Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Síða 202

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Síða 202
200 Ritdómar Nokkurs misræmis gætir í töflum sem sýna eiga breytingar á sérhljóðakerfinu frá samnorrænu til hvers einstaks máls. Hæpið er að stafsetning ein gildi sem vitnisburður um þær hljóðbreytingar sem orðið hafa í bókmáls- og nýnorsku (bls. 48 og 54). Reglan um lækkun sérhljóða, R(31) (bls. 41), tilheyrir þeim reglum sem sagðar eru hafa verkað á mjög stóru svæði. Þar er og getið hvernig hún kom fram í norsk- um mállýskum. í þeim köflum sem fjalla um hvert mál fyrir sig er minnst á áhrif reglunnar í sumum málum (m.a. nýnorsku) en ekki í öllum. Hvernig má skilja það? Verkaði hún bara í þeim málum þar sem hennar er getið sérstaklega? R(33) (bls. 41) tekur til örlaga áherslulausra sérhljóða. Getið er hvemig þau urðu í íslensku, færeysku, sænsku og nýnorsku. Bókmál og danska eru ekki með. Þessarar reglu er hvergi getið í köflunum um sérhvert mál, en hins vegar kemur hún fram undir öðru nafni og númeri í köflunum um dönsku og bókmálsnorsku og heitir nú R(Da-l), samfall (bls. 51 og 53). Óskýrleiki af þessu tagi er allt of algengur í bók- inni og veldur oft á tíðum því að lesandi er svo til jafnnær um heildarlínurnar í málþróun norrænna mála að lestri loknum, séu honum þær ekki kunnugar fyrir. í töflu 14 (bls. 65) um samhljóðabreytingar frá samnorrænu til norrænu (OSc) kemur ekki skýrt fram við hvað er miðað í norrænu; rithátt, fónem eða hljóð? Svo er þó helst að sjá að miðað sé við rithátt, og er það nokkuð vafasöm viðmiðun. Fullyrt er að klasinn gj renni saman við dj; kj við tj\ og skj við stj í öllum nor- rænum málum (bls. 65) og í þeim kafla þar sem fjallað er um íslensku sérstaklega kemur ekkert nýtt fram um þessa reglu. Því liggur beinast við að draga þá ályktun að þessi samhljóðaklasasamruni eigi einnig við um íslensku, en slíkt er að sjálf- sögðu markleysa. I þeim kafla sem fjallar um sérhljóðakerfi nútímaíslensku ræðir Haugen meðal annars þá breytingu sem almennt er kölluð tvíhljóðun á undan ng, nk (R(Ic-2), bls. 42). Hér bregður svo við að breyting þessi er nefnd „glide insertion“ (hálfsér- hljóðsinnskot) og er hljóðritun sérhljóðanna á þessa leið: [i‘j, [e‘j o. s. frv. Hins vegar talar Haugen um tvíhljóðun á undan gi svo sem venja er ((Ic-5) bls. 43) og hljóðritar þá: [i jj, [ej,| o. s. frv. Svo er að sjá sem lengd sérhljóðanna ráði því hvort Haugen telur vera á ferðinni hálfsérhljóðsinnskot eða hreina tvíhljóðun. Sé hljóðið stutt verður hálfsérhljóðsinnskot, en sé það langt verður tvíhljóðun, eins og eftir- farandi dæmi frá honum sjálfum sýna: enginn [e‘ngin], segja [sejja], hvítur [kvijt- Yr], hvítt [kvi‘ht]. Slíka aðgreiningu eftir lengd tel ég óþarfa og mér vitanlega hafa engar rannsóknir komið fram sem benda til hennar. Hljóð sem [e‘] er stundum álitið vera fyrsta þrepið í þróun frá einhljóði í tvíhljóð en ekkert réttlætir það að gera ráð fyrir að tvíhljóðun á undan ng, nk sé skemmra á veg komin en tvíhljóðun á undan gi. Haugen segir reyndar um hálfsérhljóðsinnskotin að þau „... coincide with one of the preexisting diphtongs or diphtongized long vowels ...“ (bls. 42) og finnst mér hann hér ganga í berhögg við sjálfan sig, en þessi orð hans merkja væntanlega það að enginn munur er á því sem hann kallar tvíhljóðun annars vegar og hálfsérhljóðsinnskot hins vegar. Á bls. 37 segir að stoðhljóðið sé reglulegt í íslensku frá 16. öld. Víst er það að það er ekki fyrr en á 16. öld að stoðhljóðið kemur almennt fram í ritmáli, en hins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.