Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 7

Eining - 01.11.1950, Blaðsíða 7
EINÍNG 7 ð Uíh keilaya glót Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur . . . Augað getur ekki sagt við höndina: Eg þarfn- ast þín ekki, né heldur höfuðið við fæturna: Eg þarínast ykkar ekki. Nei, miklu fremur eru þeir limir á líkamanum nauðsynlegir, sem virðast vera í veikbyggðara iagi. Og þeim sem oss virðast vera í óvirðulegra lagi á líkamanum, þeim veitum vér þess meiri sæmd, og gagnvart þeirn, sem vér blygðumst vor fyrir, viðhöfum vér þess meiri blygðunarsemi, en þess þarfnast hinir sjálegu limir vorir ekki, heldur setti Guð líkamann svo saman, að hann gaf þeim, sem síðri var, því meiri sæmd, til þess að ekki yrði ágreiningur í líkamanum, held- ur skjddu limirnir bera sameiginlega umhyggju hver fjnir öðrum. Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjast allir lim- irnir með honum. En þér eruð líkamir Krists og limir hver fyrir sig. Og Guð hefur sett nokkra í söfnuðinum íyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, því næst kraftaverk, enn fremur lækningagáfur, líknarstörf, stjórnarstörf og tunguta! . . . En sækizt eftir náðargáfum, þeim hinum meiri . . . Keppið eftir kærleikanum. 1. Kor. 12, 12-31; 14, 1. slíkar stöðvar heilans stjórna tungutakinu, reikningshæfileik- um, litarskynjun, hljómlistargáíu o. fl. Dr. Henschen benti á, að maður, sem orðið hafði fyrir heilaáfalli og misst málið, ætti þó hina taístöð heilans eftir óskemmda og óvirka. Hann ritaði mikla bók um allar sínar athuganir, en bókin var svo flókin og svo dýr, kostaði t. d. í Ameríku 65 dollara, að hún var ekki lesin. Þá kemur til sögunnar Johannes Maagaard Nielsen, fæddur í Danmörku, en lærður í Bandaríkjunum. Eftir margra ára nám í Ameríku og Evrópu, tók hann til 1930 að rannsaka og kynna sér allt um starísemi heilans. Safnaði þá einnig bókum um ap- hasia, þar á meðal bók sænska læknisins og sagði um hana, að „hún væri sú mikiivægasta bók, sem hann hefði rekizt á“. Hann endursagði bókina í fremur íítilli bók, sem kom út í tveimur upplögum og náði útbreiðslu meðal lækna. Þar var bent á, að aphasia yrði Iæknuð með því að vekja til starfa hina óvirku talstöð heilans. Árið 1946 fékk dr. Nielsen bréf frá eftirlitsstofnun heim- kominna hermanna í Ameríku, er tjáði honum, að hundruð hermanna hefðu orðið fyrir heilaáíöllum, og spurði, hvort nokkuð væri hægt að aðhafast þeim til hjálpar. Nielsen lagði til, að stofnuð yrði sérstök sjúkradeild fyrir þessa menn. Þetta var gert og helztu menn þeirrar deildar voru Donald Schultz, 37 ára sálfræðingur og sérfræðingur í málhelti, dr. Edwin Cole, en hans sérgrein var einmitt aphasia, og svo dr. Maagaard Nielsen. Fyrsti sjúklingurinn, sem þeir stunduðu, var Tony Ra- morez, 26 ára að aldri. Hann hafði verið um þriggja vikna tíma á sjúkrahúsi, innilokaður á deild hinna erfiðustu sjúkl- inga. Sprengjubrot höfðu sært heilann, læknar höfðu náð brotunum, en Tony gat hvorki talað, lesið né skrifað. Þegar dr. Schultz klappaði honum oíurlítið á herðarnar, hleypii hann sér í kuðung, kreppti hnefann og beit saman tönnunum, benti á höfuðið og muldraði eitthvað. „Jæja, þú vilt láta gera út af við heila þinn“, sagði dr. Schultz. Tony nikkaði til samþykkis, dapur í bragði. „Já, en við ætlum nú fyrst að fást við nokkrar æíingar“, sagði læknirinn, „seztu nú niður, vertu rólegur og reyndu að segja, Ay-y-y, o-o-oh, ee-e-e“. Eftir 15 mínútur gáfust þeir upp. Arangur enginn. Vikur liðu áður en Tony gat tekið nokkurn þátt í þessum tilraunum, loks sagði hann, ,,Ay-y-y“. Það þurfti 15 mín- útna æfingu í 150 daga til þess að Tony gæti gefið frá sér nokkur hljóð, en eftir 13 mánuði fór hann af sjúkrahúsinu, fullkomlega læknaður og gat stundað atvinnu sína. Næstur var Jak Roberts. — Einnig hann haíði fengið sprengjubrot í heilann. Hann var lærður vélfræðingur og gárnasíig hans hafði verið 140, sem nálgast sniiligáfur. Nú reyndist gáfnastig hans aðeins 15. Hann var strax svo ákaf- ur við fyrsíu æfingu í að geta talað, að svitinn rann niður andlit hans. Brátt tókst honum að segja orð og orð, gáfna- stig hans hækkaði í 50, 100, 120 og loks í 126, og eftir árið haíði hann náð sér til fulls. Þessa sögu þarf svo ekki að lengja. Læknarnir stunduðu nokkur hundruð sjúklinga og læknuðu þá, og nú starfa slík- ar deildir við ýms sjúkrahús, læknaskóla og háskóla Banda- ríkjanna. Til dæmis ein við háskólann í Minnisota. Þar hefur dr. Richard Zarling komið mönnum til að tala aftur, sem verið höfðu mállausir í sjúkrahúsi í 12 ár. Dr. Nielsen telur að í Bandaríkjunum muni vera um 400,- 000 aphasia-sjúklingar. 25% af þeim megi gera albata, hæfa til sinna fyrri staría, og til viðbótar 50% að sjáífbjarga, nytsömum borgurum. Höfundur Bör Börsons bjartsýnn um framtíð kristninnar. Flestir íslendingar kannast við Bör Börson og þá sennilega við höfund þeirrar kynlegu skáldsögu, John Falk- berget. En hefði sá höfundur ekki ritað neitt merkilegra en þá sögu, væri hann ekki öfundsverður. Hann er nú frægur rithöfundur og frægur fyrir annað merk- ara og betra en Bör Börson. Um síðustu páska ritaði hann f norska blaðið, Dagen, um páskahelgi- hald, og segir þá m. a. þetta: „Ef við viljum hafa fyrir því að fletta blöðum sögunnar og horfa um öxl, munum við fljótt komast að raun um, að ekki voru páskar haldnir betur heilagir áður fyrr en nú. Víða hér á landi voru haldnar hræðilegar dryklcju- veizlur, þar sem saman fór ólifnaður, áflog og manndráp, þrátt fyrir hinn grimmasta kirkjuaga og strangar siða- reglur. Það er ekki hægt að hertaka með sverði það „Guðs ríki“, sem er hið innra með manninum. Þegar öll kurl koma til grafar, er helgihald páskanna sennilega forspil endurfæðingar. Þessi heimur og bylgju- lengdir hans, varir ekki eilíflega. Þetta sanna ýms tákn tímanna í hinum svo- kölluðu „afkristnu löndum“. Erfitt mun mönnum reynast að spyrna ævinlega „gegn broddinum“, jaínvel hinum miklu einræðisherrum, sem berjast vægðar- laust gegn Kristi. „Þú hefur sigrað, Galilei“, mun halda áfram að hljóma um þúsundir ára, hvort sem við trúum því eða ekki. Hér væri nægilegt að minna á hinn brjálæðislega draum Hitlers, sem eg nefni þó hikandi, að smurður líkami hans ætti fyrir sér að liggja í gullkistu, sem skreytt væri inn- lögðum eðalsteinum úr kirkjunum í „hinu heilaga Rússlandi“. Það fór á annan veg“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.