Birtingur - 01.12.1957, Page 17

Birtingur - 01.12.1957, Page 17
fyrstn dyr til vinstri. Og enn fálma ég mig innar í þetta hriktandi hreysi, sem hýsir einn mesta listamann okkar tíma, en mundi ekki talið mönn- um bjóðandi hér heima. Loksins kem ég að örvalausu spjaldi: bak við þessa hurð mun þá meistarinn búa. Eftirvæntingin verður nú öllu öðru yfirsterkari, svo ég gleymi jafnvel að hneykslast, en drep á dyr og bíð. Eldri kona opnar dyrnar, og jafnskjótt er sem lýsi af degi annars heims: inni var allt bjart, hreint og snurfusað. Er herra Herbin heima ? spyr ég. Rétt á eftir kemur ofurlítill maður svífandi eins og á siglingu yfir gljáfægt gólfið, með pensil í annarri hendi, álútur og horfir gáfulegum rannsakandi augum undan gleraugunum upp á hinn ókunna slána. Ég spurði hvort þess mundi kostur, að ég fengi að spjalla við hann fyrir tímarit sem við gæfum út uppi á Islandi. Island? endurtók hann annars hugar. Ég veit ekki hvort mér hefur verið áfátt í frönskunni eða hann utan við sig, nema honum varð ekki ljóst fyrr en við vorum setztir andspænis hvor öðrum í vinnustofu hans, að ég hafði ekki í hyggju að ryðjast inn Málverk 1909

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.