Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 10

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 10
10 E I N I N G Afengissalan ER STÆRSTA SMAN ÞJOÐARINNAR EFTIR A. G. HOLSEN forstöðumann sjómannaheimilisins í Kristiansand, Noregi. Þetta erindi var flutt í Kristiansand 20. júlí 1947 á Landsfundi Sambands bindindisfélaga bílstjóra í Noregi. Rit- stjóri Einingar hlustaði þá á erindið og bað höfundinn um það í blaðið, ekki sökum þess, að það sé eftirsóknarvert að birta neitt það, sem er til miska hinni ágætu norsku þjóð, heldur hins, að það á vel við hverja þjóð, sem selur áfengi, og engu síður ísland en aðrar þjóðir. Það eru nú rúm tvö ár, síðan við endurheimtum frelsi okkar. Enn sýður í okkur, er við minnumst grimmdar- verka þjóðverja og miskunnarlausra of- beldisverka N. S. (National Samling). Slíkt þrældómsok varð norska þjóðin að bera í fimm ár. Ekkert undur, þótt fögn- uðurinn yrði mikill, þegar lausnar- stundin rann upp. Við vegsömuðum frelsið bæði í söng, ræðu og riti. Við kunnum að meta hetjudáð okkar, sem höfðum boðið grimmd og ofbeldi byrg- inn og haldið velli. Við töluðum stór orð um heimavígstöðvar, vígstöðvar erlendis og önnur baráttusvæði. — Ekkert land hafði af öðru eins að státa. Nei, Óli Norðmaður er „karl í krapinu", þegar á reynir. Og nú skyldi verða tekið til höndun- um við endurreisnarstarfið. Óskaplegt átak var framundan. Vissulega skyldi heimurinn fá að sjá, að nú stæðu Norð- menn sameinaðir engu síður en á kúg- unartímum Þjóðverja og N. S. Ham- ingjan góða, öll þau hreystiorð og glæsi- legu vonir. Við hrósuðum okkur sjálfir, unz slíkt varð að trú bæði heimafyrir og erlendis. Hver hefur svo niðurstaðan orðið? Að mestu leyti hefur allt drukn- að í sjálfshóli og hreystiorðum. Við skul- um játa hreinskilnislega að í landinu finnst naumast starfsáhugi. Nei, hér snýst áhuginn í dag um kvikmyndir, dans, veizlur og drykkjuskap. Slíkt er hið eftirsótta. Getur slík kynslóð byggt landið á ný? Að einu leyti lék lánið við okkur. Við áttum miklar fjárfúlgur í erlendum gjaldeyri í stríðslokin. Og var það verzl- unarflota okkar að þakka. Þetta hefur bjargað okkur og þess vegna erum við betur staddir fjárhagslega en nokkur önnur þjóð, sem varð fyrir ógnum styrj- aldarinnar. Við höfðum því efni á að vera nautnasjúkt tízkufólk. En nú geng- ur erlendi gjaldeyrinn til þurrðar og verður þá brátt lítið úr okkur, ef við nennum ekki að vinna. Enn höfum við reynt minnst af því. Hingað til hefur stefnan helzt verið sú, að láta reka á reiðanum. Eitt af því hryggilegasta, sem hér gerðist eftir stríðslokin, var krafa 14 bæja um áfengisverzlun. Naumast höfð- um við sloppið undan kúgun Þjóðverja og N. S., fyrr en við heimtuðum að ann- ar enn verri kúgari fengi að leikalausum hala. Það skyldi vera þakkarfórn okkar fyrir það frelsi, sem við fengum að mestu óverðskuldað. Og nú er árangur- inn augljós: biðraðir fyrir utan áfeng- issölurnar, fyllirí, áflog, manndráp, slys af völdum ölvaðra ökumanna, neyð, sorg og eymd. Þetta eru ávalt fylgjur áfeng- isdrykkjunnar. Sjáið, hvernig það var hér á föstudag og laugardag. Hugsið ykkur þessa geysilegu biðröð og þröng við áfengisútsöluna. Og er hægt að hugsa sér nokkuð smánarlegra og aum- ara en þessa kássu áfengiskaupenda. Þarna híma menn jafnt vetur sem sum- ar, hvernig sem viðrar, allra stétta menn, ungir og gamlir, ríkir og fátæk- ir, konur og karlar, hermenn og almenn- ir borgarar. Áhugamálið er eitt og hið sama hjá öllum: að ná í sem mest á- fengi. Hér eru þjóðarinnar auvirðilegustu landráðamenn. Alls geta 19 bæir státað af biðröðum áfengiskaupenda. 1 landinu eru 64 út- sölustaðir. Síðastliðið ár seldu þeir um 20 milljónir lítra af áfengum drykkjum, og kaupendur lögðu út fyrir þetta um 446, 800,000 króna. Tekjur ríkisins voru 340,101,000 kr. En svo kemur tala hinna ákærðu á árinu. Þeir urðu 42,515 og það er sennilega ekki helmingur hinna seku. Hinn þekkti læknir, Tove Mohn í Oslo, segir: „Milli 50 og 70 af hundr- aði kynsjúkdómanna orsakast af áfeng- isneyzlunni, og 73% allra afbrota eru framin undir áhrifum áfengis". Ég leyfi mér því að segja, að áfeng- issalan sé stærsta smán þjóöarinnar. Og það er ríkið, sem stendur að þessum ófögnuði, en við skreytum okkur með hinu glæsilega nafni: kristin menning- arþjóð. Eigum við skilið að heita slíkt á meðan við látum áfengið flóa þannig? Því að vissulega getur ekki farið saman sannkölluð menning, sannur kristin- dómur og áfengisspilling fremur en eld- ur og vatn. Hefðu hinir kristnu í land- inu þekkt sína kristilegu skyldu, þá hefðum við nú færri útsölustaði, en þeir brugðust þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Þeir sátu heima og svo fengum við biðraðir áfengiskaupenda, drykkju- mannaheimili og vesaldóm. Yfirlæknirinn við Aust-Agder sjúkra- hús segir: „í Arnedal eru að minnsta kosti 100 drykkjumannafjölskyldur". Og þá eru það sjálfsagt 200 drykkju- mannafjölskyldur í Kristiansand. Hver ber svo ábyrgðina á þessum smánarlegu viðskiptum. Fyrst og fremst allir andstæðingar okkar bind- indismanna, þeir sem alltaf heimta sem frjálsasta áfengissölu. Þar næst allir hinir kærulausu, sem bregðast þegar barizt er og greitt atkvæði með eða móti áfenginu. Þeir sem þá sitja heima. Hér mætti og nefna allmarga þeirra, sem eru þó boðberar kristinnar trúar. Heyra söfnuðirnir að jafnaði orð frá prédikunarstólnum, sem leggjast fast gegn drykkjuskaparbölinu? En stærsta smánin er þó sú, að ríkið sjálft skuli starfrækja áfengissöluna til þess að afla tekna ríkissjóði, sem ávalt er þó þur- ausinn. Sé nokkuð til, sem kalla megi blóöpeninga, þá er það þessi fjáröflun. Það er hin kostnaðarsamasta fjáröflun ríkisins, því að henni samfara er botn- laust hyldýpi eymdar og sorgar, og tára- haf, eyðilögð lífshamingja, gereyðilagð- ir menn svo tugþúsundum skiptir og glötun þúsunda dýrmætra mannslífa. Hugleiðið þetta. Ég spyr því: er ekki áfengisverzlunin miskunnarlaus dómur yfir öllu því, sem við köllum menningu og kristindóm? Við sendum kristniboða til heiðingja- landanna, og þess mun vera þörf, en svo verndum við með lögum landsins slíkan kúgara og kvalara, sem breytir jafnvel hámenntuðum manni í villidýr, já, djöful. Lengra nær enn ekki okkar vegsamaða kristilega menning. Það er talin sóun, að við látum tvær krónur á mann til kristniboðs, en á- fenginu fórnum við þó 100 kr. árlega á hvert mannsbarn í landinu. Þetta á- telja tiltölulega fáir. En það er jafn fráleitt fyrir einstakling sem þjóð að áfengisdrykkja geti nokkru sinni leitt til velmegunar. Þegar um áfengið er að ræða, þá er- um við Norðmenn miklir vesalingar. Sjálfsagt er að tæma flöskuna, drekka frá sér ráð og rænu og hafa svo í frammi ljótt orðbragð og áflog. Haldið ekki, að við þyrftum einnig niður til Þýzkalands til þess að verða okkur til skammar. Hermenn okkar, einnig yfir- menn þeirra, drukku sig fulla, lentu í áflogum við Englendinga og svo var þeim bannað að koma inn á hótel og skemmtisamkomur. Slíkt er falleg land- kynning. Og enginn þarf að segja mér, hvernig Norðmenn geta stundum hegð- að sér í hafnarborgum erlendis. Það hef ég sjálfur séð. Ekkert land í heiminum átti jafnmörg nöfn og Noregur á skrá hjá knæpunum í Antwerpen, ekki einu sinni England. Einnig þetta talar sínu máli. Hvert er svo fyrsta og æðsta hlut- verk bindindismanna? Að koma á fót V * 4

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.