Eining - 01.04.1951, Blaðsíða 9

Eining - 01.04.1951, Blaðsíða 9
1 EINING 9 V * t \ * i V Jim og Kay eru þau kölluð. Þau eru hjón og eiga nú þrjú hraust og myndarleg börn. Jim og Kay eru líka kölluð „the Victors", sem þýðir sigurvegarar. Þau eru fræg í Ameríku fyrir íþróttir sínar. Hafa sýnt listir sínar í leikhúsum og víða. Þau eiga heima í Los Angeles í Californíu. Þau höfnuðu nýlega boðl að koma til Suður- Ameríku og Hawaí-eyjanna, vegna þess að þau þurfa nú að hugsa um börnin. — Þessir ágætu íþróttamenn segja: „Þú getur ekki náð hinum bezta árangri, nema líkamsþrekið sé ólamað og í bezta lagi, en þannig getur líkamsþrekið ekki verið ef þú neytir áfengis og tóbaks. Þetta er sannfæring okkar“, segja sigurvegararnir. — Hér má bæta því við, að þau drekka ekki heldur kaffi. Mjólkin er eftirlætisdrykkur þeirra. — Sammála þessum eru allir frægir Iþrótta- menn. Myndirnar eru úr tímaritinu LISTEN. nú sem stendur, ásamt systurstúkunni Báru, að koma upp félagsheimilinu, er einnig verður sjómanna- og gestaheim- ili. Verkið var hafið með aðeins sjö þúsund krónum, en nú eiga stúkurnar í Vestmannaeyjum skuldlausar 600 þús. kr. í húsinu. Þetta er þriggja hæða hús, 28 sinnum 15 m. Það er orðið fokhelt og er nú unnið að innansmíð hússins. Verður þar stór fundarsalur, leiksvið og útbúnaður fyrir kvikmyndasýningar, og er leyfi til þeirra þegar fengið, þá verð- ur þar sjómannastofa, lestrarherbergi, gufubaðstofa og fleira. Húsið verður hið veglegasta og á áreiðanlega eftir að koma í góðar þarfir, því að margir leita til Vestmannaeyja á vertíðum og endra- nær. Templarar í Vestmannaeyjum þakka velvilja og góðan stuðning, sérstaklega Jóhanni Þ. Jósefssyni alþm., bæjar- stjórn og bæjarstjóra, Ólafi Kristjáns- syni, Stórstúku íslands og stórtemplar, fræðslumálaráðunaut og íþróttafulltrúa ríkisins og mörgum öðrum. Bæjarstjór- inn, Ólafur Kristjánsson gerði uppdrátt að húsinu, að mestu ókeypis. Sjómenn og útgerðarmenn hafa lagt til góðan liðstyrk, og má þar einna helzt nefna bræðurna, Guðmund skipstjóra, Jón vélstjóra og Guðlaug, eigendur m. b. Vonar. Eining óskar templurum í Vest- mannaeyjum til hamingju með þeirra ágæta starf, sem er einn þátturinn í því nytsemdarstarfi, sem Reglan hefur unn- ið og vinnur víðsvegar á landinu. — Félagsheimilið og sjómannastofan í Vestmannaeyjum á áreiðanlega eftir að verða til sæmdar þeim, sem því verki hafa hrundið í framkvæmd og til heilla fyrir starf Reglunnar í Vestmannaeyj- um og á öllu landinu, og velfarnaðar þeim, sem hlunnindanna njóta. Stærsta hótel í Norður-Evrópu. Verið er nú að reisa í Osló eitt stærsta hótel í Norður-Evrópu. í því verða 350 herbergi og á það að geta hýst 600 manns í einu. Á efstu hæðinni, hinni 13., á að verða veitingasalur, og verður fögur út- sýn þaðan. Blöðin í Noregi hafa skrifað allmikið um þetta hótel, þar á meðal um það, hvort þar verði áfengisveitingar. — Þetta mikla hús á að heita Hotel Viking. Skaðsemi hófdrvkkjunnar. Forseti Samvinnunefndar bindindissam- takanna í Finnlandi, presturinn John Forsberg, segir, að það séu aðeins kristi- legar samkomur og danssamkomur, sem fái betri aðsókn en mannfundir bindindis- manna. — Hófdrykkjuáróðurinn eykur drykkjuskap og slys í sambandi við ölvun. Margir, sem sniðganga sterku drykkina falla í snöru ölsins og veikari víntegund- anna og venjast þannig á drykkjuskap. Pétur Sigurösson: Uppynging affturgöngunnar III og mögnuð afturganga ennþá herjar land og þjóð, verður einatt vel til fanga, vítiskvöl er hennar síóð. Óspart þessi eiturslanga œskumanna sýgur blóð. Miklar henni fœra fórnir fávísir og glaptir menn. Ræningjar og ríkisstjórnir, ráða mestu þar um enn. Illa þrengja þrautaskórnir þeim, sem missa allt í senn. Tíminn og bindindismálið Það má sannarlega ekki minna vera, en að við bindindismenn viðurkennum og þökkum, hve vel dagblaðið Tíminn hefur haldið á okkar málum um langt skeið. Óskandi væri, að öll blöðin ættu eftir að taka sömu afstöðu til áfengismálanna. — Tíminn fær þegar að njóta þess hjá all- mörgum bindindismönnum, hve hiklaust hann hefur haldið uppi vörn fyrir málstað þeirra. Lítil einatt verður vörnin, villimennsku blóðug hönd, fórnir mönnum, ber út börnin, bölvun stráir vítt um lönd. Alltaf malar kvalakvórnin. Kreppir lýði þrœldómsbönd. Þar sem ágirnd öllu ræður, iðka valdsmenn þrælahald. Þó að sími blóði bræður borga vilji lausnargjald, selja blindir börn og mæður böðlum þeirra samt á vald. Hví má ei þann bölvald banna, blóð er verst úr lýðnum saug. eyða veldi illvirkjanna, engin finnst þar heilbrigð taug. er með blóði æskumanna yngja landsins versta draug. í sambandi við síðasta stórstúkuþing sagði Tíminn í leiðara sínum, meðal ann- ars, þetta: Drykkjuslysin eru fleiri en sjóslysin og áfengisnotkunin er alvarlegra þjóðarböl en berklaveikin, — meðal annars vegna þess, að bæði berklaveiki og fjölmörg slys stafa af henni, og eru umferðaslys og eldsvoðar þar efst á blaði. Þó er nokkur misbrestur á að þjóðin hafi stutt bindindishreyfing- una með jafn góðum og almennum skiln- ingi og slysavarnafélagið eða Samband berklasjúklinga til sinna menningarstarfa. «1

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.