Austurland


Austurland - 13.04.1989, Blaðsíða 3

Austurland - 13.04.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 13. APRÍL 1989. 3 Síldarvinnslan hf. með 3,3% af útflutningsverðmæti sjávarafurða Rætt við Finnboga Jónsson framkvæmdastjóra Eins og fram kemur í frétt á forsíðu var aðalfundur Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað haldinn á laugardaginn. Þar kom m. a. fram að hreinn hagn- aður varð af rekstri fyrirtækisins á síðasta ári og nam hann 11 milljónum króna. Það þykir heldur betur tíðind- um sæta í dag að hagnaður verði af rekstri fyrirtækis f sjávarút- vegi og til að forvitnast um hvernig á slíku getur staðið og fá fregnir af rekstri Síldarvinnsl- unnar sneri blaðið sér til Finn- boga Jónssonar framkvæmda- stjóra. Fyrst var hann spurður um hverju hann þakkaði það að hagnaður varð af rekstri fyrir- tækisins. „Það eru nokkrar samverk- andi skýringar á því. í fyrsta lagi búum við að því að hafa mjög gott starfsfólk bæði í landi og á skipunum. í öðru lagi er rekstur okkar fjölþættari en margra annarra fyrirtækja í sjávarút- vegi. Á síðasta ári batnaði af- koma loðnuvinnslu t. d/veru- lega frá árinu á undan samhliða því sem afkoma botnfiskvinnslu versnaði. í þriðja lagi höfum við ekki staðið í meiri fjárfestingum eða viðhaldsverkefnum en við höfum ráðið við, sem þýðir þó ekki að slík verkefni séu ekki fyrir hendi. Þá má nefna að við höfum ekki orðið fyrir neinum meiriháttar óhöppum í rekstrin- um á síðustu árum og þau stjórnunarlegu markmið sem við höfum sett okkur hafa í meg- inatriðum náðst.“ Minni viðhaldsverkefni seg- irðu. Getur það ekki verið vara- samt? Er ekki hætta á að Síldar- vinnslan dragist aftur úr vegna mikillar aðhaldssemi í nýfjár- festingum og viðhaldsverkefn- um? „Aðhaldssemi í slíkum rekstri sem þessum er og verður alltaf nauðsynleg. Stjóm félags- ins hefur markað þá stefnu að fjárfesta fyrst og fremst í þeim hlutum sem gefa okkur öruggar tekjur á móti. Þessi fjárfesting- arstefna er að mínu mati ekki aðeins nauðsynleg í þeirri stöðu sem við erum í heldur einnig mjög skynsamleg. Það verður að viðurkennast að sum verk- efni hafa orðið að bíða. Dæmi um það em nauðsynlegar endurbætur á togaranum Bjarti, sem verið er að fara út í núna. Þrátt fyrr allt hefur ýmislegt ver- ið gert og má þar nefna að loðnuskipin hafa verið tekin verulega í gegn og annað þeirra útbúið sem hálffrystitogari. Þessar framkvæmdir hafa skilað því sem við ætluðumst til. Þá hafa verið gerðar verulegar endurbætur á loðnuverksmiðj- unni. Þær voru orðnar mjög tímabærar þar sem verksmiðjan skilaði ekki því sem hún átti að geta skilað. Með umtalsverðum endurbótum á verksmiðjunni á síðustu 2-3 árum stöndum við tiltölulega vel miðað við það sem almennt gerist í loðnuverk- smiðjum hér á landi. Þá höfum við einnig staðið í umtalsverð- um endurbótum í frystihúsinu og nú síðast í saltfiskverkun fé- lagsins.“ Hvenær geta Norðfirðingar búist við reyklausri bræðslu? „Það er stefnt að því að ljúka nauðsynlegum athugunum í sumar og að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári þann- ig að loðnuvertíð haustið 1990 hefjist með reyklausri loðnu- verksmiðju. Þetta miðast að sjálfsögðu við það að við fáum fjármagn til þessara fram- kvæmda. Það hefur ekki legið á lausu hingað til en kostnaður við þessar breytingar er ekki undir 150 milljónum króna." En þrátt fyrir litlar fjárfest- ingar, allavega á mælikvarða margra annarra sjávarútvegs- fyrirtækja, er Síldarvinnslan hf. með fjármagnskostnað upp á 201 milljón króna. Hvaða skýringar eru á því? „Fj ármagnskostnaðurinn stafar fyrst og fremst af upp- söfnuðum skuldum frá fyrri tíð. við höfum náð að lækka skuldir nokkuð miðað við fast verðlag en þær hafa þó hækkað í krónu- tölu. Heildarskuldir fyrirtækis- ins í dag nema 1.250 milljónum en þar af eru afurðabirgðir og viðskiptakröfur til frádráttar upp á 350 milljónir, þannig að raunskuldir eru um 900 milljón- ir. Það er um 100 milljónum hærra en í fyrra í krónum talið en lækkun á föstu verði, eins og ég sagði áðan.“ En hvað þarf Síldarvinnslan hf. mörg ár með 11 milljóna Finnbogi Jónsson. króna hagnað á núvirði til að vera á grænni grein? „Uppsafnað tap fyrirtækisins var um síðustu áramót 530 millj- ónir króna, þannig að með hlið- sjón af því þurfum við hvorki meira né minna en 50 svona ár. Mitt áiit er að hagnaður þurfi að vera um 5% af veltu ef vel ætti að vera.“ Um 9 milljónir króna af hagn- aði Sídlarvinnslunnar á síðasta ári var vegna vinnslu. Finnbogi sagði að afkoman væri breytileg eftir vinnslugreinum, loðnu- bræðslan skilaði hagnaði sem næmi um 6% af tekjum, saltfisk- verkun skilaði 1% af tekjum í hagnað en tapið af frystingunni næmi hins vegar um 7% af tekjum. Útgerðin skilaði í heild 2 milljónum í hagnað og skilaði Bjartur bestri afkomu, eða 10% af tekjum, Barði var með 1% hagnað en 7% tap varð af Birt- ingi. Loðnuskipið Börkur skil- aði 5% hagnaði en Beitir var með 5% tap og má rekja stóran hluta þess til mikils fjármagns- kostnaðar af skipinu. Finnbogi bendir á að útflutn- ingsverðmæti Sídlarvinnslunnar hf. á síðasta ári hafi verið einn og hálfur milljarður. Heildarút- flutningsframleiðsla íslendinga á síðasta ári var 62 milljarðar en útflutningsframleiðsla sjávaraf- urða nam 46 milljörðum. Hlutur Síldarvinnslunnar er því 2,4% af heildarútflutningsframleiðslu landsmanna og 3,3% af útflutn- ingsframleiðslu sjávarafurða. Þetta er nokkuð athyglisverður hlutur og sérstaklega þar sem íbúar Neskaupstað eru tæplega 0,7% af landsmönnum. En hvemig hefur rekstur fyrirtækisins gengið fyrstu mán- uði þessa árs? „Hann hefur gengið ágætlega fyrstu mánuðina. Það voru gerðar leiðréttingar á gengi um og eftir síðustu áramót sem höfðu sitt að segja ásamt lækkun vaxta“, segir Finnbogi. Að- spurður um hvort gengisfelling geri eitthvert gagn og hvort hún sé ekki eingöngu til að hækka skuldir og rekstrarkostnað, seg- ir hann að gengisfelling sé oftast nauðsynleg leiðrétting eftir að verðbólga hér á landi hefur ver- ið miklu meiri en í okkar við- skiptalöndum. Vissulega hækki skuldir en hjá Síldarvinnslunni verði tekjuaukningin til muna meiri og mestu skipti hvaða hliðarráðstafanir séu gerðar samhliða gengisfellingu. Um framtíðaráform og hvort eitthvað sé á döfinni varðandi stórframkvæmdir segir Finnbogi að áfram verði haldið með endur- bætur á skipunum. Barði og Birt- ingur verði teknir í gegn þegar lokið verður við endurbætur á Bjarti. Svo séu það ffamkvæmd- imar við bræðsluna sem áður em taldar. Hann segir hins vegar ljóst að skipakostur fyrirtækisins sé farinn að eldast og þar þurfí að huga að endumýjun. „En það hafa engar ákvarðanir verið teknir um skipakaup á næstunni“, sagði Finnbogi Jónsson að lokum. hb Ferðamenn! Sparisjóður Norðfjarðar vekur athygli á að ferðagjaldeyrinn fáið þið afgreiddan hjá okkur. Ef þið eigið afgang eftir ferðalagið, getur SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR nú ávaxtað hann á gjaldeyrisreikningi. Möguleikamir eru í sparisjóðnum SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Neskaupstað @71125

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.