Eining - 01.05.1947, Blaðsíða 7

Eining - 01.05.1947, Blaðsíða 7
 E 1 N I N G 7 Hörð eru ummæli yðar um mig, segir drottinn. Og þér spyrjið: Hvað höfum vér þá sagt vor í milli um þig? Þér segið: Það er til einskis að þjóna Guði, eða hvaða ávinning höfum vér af þvi haft, er vér varðveittum boðorð hans og gengum í sorgarbúningi fyrir augliti drottins. Fyrir því teljum vér nú hina hrokafullu sæla. Þeir þrifust eigi aðeins vel, þá er þeir höfðu guðleysi i frammi, heldur freistuðu þeir og Guðs og sluppu óhegndir. Slíkt mæla þeir hvor við annan, sem óttast drottin, og drottin gefur gaum að því og heyrir það, og frammi fyrir augliti hans er rituð minnisbók fyrir þá, sem óttast drottin og virða nafn hans. Og þeir skulu vera mín eign, segir drottinn hersveitan.na, á þeitn degi, sem ég hefst handa, og ég mun vægja þeim, eins og maður vægir syni sínum, sem þjónar honum. Þá munuð þér aftur sjá þann mismun, sem er á milli réttláts manns og óguðlegs, á milli þess, sem Guði þjónar og hins, sem ekki jDjónar honum. Því sjá, dagur- inn kemur brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir, er guðleysi fremja, munu þá vera sem hjálmleggir, og dagurinn, sem kemur, mun kveikja í þeim, segir drottinn hersveitanna, svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur. En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna meðgræðslu undir vængj- um sinum. Malakí 3, 16 — 18; 4, 1,2. Fálmandi mannkyn Sagnritari að nafni Andrew Dickson ^ White hefur ritað stórverk, sem heitir: A History of the Warfare of Science with Theoloytj in Christendom. — Saga baráttu vísindanna við guðfræðina í kristindóminum. í Þessu mikla sögulega verki kennir margra grasa, og er þar óhemju mikill fróðleikur. Má af slíku margt læra. Hér er ofurlítið sýnishorn: „Árið"1553 átti Michael Servetus líf I sitt að verja fyrir rétti í Genf. Servetus hafði unnið gott verk í þágu vísindanna, meðal annars hafði hann séð um út- gáfu af landafræði Ptólemiusar. En þar er Gyðingalandi ekki lýst sem landi, er fljóti í „mjólk og hunangi“, heldur eins og það er, fremur rýru og gæðasnauðu. Skæðasti óvinur og andstæðingur Ser- vetusar, siðabótamaðurinn John Calvin, i notaði þetta með ógnarafli gegn Ser- vetusi. Árangurslaust staðhæfði hinn á- kærði, að orð hans væru aðeins endur- tekning á fyrri útgáfu Ptólemiusar, og árangurslaust benti hann á, að hér væri aðeins um landfræðilega lýsingu að ræða, sem fullsönnuð væri. Hann fékk aðeins það svar, að slík kenning smán- aði Móse og svívirti freklega heilagan ^ anda“- Annað dæmi: Martin Lúter segir: „Fólkið lagði eyrun að uppskrúfuðum stjarnfræðing, sem var að reyna að sanna, að jörðin snerist, en ekki himnarnir, festingin, sól og tungl. Sá, sem vill þykjast vitur, verður auðvitað að finna upp á ein- hverju nýju, sem á að vera öllu öðru réttara og betra. Þessir heimskingjar vilja umsnúa allri stjarnfræðinni, en heilög ritning segir, að Jósúa hafi boð- ið sólinni að standa kyrri, en ekki jörð- inni“. Þótt Melankton væri hógvær, var hann samt ekki eftirbátur Lúters í því að fordæma Copernikus. Sex árum eftir dauða Copernikusar skrifaði Melankton á þessa leið: „Augu vor vitna það, að himininn snýst um jörðina á 24 klukku- stundum. En vissir menn, sem annað- hvort elska ævintýri eða vilja sýnast miklir hugvitsmenn, hafa nú haldið því fram, að jörðin snúist, en ekki sólin né stjarnakerfin . . • Það sýnir skort á heiðarleik og velsæmi að halda slíku fram opinberlega, og fordæmið er skað- vnælegt. Heilbrigður hugsunarháttur temur sér að viðurkenna þann sann- leika, sem Guð hefur opinberað, og láta sér hann lynda“. Melankton vitnar því næst í orð sálmaskáldsins og Prédikarans, er stað- hæfi afdráttarlaust, að jörðin standi kyrr, en sólin gangi í kringum hana og kemur svo með átta aðrar sannanir fyr- ir því, að jörðin geti hvergi annars staðar verið en miðdepill algeimsins. Svo ákafur verður þessi hógværi sið- bótamaður, að hann leggur til, að mjög hörðu sé beitt til þess að þagga niður slíka kenningu og þá, er Copernikus hafi boðað“. Þessir siðbótamenn voru sannleiks- 'V . * ■ */' leitandi menn, reiðubúnir til þess að láta lífið fyrir það, sem þeir töldu dýr- mætastan sannleika. Þeir voru einnig lærðir háskólamenn, en samt að mörgu leyti svo óskaplega háðir feðratrú, erfi- kenningum og „rétttrúnaði" bæði há- skólavísinda og kirkjukenninga- Blind- aðir af slíkum kennisetningum varð þeim á að fordæma brautryðjendur hinna dásamlegustu sanninda, mennina, sem leyfðu sér að hugsa sjálfstætt og nota dómgreind sína, hvað sem ritning- ar og páfi segði. Öll er því saga mann- kynsins saga urn hið mesta ráðaleysis- fálm skammsýnna og villuráfandi manna. Og hættulegastir hafa þeir menn oftast orðið meðbræðrum sínum, sem vissastir hafa verið um óskeiku- leik kenninga sinna og trúar, hvort held- ur verið hefur kirkjuleg eða pólitísk. Páskar 1947 Lífsins og Ijóssins herra, lát yfir mannkyn renna heilaga upprisuhátið, hjörtun af vonaryl brenna. — Enn þá ber kristslundinn krossinn, kvalabikar er fylltur, heiftin og heimskan ríkir, heimur er flár og spilltur. — Láttu nú páskasól Ijóma, lýsa upp graf armyrkur. Vertu oss upprisuundur og endurfæðandi styrkur. Pétur SigurSsson. Skáldið Jóh. Magnús Bjarnason. Lagði niður skjóma og skjöld, skáldið orkuslinga, hélt hann uppi hátt í öld heiðri íslendinga. Kristján Sigurðsson, kennari. Ný stúka Stofnuð var hinn 15- marz s. 1. ný stúka á Patreksfirði og heitir hún Patrekur. Undirbúning og stofnun ann- aðist Arngrímur Fr. Bjarnason. Stofn- endur voru 31. Æðstitemplar stúkunn- ar er Salómon Einarsson forstjóri. Eining fagnar sérstaklega, að Pat- reksfjörður er kominn aftur með í sveit hinna skipulögðu átaka um bindindis- málið og óskar hinni nýju stúku allra heilla. Heklugosið Framh. af bls. 1. snævi þakinn. Við stefnum nú lítið eitt austar en fyrr. Við sitjum nú rólegir í sætum okkar og tölum varla orð- Þetta hefur verið svo æsandi og stórfenglegt, að við erum allir þreyttir og sitjum því rólegir. Við*fljúgum yfir mitt Þingvalla- vatn og innan stundar inn yfir bæinn. Og gott er að koma heim aftur. Bless- aður norðanvindurinn að hlífa okkur við ösku, myrkri og öðrum óhugnaði frá Heklu. Heillakarlinn Norðri, honum er ekki alls varnað.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.