Birtingur - 01.01.1958, Side 37

Birtingur - 01.01.1958, Side 37
einföldu máli, sem hann hylltist þó til að gera ofurlítið launfræðilegt, því skoðanirnar sem hann hélt fram voru oft umdeilanlegar, gjörræðislegar, ónægjanlega rökstuddar, þótt þær væru snjallar og frumlegar. Bæk- urnar seldust mjög vel og kaupendurnir mátu þær. Á þeim tímum var allt sérhæft; ljóðlistin engu síður en þýðingar. Það voru settar fram kenningar um alla hluti. Stofnanir voru myndaðar fyrir allt. Alls staðar sá maður rísa Hallir hugsun- arinnar og Fagurfræðiakademíur. Sjúrí Andreívits var heiðursdoktor við ýmsar af þessum mýmörgu stofnunum. ... Eins og endranær, jafnvel áður fyrr, meðan hann vann, sótti á hann mergð hugs- ana um tilveru einstaklingsins og þjóðfé- lagið. Hann gerði sér einu sinni enn grein fyrir því, að hann var ófær um að skilja söguna, eða öllu heldur það sem kallað var framvinda sögunnar, og að hann gat ekki sett sér hana fyrir sjónir nema í líkingu úr jurtalífinu. Á veturna sýnast iaufvana greinar trjánna veikbyggðar og aumar undir snjónum eins og hár út úr gamalli vörtu. Á nokkrum vor- dögum breytist skógurinn og hækkar allt til himins, og maður getur týnzt, falizt í laufguðu völundarhúsi hans. Á meðan á þessari breytingu stendur vex skógurinn hraðar en nokkurt dýr, en samt tekur eng- inn eftir hreyfingu hans. Af því skógurinn hreyfist ekki úr stað, fælist ekki skoðand- ann. Maður finnur hann alltaf aftur kyrran á sama stað. Með þessari sömu ró gerist þjóðlífið, sagan, hún hreyfist líka eilíflega og breytist, eins þó maður taki ekki strax eftir þróun hennar ... Það er enginn sem gerir söguna, sagan sést ekki, ekki frekar en grasið sést vaxa. Stríð, byltingar, kóngarnir, Robespierrarnir eru henni líffæralegir hvatar, súrdegið. Þeir sem gera byltingarnar eru framkvæmda- mennirnir, ofstækismenn, snillingar sjálfs- takmörkunarinnar. Á fáeinum klukkustund- um eða nokkrum vikum umturna þeir gamla skipulaginu. Umturnunin stendur vikur eða nokkur ár. Því næst dýrka mennirnir þennan takmörkunaranda, sem olli umturnuninni, eins og helgan dóm, áratugum, öldum sam- an. Með því að syrgja Láru var hann líka að syrgja þetta löngu liðna sumar, þegar bylt- ingin var guðdómurinn stiginn til jarðar af himnum, guð eins sumars þar sem allt lifði trylling frelsisins ... Svo frábærir hlutir gerast ekki nema einu sinni að eilífu. Þegar maður hugsar um það, er eins og vindkviða hafi feykt þakinu af öllu Rússlandi, eins og þjóðin öll stæði skyndilega óvarin undir berum himni. Og enginn til að gæta okkar. Frelsið! Raun- verulegt frelsi, ekki frelsi í orði, né endur- heimt frelsi, heldur frelsi dottið af himnum, öllum vonum fremra. Það er frelsi, sem fæst af tilviljun, af misskilningi. Og hve allir uxu að manngildi í ringul- reiðinni. Tókuð þið eftir því? Það var eins og hver hefði unnið bug á sjálfum sér með hetjueðli, sem risið hefði hið innra með honum. 31 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.