfjölmiðlar hafa ekki flutt miklar fregnir af honum. Gegnir par öðru máli en um landsfund Sjálfstæðisflokks- ins, en )>aðan bámst líka frétt- ir af miklum vígaferlum. Meðal verkefna flokksráðs- fundar Al)>ýðubandalagsins er að kjósa í 42ja manna mið- stjóm. Vegna endurnýjunar- reglna flokksins em jafnan mikil mannaskipti í flokks- stjóm. Að )>essu sinni voru 18 konur kosnar í miðstjóm, en voru 13 áður. Vantar nú ekki mikið á, að jafnvægi ríki milli kynja í miðstjóm Alpýðu- bandalagsins. olíueyðslu. Betri samsetning afla fyrir frystihúsin. Menn tækju veiðarnar yfirleitt með meiri skynsemi, útkoman arð- bærari og betri fyrir alla við- komandi aðila. Benda má á kvótaskiptingu loðnuskipa, sem virðist hafa gefist vel. Gott fordæmi Hér á dögunum var frétta- maður Austurlands boðinn í kaffi og kökuna randalín á Heilsugæslustöðinni á Egils- stöðum. Það var að vísu gott fordæmi líka en tilefnið var pó stómm markverðara. Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Fljótsdalshéraðs var semsé að gefa Heilsuvemdarstöðinni fjögur afskaplega tæknileg sjúkrarúm. Heilsuvemdarstöðin er að vísu ætluð fyrir m'tján sjúk- linga en J>eir höfðu víst orðið fjöratíu síðasta sólarhring. Heilsugæslustöðin er )>annig orðin of lítil til að sinna sínu hlutverki pó að hún færi vel af stað. Þrátt fyrir )>að má segja að hún hafi staðið sæmi- lega undir sínu en álag á starfsfólk er alltof mikið og vinnuaðstaða verður æ herfi- legri. Þessi umræddu sjúkra- rúm era til dæmis fyrstu full- komnu sjúkrarúmin á staðn- um. Áður var til eitt rúm sem hægt var að hækka og lækka en pað var heimasmíðað með tékk úr bifreið. Þess má einnig geta að á svæðinu sem Heilsu- vemdarstöðin á að sinna nálg- ast mannfjöldinn 3000 manns og legurými ná ekki einu prósenti af )>eim fjölda. Um )>að bil 50 manns eru á launa- skrá hjá fyrirtækinu en marg- ir peirra era í hlutastöðum. í sumar sem leið var farið með aldrað fólk í dagsferð út í Eiða og vildu starfsmenn koma á framfæri ánægju sinni með móttökur par og kváðu ferðimar hafa lukkast af- bragðs vel. Þeir báðu okkur líka um að geta )>ess hve nauðsynlegt pað er að sjúk- lingar fái ættingja sína í heim- sókn sem oftast. Sjúkrarúmin frá Sjúkrasjóði verkalýðsfélagsins bæta vissu- lega vinnuaðstöðu starfsfólks- ins á Heilsugæslustöðinni en )>au era kannski fyrst og fremst tímabær áminning um pað hve mikils átaks er )>örf í heilbrigðismálum á Austur- landi. Kristján Bæjarstjórn Seyðisíjarðar fagnor skrefntalningu Á fundi bæjarstjómar Seyð- isfjarðar 9. nóv. var einróma samþykkt eftirfarandi tillaga, sem flutt var af öllum bæjar- fulltrúum Alþýðuflokksins og S j álf stæðisflokksins: „Bæjarstjóm Seyðisfjarðar fagnar )>eirri ákvörðun sam- gönguráðherra að taka upp skrefatalningu á innanbæjar- símtöl og lengja skref i' utan- bæjarsímtöl, og telur að )>að sé stórt spor í pá átt að af- nema þann landsbyggoaskatt, sem mishá símagjöld hafa ver- ið. Bæjarstjóm vefcur athygli á, að þrátt fyrir )>essa nýju reglu á fólk þess enn kost að tala ótakmarkað í sima á kvöldin og um lieigar og telur að ástæða sé t>l aö ætla, að jæssu fylgi ekki eins mikil hækkun á innanbæjarsímtölum og margir hafa viljað láta í veðri vaka. Bæjarstjóm skorar á al)>ingismenn að halda vörð um þessa nýju reglu síma- gjalda þannig að á hana fáist reynsla. og hrinda nú þegar í framkvæmd )>ví mikla rétt- indamáli landsbyggðarfólks, sem er jafn símakostnaður, ef talað er við opinberar stofn- anir, sama hvaðan hringt er“.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.