Austurland


Austurland - 08.11.1984, Blaðsíða 2

Austurland - 08.11.1984, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 8. NÓVEMBER 1984. ----------Austurland--------------------- MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) S7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir-Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað — S7756, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Að gerðum samningum Nú má heita, að lokið sé að mestu gerð kjarasamninga milli launafólks og atvinnurekenda í þeim víðtæku samningavið- ræðum og kjaradeilum, sem staðið hafa hér á landi síðasta tvo og hálfan mánuð. Flest aðildarsambönd ASÍ sömdu í fyrrakvöld, en þó er enn ósamið hjá Sjómannasambandinu, Rafiðnaðarsambandinu og Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur. Allir þeir kjarasamningar, sem gerðir hafa verið, eru á svipuðum nótum, þó að einhverju smávægilegu muni milli einstakra samninga. Allir eiga þessir kjarasamningar það sam- eiginlegt að vera langt undir þeim kröfum, sem launafólk gerði og enn lengra undir þeirri kaupmáttarskerðingu, sem átt hefir sér stað síðustu þrjú misseri, en á því tímabili hefir kaupmáttur hrapað niður um hartnær þriðjung. Launafólk hefir því enga ástæðu til að fagna og gerir það heldur ekki. Forystumenn launþegasamtakanna hrósa heldur ekki sigri, en mæla með samþykkt gerðra samninga á þeim forsendum, að lengra verði ekki náð í þessari lotu. í forystu- grein AUSTURLANDS í síðustu viku var samningur BSRB kallaður varnarsigur og sömu ummæli skal hafa um samning ASÍ nú. Atvinr.urekendur hafa verið óvenju harðir og ósveigjanlegir í samningaviðræðum nú og stjórnvöld sýndu klærnar svo að um munaði. Harmagrátur atvinnurekenda er ekki ný bóla og engin ástæða fyrir launafólk að taka hann alvarlega. Það sem um hefir verið samið vegur aðeins upp að tveimur þriðju eða tæplega það, kaupmáttarskerðingu þriggja síðustu missera. Það eru nú öll ósköpin, sem þessir samningar skila, þó að atvinnurekendur og ríkisstjórn býsnist mjög yfir því, hversu launafólk hefir fengið mikið í sinn hlut og hóti tvöföldun verðbólgunnar og nýrri skriðu verðhækkana. Gengisfellingu hefir heldur ekki verið neitað, þó að enginn hafi beinlínis þorað að boða hana ennþá. Það virðist vera alveg borin von, að reynt verði að færa til fjármagn í þjóðfélaginu frá milliliðum og gróðastarfsemi til launafólks, Iífeyrisþega og framleiðslugreinanna í landinu. En einmitt þetta þarf að gera til að draga úr verðhækkunaráhrifum launahækkana og kostnaðarauka framleiðslugreinanna, en í þeim vegur launa- og vaxtakostnaður þyngra en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Og þetta er hægt að gera, án þess að verðbólga æði upp. En þó að þessir nýgerðu samningar skili launafólki minni ávinningi en flestir vildu, er nær víst, að þeir verða samþykktir í þeim atkvæðagreiðslum, sem standa nú yfir hjá BSRB og fara fram á næstunni í ASÍ félögum. Aðalgalli þessara samninga er þó ekki sá, hversu litlu þeir skila í launahækkunum. Launahækkanirnar væru hugsanlega viðunandi, ef tekist hefði að koma inn í samningana ákvæðum um verðtryggingu launanna. Aðalgallinn er, að launahækkan- irnar er hægt að taka allar aftur, án þess að nokkrar bætur komi fyrir. Og þetta hafa ráðherrar einmitt hótað að gera. Atvinnurekendur hafa reyndar hótað því líka og eru m. a. s. svo bíræfnir að heimta, að ríkið borgi allar launahækkanir fyrir þá. Sú krafa er auðvitað aðeins krafa um gengisfellingu, verðhækkanir og aukna verðbólgu. Önnur úrræði virðast ekki vera til skoðunar. Hér eru enn á ferðinni sömu, gömlu framsóknaríhaldslummurnar. B. S. Alyktanir þings AS A Atvinnuleysi á ábyrgð ríkisstjórnar og atvinnurekenda Þing Alþýðusambands Aust- urlands haldið að Iðavöllum í Vallahreppi dagana 26. - 28. okt. 1984, lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórn og atvinnu- rekendum, vegna þess atvinnu- leysis sem verið hefur viðloð- andi í sjávarplássum víða um land. Þingið telur það hámark ósvífninnar hjá atvinnurekend- um að stofna vísvitandi til at- vinnuleysis með því að láta skip sigla með afla, en segja upp starfsfólki í vinnustöðvum við- komandi útgerðar á þeim for- sendum að um hráefnisskort sé að ræða. Þingið skorar á sjávarútvegs- ráðherra að við ákvörðun fisk- veiðistefnu fyrir næsta ár verði girt fyrir það ábyrgðarlausa brask, sem átt hefur sér stað með fiskkvóta einstakra skipa. Þess verði gætt að fiskkvóta verði aldrei ráðstafað úr við- komandi byggðarlagi og þeir að- ilar sem ekki vilja eða geta nýtt sína fiskkvóta verði sviptir þeim og þeir afhentir öðrum aðilum í viðkomandi byggðarlögum án endurgjalds. Aukin áhrif verkafólks á stjórn fyrirtækja Þingið lýsir áhyggjum sínum yfir ástandi því sem skapast hef- ur á Seyðisfirði, þar sem at- vinnuleysi virðist orðið ríkj- andi, og bendir á að hliðstæðir atburðir munu fyrirsjáanlega gerast í fleiri byggðarlögum ef ekki verður að gert. Þó að rekja megi ástand þetta nú til stjórnleysis í atvinnumál- um þjóðarinnar, telur þingið að aðeins með auknum áhrifum verkamanna og verkalýðsfélaga á stjórn fyrirtækjanna, megi koma í veg fyrir að slíkt atvinnu- leysisástand skapist, enda verði þá leitast við að haga rekstri þeirra með hagsmuni hins vinn- andi fólks og byggðarlaganna sem heilda fyrir augum, en ekki eingöngu með gróðasjónarmið í huga. Heilbrigðrar byggðastefnu krafist Þingið harmar þá staðreynd að byggðastefnan hefur nú snú- ist upp í andhverfu sína, og streymir nú fjármagn frá hinum dreifðu byggðum, þar sem meg- inhluti framleiðslunnar fer fram, til höfuðborgarsvæðisins, þaðan sem vörur og ýmis þjón- usta er seld undirstöðuatvinnu- vegunum á því verðlagi sem einhliða er ákveðið af innflytj- endum og þjónustuaðilum. Hefur þetta skapað hömlu- lausan gróða þeirra sem reka þjónustu og verslun, en kippt grundvelli undan sjávarútvegi og landbúnaði, án þess að stjórnvöld virðist hafa komið auga á það sem er að gerast eða telji sér skylt að grípa í taum- ana. Þessu til viðbótar hefur svo- nefnd langlánanefnd útvegað stórverslunum höfuðborgar- svæðisins ómældar upphæðir er- lends lánsfjár, svo tryggt sé að þessir atvinnuvegir skuli engan skort líða. Auk þess sem þetta hefur skapað áður óþekktan kjara- mismun eftir landshlutum, telur þingið sjálfstæði þjóðarinnar vera hætta búin, þegar svo er vegið að þeim atvinnugreinum, sem byggja alfarið á innlendum auðlindum. Breytt raforkugjald Þing Alþýðusambands Aust- urlands haldið að Iðavöllum í Vallahreppi dagana 26. - 28. _______________________________________________jí__________ Frá þingi ASA. Talið f. v. Hermann Guðmundsson, Seyðisfirði, Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði og Gyða Vigfúsdóttir, Egils- stöðum. PálínaJónsdóttir, Seyðisfirði snýr baki í myndavélina. Ljósm. B. S. okt. 1984, skorar á Alþingi að breyta innheimtu verðjöfn- unargjalds af raforku í þá veru að gjaldið verði föst krónutala á hverja kílówattstund í stað prósentugjalds, sem leggst þyngst á þá sem dýrasta raforku greiða. Fljótsdalsvirkjun og kísilmálmverksmiðja Þing Alþýðusambands Aust- urlands haldið að Iðavöllum í Vallahreppi dagana 26. - 28. okt. 1984, krefst þess að staðið verði við fyrri ákvarðanir stjórn- valda um Fljótsdalsvirkjun og byggingu kísilmálmverksmiðju i Reyðarfirði. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur íbúðarhús til sölu íbúðarhúsið .J.V Strandgata 32 Neskaupstað samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- er til sölu manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Allar upplýsingar gefur Gunnars Víglundssonar Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Urðarteigi 5 Melagötu 2 Neskaupstað Ásta Ketilsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn S 7677 & 7177

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.