Eining - 01.04.1954, Qupperneq 3

Eining - 01.04.1954, Qupperneq 3
EINING 3 vísleg störf að læra. í borgum er vand- inn meiri, og hefur mönnum orðið tíð- rætt um það. Við hvað getur unglingur- inn svalað athafnaþrá sinni. Að vísu fer mikill hluti dagsins í skólanám og ýmis- ' legt, sem því er samfara. En kyrsetur á skólabekkjum eru börnum og ungling- um bæði óhollar og óeðlilegar. Ekkert er unglingnum ógeðfeldara en að morra einhvers staðar kyrr, og er þetta ekki þungskilið. Mín reynsla er sú, að þótt eg sé kominn á sjöunda áratuginn, kýs eg næstum heldur að ganga yfir fjall- veg, en að bíða farartækis nokkrar klukkustundir. — Hvað mun þá um 4 unglingana. Þegar þetta vandamál kemur upp í huga mínum, nem eg oftast staðar við vatnsveituna og virkjun vatnsfallanna. Þar er tamning og hagnýting orkunnar svo dásamleg. Ótaminn brýzt vatns- straumurinn niður hinar lægstu leiðir, veltir björgum, skemmir engjar og tún, ef farvegur er grunnur og aðstæður slík- ar, ber aur og leir og sand á slæjulönd manna, og gerir margvíslegar skemmd- * ir. Mætti minna hér á stef í hinu snilldar- lega kvæði Guðmundar frá Sandi, LJm Rangárþing: „Þó er verri Þverá; þindarlaus ókind, ergiþrungin, mýmörg misendi vinnur grend. Flceðisafa Fljótshlíð fórnar þeirri óstjórn. % Ytin sýnir ónot álavargur Njálshvál. Tœtir sundur túnfit, tröllaukin gerir spjöll, engjum veitir ágang, ólm að vinna Gunnarshólm. Landeyjum verri en vond, vilhöll hverjum sandbyl, villistrauma vatnsfall, veiðileysa síreið“. En svo kemur mannshöndin haga til sögunnar, tekur árnar hátt upp í fjöll- um, leiðir þær um miklar áveituálmur víða um hlíðar og dali og breytir þar með eyðimörk í aldingarða og blóm- legan gróður. Eða menn virkja vatns- föllin og breyta hinni trylltu og taum- lausu orku í dásamlegt afl, sem lýsir, vermir, læknar og verður undramáttur í iðn og öllum athöfnum manna, við heimilisstörf og hvarvetna, breytir nótt í bjartan dag í stórborgum og víða um lönd, og vetrarkulda í notalegheit. — Hvílíkt undur! Þessi tamning og hag- nýting orkunnar. Þannig þarf hinni upp- alandi kynslóð að takast að virkja og temja þá ómælis lífsorku, fjörið og kraft- ana, sem ólgar í æðum æskumanna, * sveina og meyja. Ekkert annað leysir vandann til fulls. Hyggileg hagnýting æskulífskraftanna og göfgun andans þarf að fara saman. Þá er vel á haldið. P. S. SÖNGSKEM MTU N GUÐRLNARÁ. SÍMONAR í Gamla Bíó, 6. apríl 1954. Af aðsókninni mátti ráða, að tilheyr- endur söngkonunnar hefðu beðið í eftir- væntingu þessa nýja tækifæris að hlusta á söng ungfrúarinnar, og hrifningin bar því ótvíræðan vott, að þar urðu engin vonbrigði. Efnisskráin var þessi: G. B. Pergolesi: Se tu m’ami; C. Monti- verdi: Lasciatemi morire; S. C. Marchesi: Povera Rosa. — F. Schubert: Der Tod %md das Madchen, J. Brahms: Dein Blaues Auge, J. Brahms: Der Schmied. — Páll ísólfsson: Sáuð þið hana systur mína, Jón Þórarins- son: Fuglinn í fjörunni, Þórarinn Jónsson: Vögguvísa. — W. W. Lowitz: I Couldn’t Say, ,,No, Sir“, E. Coates: Bird Songs at Eventide. — G. Puccini: Donde lieta, úr óp. „La Bohéme“, C. Gounod: C’era un re, un re di Tliulé, úr óp. „Faust“. Söngkonan var kölluð fram marg- sinnis og varð að endurtaka sum lögin og syngja nokkur aukalög, og henni bárust miklir og fagrir blómvendir. Ungfrú Guðrún Á. Símonar er þjóð- inni kunn, cem ein allra ágætasta söng- kona hennar. Hún hafði áður unnið sér til frægðar bæði hérlendis og erlendis, en söngur hennar bar þó að þessu sinni tvímælalaust vitni um stöðugt vaxandi þroska hennar í listinni. Rödd hennar er mikil og ágæt, og raddbeitingin góð, lærdómur og leikni á mjög háu stigi. Við hljóðfærið var Fritz Weisshappel, og þarf ekki að kynna landsmönnum þann listamann. Lif Að vera aðeins eins og hinir, ofur- lítið peð á taflborði hversdagsleikans, vekur ekki mikla hrifningu. Að rölta breiðu, eggsléttu, tilbreytingarlausu þjóðbrautina, er þreytandi. En að þræða krókaleiðir vegleysunnar upp hlíðar og hóla, skriður og klettabörð, yfir gil og gljúfur, upp stalla og stryllur, hærra og hærra, það er dásamlegt. Líkaminn verður allur mjúkur, í hverju liðamóti, þægilega sveittur, blóðrásin verður ör og heilsusamleg, brjóstið þenst út, and- ardrátturinn verður djúpur, brattgöngu- maðurinn teigar háfjallaloftið, sem sval- ar, styrkir og kætir. Samleið með fjöldanum, sefjun og sjálfsglötun í hringiðu múglífsins, í mak- indum þægindanna, áhættuleysi alls herjar tryggingaskipulags, aðeins einn sauður í sauðahópnum, haldið til beitar, hóað saman í króna, gefið á garðann, al- inn, rúinn á sínum tíma, — það er ekki hið áhættusama líf landnemans, braut- ryðjandans, forustuandans, uppfinn- ingamannsins, sjáandans og hinnar skapandi ástríðu. Að vera frjáls, alfrjáls, óháður, mega hugsa sínar eigin hugsanir, móta sínar eigin skoðanir, sína trúarjátningu, sína guðsmynd, lifa djarflega, eiga allt á hættu, tefla á tvísýnu, klífa brattasta hamarinn, komast upp á hæstu gníp- una, eða að minnsta kosti keppa þang- að, svíða sárt, hryggjast dauðlega, fagna ákaflega og njóta sigurgleðinnar í sæluvímu. — Það er líf. Pétur Sigurðsson. Góðvild þökkuó Eining skuldar mörgum þakklæti fyrir mjög mörg fram úr skarandi elskuleg bréf og stundum peningasendingar einnig. — En tveimur þekktum mönnum skuldar hún sérstaklega þakkir fyrir ákaflega vinsam- legar blaðagreinar. Richard Beck. pró- fessor, hefur oftar en eir.u sinni minnst Einingar mjög vinsamlega í blöðunum, og svo hefur Guðmundur G. Hagalín, skáld og rithöfundur, nýlega skrifað í Alþýðublaðið (1. aprí! 1954) einkar vinsamlega grein um Einingu. Þar segir m.a.: „Blaðið birtir fjölda greina um áfengis- og bindindismál, skýrslur og skilríki frá fjölmörgum löndum heims, umsagnir vit- urra og ábyrgra manna frá ýmsum tímum og þjóðum, og útdrætti úr ræðum og greinum, sem birzt hafa á erlendum vett- vangi eða hér á landi. Ritstjórinn leggur mjög mikla áherzlu á staðgóða og skil- ríka fræðslu, og í þeim ellefu árgöngum, sem þegar eru komnir út af Einingu, er að finna greipifróðleik um flest, sem gerzt hefur á sviði áfengisvandamálsins í menn- ingarlöndum heimsins“. Beztu þakkir. Ritstj.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.