Austurland


Austurland - 30.12.1987, Blaðsíða 3

Austurland - 30.12.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 30. DESEMBER 1987. 3 Hilmar Viggósson. Neskaupstadur Nýr útibússtjóri Landsbankans Nýr útibússtjóri hefur verið ráðinn að Landsbanka Islands í Neskaupstað. Hann heitir Hilmar Viggósson og tekur hann við starfinu af Árna Sveinssyni sem fyrir nokkru tók við starfi útibússtjóra Lands- bankans á Húsavík. Hilmar er 48 ára gamall og hefur starfað hjá Landsbankan- um síðan 1959. Lengst af í hin- um ýmsu deildum bankans í Reykjavík en frá árinu 1978 hef- ur hann verið forstöðumaður af- greiðslu bankans á Hellissandi. Eiginkona Hilmars er Auður Guðmundsdóttir og eiga þau 19 ára gamlan son sem stundar nám við Menntaskólann á Ak- ureyri. í samtali við AUSTUR- LAND sagði Hilmar að sér litist vel á að flytja til Neskaupstaðar, þó svo að enn hafi hann haft lítil kynni af Austfjörðum. Tvisvar hefði hann þó komið hingað til þátttöku í skákmótum en skák hefur verið hans aðaláhugamál í langan tíma og áður fyrr var Hilmar í landsliðsflokki í skák. Hilmar er ráðinn til Neskaup- staðar frá 1. janúar nk. en sagð- ist reikna með að flytja um miðj- an mánuðinn. hb NESKAUPSTAÐUR Hver sá maður sem ógreidd á gjöld sín til Bæjarsjóðs Neskaupstaðar, eldri og nýrri, hverju nafni sem nefnast, áminnist alvarlega um að greiða þau til undirritaðs fyrir áramót Neskaupstað 28.12. ’87 Sveinn Árnason fjármálastjóri NESKAUPSTAÐUR Tónleikar! Daníel Þorsteinsson píanó og Sigurður Halldórsson selló, verða með tónleika í safnaðarheimilinu • þriðjudaginn 5. janúar kl. 2100 Framlengjum hátíðarstemmninguna Velkomin Menningarnefnd Neskaupstaðar Jólin undir- búin Ungir sem aldnir undirbjuggu jólahaldið síðustu dagana fyrir jól nú sem cndranær. Á dagheimilinu Sólvöllum í Neskaupstað er piparkökubakst- ur fastur liður í undirbúningnum og þar tekur fólk vel til hendinni. Á Breiðabliki, íbúðum aldraðra í Neskaupstað hélt Kvennadeild Slysavarnafélagsins skemmtun fyrir heimilisfólk og eru meðfylgjandi myndir teknar á þessum tveimur stöðum. hb Smávœgileg aðstoð frá pabba er ekki verri. Myndir hb Fáskrúðsfjörður Nýr sjúkrabíll Rauða kross deild Fáskrúðs- fjarðar hefur nú fest kaup á nýrri sjúkrabifreið. Bíllinn er af gerðinni Ford Eeonoline og er fjórhjóladrifinn og vel búinn tækjum til sjúkraflutninga og kemur þannig búinn til landsins. Bíllinn mun koma til Fá- skrúðsfjarðar um miðjan janúar en á sunnudaginn fór fram söfn- un á meðal Fáskrúðsfirðinga til að fjármagna kaupin og söfn- uðust þá um 300 þúsund krónur og þessa dagana er unnið að söfnun hjá fyrirtækjum á staðnum. Heildarverð bílsins er um 2 milljónir króna en auk framlags heimamanna veitir sér- verkefnasjóður Rauða kross Is- lands fé til kaupanna. Á Fáskrúðsfirði eru nú til staðar tveir sjúkrabílar, annar af Citroén gerð og hinn er Scout jeppi og mun sá síðarnefndi verða seldur þegar nýi bíllinn kemur. MSIhb Lalli á Skorrastað söng gamanvísur á Breiðabliki og ekki er annað að sjá en fólk skemmti sér konunglega. NESKAUPSTAÐUR Atvinna Fóstrur og ófaglært starfsfólk vantar á Dagvistarheimilið Sólvelli Neskaupstað nú þegar eða eftir nánara samkomulagi Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 97-7 14 85 VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Vegna lagfæringa verður verkstæðið lokað til 10. janúar næstkomandi Gleðilegt nýár Trésmiðja Fljótsdalshéraðs Fellabæ S 11329 Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Raftækjavinnustofa Sveins O Elíassonar Urðarteigi 15, Neskaupstað S 71660 og 71720 Smáfólkið er greinilega þungt hugsi yfir piparkökunum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.