Ingólfur - 19.12.1929, Blaðsíða 4

Ingólfur - 19.12.1929, Blaðsíða 4
4 Hættan mikla. INGÓLFUR I Reykjavík býr nú fjórði hluti ís- lensku þjóðarinnar. Það er ekki mikill mannfjöldi í samanburði við íbúatölu er- lencjra stórborga. íslenska höfuðborgin hefir heldur ekki enn safnað sér varan- legum menjum auðæfa og hámenningar á borð við höfuðborgir annara landa. En við Reykvíkingar erum líka enn sem kom- ið er að mestu lausir við ýms þeirra al- varlegustu meina, sem sýkja og þjá stór- borgalíf nútímans þar sem það hefir náð að þróast hindrunarlaust. Því verður eigi með rökum neitað, að borgirnar veita mönnum að ýmsu leyti betri skilyrði til sameiginlegra átaka heldur en hinar dreifðu byggðir sveit- anna. Félagslíf og skólasókn er auðveldari og ódýrari í borgum en í sveitum. En gallar borgalífsins ættu engum að vera hugstæðari en borgabúum sjálfum. Tvent er það, sem stærst alvöruefni er þeim, sem mest hugsa um framtíð borganna. Það er hættan um líkamlega heilsu fólks- ins og það er siðferðilega hættan. Þessi tvöfalda hætta er orðin að veruleika í stóru löndunum og hún vofir yfir hverj- um þeim bæ, sem nú er í bemsku en á möguleika til vaxtar. Mennimir eru ávalt meira og minna háðir áhrifum utan að. Þar sem lágt er undir loft og ekkert fagurt ber fyrir augu þrífst lágur hugsunarháttur og lít- ilmannlegur. íslenska þjóðin á andlega hreysti sína mest því að þakka, að hún hefir lifað mestan hluta æfi sinnar undir himinhvelfingunni einni og haft vítt til veggja. í borg, sem látin er vaxa án þess að skeytt sé nánar um hvernig sá vöxtur verður, getur ekki hjá því faríð, að fólkið glati svo að segja alveg hinum heilnæmu áhrifum náttúrunnar á heilsu og hugar- far. Úr þessu mætti talsvert bæta með því að láta dálítinn blett af landi fylgja hverju húsi. Svo er í sumum bæjahverf- um Suður-Þýskalands og gefur slíkt fyrir- komulag bæjunum alt annan svip en venjulegt er. Iðjuleysið er plága í hverri stórborg, hvort sem það kemur af því að eigi sé vinnu að fá eða því að upp vaxi hópur viljalausra manna, sem ekki finna hjá sér löngun til að vinna starf af hendi. 1 hópi þessara raunamanna er löngum jarðvegur fyrir óglæsilegar hugmyndir um borgaralegar skyldur. Hverri borg er það lífs nauðsyn, að slíkir menn séu sem fæstir. Þannig er heill almennings best bórgið, að hver maður eigi kost á hollu starfi. 1 höfuðborgum tveggja nágrannaland- anna hafa á þessu hausti verið framdir glæpir svo hryllilegir, að óhug hefir sleg- ið á landslýð allan. Mönnum verður að spyrja, hvort slíkir voða viðburðir séu óhjákvæmilegur ávöxtur nútíma stór- Framsóknarfélag's Reykjavíkur er í Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu. Fyrst um sinn opin kl. 9—12 f. h„ 4—7 og 8—9 e. h. Símí 2374. bæjalífs. Svo framarlega, sem vér trúum á framtíð heimsmenningarinnar, verðum vér að treysta því, að svo sé eigi. En hin raunalegu siðferðilegu slys stór- borganna eiga að vera hinum yngri og fá- mennari til viðvörunar. Með því að byggja borg er verið að byggja upp að meira eða minna leyti líkama og sál þeirra miljóna sem þar eiga að lifa á komandi öldum. — Mætti borgarsmiðum Reykjavíkur vera ljós sú ábyrgð, sem á þeim hvílir! -o Samkvæmt kosningalögum síðasta þings eru æskunni í þessum bæ fengin meiri völd í hendur en hún hefir haft hingað til. Aldurstakmark kosningaréttar er fært úr 25 árum niður í 21 ár. Fleira af ungu fólki gengur nú að kjörborðunum við bæjar- stjórnarkosningar í Reykjavík en nokkru sinni áður. Það er alveg víst, að hinir ungu kjós- endur láta sig málefni æskulýðsins sér- staklega miklu skifta, að þeir vilja styðja að eflingu íþrótta, að þeir vilja vinna að bættu uppeldi, að þeim er það áhugamál að ungmennafræðslunni hér sé komið í sæmilegt horf. Það er áreiðanlegt, að unga fólkið er ekki ánægt og getur ekki verið ánægt með það, að hætt sé við að byggja sundhöll- ina í Reykjavík þegar þingið hefir geng- ið inn á að leggja til hennai’ stóra upp- hæð af almannafé. Það hefir verið sagt, að Framsóknar- menn væri flokkur æskunnar á Islandi. Foringi íhaldsmanna hefir kvartað yfir því á opinberum fundi, að unga fólkið væri sínum flokki og sinni stefnu óvin- veitt. Unga fólkið í Reykjavík ætti ekki að vera meir hneigt til þröngsýni í stjórn- málum en jafnaldrar annarsstaðar á landinu. Það hlýtur að styðja flokk æsk- unnar í þessum bæ. I efsta sæti á lista sínum hefir Fram- sóknarfélagið valið einn af þróttmestu mönnum íslenskrar æsku, mann sem af eigin ramleik og með fádæma dugnaði hefir brotist fram til hárrar mentunar, mann sem hefir verið meðal helstu fröm- uða íslensks íþróttalífs, mann sem lætur sér alveg sérstaklega ant um andlegt og bkamlegt heilbrigði æskulýðsins í Reykja- vík, mann sem á nógu mikinn áhuga og nógu mikið þrek til að koma því alvar- lega máli í viðunandi horf. Þessum manni eiga ungu kjósendurnir í Reykjavík að greiða atkvæði 25. jan. n. k. Æskan í Reykjavík á að kjósa B-listann. ----o---- Sjálfum sér líkir. Auðvitað getur Morgunbl. skki skilið, að Reykvíkingum sé þörf á stöðum til úti- vistar og íþróttaiðkana. Er við öðru að búast af mönnum, sem fyrir rúmu ári síð- an ætluðu að „drita inni“ nemendur mentaskólans ? En hart er það óneitan- lega, að Reykvíkingar, sem árum saman hafa þolað Mbl. átölulítið að spilla máli þeirra og menningu, skuli ekki mega vera í friði fyrir því um sín stærstu framfara- mál. Alt á hornum sér. Blöð gömlu flokkanna hafa alt ilt á hornum sér út af lista Framsóknarfélags- ins. Undir eins og fréttist um hin nýju samtök og löngu áður en listinn var lagð- ur fram, voru bæjarblöðin farin að kasta hnútum að þeim, sem að honum standa. Ingólfur væntir þess, að kjósendur láti ekki órökstuddar dylgjur eða slúðursögur, sem dreift er út um bæinn að tjaldabaki, rugla dómsgreind sína. Slúður og bak- ! mælgi.eru vopn þeirar manna einna, sem tómhentir eru á opinberum vettvangi. Kosningaskrifssofu hefir Framsóknarfélagið opnað í Búnaðar- lelagshúsinu við Lækjargötu. Verður skrifstofan opin hálfan daginn nú fyrst um sinn en lengur, er að kosningunni líð- ur. Fylgismenn B-listans eru velkomnir á skrifstofuna til viðtals um þau málefni sem kosninguna varða. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni. Ennfremur er kosningablað Framsóknarfélagsins þar til sölu. Sími kosningaskrifstofunnar er 2374. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Hólatori 2. Sími 1245. \ Prentsmiðjan Acta.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/829

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.