Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 71

Birtingur - 01.06.1968, Qupperneq 71
í raun og vcru staðið nákvæmlega á sama. Eins og að líkum lætur tók ég ekki aibragðs- vel eftir í tímunum og ég dró jafnan upp úr tösku minni nýútkomnar bækur til að lesa í frímínútunum eða jafnvel í kennslustund. Nemandi í einhverjum af efri bekkjum menntaskólans kenndi okkur íslenzku. Hann var allur í setningafræðinni. Hann hafði þann hátt á að láta okkur læra allar formúlur setn- ingafræðinnar utan bókar. Hann var kröfu- harður, svo undan þessu varð ekki komizt. Eflaust var ekki heldur hægt að kenna setn- ingafræði á annan hátt. Þetta var eina fagið sem ég lærði eitthvað að gagni í á námskeið- inu, ef gagn skyldi kalla. Stærðfræðitímarnir fóru fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Kennarinn var ekki kröfuharð- ur um að nemcndurnir reiknuðu á töfluna, það gerðu þeir sem áhugsamastir voru og bezt treystu sér, oftast sömu nemendurnir. Ég teiknaði myndir í reikniheftin mín, en burð- aðist þó við að reikna dæmi og dæmi. Ég hefði getað teiknað miklu ileiri myndir, e£ ég hefði ekki veigrað mér við að láta á því bera, en kennaranum stóð greinilega á sama um það eða tók alls ekki eftir því. Nemendurnir voru prúðir, aldrei nein ólæti, og ég hygg að það hafi verið ósköp þægilegt að kenna þarna. En ég fann þar ekki það líf sem ég fann í bókum, öðrum en lærdómsbókum. Eitthvað vantaði. Mér fannst allt vera dautt. Ég var búinn að fá ímugust á skólalærdómi, þótt ég fyndi ekki fyrir slíku í héraðsskólanum, enda hugsa ég æ og ævinlega til þess skóla með þakklæti og virðingu, en eitthvað hafði snviið hug mínum gegn þurrum skólalærdómi og nú magnaðist þetta og varð að fyrirlitningu. Einkum var ég frábitinn því að liggja yfir stærðfræði sem ég gat ekkert í. Mér fannst það hrein tímasóun fyrir mig, sem hafði ákveðið að gerast rithöf- undur. En þegar vorprófin nálguðust kom á daginn að ég vildi ekki gera fólkinu mínu þá skömm að falla. Ég tók að ókyrrast. Systir mín var í Reykjavík um þær mundir og einn dag gengum við saman út fyrir bæinn sem ekki náði þá lengra en rétt inn fyrir Bar- ónsstíg eða Rauðarárstíg. Trúlega hafði henni verið upp á lagt að nota síðasta örþrifaráðið til að hleypa í mig lærdómsmetnaði og fá mig til að snúa frá villu míns vegar, því hún sagði mér það sem mér var ókunnugt um, að for- eldrar mínir hefðu talað við skólastjóra gagn- fræðaskólans sem ég hafði numið ( áður, og spurt hvort ráðlegt væri að láta mig í mennta- skóla, en hann hafði ráðið þeim frá því og gefið í skyn að ég væri of heimskur til þess. Mér þótti miður að heyra þetta og hét því með sjálfum mér að ég skyldi að minnsta kosti ekki falla á prófinu, en þetta jók ekki löngun mína til langskólagöngu. Ég hafði ekki heldur feng- IURTINGUR 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.