Austurland


Austurland - 11.09.1991, Blaðsíða 7

Austurland - 11.09.1991, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR, 11. SEPTEMBER 1991. 7 Fædd 19. sept. 1906 - dáin 1. sept. 1991. Laugardaginn 7. september sl. fór fram frá Norðfjarðarkirkju útför tengdamóður minnar Sigríðar Bjarg- ar Tómasdóttur, en hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað 1. september tæpra 85 ára gömul þrotin af kröftum. Hún fæddist í Gamla-Lúðvíkshúsi þann 19. september 1906, dóttirhjón- anna Ingibjargar Sveinsdóttur og Tómasar Sigurðssonar skipstjóra. Tómas var þekktur sjósóknari á sinni tíð, en hann fann Gullkistuna, hin fengsælu fiskimið út af Austfjörðum. Gamla-Lúðvíkshús stendur enn, það er elsta húsið i Neskaupstað, norskt hús. Þar ólst hún upp næstelst fjög- urra systkina, en þau voru Ásbjöm, Hildur og Páll, öll látin. Pað var gaman að hlusta á Sigríði segja frá lífinu áður fyrr, en hún mundi fyrst eftir sér þegar foreldrar hennar bjuggu í einu herbergi með bamahópinn, og í þessu herbergi var eldað á kabyssu, en það var algengt á þeim tíma. í hverju herbergi var búið, ýmist einstaklingar eða fjöl- skyldur, og þótt húsakynnin væru þröng vom eigur fólks ekki svo mikl- ar að til þyrfti mikið húsnæði og kröfumar litlar. í>að varð hlutskipti hennar ungrar að sjá um heimili föður síns þar sem móðir hennar missti heilsuna og dó fyrir aldur fram og sá hún um ferm- ingu yngri systkina sinna. Tvisvar var hún vetrarlangt í Reykjavík á sínum yngri árum en festi ekki yndi þar, Minning Sigríður Björg Tómasdóttir Neskaupstað þótti ólíkt skemmtilegra og meira um að vera fyrir austan. Svo var það að ungur maður, Símon Eyjólfsson kom austur á land í atvinnuleit. Hann var fæddur í Merkinesi í Höfnum, sonur Eyjólfs Símonarsonar og Helgu Gísladóttur. Með þeim tókust kynni og þau giftust og hófu búskap í Gamla-Lúðvíks- húsi, i fyrstu í félagi við föður hennar og bræður. Petta var á kreppuárun- um, þegar lífskjör fólks voru með öðrum hætti en í dag. Símon stundaði ýmist sjómennsku eða störf í landi. í sjávarþorpunum á Austfjörðum ríkti staðbundið atvinnuleysi og því þurfti oft að sækja vinnu suður á land. Margar vertíðir var Símon heitinn ýmist í Vestmannaeyjum eða á Suðumesjum. Þá var Sigríður ein með bamahópinn ásamt föður sínum Tómasi. Böm þeirra urðu fjögur. Elstur er Tómas, kvæntur undirritaðri, næst Ingibjörg, maki Þorbergur Sveins- son, Helga, maki Hermann Davíðs- son, bæði látin, og yngstur Hilmar, kvæntur Pálínu Imsland. Niðjahópur hennar fyllir næstum fjóra tugi. Ég kynntist Sigríði fyrst 1957. Ekki löngu seinna byggðu þau Símon sér hús upp á Lúðvíkstúninu, en á þeim ámm starfaði Símon sem múrari og vann mikið að húsbyggingunni sjálfur. Úr húsinu þeirra var fagurt útsýni yfir fjörðinn og það var hlýlegt heimili sem þau áttu. Tengdamóðir mín var afkastamikil hannyrðakona og einstaklega vandvirk. Aldrei lét hún neitt frá sér fara nema að vera viss um að handbragðið væri fullkom- ið. Það var sama hvaða heimilisstörf hún vann, hvort sem hún sinnti blóm- unum sínum eða lagði á borð fyrir gesti, hún nostraði við hlutina, þang- að til hún var ánægð með verk sitt. Báðar dæturnar og Hilmar sonur hennar stofnuðu heimili í Neskaup- stað og bjuggu í næsta nágrenni við hana og var samgangur mikiil milli heimiianna og barnabömin tíðir gestir. Sigríður dótturdóttir hennar ólst að mestu leyti upp hjá henni. Fleiri bamabörn hennar dvöldu hjá henni um lengri eða skemmri tíma. f heimilinu var einnig Páll bróðir hennar. Oft var því heimilið erilsamt og vinnudagurinn langur en hún aldr- ei sérstaklega sterk til heilsu. Hún lifði reglusömu lífi, var árrisul, bind- indismanneskja alla ævi, og hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum. Hún hafði létta lund og sá spaugilegu hliðamar á tilvemnni. Sigríður hafði gaman af að ferðast og kom oftast einu sinni til tvisvar á ári til Reykajvíkur. Þá heimsótti hún frændur og vini. Pau keyrðu oft um landið Símon og hún eftir að þau eignuðust bíl og höfðu mikið yndi af. Fyrir u. þ. b. 19 árum kenndi Símon heilsubrests. Varð hann þá smám saman að minnka við sig vinnu en samt áttu þau margar góðar stundir. Það eru tæp tíu ár liðin síðan hann lést 69 ára gamall og voru það mikil viðbrigði fyrir tengdamóður mína. En hún flíkaði ekki tilfinningum sínum, bar sig vel í lengstu lög. Er Páll bróðir hennar var fallinn frá og hún orðin ein, seldi hún húsið sitt og flutti í litla íbúð í Neskaupstað, en þá fór heilsan að gefa sig. Hún gat ekki lengur búið ein og var tilneydd að fara á Elliheimilið. Og svo mikið sem það var henni á móti skapi að fara á stofnun þá átti hún eftir að verða þar ánægð, og þar eignaðist hún vini meðal vistfólks og hjúkmn- arfólks. Einstök vinátta tókst með henni og Sveinhildi Vilhjálmsdóttur og var það henni ómetanlegt. Fyrir tæpum tveimur árum lést Helga dóttir hennar, en þær mæðgur voru mjög samrýmdar, og var það henni mikið áfall, sem geta má nærri. Heilsu hennar hrakaði hægt og síg- andi, en hún reyndi sitt besta og náði sér aftur og aftur upp úr veikindum. Ingibjörg dóttir hennar, sem búsett er í Neskaupstað, var henni styrk stoð, og kom til hennar eins oft og hún gat og var við hlið hennar er yfir lauk. Vil ég nota tækifærið og þakka öllu því góða fólki sem annaðist hana svo vel og hlúði að henni í veikindum hennar. í sumar þegar ég heimsótti hana var hún sæmilega hress. Hún var fal- leg gömul kona hún Sigríður, alltaf svo fín, hélt andlegri reisn, og fylgdist vel með sínum. Hlustaði mikið á út- varp og hafði gaman af léttri tónlist. Síðast þegar hún gisti hjá mér raulaði hún oft fyrir munni sér lagið „Á hörp- unnar óma“. Nú þegar tónarnir síð- ustu eru þagnaðir veit ég að hún á góða heimvon á hinni sólfögru strönd eilífðarinnar. Anna Sigurbergsdóttir Samtökin Samstaða um óháð ísland Áformuð stofnun kjördæmafélaga Stofnfundur samtakanna „Samstaða um óháð ísland“ var haldinn á Hótel Borg í Reykja- vík fimmtudaginn 29. ágúst, höfuðdaginn. Samtökin vilja stuðla að víð- tækri fríverslun milli landa og góðum samskiptum Islendinga við Evrópubandalagið svo og aðrar þjóðir og heimshluta. Um leið vilja þau tryggja að íslend- ingar verði hér eftir sem hingað til óháðir viðskiptabandalögum og þjóðin haldi óskertu fulveldi. Samstaða vill að kjósendur eigi kost á að segja álit sitt í þjóðar- atkvæðagreiðslu áður en ríkis- stjórn og Alþingi taka afstöðu til aðildar að evrópsku efna- hagssvæði (EES) eða EB. Á stofnfundinum var kosin 15 manna stjórn sem skipti með sér verkum strax að loknum fundin- um. Kristín Einarsdóttir er for- maður, Jóhannes R. Snorrason varaformaður, Helgi S. Guð- mundsson gjaldkeri og Auður Sveinsdóttir ritari. Annar fundur stjórnarinnar var haldinn 30. ágúst. Þar var starfið framundan skipulagt. Ákveðið var að gefa út frétta- bréf með ýmsu fræðsluefni, stuðla að stofnun kjördæmafé- laga, halda fundi víða um land og eru fyrstu fundirnir á Isafirði á sunnudagskvöld og Patreks- firði á mánudagskvöld. Á undirbúningsfundinum sem haldinn var í Norræna hús- inu 3. júlí var ákveðið að gang- ast fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á ríkisstjórnina að hætta samningum um evr- ópskt efnahagssvæði og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu ef geng- ið yrði til samninga. Söfnun undirskrifta er enn í fullum gangi. Stjórn Samstöðu um óháð ís- land skipa eftirtaldir einstakl- ingar: Auður Sveinsdóttir ritari, Ásta R. Jóhannesdóttir, Bjarni Einarsson, Eyvindur Erlends- son, Gunnlaugur Júlíusson, Harpa Njálsdóttir, Hannes Jónsson, Helgi S. Guðmunds- son gjaldkeri, Helgi Seljan, Hlöðver Hlöðversson, Jóhann- es Snorrason varaformaður, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kristín Einarsdóttir formaður, Sigríður Kristinsdóttir og Þór- anna Pálsdóttir. SAmstaÐA UM ÓHflO ÍSLAND Frá ABN Almennur félagsfundur veröur haldinn í Alþýðubandalaginu í Neskaupstaö sunnudaginn 15. september kl. 1600 í Kreml. Dagskrá: 1. Kjördæmisráðsþing 5. október. 2. Vetrarstarfið. 3. Stjórnmálaviðhorf, Hjörleifur Guttormsson með framsögu. 4. Önnur mál. Stjórnin Nýkomið Kápur, jakkar, buxur, peysur og bolir. Einnig hinir vinsælu skólakuldaskór á börn og unglinga. Margar gerðir af innanhússskóm. VIÐ LÆKINN NESKAUPSTAÐ S 71288

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.